Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 Arás inn í Líbanon Dauðadómur í mútuhneyksli í Sovétríkjunum Fangar teknir af lífi í E1 Salvador Bandariski ofurhuRÍnn Robinson sést hér stökkva út úr turni i Toronto, sem er einhver sá hæsti i heiminum. Hann lét sig falla um nærri 200 m áður en kaðall, sem hann var festur við, tók af honum fallið. Tel Aviv, 15. áfnÍBt. AP. ÍSRAELSKAR strand- höggsveitir réðust í dag á nokkrar stöðvar Palest- ínumanna norðan við hafn- arborgirnar Sidon og Tyros i Suður-Libanon, 24 km frá israelsku landamærunum. Minnst þrír palestínskir skæru- liðar voru felldir, herflutninga- bifreið var sprengd í loft upp og sprengjum var varpað á byggingu sem skæruliðar nota fyrir bæki- stöð norðan við Tyros. Engan Israelsmann sakaði. Hermennirnir réðust á skot- mörk sem voru minnst hálfan kílómetra norðan við Sidon og einbeittu sér að umferð skæruliða á þjóðveginum meðfram strönd- inni. Þetta var fyrsta árás Israels- manna inn i Suður-Líbanon í tvo mánuði. San Salvador, E1 Salvador, 15. ágúst. AP. MANNRÉTTINDANEFND- IN í E1 Salvador fullyrti í dag að herir stjórnarinnar lífláti nú fólk sem handtekið ParamaHbo, Surinam, 15. ágÚKt. AP. HERMENN i Suður-Amerikurik- inu Surinam hafa gert stjórnbylt- ingu i annað sinn, fellt stjórn- arskrá landsins úr gildi, lýst yfir neyðarástandi og tekið upp her- lög. Þeir tilkynntu í dag að byltingin væri til þess ætluð að halda hefur verið í verkföllum vinstrisinna í vikunni. í tilkynningu nefndarinn- ar, sem fylgir leiðsögn al- þjóðamannréttindahópa. kommúnisma að kúbanskri fyrir- mynd í burtu frá ríkinu, en þar búa um fjögur hundruð þúsund ibúar. Ekki mun hafa komið til átaka við valdatöku hermann- anna, en sex menn hafa verið handteknir að sögn embættis- manna. sagði að lík fanga hefðu fundizt vitt og breitt um höfuðborgina á síðustu dög- um. Verkfallsaðgerðir í höfuðborg- inni hafa þó ekki tekizt betur en svo að um áttatíu af hundraði allra viðskiptafyrirtækja hafa opnað að nýju. Um helmingur borgarinnar er án ljóss og raforku eftir að skæruliðar sprengdu upp dælustöð og þrjá rafturna. Margir fréttaskýrendur hafa látið svo um mælt að lítill almenn- ur stuðningur við verkfallsbrýn- ingu vinstrimanna, sé áfall fyrir tilraunir þeirra til að steypa herstjórn landsins. Moskva. 15. áKÚKt. AP. HÁTTSETTUR embættismaður i sovézku borginni Tbilisi hefur verið dæmdur til dauða út af Enn flugrán yfir Florida San Juan, Puerto Rico, 15. áKÚHt. AP. ÞRIÐJA flugvélin, sem rænt er yfir Flórida og snúið til Kúbu, lenti i San Juan á Puerto Rico snemma 1 dag. Að sögn farþega voru ræningj- arnir tveir Kúhumenn sem vildu komast heim aftur. Um borð í flugvélinni var 12 manna áhöfn og 211 farþegar og að þeirra sögn sögðust ræningjarnir vera Kúbumenn sem vildu komast aftur til fjölskyldna sinna. Annar mannanna hélt bensínflösku á lofti og hótaði því að kveikja í henni ef ekki yrði orðið við körfum þeirra. Yfirvöld á Kúbu hafa skýrt frá því að flugræningjarnir hafi verið teknir í hennar vörslu. Fort Worth, Texas 15. ágúst. AP. DÓMARI kom i veg fyrir það i dag, að lík Lee Harvey Oswalds yrði tekið úr gröf sinni eftir að bróðir Oswalds hafði höfðað mál gegn breska rithöfundinum Eddows, sem hefur krafist þess að lik Oswalds verði tekið til rann- sóknar. Bróðir Oswalds, Robert, segir að meiriháttar mútuhneyksli, er valdið hefur almennri reiði i kjölfar sjónvarpssendinga af réttarhöldum yfir honum þar i borg. Samkvæmt frásögn fréttablaðs- ins Zarya Vostoka í Tbilisi og embættismanna í Georgíu var kveðinn upp dauðadómur yfir Yuda Kobakhidze þann 29. júlí síðastliðinn. Kobakhidze var framkvæmdastjóri svæðisstjórnar í einum borgarhluta Tbilisi með um hundrað og þrjátíu þúsund íbúa, en Tbilisi, sem er höfuðborg lýðveldisins Georgíu hefur alls um eina milljón íbúa. Að sögn fréttablaðsins snérist Kobakhidze-hneykslið um tuttugu og þrjú mútutilfelli þar sem um hundrað sjötíu og tvö þúsund rúblur komu við sögu í heild. í bréfi ergilegs málmiðjuverka- manns, er birtist í blaðinu, segir að embættismaðurinn hafi þegið mútumar af þegnum í leit að nýjum leiguíbúðum stjórnarinnar. Leiga á íbúðum mun í flestum tilvikum ódýr í Sovétríkjunum, en óbreyttir borgarar eiga oft í brös- um með að verða sér úti um húsnæði vegna framboðsskorts. það muni aðeins auka „þjáningar" hans ef líkið verði grafið upp og hótar því að krefjast 100.000 dala í skaðabætur frá þeim, sem fyrir uppgreftrinum standa. Hann held- ur því fram, að fyrir Eddows vaki ekkert annað en að vekja athygli á bók, sem hann hefur skrifað um morðið á Kennedy Bandaríkjafor- seta. Stjórnbylting Lík Oswalds er ennþá í gröf inni Carter og Kennedy hylltir á landsþingi demókrata Kastað fyrlr fisk — Jimmy Carter Bandarfkjaforseti reynir hér fyrir sér með flugu daginn áður en hann hélt til New York á flokksþing demókrata þar sem hann var útnefndur forsetaefni flokksins í forsetakosningunum i haust. Frá önnu Bjarnadóttur í New York í gær FULLTRÚAR demókrata hylltu Jimmy Carter, Walter Mondale og Edward Kennedy á siðasta degi landsþings flokks- ins i New York á fimmtudags- kvöld. Carter og Mondale fluttu þakkarræður sínar fyrir for- seta og varaforsetaútnefningu flokksins og demókratar reyndu að láta sem samkomu- lag hefði aldrei verið betra i flokknum. Carter og Mondale gagn- rýndu báðir stefnu Repúblik- anaflokksins og frambjóðanda hans. Carter sagði að hann væri stoltur af frjálslyndri stefnu flokksins, að hann og Mondale myndu heyja málefnalega bar- áttu og þeir ætluðu að „baka~ repúblikana i nóvember. Hann fjallaði um stefnu flokksins við góðar undirtektir áheyrenda en þegar hann nefndi viðbrögð sin við innrás Sovétrikjanna og skrásetningu ungra manna til herkvaðningar, andmælti þing- ið með óánægjuhrópum. Hörð barátta Carters og Kennedys í forkosningunum olli verulegum klofningi í flokknum. Stuðningsmenn beggja, Carters þó sérstaklega, gera nú sitt bezta til að græða sárin. Carter sagði í ræðu sinni: „Ég vil segja nokkur orð til Kennedy öldungadeildar- þingmanns ... ræða þín hér á þinginu fjallaði á frábæran hátt um það sem flokkur demókrata hefur þýtt fyrir bandarísku þjóðina — og hvers vegna sigur flokksins er svo mikilvægur í nóvember. Ég rétti fram hönd mína til þín og stuðningsmanna þinna scm studdu þig svo dyggilega í baráttunni í kvöld. Ted, flokkur þinn þarfnast þín — og ég þarfnast hugsjónaeldmóðs og ósérplægni ykkar í baráttunni. Kennedy lýsti stuðningi sínum við Carter með nokkrum orðum í skriflegri yfirlýsingu, sem lesin var á landsþinginu eftir að Carter hafði hlotið útnefningu flokksins á miðvikudagskvöld. Ræða hans á þriðjudagskvöld var bezta ræða sem hann hefur flutt lengi ef ekki nokkru sinni. Hann minnti mjög á bræður sína og það var auðskiljanlegt hvers vegna Kennedyarnir njóta virð- ingar og aðdáunar svo margra í Bandaríkjunum. Ræðu hans mun væntanlega verða minnst lengur en þakkarræðu forsetans. Þegar Carter hafði lokið ræðu sinni stigu fjölskyldur hans og Mondale og fjöldi framámanna í flokknum í ræðustól og veifuðu þingfulltrúum við hlið hans. Kennedu steig síðastur fram en þá var fulltrúunum farið að leiðast þófið og farnir að kalla nafn hans. Kennedy var heldur kuldalegur en Carter faðmaði hann að sér . Fagnaðarlæti fulltrúanna voru gífurleg, en rauðar, hvítar og bláar blöðrur sem áttu að svífa yfir höfuð þingfulltrúanna sátu fastar í netum sínum uppi undir lofti salarins. Carter kallaði Mondale bezta félaga sem nokkur forseti hefur haft og þakkaði þinginu fyrir að útnefna hann varaforsetaefni að nýju. Annar en Walter Mondale kom aldrei til greina sem vara- forsetaefni Carters. Mondale hefur þjónað mikilvægu hlut- verki í stjórn Carters til þessa, sem er óvenjulegt. Mondale tók virkan þátt í baráttunni gegn Kennedy og mun halda upptekn- um hætti i baráttunni gegn Reagan. Hann er helzti tengilið- ur Carters við frjálslyndari arm demókrataflokksins. Hann hefur sérstaklega góð sambönd við verkalýðsleiðtoga og starfsmenn Carters vona að það komi þeim að góðum notum í baráttunni, því Carter mun þurfa á atkvæð- um verkamanna að halda ef hann ætlar að sigra Reagan svo rækilega sem hann sagði í ræðu sinni. Mondale mun eiga kappræður við George Bush varaforsetaefni repúblikana fyrir kosningarnar. Þeir þykja nokkuð líkir, eru á svipuðum aldri, búa yfir svipaðri reynslu og eru vel menntaðir — en Cartersmenn telja Mondale geta kveðið Bush auðveldlega í kútinn. Ræða hans í kvöld var nokkuð löng en hann var einn fárra ræðumanna sem sýndu að full- trúarnir hlusta stundum á ræð- urnar sem eru fluttar á þinginu. Hann nefndi nokkur atriði úr stefnu repúblikana og spurði hvort þau hljómuðu vel. Þing- heimur svaraði hárri raustu — nei, nei, nei —. Sættir hafa kannski aðeins náðst á yfirborði Demókrata- flokksins en fulltrúar á lands- þingi hans voru auðheyrilega sammála um að Ronald Reagan mætti ekki taka við stjórn lands- ins í janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.