Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 35 Eining samspilsins lagr YOGABOKIN ÞÍN örn og örlyjíur 1979. Jóga tengir maður ósjálfrátt andlega sinnuðum mönnum sem vilja gera eitthvað fyrir heilsuna. Einu sinni iðkuðu allir spekingar jóga. En nú fáum við að vita hjá Skúla Magnússyni sem er mjög framarlega í fræðunum að jóga hafi aldrei verið hugsað sem „heilsuræktarkerfi". Skúli segir að jóga í heilsuræktarskyni sé vest- rænt fyrirbrigði. Hann segir einn- ig að hin kunna bók Hittlemanns Yoga for Health sé „bezt geymd í ruslakörfunni". Maharishi er ásamt Hittlemann peningaplokk- ari og svindlari, sá fyrrnefndi fær umsögnina „siðleysinginn, „bítla- yoginn" Maharishi með sína „inn- Bökmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON hverfu íhugun““. í jógafræðunum er greinilega deilt eins og annars staðar meðal ófullkominna manna og Skúli Magnússon er ekki myrk- ur í máli. „Yoga merkir bókstaflega Ein- ing,“ segir Skúli Magnússon, en einingu skortir að mati hans. „Samspil andlegra og líkamlegra þátta“ er það sem keppa ber að. I bók Skúla kaupa menn ekki heil- Sumarsýning, Listasafns ASI Undanfarið hefur staðið yfir sumarsýning i hinum nýju og vistlegu húsakynnum Listasafns Alþýðusambands íslands að Grensásvegi 16 og mun hún standa út þennan mánuð. Rétt er að vekja sérstaka athygli á sýn- ingunni sem er hin áhugaverðasta og vel þess virði að vera skoðuð og ekki sakar að geta þess að gestir geta fengið sér þar kaffisopa og Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON meðlæti og slappað af í hámenn- ingarlegu umhverfi. Oþarfi er að geta þess að safnið er að stofni til frumgjöf Ragnars Jónssonar en hann færði safninu 120 valinkunn listaverk 17. júní 1961, það mun flestum kunnugt, en síðan hefur mikið við þann stofn bætzt, bæði af frekari gjöfum hans og annarra, og eru nú í safninu á fjórða hundrað mynd- verka, — má hér sérstaklega geta veglegrar gjafar Margrétar Jóns- dóttur ekkju Þórbergs Þórðarson- ar rithöfundar. Á þessari sumarsýningu eru ...................... aðri flutningabifreið fyrir lista- verk en slíkar eru til og þyrfti ekki nema eina fyrir allt landið og svo þurfa húsakynnin, er hýsa eiga verkin hverju sinni, að standast ströngustu kröfur um aðbúnað að verkunum, t.d hitastig og gæslu. Svo að enginn misskilji þennan framslátt minn þá er ég mjög hlyntur öllu því sem miðar að aukinni dreifingu lista um lands- byggðina, já, allra tegunda lista. Landsbyggðin býr einnig yfir ýms- um menningarverðmætum sem ekki eru til staðar í Reykjavík, t.d. byggðasöfnum og hinum stór- skemmtilegu vel varðveittu heim- ilum þjóðskáldanna á Akureyri. Við sunnanbúar verðum að Ieggja land undir fót til þess að nálgast þær gersemar því að engum hefur ennþá dottið í hug að setja hjól undir húsin og aka með þau hringveginn t.d. — Þannig eiga menningarverðmæti í mörgum til- vikum hvergi heima annars staðar en í staðbundnu umhverfi en i stöku tilvikum er réttlætanlegt að lána myndir og hluti úr söfnum ef tryggilega er að öllu búið. Menn eiga þannig að mínu mati að rækta sérkennin á hverjum stað þannig að þau verði nýstárleg og forvitnileg fyrir aðkomufólk og hvetji til skoðunarferða. Ég reifa þetta allt vegna þess að mér þykir það einsýnt að miklir Davíð Daviðsson læknaprófessor og Karl Kvaran listmálari virða fyrir sér myndir á Listasafni ASÍ. Á myndinni má sjá myndverk eftir Jóhann Briem, Einar Jónsson og hina þekktu mynd Jóns Engilberts af Þórbergi Þórðarsyni. samtals 60 verk en fleiri komast naumast á veggina með góðu móti en það gefur lika möguleika á stöðugri hreyfingu mynda og nýj- um sýningum. Það sem mest er um vert er að safnið ræður yfir fullkominni listaverkageymslu og allmikilli vinnuaðstöðu í kjallara en slíkt eykur stórlega möguleik- ana á virkri og framsækinni starfsemi. Ekki er ég einn þeirra sem tel æskilegt að listaverkin séu á stöðugri hreyfingu um lands- byggðina því að hér er um ómet- anleg verðmæti að ræða og óbæt- anleg ef eitthvað kæmi fyrir. Fyrst verður að huga að sérhann- möguleikar liggi í því að Listasafn Alþýðusambands Islands geti orð- ið mjög sérstætt safn og merkileg listastofnun er fram líða stundir. Slíkt mun tryggja stóraukna að- sókn að safninu og gera það að stofnun er innlendir sem erlendir sérfræðingar munu líta upp til og sækja föng í er þeir rita um íslenzka myndlist. Ég óska safninu alls góðs og hvet sem flesta að leggja leið sína á Grensásveg 16 þar sem það er til húsa og telja ekki eftir sér þótt það sé dálítið afsíðis, má benda á að þar framhjá fer fjöldi stætis- vagna og ágætt bílastæði er á næsta leiti. brigði heldur þurfa þeir að láta breyta sér til að hafa not af henni. Ég er í hópi þeirra lesenda sem kæra sig ekki um að láta bók um jóga umturna lífi sínu. Þess vegna ætti ég að leggja frá mér bókina eins og Skúli ráðleggur slíkum lesendum. En ég þrjóskast við og les bókina áfram. Meðal annars hef ég gaman af ýmsum yfirlýsingum höfundarins sem ekki bera allar vott um skapgæsku. En látum það liggja milli hluta. Tilgangur höf- undar er góður, ekki síst ef honum tækist að eyða slíkum fylgifiskum mannsins sem heimsku og ótta: „Heimska er skortur sjálfsþekk- ingar. Óttinn er í tengslum við jafnvægisleysi sem öðrum þræði stafar af ófullnægjandi slökun og hvíld.“ Leiðbeiningar Skúla Magnús- sonar fyrir nemendur Hatha- Yoga, tólf æfingar eða asönur sem hann kallar svo, eru skilmerki- legar og fylgja þeim öllum skýr- ingarmyndir þar sem fyrirsætan María Éinarsdóttir birtist í ýms- um stellingum ljósmynduð af Ás- grími Ágústssyni. Bókin er án efa hin gagnlegasta fyrir áhugasama nemendur. Það dreg ég ekki i efa. Að vísu verður að viðurkenna að Skúli Magnússon. höfundur Yogabókarinnar Þinnar, ásamt fyrirsætunni Mariu Einarsdótt- ur. þegn velferðarþjóðfélags haldinn ýmsum úrkynjunareinkennum getur stundum ekki varist brosi. En það er önnur saga. Af því að róttækni er svo vinsælt orð sakar ekki að minna á skoðun Skúla Magnússonar á þessu efni. „Hin sanna róttækni er róttækni Gautama Búddha — og er 2500 ára gömul." Þá vitum við það. En meira um róttæknina: „Sumir vilja breyta þjóðfélag- inu án þess huga að einstaklingn- um sjálfum og kalla sig róttæka. Betri stuðningur við kyrrstöðu og stöðnun er naumast til. Þegar „byltingin" er um garð gengin hefir ekkert breytzt í samskiptum fólks — nema þá til hins verra — og allt er eins og var. Viðstöðulaus bylting gefur tryggingu fyrir ævarandi stöðnun." Jafnaðarmenn gefa út tímarit MÁLÞING heitir nýtt tímarit. sem ungir jafnaðarmenn hafa hafið útgáfu á. Ritstjórar eru Kjartan Ottósson (ábm.) og Hilmar S. Karlsson. í spjalli ritstjóranna segir að Málþingi sé ætlað að fjalla um þjóðfélagsmál „í anda jafnaðar- stefnunnar" og um menningarmál „í víðasta skilningi". Meðal höf- unda fyrsta tölublaðs eru Vil- mundur Gylfason, Bjarni P. Magnússon, Helgi Már Arthúrs- son og Úlfur Bragason. Málþing mun koma út þrisvar á ári og fæst í bókaverzlunum og söluturnum. Tímaritið er 26 síður, með auglýsingum. Colgate MFP f luor tannkrem herðir tennurnar og ver þær skemmdum. Colgate MFP fluor tannkrem er reyndasta tannkremiö á markaönum Þusundir barna um viöa verold hafa um árabil verið þáttakendur i visindalegri Colgate-prófun og hefur hún ótvirætt sannaö aö Colgate MFP fluor tann- krem heröir glerung tannanna viö hverja burstun. þannig aö tennurnar verða sifellt sterkari og skemmast siöur. Þess vegna velja milljónir foreldra um heim allan Colgate MFP fluor tannkrem handa bornum sinum. 1 Colgate MFP fluor gengur inn i glerunginn og heröir hann 2 Þess vegna veröur glerungurinn sterkari Og börnunum likar bragðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.