Morgunblaðið - 17.08.1980, Side 6

Morgunblaðið - 17.08.1980, Side 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 Jtlor^unlilaíuí* á gönguleiðum Hornstranda Texti: Fríða Proppé Myndir: Greinarhöfundur og Matthías G. Pétursson Á leiðinni niður heiðina í átt að Aðalvík gengum við fyrir Rekavík bak Látra. Upp af víkinni eru Rekavíkurvatn og Hálsavatn. í Hálsavatni hefur verið nokkuð af silungi í gegnum árin. Að Látrum höfðum við fengið að láni nýbyggð- an bústað, nefndan Yztabæ og þar í kring eru enn nokkur heilleg íbúðar- hús, sem eru notuð í dag sem sumarbústaðir. Lagði vinalegan reyk upp úr skorsteini eins þeirra, er okkur bar að garði um kl. tvö eftir hádegið. Bústaðurinn er stór og mjög vandaður að allri gerð, með olíu- kyndingu og eldavél, og hafa sam- tímis gist þar allt að 30 manns. Á áætluðum tíma, eða kl. þrjú, sáum við Örninn koma öslandi inn víkina og lagði hann við legufæri. Var strax skipuð móttökunefnd, en það kom í ljós niðri í fjöru að úr vöndu var að ráða, því gúmmíbátur, sem verið hafði um borð í upphafi ferðarinnar og Jósep hafði fengið að láni til að komast að og frá landi, hafði verið tekinn af Snorra á Isafirði, og komst hann því ekki í land með föruneyti og vistir. Með honum voru fjórir Bretar, sem IV OG SÍÐ- ASTI HLUTI slegizt höfðu í för með honum og ætluðu einnig að vera með okkur yfir helgina. Aðstoð auðfengin í Fagranesinu Það vildi til happs, að djúpbátur- inn Fagranes var enn ókominn og var það ráð tekið að bíða hans. Kom Fagranesið síðan á áætlun síðar um daginn og var aðstoð auðfengin við að koma fólki og farangri í land. Við notuðum tækifærið og fengum að skjótast um borð. Margir farþegar voru innanborðs og að sögn skip- stjórans, Hjalta Hjaltasonar, hefur verið í nógu að snúast í Horn- strandaferðum í sumar, og að u.þ.b. 100 farþegar væru í hverri ferð. I>ar sem enginn lítill bátur var með i förum í Aðalvík varð að finna önnur ráð til að komast út i Örninn. Ilér togar Jósep í Stefán og Matthias styður við hann. beim tókst báðum að komast upp heilum á húfi eftir hálfgerð loftfimleikabrögð og mikinn hlátur viðstaddra. Þessi mynd gefur góða mynd af veðrinu þennan dag. Sólskin var og hiti og ekki blakti hár á höfði. Myndin er tekin frá Bsejarvaðinu, i bak sér upp Tungudalinn. „Höfum farið nokkrar öræfaferð- ir, en þessi bar af þeim öllum“ Lagt var upp árdegis á föstudcginum áleiðis til Aðalvíkur, en þar var síðasti viðkomustaðurinn í ferðinni og ákveðið var að dvelja þar yfir verzlunarmannahelgina, ganga á Straumnesfjall og skoða umhverfið. Veðurguðirnir sýndu sína beztu hlið og var veðrið ekki síðra en það hafði verið síðustu daga, rjómalogn og glampandi sólskin. Lögðum við út í Bæjarvaðið á ósum Fljótavatns á háfjöru. Vaðið er nokkuð breitt, en fremur grunnt — náði í mesta lagi upp á mjaðmir á meðalmanni. Er komið var yfir vaðið gáfum við okkur góðan tíma til að leyfa sólinni að þurrka það, sem blotnað hafði, enda lá nú ekkert á. áætlaður göngutími okkar til Aðalvíkur aðeins fimm klukkustundir. Þangað ætluðum við að vera komin um kl. þrjú síðdegis og hitta Isfirðinginn Snorra Grímsson, en hann ætlaði að koma þangað á Erninum með vistir og vera þar með okkur yfir helgina. Þá var gengið eftir Tungudal og upp á Nónfell, yfir Tunguheiði og eftir það lá leiðin öll niður í móti. Leið þessi er vel vörðuð, því mikill samgangur var á milli Fljótavíkur og Aðalvíkur, þegar búið var í víkunum, og fóru menn þessa leið oftsinnis með hesta. Gönguslóðar eru þarna og á köflum eru vísar að vegum og sagði Jósep fararstjóri, sem fæddist að Tungu í Fljótavík og bjó þar og að Atlastöðum til fimm ára aldurs, að í gamla daga hefði fólk legið við í tjöldum og unnið að vegalagningu á þessari leið. Munaði litlu að illa færi Leiðin var því auðveld yfirferðar að undanskildum einum stað, þar sem við þurftum að komast yfir stóra snjóbreiðu á niðurleiðinni í miklum bratta og munaði þá litlu að illa færi, þegar tveir úr hópnum misstu fótanna og runnu saman niður brattann og stefndu í urðina fyrir neðan. SIuppu þeir sem betur fer með skrekkinn og smárispur, en þeir sem á eftir komu voru sumir hverjir lítt upplitsdjarfir, er þeir lögðu á snjóbreiðuna. Bæjarvaðið vaðið. Ási íékk að fara á háhesti hjá pabba sinum. enda hefði vatnið náð honum nokkuð hátt annars. Flestir fara í Aðalvík, þá Fljótavík, að Horni og víðar. Er fólk og farangur var komið í land var dekkað borð í Yztabæ og fólk fékk sér snæðing. Ekki var fararstjórinn í rónni að vita af Erninum úti við festar og að hafa engan bát til að komast út í hann, ef eitthvað bjátaði á með veður. Hafði hann á orði að synda út í Örninn og eyða helginni þar til öryggis, eða sigta honum til ísafjarðar og ná í okkur á mánudeginum. Málið var rætt fram og aftur og í lokin tekin sú ákvörðun, að þrír til fjórir færu út í Örninn, sigidu honum til Bolungarvíkur, sem er tveggja tíma sigling, til að freista þess að fá þar lánaðan bát. Menn fóru nú niður í fjöru, klömbruðu saman gamaili tunnu og rekaviðarfjölum, urðu sér út um ár og ætluðu síðan tveir að reyna að róa á flekanum (sem varla er rétta orðið yfir útkomuna) út í örninn. Flekinn sökk með það sama, er tveir höfunda hans hoppuðu út á hann, en maraði þó aðeins í hálfu kafi, er einn stóð á honum. Með seiglu og þolinmæði tókst Jósep að komast út í örninn og sigla honum, þar sem dýpst var, upp að klettum á strönd- inni. Þar tókst tveimur úr hópnum að klöngrast upp á stefni við mikinn hlátur viðstaddra. Héldu þeir síðan til Bolungarvíkur. Á bryggjunni í Bolungarvík hittu þeir fyrir Finn- boga Jakobsson skipstjóra og báru vandræði sín upp við hann. Hann sagði samstundis, að ekkert væri sjálfsagðara en að lána þeim árabát yfir helgina. Örninn kom síðan aftur í Aðalvík upp úr miðnætti og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.