Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 39 Samúcl vciddi þann stærsta þcg- ar sótt var í soðið, «K var hann að vonum hrcykinn. þó þcir haíi cf- laust scð þá stærri í hcimahæ hans, Akrancsi. njótavik „Skilur eftir meira af endurminningum og sterkum lands- lagsmyndum“ — sögðu tveir ferða- félagar í ferðarlok gátu nú allir tekið gleði sina á ný og horft fram á skemmtilega helgi. Á laugardeginum var veður ekki eins gott, þoka var og andkalt. Varð það aðeins til þess að undirstrika hversu heppin við höfðum verið fram að þessu. Flestir héldu kyrru fyrir, en hluti hópsins hélt til sjós og veiddi í soðið. Um kvöldið var slegið upp veizlu og stjórnaði Snorri fjöldasöng með gítarundirspili fram eftir nóttu. Draugabær á Straumnesfjalli Á sunnudeginum var veður sæmi- legt og nú héldu menn í fjallgöngu á ný og í siðasta skipti í þessari ferð. Var áætlunarstaður rústir radar- stöðvar Bandaríkjamanna á yzta enda Straumnesfjalls. Gengið var upp Grasdalsfjall og eftir endilöngu Straumnesfjalli, að Skorum og rúst- irnar þar skoðaðar. Stöð þessi var byggð af Bandaríkjamönnum í stríðslok, en í þann mund sem stöðin var tilbúin var ekki talin þörf á henni og standa byggingarnar nú þarna í þyrpingu og minna á draugabæ. Það vekur athygli að- komumanna hversu heilleg húsin eru enn, en þau voru byggð úr steinsteyptum einingum, sem flutt- ar voru til landsins frá Hollandi. Vegur var á þessum tíma lagður upp á fjallið. Mjög hefur verið vandað til hans, því hann er enn heillegur og að sögn Sigurðar Vals, sem dvaldi með foreldrum sínum í búðunum á fjailinu í heilt ár er hann var sex ára gamall, var allt efni í veginn fínharpað uppi á fjallinu sjálfu. Þessi ganga upp á Straumnesfjall reyndist okkur, sem gengið höfðum alla leið frá Látravík, létt, og kom í ljós, að hópurinn var kominn í allsæmilega þjálfun. Með í förinni voru Snorri Grímsson og Bretarnir fjórir. Snorri er alvanur Horn- strandaferðum, en erlendu vinir hans alls óvanir og fyllti framganga okkar á göngunni, — með viðmiðun við Bretana, — suma hverja stolti og trú á, að okkur væri e.t.v. ekki alls varnað á þessu sviði. Fjöldi fólks var í Aðalvík um þessa verzlunarmannahelgi og var m.a. fjölskyldumót að Sæbóli, sem bátaklúbburinn Sæfari frá ísafirði stóð fyrir. Nokkrir sumarbústaðir Svcinn Guómundssun kaupmaóur tckur lagið fyrir viðstadda á svölum Borgar, scm cr nýbyggður bústaður að Sa*bóli. Lagið sem hann söng var auðvitað um Aðalvík, aðrir á myndinni eru frá vinstri: María Maríusdóttir ísafirði, og hinum mcgin við Svein systkinin Magga Stína og Jón Ifcimir Hreinsbörn. Fremst á myndinni t.h. er Árni Jónsson. Á leið upp Straumncsfjall. Snorri Grímsson, lcngst til vinstri; aðstoðar tvo brczka vini sína. Gangan rcyndist Brctunum nokkuð crfið. cn nú vorum við komin í goða þjálfun. Snorri Gríms hélt uppi söng og glcði alla vcrzlunarmannahclgina. Hcr crum við á lcið að Sæhóli á sunnudagskvöldið. Jcppinn góði frá Þvcrdal. ökumaður er Magga Stína, við hlið hcnnar situr Sveinn Guðmundsson kaupmaður. þá Árni Jónsson kaupmaður og við hlið Arna Kristin Einarsdóttir. fsafirði. eru nú þegar við víkina og vaxandi áhugi afkomenda og fyrrverandi Aðalvíkinga — og reyndar fleiri aðila — á að reisa bústaði þarna. Um kvöldið fór hópurinn á Erninum yfir að Sæbóli og vorum við við- stödd, er kveiktur var þar myndar- legur varðeldur og hittum við þar fyrir fjölda ferðamanna. Ekki er jeppamenning í Aðalvík síðri en í Fljóti, því við höfðum skamma stund verið að Sæbóli, er fjöldi manns kom þeysandi á Willys- jeppa, árgerð 1946. Auðséð var að jeppanum hefur verið haldið við og að sögn eigenda hans, sem eru eigendur bústaðar í Þverdal, er hann líklega það eina, sem nýtt er enn í dag af því sem erlendur her skyldi eftir á Hornströndum. Þungbúið var seinni hluta sunnu- dags og þarna um kvöldið tók að rigna, héldum við því á ný út í Örninn og sigldum yfir að Látrum. Ekki var laust við að sumir litu með eftirsjá til liðinna daga, er gengið var til náða þetta kvöld, því daginn eftir skyldi haldið heim á leið. Að ferðalokum Aðfaranótt mánudagsins rigndi eins og hellt væri úr fötu og enn rigndi, þó með uppstyttum, á mánu- deginum. Um hádegisbilið voru allir klárir með farangur og upp úr hádeginu var haldið á leið til fsafjarðar. Gælt hafði verið við þá hugmynd að koma við á Hesteyri og litast þar um, en hætt var við það vegna veðurs. Um það leyti, sem við sigldum frá Látrum kom Fagranes- ið á ný til að sækja dvalargesti þar. Hélt það frá Látrum yfir að Sæbóli og var á leið þangað, er við sigldum fyrir Ritinn. Ekki sáum við meira til Fagranessins í þessari ferð og frétt- um, er við komum til ísafjarðar, að það hefði strandað fyrir utan Sæból skömmu eftir að við hurfum úr augsýn, en fjórir sportbátar drógu það á flot síðar um daginn. Það var ánægður hópur, sem kvaddist þetta kvöld á heimili Jós- eps og Hrafnhildar í Hnífsdal og látum við ummæli aldursforseta hópsins, hjónanna Stefáns Teitsson- ar og Fríðu Lárusdóttur frá Akra- nesi, um ferðina í heild verða lokaorð þessarar ferðalýsingar frá gönguleiðum Hornstranda: „Þessi ferð var einstaklega ánægjuleg, veðrið eins og bezt var á kosið, leiðsögn og fararstjórn mjög góð, svo og ferðafélagarnir. Við hjónin höfum farið nokkrar öræfaferðir, en þessi bar af þeim öllum. Gönguleið- in var ekki nærri því eins erfið og við héldum, en skilur meira eftir af endurminningum og sterkum mynd- um af landslaginu en aðrar leiöir sem við höfum farið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.