Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 1b grein Mjög hefur færzt í vöxt á undanförnum árum að feröamenn haldi til fjalla á vetrum og glíma þá við hinar fjölbreytilegu erfiöu aðstæður sem þá eru. Nokkrar feröir hafa verið farnar norður og suöur yfir háiendi landsins, þá ýmist yfir Kjöl eða Sprengi- sand og a.m.k. ein ferð hefur verið farin þvert yfir iandið frá austri til vesturs og voru þar á ferð félagar í Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík. Þessar feröir hafa veriö frá 100 km í um 300 km loftlína, en þá tölu má í flestum tilfeilum tvöfalda og þær hafa staöið frá 1—2 dögum upp í 22 daga sú lengsta. Þeir sem helzt hafa lagt upp í þessar feröir eru félagar í hinum ýmsu björgunarsveitum landsins, sem hafa séö sér leik á boröi með því að sameina bæði æfingu og ánægju. Þarna geta þeir unnið aö ákveðnu marki og jafnframt hlotið nauðsynlega reynslu og þjálfun fyrir starf sitt að björgunarmálum. Ferðamátinn í þessum ferðum hefur breytzt ótrúlega mikiö frá för Sturlu í Fljótshólum gangandi suöur yfir Sprengi- sand um hávetur illa búinn með lítiö nesti, en sagan segir aö hann hafi gengiö stanzlaust nætur jafnt sem daga og óö árnar. Með honum var hundur hans og þegar Sturla kom aö síöustu ánni, sem var dýpst og mest, treysti hundurinn sér ekki á eftir honum út í og varö úti norðan árinnar. Sturla treysti því að komast hratt yfir enda var hann léttur svona birgöalaus. Fyrsta feröin yfir hálendiö aö vetrarlagi var farin yfir Sþrengisand í marz 1925. í feröinni tóku þátt þeir Teitar Sörensen, Axel Einarsson, Tryggvi Einarsson og L.H. Múll- er. Búnaður þeirra var allur hinn vandaöasti á þeirra tíma mælikvaröa. Þeir voru átta daga aö fara um 180 km leiö, en þeir fóru um 300 km samkvæmt vegmæli, eöa aö meðaltali um 22 km á dag. Þaö er óhætt aö fullyröa aö þetta var mikiö afrek á þessum tíma. Flestar þessar feröir hafa veriö farnar á síöasta áratug og hafa félagar í Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavík veriö iönastir viö kolann. Tilefni þessara greina er einmitt ferö okkar sex félaga úr sveitinni, er við lögöum í seint sl. vetur. Hugmynd okkar var aö ganga á skíðum úr Báröardal í Þingeyj- arsýslu inn í Kverkfjöll í Vatnajökli. Fara þaöan annað hvort yfir jökulinn í Lónsöræfi eöa yfir í Esjufjöll sunnan í jöklinum og til byggöa. Þaö er óhætt aö segja, aö undirbúningur fyrir feröina hafi hafist fyrir um ári síöan. Þá lá fyrir aö tveir hópar úr Flugbjörgunarsveit- inni höföu þurft frá að hverfa vegna erfiðs færis eöa veöurs. Fyrsta skrefið var svo, aö nokkrir okkar fóru akandi í Kverkfjöll á síðasta sumri og komu þar fyrir matarbirgö- um. Þeir sem tóku þátt í ferðinni voru bræöurnir Arngrímur og Björn Hermanns- synir, Guöjón Halldórsson, Guölaugur Þórö- arson, Gylfi Gunnarsson og Rúnar Nord- quist, sem var aldursforseti ferðarinnar og er án efa einn reyndasti fjallafari landsins. Æfingar voru svo hafnar þegar á síöasta hausti og þeim haldiö áfram fram aö ferðinni. Þar fórum viö ýmist í dagsferðir eöa lengri. Viö vorum því mjög vel í stakk búnir æfingalega séö er kom að feröinni og viö þurftum ekkert að kvarta yfir búnaöin- um, hann var af beztu gerö. Segja má, aö búnaöur fyrir svona ferö sé kafli út af fyrir sig. Þaö myndi sjálfsagt enginn trúa því, ef honum væri sagt aö búnaöur í svona ferö kostaöi á bilinu 1.5—2.5 milljónir króna, en þaö er nú engu aö síður staöreynd. Þar má nefna rándýr gönguskíði, jökiatjöld, jöklasvefnpoka og margt fleira. Þegar allt er taliö meö má ætla aö farangur hvers og eins sé 45—50 kíló. Laugardagsmorguninn 15. marz sl. var allt í óvissu um hvort flogiö yröi á Húsavík þann daginn, en úr rættist og flogið var af stað. Á flugvellinum á Húsavík tóku á móti okkur Guðjón, sem þar er nú búsettur og kona hans Magga. Þegar var haldiö heim til þeirra þar sem var tekiö til matarins. Eftir ærlega veizlu var svo haldiö af staö á tveimur jeppum í átt að Svartárkoti í Báröardal. Bílstjórar voru Magga kona Guöjóns og Sigurjón, tannlæknir á staö- num. í Svartárkoti var svo snjólétt, aö viö freistuðumst til þess aö reyna aö komast lengra á jeppunum. Þaö tókst ekki betur til en svo, aö þeir sátu fastir eftir örfáa metra. Ekki var því um annaö aö gera en henda farangrinum út og halda af staö á tveimur jafnfljótum, en þaö var um sexleytiö. Við þræddum snjóskafla fram í myrkur og slógum þá upp tjöldum. Þegar fyrsti maöur haföi sig í aö líta út morguninn eftir var hiö fegursta veöur, sólskin og heiöríkja, auk þess sem töluvert frost var. Brúnin léttist mjög viö þetta og fóru menn þegar aö tygja sig til aö þræla í sig morgunverðinum, sem var kannski ekki alltof kræsilegur, blanda af haframjöli, púöursykri og rúsínum, auk þess sem menn fengu sér „þrumara" meö kæfu. Okkur þótti þaö tíöindum sæta, aö allir voru tilbúnir til brottfarar um áttaleytiö. Þaö sem okkar beiö var aö þræöa skafla áleiðis yfir Ódáöahraun í mjög leiöinlegu færi. Þennan dag heyröi þaö til undantekn- inga aö hægt væri aö ganga á skíðunum. Eftir 11 klukkutíma stanzlaust lapp, eftir miklum krókaleiöum, höföum viö lagt aö baki um 23 km, sem teljast verður þokka- legasti árangur miöað viö aöstæöur, sem voru hinar verstu. Hæöin var orðin um 650 metrar og ekkert bólaði á blessuðum snjónum. Þaö sem viö blasti voru klaka- bunkar eöa hraunnibbur. Viö fundum eigi aö síður þokkalegt tjaldstæði í mynni Dyngjudals. Eftir heldur dapra vist um nóttina drött- uöust menn á fætur rúmlega sjö. Þrátt fyrir aö tjaldstæöiö hafi litiö þokkalega út um kvöldiö reyndist þaö heldur óslétt og mönnum því ekki ýkja svefnsamt. Fastir liöir eins og venjulega, hafist var handa viö morgunveröargerö. Að þessu sinni var ákveöið aö gera bragarbót og elda hafra- graut í staö „óætisins" dagana á undan. Þótti jafnvel þeim sem aldrei boröa hafra- graut hann hiö mesta lostæti aö þessu sinni. Viö vorum komnir í 650 metra hæö, en þrátt fyrir þaö var ekkert fariö aö hilla undir skíöasnjóinn góöa, þaö sem viö blasti voru klakabunkar svo langt, sem augað eygöi. Viö létum það ekkert á okkur fá og héldum af staö meö allan farangurinn á bakinu. Þaö rættist þó fljótlega úr þessum haröindum, því þegar viö höföum gengið í um tvo klukkutíma komum viö í snjóröndina. Af því tilefni drógu menn upp hádegisveröinn, enda orönir glorsoltnir eftir morgungöng- una, þaö er reyndar einkennilegt hversu mikil „matargöt" höföu valist saman í þessa ferð, menn virtust hreinlega alltaf vera hungraðir. Eftir skamma göngu komum viö í mynni Dyngjudalsins í fegursta veöri. Fjallasýn var því fögur. Viö fórum nú fyrir alvöru að tæta utan af okkur spjarirnar, því hitinn var næsta óbærilegur á göngunni. Næsti áfangi var mjög ánægjuiegur, því nú var skíöaö undan brekkunni í nær sjö kílómetra og skíöafæriö var hiö ágætasta. Afrakstur þessa dags varö því nokkuö góöur, eöa nærri 34 kílómetrar. Viö ákváð- um aö gista i Holuhrauni. Þar átum viö hinn ágætasta kvöldverð og var alveg Ijóst, að kokknum fór stööugt fram meö hverjum deginum. Ur Holuhrauni er aöeins um skamman veg aö fara í Siguröarskála, sem var næsti áfangastaöur okkar. Viö renndum af staö um níuleytið og eini hugsanlegi trafalinn á leiðinni, Jökulsá á Fjöllum, reyndist aöeins vera smálækur aö þessu sinni, og var því auöveld yfirferöar. í Kverkfjöllum komum við upp úr hádeginu. Viö notuðum daginn svo aöallega í aö bisa viö aö gera ekki neitt. Kokkurinn Guöjón, og aöstoðarsveinn hans báru svo fram Ijúffengan kvöldverö og voru menn farnir aö hafa á oröi, aö kokkurinn sómdi sér vel á hinum virtu veitingahúsum Reykjavíkur. Úr Siguröarskála var svo hugmyndin aö halda yfir Vatnajökul, annað hvort í Lóns- öræfi, eöa þvert yfir niöur í Esjufjöll, en frá þeim tilraunum veröur sagt í næstu grein. Flugbjörgunarsveitarmenn á faraldsfæti: Guðjón og Rúnar reikna út stefnur yfir Vatnajökul. Aldursforseti feröarinnar, Rúnar Nordquist. Ekki var komist hjá því að iofta ærlega út eftir puð dagsins, þegar heitast var.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.