Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 197. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Leiðtogi andófsmanna um samkomulagið: Innan þeirra marka, sem skriðdrekar Rússa setja ÞEIR Jagielski, samn- ingamaður stjórnvalda og Walesa, leiðtogi verkamanna, bera sam- an bækur sínar eftir að hafa undirritað sam- komulagið í Gdansk. Simamynd AP. - Samkomulag í Katowice Varsjá 1. september. AP. SAMKOMULAG tókst i kvöld i Katowice i Slesiu en þar höfðu námaverkamenn i niu kolanámum neitað aö snúa til vinnu þrátt fyrir samkomulagið i Gdansk. Pólska fréttastofan PAP skýrði i dag frá verkföllunum i Katowice i Slesiu. Að sögn fréttastofunnar var samninganefnd, undir forustu Wlodzimerz Lajczaka, námumálaráð- herra, send á staðinn. Samkomulag tókst seint i kvöld að sögn fréttastofunnar. Lögreglan lét í dag úr haldi leiðtoga KOR-nefndarinnar, Jacek Kuron en hann var einn 24 andófsmanna, sem hnepptir voru í fangelsi á meðan verkföllin stóöu yfir. Kuron hélt blaðamannafund í Varsjá í dag og sagði m.a.: „Vísdómur þessa sam- komulags er, að það mun frelsa Pólverja, án þess að fara út fyrir þau takmörk, sem sovéskir skrið- drekar setja okkkur." Hann sagðist vongóður um, að Sovétmenn myndu ekki gera innrás í landið. Námamenn í Katowice settu á oddinn kröfur um bættan aðbúnað í námunum. Að sögn PAP-fréttastof- unar varð námaslys við Katowice í morgun og fórust átta námamenn. Slys hafa verið tíð í Slesíu og í lok síðasta árs urðu þrjú alvarleg slys í Slesíu. Alls fórust 62 námamenn í slysunum. Hið alvarlegasta átti sér stað í Ciechowice, en þar fórust 43 námamenn. Lech Walesa, leiðtogi verka- manna í Gdansk hóf í dag undirbún- ing að stofnun óháðs verkalýðsfé- lags. Hann hefur sett upp bráða- birgðaskrifstofu. Þegar hann kom til skrifstofu sinnar stóðu um 400 verkamenn og hylltu hann fyrir þann árangur, sem náðst hefur undir hans stjórn. Walesa tilkynnti, að hann myndi einbeita sér að verkalýðsmálum, og að tryggja það, að samkomulagið verði virt. Enn er alveg á huldu, hver áhrif hinna óháðu verkalýðsfélaga verða. Eftir uppþotin 1956 voru um 5 þúsund verkfallsnefndir settar á laggirnar en starf innan þeirra fjaraði út á skömmum tíma. Francis Blanchard, forseti Al- þjóðaverkamannasambandsins sagði í dag, að stofnun óháðra verkalýðsfélaga í Póllandi væri „stórkostlegur árangur". Hins vegar lagði hann áherzlu á, að nú þyrfti að fylgja samkomulaginu eftir þannig að það yrði ekki aðeins í orði heldur og á borði. Viðbrögð við hinu sögulega sam- komulagi í Gdansk hafa verið blend- in. Því hefur verið fagnað af verka- lýðsfélögum á Vesturlöndum. Hins vegar hafa sovéskir fjölmiðlar að- eins getið þess að samkomulag hefði náðst. Þó var sú undantekning, að Pravda og Izvestia réðust harkalega á verkfallsmenn og kölluðu verk- fallsmenn „and-sósíalista". Blöðin voru harðorð í garð verkfallsmanna og andófsmanna. í Júgóslavíu var samkomulaginu fagnað, einu aust- antjaldsríkja. Sja Iréttir frá hinu Könulcna samkomulaifi i Póllandi uk vio- bröicðum á bls. 46. Páf inn til Bretlands London, 1. september. AP. KIRKJUNNAR menn og fjölmiðl- ar í Bretlandi fögnuðu í dag fregnum um að Jóhannes Páll páfi annar, æðsti maður kaþólsku kirkjunnar, hefði ákveðið að heim- sækja Bretland sumarið 1982. Það hefur ekki áður gerst í sögunni að páfi hafi farið í heimsókn til Bretlands. Öfgasinnar úr röðum mótmælenda hafa hins vegar lagst gegn heimsókn páfa og hótað að efna til mótmæla. Fremstur í flokki þeirra er írski klerkurinn Ian Paisley. Wu gamli er 142 ára: Þrívegis hef ur hann smíðað sér likkistu - tvær hinar fyrstu hafa nú glatast en hina þriðju notar Wu sem borð Peking, 1. september. AP. WU YUNGING frá Zinghuabi- an i miðaustur Kina er nú 142 ára gamall. Þrívegis hefur Wu smiðað likkistur handa sér, þar sem hann taldi að kallið væri að koma en tvær hinar fyrstu hafa nú glatast i timans ras og hina þriðju notar Wu sem borð i stofu á heimili sinu. Wu gamli ber aldur sinn vel og dagtega hjólar hann á hjóli sinu og sækir vatn i vatnsból þorpsins. Hann er vel á sig kominn, hefur eðlilegan blóðþrýsting, svo og eðiilega sjón og heyrn. Hann á langt eftir. Það var fréttastofan Zinhua, sem skýrði frá Wu. Sjálfur segir Wu, að lykillinn að langlífi sínu sé bjartsýni og líkamsæfingar. Hann fæddist á 18. valdaári Daoquang keisara af Dingkeis- araættinni, nánar til tekið 13. degi 12. mánaðar — eða sam- kvæmt vestrænu tímatali, 1836. Samkvæmt metabók Guinness þá var Shingechiyo Izumi frá Jápan elsti maður heims, að sannað var, en hann dó í fyrra, 114 ára gamall. 1 m Kínverjar draga úr herútgjöldum Pekinic. 1. september. AP. WANG Bingqian, varnarmálaráðherra Kina, sagði i dag á fundum kinverska þjóðþingsins, að Kinverjar myndu draga úr hernaðarút- gjöldum sinum, vegna mikilla efnahagsvandræða landsins. Alls nemur samdrátturinn tæpum þremur milljarða yuana, en á siðasta ári námu herútgjöld tæpum 15 milljörðum yuana. Þjóðþing Kína kom saman til funda á laugardag. í fyrsta sinn í 20 ár er erlendum blaðamönnum heimilað að hlýða á umræður. Fulltrúar eru 3255 og þingið sem nú situr er hið fimmta í röðinni. Efnahagsmál hafa verið helsta mál þingsins. Einn af varaforsætisráð- herrum Kína og helsti efnahags- málasérfræðingur, Yao Yilin, lýsti Kína, sem „manni, sem er að ná sér eftir veikindi", og átti hann þá við efnahagsástand landsins. Hann varaði við því, að of rík áherzla yrði lögð á framleiðsluaukningu, því reynslan sýndi að slíkt hefði í för með sér léleg gæði. Yilin lagði áherzlu á að koma yrði í veg fyrir hallarekstur ríkisins. Tanh Zhelin, formaður fjármálanefndar þings- ins, hvatti þjóðina til framleiðslu- aukningar og sparnaðar. Deng Xiao-Ping, varaforsætis- ráðherra Kína og sá valdamaður Kína, sem almennt er talinn valda- mestur, sagði í viðtali við ítalskan blaðamann, að menningarbyltingin hafi verið afdrifarík mistök og að í Kína hefði ríkt borgarastyrjöld á dögum menningarbyltingarinnar. Fjölmargir hefðu beðið bana, — tölur þar að lútandi lægju ekki fyrir en mannfall hafi verið verulegt. Þá spáði Deng, að þriðja heimsstyrj- öldin væri óumflýjanleg. Astæðan væri að stórveldin tvö og heims- valdastefna þeirra væru við lýði. YFIRMENN kinverska hersins við opnun þingsins — Yang Yong, yfirmaður herráðsins, Yng Dezhi, yfirmaður hersins i Peking og aðstoðarvarnarmálaráðherra, Shiyou Wuhan. simamynd ap Frakkland: Sjómenn tef ja umferð París 1. september. AP. FRANSKIR sjómenn töfðu um- ferð á þjóðveginum frá Boulogne sem er við Ermarsundið til Parisar. Þeir óku i um 80 bílum og fóru sér hægt. Til nokkurra átaka kom þegar bílar reyndu að aka framúr en engin meiðsli urðu á mönnum. Yfirvöld kynntu á föstudag fyrir sjómönnum ráðstafanir til þess að koma frönskum fiskiönaði til hjálpar en bæði sjómenn og útvegsmenn sögðu þær ráðstaf- anir dygðu engan veginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.