Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 13 Þannig er með verðbólgu- hjólið, sem snýst á móti okkur. Við troðum stöðugt upp á við en stöndum þó í stað. Hvers virði væri grunn- kaupshækkun þó svo að hún fengist e.t.v. með verkföllum og þungum fórnum, á sama tíma og við verðum að sætta okkur við að laun okkar eru stórskert með laga- ákvæðum og nær dagleg- um verðhækkunum. Þetta eru staðreyndir sem menn eru almennt farnir að sjá. Því var það, að sam- þykkt var á bæjarmála- ráðstefnu BSRB sl. vor að reyna til þrautar að semja um ýmis tiltekin félagsleg réttinda- og kjaramál, þótt ekki næðust fram almennar grunnkaups- hækkanir í þetta sinn. Sá samningur, sem nú liggur fyrir, er niðurstaða þess langa samningaþófs sem þá fór í hönd. Sjálfsagt eru báðir aðilar óánægðir með niðurstöðuna. Við getum hugsað okk- ur, að ekki sé auðvelt fyrir ríkisvaldið að verða við sumu af því sem þeir hafa loks gengist inn á nú. Okkar fulltrúar hafa líi.a að verulegum hluta orðið að hverfa frá sínum kröf- um. Áður en við mörkum afstöðu okkar til þessa samnings í atkvæða- greiðslu nk. fimmtudag og föstudag, verðum við að skoða stöðu þessara mála vel. Við þurfum að lesa félagsblað okkar, Ásgarð 5. tölubl. í ár. Við megum ekki láta óábyrg æs- ingaskrif villa okkur sýn. Við verðum að taka af- stöðu með tilliti til val- kosta. Meðfylgjandi flæðirit sýnir þá valkosti, sem opinberir starfsmenn eiga nú, eftir því hvort þeir segja já eða nei í atkvæða- greiðslunni. Ef við fellum þennan samning nú, þá er fram- undan kjarabarátta, sem við vitum ekki hvað gefur í aðra hönd, eða hverju við verðum að fórna. Þó er ljóst að næsta stig er verkfallsboðun og svo sáttatillaga, sem byggist á núgildandi lögum. Hún getur því ekki falið í sér þau félagslegu atriði og réttindamál, sem eru í samkomulaginu og byggj- ast á lagabreytingum. Verði sáttatillagan sam- þykkt, annað hvort með meirihluta atkvæða eða vegna ónógrar þátttöku í atkvæðagreiðslu, þá töp- um við af þessum atriðum og verðum að sætta okkur við samning til tveggja ára. Sýnist félagsmönnum rétta leiðin, að hefja á ný gönguna í mylluhjólinu eins og uxinn, eða eigum við að samþykkja þennan samning til eins árs? Ég ætla ekki að skora á félagsmenn í BSRB að samþykkja samkomulag- ið. Hins vegar vil ég skora á alla að kynna sér vel málavexti og greiða því næst atkvæði. Þá efast ég ekki um að samkomulagið verði samþykkt. Ingimar Karlsson. Norðurlanda- mót grunnskóla Á dögunum var haldið hér á sögðu hefði sveit Æfingadeildar- ævintýra. — dxc4?, 12. Bf3 — landi Norðurlandamót grunnskóla í skák. Mótið var haldið i Álftamýrarskóla. enda hafði skáksveitin þaðan Norð- urlandameistaratitil að verja. Þátttökusveitir voru alls 6. þar af 4 frá hinum Norðurlöndun- um og 2 frá íslandi. þar sem íslendingar voru gestgjafar. Umhugsunartimi var 2 klst. á 50 leiki og því næst 30 mínútur til þess að ljúka skákinni. Strax í byrjun mótsins tók sveit Brobjergskole Danmörku forystuna og hélt henni til loka mótsins. Sveitin hlaut alls 14 vinninga af 20 mögulegum. I öðru sæti varð sveit Álftamýr- arskóla með 11 Vi vinning. Finnska sveitin varð í þriðja sæti, hlaut 10V4 vinning. Sveit Æfingadeildar Kennaraháskóla íslands fékk aðeins 9 vinninga og fjórða sætið. Betur má ef duga skal. 4ð venju vermdu frændur vorir, Svíar og Norð- menn, botnsætin, en hvor sveit um sig náði Vk vinningi. Bestum árangri á 1. borði náði Karsten Rassmusen, Danmörku, með fullt hús vinninga. Á 2. borði fengu Páll Þórhallsson Álftamýrarskóla og Lars M. Mikkelsen, Brobjergskole, flesta vinninga, 3 V-i vinning af 5 mögu- legum. Skák þáttarins er úr viðureign íslensku sveitanna. Að sjálf- innar verið í lófa lagið að tapa „óvænt" 4—0, til þess að sigur- inn félli örugglega „réttum" að- iljum í skaut, en Hrafn Loftsson var greinilega ekki með á nótun- um: 1. borð: Hvítt: Ilrafn Loftsson. Æfinga- deild Kennaraháskóla íslands. b5.13. Dc2 - Rd7 Skák eftir JÓHANNES GÍSLA JÓNSSON Svart: Lárus Jóhannesson Álftamýrarskóla. Drottningarindversk vörn. 1. dl - RÍ6. 2. c4 - e6, 3. Rf3 — b6, 4. a3. Textaleikurinn hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Hugmynd hvíts er að koma í veg fyrir — Bb4 til þess að ná betra valdi á e4 og d5. — Ba6. Aðrir möguleikar eru 4. — d5, 4. — c5 eða 4. — Bb7 5. Da4 - c5, 6. e3- Be7, 7. B4?! — 0-0, 8. Be2 - d5. 9. Rbd2 - Re4,10. Bb2 - Rxd2.11. Rxd2. Vegna ónákvæmrar taflmennsku hvíts hefur svartur komið ár sinni vel fyrir borð. Eftir t.d. 11. — Bb7 má svartur vel við una, en nú fer svartur á vit vafasamra 14. bxc5!?. Svartur reiknaði að- eins með 14. Bxa8 — Dxa8, 15. 0-0 — cxb4 og svartur hefur einhverjar bætur fyrir skipta- muninn. Reyndar getur hvítur leikið 15. dxc5! — Dxg2, 16. De4 — Dxe4, 17. Rxe4 — Bb7, 18. Hgl! með yfirburðastöðu. — Hb8. 15. a4 - Dc7?!. Reyna mátti 15. — e5!? 16. axb5 — Bxb5, 17. Bc3. Hvítur hefur nú yfirburðastöðu. — e5, 18. 0-0 — exd4,19. exd4 — Bf6,20. Re4 — a6, 21. Hfdl - Df4, 22. Rd6 - Be7, 23. Rxb5 - Hxb5. Ekki gengur 23. — axb5 vegna 24. Ha7 24. Hxa6 - RÍ6. 25. Ha7 - Bd8, 26. Da4 - Hb8. 27. d5 - Re4? Afleikur í tapaðri stöðu. 28. Dxe4 - f5, 29. d6+ - Kh8, 30. Bxg7 mát. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐtNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.