Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 14
X 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB: Forusta BSRB — Flokks- pólitískir þrælar? Það er mikil tíska um þessar mundir hjá andstæðingum BSRB-samninganna að klifa á því, að í fyrsta lagi séu samningarnir og samkomulagið fyrir neðan allar heliur og í öðru lagi, að forysta BSRB hafi gengið að þessum samn- ingum til að þjóna flokkum þeim og flokksbroti, sem aðild eiga að ríkis- stjórninni. Það er einkum síðara atriðið, sem ég vil gera að umtals- efni í þessari grein. Forystan í aðalsamninganefnd BSRB eru 65 félagsmenn, en á síðari stigum þessa langdregna samningaþófs fól hún svonefndri „8 manna nefnd“ að reyna að ná samningum fyrir sína hönd og auðvitað með fyrirvara um samþykki aðalsamninganefndar. Ég held ég sé ekki að ljóstra upp neinu leyndarmáli, er ég upplýsi, að innan þessarar nefndar sé bæði að finna einstaklinga sem fylgi stjórn- ar- og stjórnarandstöðuflokkum svo og einstaklinga utan stjórnmála- flokka. Alltént var þessi hópur einhuga um að standa að samningn- um og samkomulaginu, sem síðan var lagt fyrir aðalsamninganefnd til samþykktar. Á þeim fundi voru mættir 53 samninganefndarmenn með at- kvæðarétt. I þessum hópi á hver stjórnmálaflokkur slatta af félags- mönnum auk þess að einhverjir eru óflokksbundnir. Þessi pólitískt marglita nefnd tók hins vegar þá afstöðu til samnings- ins og samkomulagsins, að 49 voru með, 2 á móti, og 2 sátu hjá. Af þessu má vafalaust draga margar ályktanir. 1. Ef það er rétt, sem m.a. hefur verið haldið fram á síðum Morgunblaðsins, að þessir samningar séu gerðir til þess að vernda ríkisstjórnina, þá verður að álykta sem svo, að stjórnarandstæðingar í samn- inganefnd telji betur farið, ef stjórnin situr sem lengst. Ég vil flýta mér að taka fram, að ég tel ályktun þessa ranga. 2. Síðari ályktunin er hins vegar sú, að þessi 92,45% samninga- nefndarmanna, sem greiddu samningnum og samkomulag- inu atkvæði sitt, hafi verið sannfærðir um að þetta væri heillavænlegast fyrir BSRB við ráðandi aðstæður. Þessa álykt- un tel ég hins vegar rétta og reyndar furðulegt að einhver skuli ætla slíkum fjölda lýð- ræðislega kjörinna fulltrúa að vera strengjabrúður í höndum flokksforystu sinnar — svo ég tali nú ekki um í höndum flokksforystu annarra flokka. Þetta sjónarmið endurspegl- ar þær hugmyndir, sem alltof oft bryddar á í stjórnmála- félagsmála-/kjaramálaumræð- um hér á landi, þ.e. að almenn- ingur sé skoðanalaus hjörð sem lítill kjarni forystumanna geti ráðskast með að vild. En af hverju er þá samið? Þegar forysta samtaka eins og BSRB mótar afstööu sína, er margs að gæta. Hvaða kröfur eru brýnast- ar? Hvort ber að leggja meiri áherslu á félagslega þætti eða launaliðinn? Hvernig er staða at- vinnurekandans að standa gegn kaupkröfum? Og í því sambandi skiptir atvinnuástandið ekki svo litlu máli. Fleira mætti nefna en síðast en ekki síst, hvernig er ástandið í eigin herbúðum? Hver er viiji félagsmanna til að fylgja kröf- um eftir? Þetta gildir um öll félög og ekkert síður BSRB þar sem enginn aðal- kjarasamningur tekur gildi fyrr en eftir allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég lét hafa eftir mér á fundi fyrir nokkrum mánuðum, að líklega væri samninganefnd BSRB herskáasti hópurinn innan BSRB og með því átti ég við, að mér virtust félags- menn BSRB almennt ekki telja stöðu til þess í dag að knýja fram miklar kjarabætur með verkfalli. BSRB hélt fundi um allt land sl. vor og ég held það hafi verið samdóma álit þeirra forystumanna, er fóru á þessa fundi, að þetta væri mat þeirra er þessa fundi sóttu, auk þess að þátttaka var síðri en oft áður. Ég fullyrði út frá þekkingu minni og reynslu, að þessi staðreynd hafi verið veigamikið atriði í hugum manna, þegar samninganefndin ákvað að undirrita samninga. Alls ekki þó eina atriðið — eins og ég kem að síðar. En af hverju? En af hverju eru opinberir starfs- menn, sem felldu sáttatillögu (sem þýddi verkfall) með 90% þátttöku, þar sem 90% greiddu atkvæði á móti, ekki reiðubúnir til verkfalls- aðgerða nú? A því eru vafalítið til mörg svör og vafalítið eru einhver af þessum þúsundum, sem láta stjórnast af flokkspólitískum sjónarmiðum — bæði með og móti. Það veldur mér t.d. vaxandi áhyggjum, að ég þykist verða var við vaxandi öryggisleysi launafólks í landinu. Verðbólgan hefur m.a. haft það í för með sér, að fólk lifir frá degi til dags, eyðir kaupinu sem Björn Arnórsson fyrst og safnar skuldum. Hvaða áhrif hefur það á baráttuvilja launafólks aö fallandi víxlar um næstu mánaðamót hvíla eins og mara á heimilinu? Það eru sem sagt margir þættir sem fléttast saman í vilja fólks í þessu sambandi. Foryst- an ráðskast hins vegar ekki meö félagsmenn. En ég leyfi mér enn að mótmæla, að einhver illa skilgreind forysta geti ráðskast með skoðanir þessa fólks til að fullnægja þörfum ein- hverrár ríkisstjórnar og þá skiptir engu hvern lit sú dula ber, sem ríkisstjórn kýs að sveipa um sig hverju sinni. Reyndar má nefna um þetta nokkuð nýlegt dæmi, þ.e., er samn- inganefnd BSRB taldi rétt að fórna 3% grunnkaupshækkun í apríl sl. Þetta var mat forystumanna BSRB, sem síðan var lagt undir félagsmenn er tilvalið að kaupa grænmeti til að gæða sér á þessa dagana, en ekki síður til að frysta eða sjóða niður og geyma til betri tima. Að þessum möguleikum ætla ég að huga hér á eftir. Góða skcmmtun! Frysting Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Nú síðustu daga hefur ís- lenzkt grænmeti víða verið boð- ið til sölu með sérstökum af- slætti. svo það er engin smá hátíð hjá þeim sem halda upp á það. Það þarf varla að minna fólk á að nota sér þessi vildar- kjör sem allra bezt og mest. Það Flest grænmeti þolir fryst- ingu ágætlega, en verður þó aldrei sambærilegt við nýtt grænmeti, og þess er heldur ekki að vænta. Þó finnst mér tölu- verður munur á að frysta sjálfur grænmeti eða að kaupa það fryst. Heimafryst grænmeti hef- ur þar vinninginn. Veljið undan- tekningarlaust alveg nýtt og blettalaust grænmeti. Oftast þarf að léttsjóða grænmetið, nema mjög vatnsmikið græn- meti, eins og tómata og gúrkur. Síðan er bezt að snöggkæla það, t.d. með því að skella því í ískalt vatn, gjarnan með ísmolum í. Suðutími frysts grænmetis er styttri en nýs svo það er eins gott að gleyma sér ekki yfir pottunum. Geymið svo græn- metið ekki í frysti lengur en eitt ár, enda ætti það að vera óþarfi, því þá kemur næsta uppskera. Hér á eftir fer yfirlit um frystingu nýs grænmetis. Kryddjurtir þarf ekki að tegundir en steinselju og gras- lauk hjá garðyrkjubændum. Tómata er bezt að saxa niður og frysta þannig. Það er reyndar einnig hægt að frysta þá heila, en saxaðir taka þeir ljóslega mun minna af dýrmætu frysti- kistuplássinu. Frystið þá í frem- ur litlum skömmtum, svo þið þurfið ekki að þýða meira en þið komizt yfir að nota í hvert skipti. Belgbaunir hafa sézt í drjúg- um skömmtum hér undanfarið. Þær eru frábær viðbót við græn- metisúrvalið, sbr. hér á eftir. Það er bezt að skera þær í bita, setja í sjóðandi vatn í um 3 mín. og kæla síðan. Þær eru settar kældar í ílát og frystar strax, eins og ailt annað grænmeti. Blómkál er bragðmikið græn- meti, sem er gott að eiga í frysti til vetrarins, þegar og ef t.d. löngun í rjúkandi blómkálssúpu gerir vart við sig ... Blómkálinu er skipt niður í litla vendi, sem eru soðnir í 2—4 mín. Kælt og fryst. Gulrætur er hægt að frysta með því að skera þær i litla bita, setja í sjóðandi vatn og sjóða í um 4 mín. Kældar og frystar. Það er þó varla að það borgi sig að frysta gulrætur, því þær eru fluttar inn, þegar þær islenzku Belgbaunir Þessi ljúffengi matur er ætt- aður frá Suður-Ameríku. Eins og svo margt annað gott græn- meti sigldu baunirnar yfir Atl- antshafið til Evrópu í kjölfar Kristófers Kólumbusar. Það voru Frakkar sem kynntu Eng- lendingum baunirnar, og Frökk- um til heiðurs kalla Englend- ingar baunirnar enn í dag franskar baunir. Nú eru baun- irnar ræktaðar mjög víða og mörg afbrigði eru til. Soðnar belgbaunir eru ljóm- andi matur, en það þarf að gæta þess vandlega að sjóða þær aðeins í stuttan tíma. Annars verða þær alltaf mjúkar. Þær eiga nefnilega að vera stinnar innst og veita tönnunum viðnám, en alls ekki að fara í mauk. Þetta er auðvitað galdurinn við allt soðið grænmeti, eins og ég hef víst nefnt áður. Þær eru settar í sjóðandi vatn og soðnar í ca. 8—10 mín. Prófið þær eftir um 7 mín. og athugið hversu vel þær eru komnar á suðuleiðina. Þegar ykkur finnst þær hæfilega soðnar, hellið þið vatninu af þeim og bregðið þeim augnablik undir kalt vatn. Þá skýrist græni iiturinn. Nú getið þið borið þær fram heitar eða kaldar. GOTT OG GRÆNT sjóða, heldur er hægt að frysta þær eins og þær koma fyrir, en auðvitað er skynsamlegt að skola þær fyrst. Mér fir.nst þægilegast að saxa þær niður og frysta þannig. Dreifið þeim síð- an á bakka og lausfrystið. Setjið þær svo frystar í hentugt ílát. Þá er auðvelt að ná sér í svolítið af þeim í einu og gera góðan mat enn betri. Og svo er bara að vona að þið hafið verið svo framtaks- söm að rækta kryddjurtir í sumar, eða að þið fáið fleiri þrýtur, og þannig er oft hægt að fá þær nýjar utan up^jskerutím- ans. Paprika er oft flutt inn og því e.t.v. ekki ástæða til að frysta hana. Ef þið gerið það samt, skerið þið hana í stafi, setjið í sjóðandi vatn og sjoðið í 1 mín. Kælið og frystið. Auk þess að frysta grænmeti er það oft súrsað, þ.e. lagt í súran eða sætsúran lög. I löginn er notað edik og gjarnan sykur og svo krydd. Eg mæli með negulnöglum, kanelstöngum, allrahanda og masa, svo ekki sé minnzt á blessaðan piparinn. Eitthvað af þessu kryddi eða það allt gefur sýrðu grænmeti geysi- gott og spennandi bragð, sem kemur ykkur og gestum ykkar væntanlega þægilega á óvart... Heitar, soðnar baunir með smjöri er sannkallað lostæti, bæði einar sér og eins sem meðlæti, t.d. með glóðarsteiktu eða ofnbökuðu kjöti. Annað meðlæti er óþarfi í þessu tilviki. Einn af mörgum góðum ít- ölskum hrísgrjónaréttum heitir risi e bisi, eða hrísgrjón og baunir. Þeir nota reyndar oftast baunirnar án belgja, en hvers vegna ekki að nota niðurskornar belgbaunir. Þið getið þá soðið hýðishrísgrjón, eins og lýst er á pakkanum eða pokanum, en not- ið soð úr kjúklingasoðteningum í stað vatns. Þegar grjónin eru soðin hrærið þið í, blandið í rifnum osti og svolitlu af reykt- um skinkubitum og síðast en ekki sízt léttsoðnum baununum. Virðist ykkur þetta ekki vera einn af þessum þægilegu og einföldu réttum? Léttsoðnar belgbaunir eru fyrirtak í eggjakökur, e.t.v. ásamt nokkrum bitum af reyktri skinku. Súpa úr nýjum belgbaunum er óneitanlega falleg á að líta og ljúf í munni. Baunirnar eru þá soðnar þar til þær eru mjúkar í bragðmiklu kjúklingasoði, vænt- anlega úr soðteningum. Þegar þær eru mjúkar eru þær marðar gegnum sigti eða settar í kvörn, ef þið hafið slíkt tæki við hendina. Ef þið notið kvörn, er reyndar þægilegt að sjóða baun- irnar í mjög litlu vatni, því þá kemst allt í kvörnina í einu, ef þið eruð með venjulegan skammt handa 4—6. Síðan má þynna maukið með viðbótarsoði. Ef þið viljið hafa súpuna enn matarmeiri, bætið þið rjóma út í að lokum. Síðast en ekki sízt eru létt- soðnar og kældar belgbaunir afar góðar í hvers kyns græn- metissalöt ásamt hráu græn- meti. Sósur eru engin lífs- nauðsyn, en ef þið kjósið sósu, er tilvalið að búa til sósur úr súrmjólk, kryddaðri með hvít- lauk, sítrónusafa og nýjum kryddjurtum, líkt og ídýfan, sem ég hafði uppskrift að fyrr í sumar. Það fer vel á því að bera sósuna fram sér, svo ekkert skyggi á grænmetið, eða setja hana í miðja skálina, og hræra svo saman um leið og fólk hyggst gæða sér á grænmetinu. Það eru því til ýmsar leiðir til að matreiða og njóta belgbauna og þið getið verið viss um að þær eru öndvegis hráefni. Viðbót Um daginn gat að lesa miklar gleðifregnir í sumum blöðum. Forstöðumenn Goða, kjötiðnað- arfyrirtækis Sambandsins *il- kynntu að framvegis yrðu engin litarefni í kjötvörum þeirra. Þetta eru sannarlega gleðitíðindi fyrir þá sem kæra sig ekki um að láta mata sig á vafasömum aukaefnum, þetta ættu sem flestir matvælaframleiðendur að taka sér til fyrirmyndar. Það er vonandi að við neytendur þekkj- um okkar vitjunartíma og kaup- ^4* um heldur vörur án ^ litarefna, þegar þær bjóðast. ccs'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.