Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 Gísli G. Auðunsson læknir, Húsavík: Náttúru- vernd eða örtraðar- ótti Laugardaginn 2. ágúst birtist í Morgunblaðinu smáhugleiðing eftir undirritaðan um furðulegar tiltektir varðliða á vegum nátt- úruverndarráðs í þjóðgarðinum meðfram Jökulsá í Öxarfirði. Hugleiðingin bar yfirskriftina: Alfakóngurinn í Ásbyrgi og aðrar vemdarvættir. Ekki stóð á and- svari (?) því miðvikudaginn 6. ágúst birtist í Morgunblaðinu grein eftir sjálfskipaðan Álfakóng í Ásbyrgi Árna Reynisson, fram- kvæmdastjóra náttúruverndar- ráðs. Andsvar þetta bar yfirskrift- ina: Um verndarstörf í þjóðgarð- inum við Jökulsárgljúfur. Satt að segja er þetta andsvar Árna Reynissonar með þeim hætti að það liggur við að varla sé sæmandi að eiga orðastað við hann opinberlega. Mér fannst því orka tvímælis hvort rétt væri að fara út í frekari opinbera umræðu. Sérstakiega þegar maður finnur hvað viðbrögðin við gagnrýni eru vanstillt. En þar sem mér er þetta svæði mjög kært — og svo er um marga fleiri — læt ég undan hvatningum að ræða málið frekar. Ég hygg að dómar Árna Reyn- issonar um mig í hinu hvatvísa svari séu álíka vel grundaðir og ákvarðanataka hans við „vernd- arstörf" í þjóðgarðinum við Jök- ulsá. I því liggur alvara málsins. Og fyrst og fremst þess vegna ræði ég þetta mál frekar. Vegna þess að grein Árna er full af fullyrðingum og í henni eru ósannindi. Vegna þess að Árni er framkvæmdastjóri opinberrar stofnunar sem mark hefur verið tekið á til þessa og sem mark verður að mega taka á. Hann má því alls ekki vera fulltrúi þrýsti- hóps sem gerir sérkröfur áhangendum sínum til handa. Árni kallar mig ágætan fulltrúa fyrir vélaherdeild nútíma túrisma. Hann dylgjar um að ég sé andlega fatlaður. Eða hvernig á að skilja orð hans öðruvísi? Eftir að hafa lýst umhyggju sinni fyrir fötluð- um, segir hann: „En til er annað fatlað fólk. Það eru þeir, sem sjálfviljugir hafa bundist nútíma þægindum svo römmum fjötri, að þeir mega sig hvergi hreyfa án þess að hálf búslóðin fylgi með. Þetta fólk á ekkert skylt við sjálfsbjörg. Þetta er hinn orkufreki, plássfreki, heimtufreki túristi, sem lætur sér ekki nægja að parkera í grennd hinna fegurstu staða, heldur hlammar sér ofan á þá. Það kemur skemmtilega á óvart að rödd þessa hóps kemur úr röðum gæslu- manna heilbrigðis og hollustu." Það er því ekki illa til fundið að næsta setning í grein hans hljóðar svo: „Ég læt lesendum eftir að meta hvort gagnrýnin sé réttmæt og orðbragð við hæfi." Ekki veit ég hvar Árni hefur aflað sér upplýsinga um ferða- máta minn en þær sýnast honum þó nógu tryggar til að dæma mig af þeim andlega fatlaðan. Tilgang- urinn virðist vera að auðmýkja mig opinberlega. Allt opinberar þetta þó við hverskonar vandamál hér er að glíma. Ég kannast ekki við að hafa nokkru sinni spillt landi eða farið utan slóða þó ég eigi jeppa. Hef meira að segja ávallt hlýtt fyrirmælum varðlið- anna hans Árna, hversu ósann- gjörn sem mér annars hafa fund- ist þau. Eins var það þegar ég fór í Ásbyrgi fyrr í sumar ásamt tveim öðrum fjölskyldum. Ég sá ekki að landvörðurinn sem þar var fyrir hefði nokkurn áhuga á að „leið- Allsherjaratkvæöagreiðsla ^ ríkisstarfsmanna B5RB 4. og 5. september Kjörskrá er eftir heimilisföngum en ekki á vinnustað. Kjörskráin skiptist allt öðru vísi en í fyrri atkvæðagreiöslum, þar sem kjósendur skiptast nú á kjörstaöi og kjördeildir eftir heimilisföngum en ekki eftir vinnustað. Heimilt er aö greiöa atkvæöi annarsstaöar, ef þaö hentar betur, og er þá atkvæöaseöill- inn settur í umslag og talinn meö utankjör- staðaatkvæðum. KJÖRSTAÐIR verða opnir: Fimmtudag 4. sept. kl. 14-22 Föstudag 5. sept kl. 13-19 Akranes — Grunnskólinn við Vesturgötu (gamli lönskólinn) Borgarnes — Borgarnesskóli Stykkiehólmur — Barnaskólinn PatreksfjörAur — Barnaskólinn Isaf jóróur — Gagnfræöaskólinn Blönduóe — Grunnskólinn Sauóárkrókur — Aöalgata 2 (gamli bæjarþingssalurinn) Siglufjöröur — Borgarkaffi Akureyri (Oddeyrarskóli Húsavík — Gagnfræðaskólinn Egilsstaóir — skólinn Neekaupelaður — Sjómannastofan Höfn í Hornafirói Gagnfræðaskólinn Vestmannaeyjar — Félagsheimilió viö Heiöarveg Hvolsvöllur — lögreglustööin Selfoss — Matsalur gagnfr.skólans Keflavík — Gagnfræöaskólinn Hafnarfjörður — Góötemplarahúsiö Garðabær — Flataskóli Moefellseveit — Varmárskóli Kópavog ur — Kópavogsskóli v/Digranesveg Reykjavfk og Seltjarnarnee — Miöbaejarskólinn viö Tjörnina. Athugið þeeae breytingu auglýeingu f Asgaröi. frá Vegna mikilla breytinga á starfsmannahaldi um þassi mánaðamót, vantar óvenju marga á kjörskrá. Allir félagar í BSRB, sem eru í hálfu starfi eöa meira 4. og 5. sept. 1980 og ekki eru á kjörskrá, geta greitt atkvæöi á hvaöa kjör- staö eöa kjördeiid sem er. KJÖRDEILDIR verða opnar: Fimmtudag 4. sept. kl. 16-19 Hellissandur (skólinn) Ölafsvík (skólinn) Grundarfjörður Búðardalur Reykhólar (skólinn) Bíldudalur Pingeyri (skólinn) Flateyri Suöureyri (Aöalgata 2) Bolungarvík (Fél.heimili verkal.fél.) Hólmavík (skólinn) Hvammstangi (Grunnskólinn) Skagaströnd (pósthúsiö) Hofsós (skólinn) Ólafsfjöröur (Gagnfræöaskólinn) Dalvfk (Grunnskólinn) Laugar, S-Ping. (pósthúsiö) Lundur, Axarfiröi (skólinn) Kópasker (Duggugeröi 2) Raufarhöfn (skólinn) bórehöfn (skólinn) Vopnafjöróur (skólinn) Seyóisfjörður (Barnaskólinn) Eskifjöröur (Barnaskólinn) Reyöarfjöröur (skólinn) Fáskrúósfjöröur (Gamli barnask.) Breiödalsvík (skólinn) Djúpivogur (Grunnskólinn) Kirkjubsejarklaustur (Fél.heimiliö) Vík f Mýrdal (skólinn) Laugarvatn (Barnaskólinn) Hveragerói (skólinn) Eyrarbakki (Barnaskólinn) Grindavík (Víkurbraut 42) Frekari upplýsingar gefur yfirkjörstjórn á skrifstofu BSRB, Grettisgötu 89 - Sími 26688 YFIRKJÖRSTJÓRN BSRB beina fólki". Þvert á móti hafði hann rekið niður bannspjöld og húkti síðan í hjólhýsi (!) sínu. Sennilega bundinn nútíma þæg- indum svo römmum fjötri. Eini staðurinn þar sem þessar 3 fjöl- skyldur gátu verið saman var meðfram veginum lengra inn í Byrgi. (Ég var með hjólhýsi, hin með tjöld). Þar var nóg pláss og svörðurinn meðfram veginum var ólgjörlega heill og bar engin merki örtraðar. Hinsvegar voru nokkur tjaldstæði í rjóðrum inni í skógi farin að láta á sjá. Það er satt. Og í því átti leiðbeining piltsins að vera fólgin, að biðja fólk að hlífa þeim rjóðrum. Að meina okkur að vera meðfram veginum var hins vegar einstaklega ósanngjarnt. Enda höfðu þó nokkrir þetta bann að engu og höfðu sest að þarna samt sem áður. Það var sennilega þess vegna sem pilturinn var svona upptrekktur. Við hefðum getað farið eins að, en kusum heldur að yfirgefa staðinn. Þennan valdsmann í Ás- byrgi kallaði ég Álfakónginn í Ásbyrgi. En Árni vill skilja grein mína á þann hátt, að sá titill sé honum gefinn, en ekki húskarli hans. Og þann titil má hann eiga mín vegna. Þetta atvik varð reyndar til þess að ég skrifaði áðurnefnda hug- vekju. En það hefði ég ekki gert ef fleira hefði ekki komið til. Vil ég nú fara nokkrum orðum um þjóð- garðssvæðið og svokölluð vernd- arstörf náttúruverndarráðs þar, sem eiga reyndar sáralítið skylt við náttúruvernd, en bera sterkan keim af ofvernd en þó helst ofríki. Byrjum á Ásbyrgi. Innantil er það einstaklega skjólsæll staður, þar sem unun er að dvelja. Það á því fyrst og fremst að verða dvalarstaður fólks — sannkallað- ur fólkvangur. Þar má mynda fjölda rjóðra þar sem njótendur útivivistar gætu dvalið í smáhóp- um útaf fyrir sig. Til þess þarf hjálp mannshandar. Til þess þarf meiri skógrækt, til að „skjólbeltið" teygi sig lengra út eftir Byrginu. Ásbyrgi yrði í engu spillt heldur bætt. Ásbyrgi er þvílík hrikasmíð að lágvaxinn trjágróður í botni þess eykur skjólið en spillir í engu hrikaleik þess. Þó virðist ákveðinn hópur manna sem ekki má heyra á slíkt minnst. Hópur sem trúir á jómfrúreðli íslenskrar náttúru, eins og Hákon Bjarnason orðaði það einu sinni svo hnyttilega. Sá hópur trúir því að eðli íslensks gróðurfars sé nákvæmlega það sem hann ólst upp við og þekkir. En sleppum öllum hugleiðingum um hvort æskilegt sé að hjálpa trjágróðri í Ásbyrgi. Nóg er nú samt. Náttúruverndarráð lætur nú reisa þjónustumiðstöð nyrst í Byrginu út undir Sandi og skipu- ieggur þar tjaldstæði. Fram- kvæmdin er þörf og sjálfsögð. En hinsvegar vekur það ugg og furðu að áætlanir hafa verið uppi um það í náttúruverndarráði að leyfa ekki tjaldstæði inni í Byrginu og einnig að banna bílaumferð lengra inn í Byrgið. Eins og ég hef áður lýst hefur þessi staður út undir Sandi ekkert við sig og er skjól- laus. Náttúruverndarráð ætti að íhuga af fullri einurð hverskonar reynslu eða upplifun það er að svifta fólki með því að banna því að tjalda og eiga næturstað djúpt inni i Ásbyrgi. Það virðist nú reyndar vera að linast á fyrri áformum sínum um lokun Ásbyrg- is, virðist vera að gera sér grein fyrir um hverskonar gerræði er að ræða. Og hvað um bílaumferðina? Ef við settum Ásbyrgi ofan á Reykjavík og létum Lækjargötuna samsvara þjóðveginum norðan við Byrgið mundi mynnið ná frá Skúlagötunni og suður í Vatns- mýri. Botn Ásbyrgis yrði þá því sem næst þar sem verslunarhúsið Glæsibær er nú. Samkv. skipulagi náttúruverndarráðs eiga tjald- stæðin þá að vera við Hlemmtorg — þó tæplega svo langt frá miðbænum. Þangað vill Árni leyfa bílaumferð um lk km. Þá þrjá km sem eftir eru á fólkið að ganga — frá Hlemmi inn að Glæsibæ fram og til baka. Gerið þið svo vel. Aðstaða ykkar fatlaðra í þjóð- görðunum á öðrum fremur að miðast við þjálfun ykkar og sjálfs- björg, svo notuð séu eigin orð Árna. Hann munar ekki um að taka heilbrigðismálin í sínar hendur líka. Éða er hann bara að ala fólkið upp? Þá kemur að því sem er þó furðulegast af öllu í mistakaröð náttúruverndarráðs á þessu svæði. En það er nýi vegurinn uppi á heiðum fyrir ofan Vesturdal — Svínadal — Hólmatungur. Hann hefur verið nefndur „Brúnavegur" af náttúruverndarráði. Nafngiftin gefur í skyn að farið sé með brúnum og útsýn því góð yfir svæðið. En hvernig er þetta í reynd. Stærðar lykkja á heiðum uppi hálfhring í kringum svæðið í allt að fimm km fjarlægð frá því. Og svo til alla leiðina lokað af hæðum og hálsum svo ekkert sést niður yfir þjóðgarðinn nema á smákafla suður af Svínadal. Þessi vegur endar svo á Þórunnarfjalli ytra u.þ.b. einn km ofan við syðsta hiuta Hólmatungna. Sannleiksást framkvæmda- stjórans ríður ekki við einteyming. Hann lýsir nýja veginum svo: „Nýi bílvegurinn, sem minnst er á, er einmitt til þess ætlaður að hinn venjulegi þjóðgarðsgestur geti komist í þægilega nálægð við helstu skoðunarstaði, lagt bílnum þar og gengið langan eða stuttan spöl til að njóta þeirra. Þetta Gluggað í skólabækur í upphafi skólaárs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.