Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 17 eftir sem áður. Að minnsta kosti vildi ég ekki leggja á fólksbíl för yfir grjótnibburnar þegar farið er yfir Vesturdalsána á leiðinni upp úr Vesturdalnum. Síðast var ég á þessu svæði fyrir xk mánuði. Oddviti Kelduhverf- inga, Björn Guðmundsson í Lóni, hafði sagt mér að búið væri að opna veginn fram á Svínadal. Eg varð því ekki lítið hissa þegar strengur var þvert yfir veginn í Vesturdal, með merki sem bann- aði akstur. Ég fór því til varðlið- anna hans Árna. Jú, jú. Vegurinn var í rauninni opinn, það var bara til að halda umferðinni í lágmarki sem bannspjaldið var haft uppi! Það var líka greinilega árangur, því við eyddum nánast öllum deginum á svæðinu frá Svínadal og fram eftir Hólmatungum og urðum ekki vör við nokkra mann- eskju, þó sunnudagur væri og besta veður. Hinsvegar var þó nokkur umferð austan ár í For- vöðum, enda hefur náttúruvernd- arráð ekki verið trúað fyrir heilsu- gæslu þess svæðis og fólki því frjálst að aka þangað. Og mér varð á að hugsa: Skyldi hann Árni ei’.ihverntíma hafa gengið um þetta svæði? Er fjar- lægðarskyn hans svona brenglað af því hann hefur eingöngu farið hérna á bíl? Eða er það bara af því hann ferðast hérna um á fullu kaupi og þarf ekki að nota naumar frístundir eins og flestir aðrir? Hvað heldur Árni að sé langt af nýja veginum hans niður á Kall- bjarg, að Gloppu og Gloppuhelli og klettaborgunum þar í kring? Að Stallánni? Hvar eru „helstu skoðunarstaðirnir" hans Árna sem eiga að vera í „þægilegri nálægð" við þennan veg? Eins og ég sagði áður endar vegurinn að sunnan á Þórunnarfjalli ytra. Þaðan er tæpur einn km niður á melinn sem er beint á móti Vígabjargi. Þar lá gamli vegurinn upp úr Hólmatungum, Vegurinn er mjög brattur á kafla og því tæpast fyrir aðra en frískt fólk. Sá vegarkafli spillir náttúrunni í engu frekar en gamli vegurinn yfirleitt í gegnum svæðið. Þegar farið er eftir gamla veginum má hinsvegar með sanni segja að komist verði í þægilega nálægð við helstu skoðunarstaði. Hitt eru hrein ósannindi sem ekki þýðir að bera á borð fyrir kunnuga. En Árni hefur fleiri tromp á hendi. Það eru brunablettir, rusl og svarðristur. Hvergi nokkurs staðar eru hjólför hvað þá heldur svarðristur utan vegar í Hólma- tungum. Gamli vegurinn hefur að vísu vaðist nokkuð út á köflum, sem eingöngu er vegna viðhalds- leysis en ekki vegna vísvitandi böðulsháttar ökumanna. Hvergi nokkurs staðar sá ég rusl í Hólma- tungum og þaðan af síður bruna- bletti. Rusl hefur aldrei verið það mikið í Hólmatungum að orð væri á gerandi og hefur sennilega aldrei verið meira en svo að varðliðarnir hans Árna hafi verið meira en dagstund að fjarlægja það. Rétt eins og Árni og annað fólk tekur til í stofunni sinni daginn eftir gestakomu. I greininni hans Árna er smá- kafli um fatlaða. í umfjöilun sinni um aðstöðu þeirra í þjóðgarðinum verður Árni allt í einu hérumbil viðkvæmur. Nú liggur greinilega mikið við. Formaður Sjálfsbjargar meira að segja gamall skólabróðir hans og fleiri stjórnarmenn mál- kunningjar. Það liggur við að mann setji hljóðan. Með þessar upplýsingar á hendi þarf ekki að efast um að Árni hefur notað skipulagssnilld sína til hins ýtr- asta til að bæta aðstöðu þessa fjölmenna hóps í þjóðgörðunum. Fyrir nú utan hreinar fatlanir, eins og það er venjulega skilið, hvað skyldu hjartabilaðir, lungna- bilaðir og gigtveikir vera fjöl- mennir eða stór hluti íbúa lands- ins? Allt þetta fólk ætlar Árni væntanlega að taka í „þjálfun" í þjóðgörðunum, en aðstaða þeirra þar á öðru fremur að miðast við það. Ég skora því á Árna að fara með fulltrúa þessa fólks um þjóð- garðssvæðið. Sýndu þeim útsýnið af Brúnarveginum þínum og hversu auðvelt er fyrir það að njóta svæðisins þaðan. Gerðu síð- an það frávik að fara með það eftir gamla veginum og skýrðu fyrir þeim hvers vegna honum var lokað. Sýndu fram á alla þá truflun sem njótendur náttúrunn- ar í giljum Hólmatungna verða fyrir vegna „hraðumferðar bíla“ á gamla veginum. Sýndu þeim allar svarðristurnar, ruslið og bruna- blettina svo og önnur hálmstrá sem þú grípur til að verja þessa hundrað milljón króna fram- kvæmd, sem allir sem þekkja þetta svæði vita að eru ekkert annað en hörmuleg mistök. Að lokum þetta. Þrátt fyrir allt tel ég að náttúruverndarráð hafi verndarsjónarmið fyrst og fremst að leiðarljósi við ákvarðanatöku á þessu svæði. En verndarsjónar- miðin mega ekki ganga svo langt að úr verði hrein hysteria. Nátt- úruverndarráð eða starfsmenn þess mega ekki verða helteknir einskonar örtraðarótta. getur hann nú gert á hvaða bil sem er, þarf ekki lengur að eiga jeppa. Vegurinn er þannig lagður að þaðan megi víða njóta útsýnis." Það liggur við að maður haldi að Árni hafi aldrei farið þennan nýja veg. Nema hann sjái í gegnum holt og hæðir eins og ófreskir menn til forna. Þar fyrir utan eru það hrein ósannindi að „hinn venjulegi þjóð- garðsgestur geti komist í þægilega nálægð við helstu skoðunarstaði". Vegurinn er í órafjarlægð frá Svínadal og af nýja veginum gengi þangað enginn maður nema mestu göngugarpar, enda landið mjög erfitt. Það voru því uppi áform um að leggja afleggjara niður á Svína- dal. Sennilega hefur náttúru- verndarráð látið sansast þegar ljóst var hvað sú framkvæmd mundi kosta. Því hefur verið fallist á að opna gamla veginn úr Vesturdal fram að Svínadal. Það virðist þó hafa verið gert með hinni mestu fýlu, því viðgerðin á gamla veginum er svo lítilfjörleg að hann er eingöngu fær jeppum I.jósin: ólafur K. Maanússon. Japansk ísleniki vörubtllinn i 3 z I n 1 Getum nú þegar boðið oftirtaldar gerðir af HINO vörubílum frá samsetningarverkstæði okkar: HINO Kl i Heildarþungi 16.800 kg. | Vél 6 cyl. 190 hestöfl. HINOKI 1 Heildarþungi 12.500 kg. 1 Vél 6 cyl. 140 hestöfl. HINO K! Heildarþungi 9.500 kg. L Vél 6 cyl. 165 hestöfl. HINOKII ■ Heildarþungi 8.400 kg. II Vél 6 cyl. 90 hestöfl. Hagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. BÍLABORG HF. SMIÐSHÖFÐA 23 - SÍMI 81299

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.