Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 18 Frá námskeiöi meö ungu tónlistarfólki í Noregi Ingvar Jónasson stjórnar hljómsveit nemenda á námskeióinu, en nokkrir kennaranna lögóu einnig fram liósinni sitt. Ljósm. jt. Öuvind Ekorness kenndi selló- og kontrabassaleikurum. Gagnlegt að fá að leika með sinfóníuhljómsveit ÞEIR SEM lært hafa á hljóöfæri eða eru að fást við það, vita, aö auk kennslu í tónfræði og tækni og öllu sem því tilheyrir, leggja kennarar mikla áherslu á alla æfingu og ástundun. Tónlistarnám sé ekkert annaö en æfing og vinna. Til þess að ná árangri veröi menn að æfa og æfa, daginn út og daginn inn, árið um kring. Af þessum sökum er víða reynt að lífga uþp á tónlistarnámiö með hvers kyns námskeiðum og skemmtilegheitum og má t.d. nefna að Tónlistarskólinn í Reykjavík hef- ur m.a. fengiö menn á borð við píanóleikarann Hans Leygraf og fiölusnillinginn og stjórnandann Paul Zukofsky o.fl. til að standa að námskeiðum fyrir nemendur sína og stendur slíkt námskeiö yfir einmitt núna. íslenskt framlag í Noregi í Noregi hafa í mörg ár verið haldin námskeið fyrir hljóöfæra- nemendur og hafa islendingar ver- iö þar bæði í hópi kennara og nemenda. Ingvar Jónasson víólu- leikari hefur um nokkurra ára skeið kennt á slíkum námskeiðum í Noregi, fyrst í Sandefjord og síðan í Gol í Hallingdal. Hér verður á eftir brugöiö upp mynd af því hvernig námskeið sem þetta fer fram, en blm. Morgunblaðsins dvaldist í Hallingdal Folkehögskole, þar sem námskeiðið fór fram, eina dag- stund nýlega. Þar var m.a. rætt við þau, sem stjóma námskeiöunum, Ruth Gunby Kristoffersen og Erik Sekkelsten: — Landslaget for musik i skolen og Rikskonsertene sjá um að námskeið þessi séu haldin og í sumar fer námskeiðið fram hér í Gol í tíunda sinn, upplýsa þau. — Námskeiðið sækja unglingar á aldrinum 12—19 ára víðs vegar aö úr Noregi og eru þátttakendur nú 65. Koma 10 frá Osló, 20 frá Akershusfylki, 11 frá Buskerud, Vestfold og Telemark, einn frá Hedemark og einn frá íslandi. Þátttakendur greiða sjálfir aö mestu uppihaldskostnað, en fylkin, sem þeir koma frá, styrkja nám- skeiöin og þannig er unnt aö bjóöa tónlistarnemendum að sækja þau, án þess aö þau veröi þeim alltof dýr. Skilyrði fyrir þátttöku er ekki annaö en aö hafa lært á hljóöfæri í nokkur ár, en hér er einkum lögð stund á hljómsveitaræfingar, auk þess sem þátttakendur geta fengiö kennslu í tónheyrn og tónfræði, þ.e. þeir sem hafa litla undirstöðu í þeim greinum. Námskeiöiö endar síöan með tónleikum hljómsveitar þátttakendanna, undir stjórn Ingv- ars Jónassonar og við fáum hann til aö greina nánar frá tilhögun námskeiösins: Hvatning fyrir tón- lístarnemendur — Hingað koma unglingar, sem eru komnir mjög mislangt í hljóð- færaleik, en markmiöiö með nám- skeiðunum er að gefa þátttakend- um tækifæri til aö leika meö hljómsveit, sem kemur fram á tónleikum í lok námskeiðsins. Hér er um aö ræða fullskipaða hljóm- sveit og við reynum að finna tónverk, sem hæfa vel nemendum og sem eru þannig úr garöi gerö, aö flest hljóöfærin eru notuð aö einhverju ráöi. Með því aö taka þátt í þannig starfi finna nemendur aö þeirra eigiö hljóöfæri og framlag í hljómsveitinni er einhvers virði og þeir öðlast þannig hvatningu í námi sínu og vilja kannski halda því áfram. Um árangur er þó erfitt aö segja, en ég held að jafnvel þótt ekkert af unglingunum eigi eftir að leggja fyrir sig tónlistina sem ævistarf, hefur námskeið sem þetta ákveöiö gildi. Þátttakendur læra að meta tónlistina á annan hátt en áður, þeir hafa fengið innsýn í þátttöku í hljómsveitarleik o.fl. Sem fyrr segir var þarna annar íslendingur þátttakandi í nám- skeiðinu. Heitir hann Eiríkur Örn Pálsson og hefur lagt stund á trompetnám í 6 ár. — Þaö hefur verið mjög gaman að taka þátt í námskeiöinu og væri án efa gagnlegt ef fleiri íslendingar gætu sótt námskeið sem þetta. Það er þó kannski erfitt meöan ekki fást neinir styrkir til þess, en mætti e.t.v. ímynda sér að tónlist- arskólarnir aöstoöuöu nemendur viö aö sækja námskeið hór í Noregi. Gallinn við þetta námskeiö er helst sá, að hér eru nemendur mjög mislangt komnir og stundum erfitt að ná saman af þeim sökum, en samt hlýtur að vera mikiö gagn af svona starfi. Spilaö frá morgni til kvölds Til að undirbúa hljómsveitina fyrir lokatónleikana taka kennarar námskeiðsins hvern sinn hljóð- færahóp og æfa sérstaklega, fara í gegnum raddirnar og síðan æfir Ingvar hljómsveitina saman. Þar fyrir utan koma kannski nokkrir nemendur saman og spila. Má segja að spilaö sé í hinum ýmsu salarkynnum skólans frá morgni til kvölds. Enda mátti heyra næsta óskiljanlegan hrærigraut tónlistar, þegar staöiö var úti á hlaði og úr hinum ýmsu kennslustofum bárust samtímis kaflar úr ólíkum tónverk- um, sem nemendur þraukuðu viö aö æfa. Þaö rann þó allt eölilega saman á lokatónleikunum síöasta daginn, þegar hljómsveitin spilaði undir stjórn Ingvars fyrir vini sína og vandamenn og íbúa Gol, sem komu saman í félagsheimili bæjar- ins til aö hlýöa á tónlistarviöburö- inn. Því má einnig bæta viö, að á morgnana var mannskapurinn ekki vakinn með neinu venjulegu ræsi, þ.e. hringingum eða hrópum og köllum, heldur var þaö eitt af hlutverkum nemenda að fara um ganga í morgunsáriö spilandi ijúfa tónlist. Og eftir slíkan vekjara hlaut dagurinn framundan að vera kom- inn í sitt eölilega samhengi, tónlist frá morgni til kvölds. Kennararnir léku líka saman fyrir nemendur sína eitt kvöldið, svona til aö sýna hvernig samleikur á aö fara fram. Þeir eru flestir tónlistar- kennarar og spila þar aö auki sumir í sinfóníuhljómsveitum. Sem fyrr segir fer námskeiö þetta fram í Hallingdal Folkehög- skole, sem er rétt við þorpið Gol í Hallingdal, landbúnaöar- og skóg- arhöggsbær, en auk þess er Gol mikill ferðamannabær, einkum á vetrum, þegar skíöafólk fjölmennir í lyftur og brekkur, en á sumrin einnig, þegar fólkið þyrpist upp þangaö til aö leigja sér fjallakofa. Mikil umferð er gegnum þorpið, enda í þjóöbraut milli Oslóar og Bergen. Lýðháskólinn í Hallingdal er einn af þúsund og einum slíkum í Noregi og á sumrin fer þar fram ýmis konar starfsemi. Anna Lme- slett, sem er kennari við skólann og eiginkona rektorsins, var eins kon- ar tengiliöur milli skólans og þeirra sem stóöu að námskeiöinu og upplýsti hún eftirfarandi um skól- ann: Lýöháskólí á vetrum — námskeið á sumrin — Skólinn hóf starfsemi sína 1959, en við komum hingaö árið 1963. Skólinn tekur 95 nemendur, en um 400 sóttu um skólavist fyrir næsta ár og við kvíðum því ekki framtíö lýðháskólanna. Þetta er venjulegur lýöháskóli, sem býöur upp á 4 námsbrautir, auk ákveðins kjarna sem allir taka. Nemendur eru langflestir norskir, en viö höfum á hverju ári nokkra útlendinga, flesta frá Bandaríkjunum, en einnig frá Svíþjóö, Kanada, Sviss, Spáni, Mexíkó og íslandi og hér hafa einnig verið nemendur frá Afríku- ríkjum. Skólinn starfar 33 vikur á ári, þ.e. frá 1. september og fram í miöjan maí. Á sumrin er síðan reynt aö hafa hér ýmis konar námskeið og er bæöi leitaö til okkar meö aö láta aöstööuna í té, eins og er meö tónlistarnámskeiöiö og skólinn sjálfur stendur fyrir námskeiöum. Eftir að tónlistarnámskeiðinu lýkur hór verður vikunámskeiö fyrir gamla fólkiö og á dagskrá er einnig sérstakt heimilisiðnaöarnámskeiö, sem haldiö er til að viðhalda gömlum heföum í handíö okkar, en að því stendur félag um heimilis- iönaö. Hér verður staðnæmst í frásögn frá Hallingdal Folkehögskole og starfi hans og annarra þar, en íslendingurinn er spuröur um lýð- háskóla á íslandi og segir hann frá þeim eina sem þar er að finna. Meö rektorshjónunum blundar löngun eftir íslandsferö áöur en alltof langt líöur, enda má kannski segja það um flesta Norömenn, aö eitt af takmörkum þeirra í lífinu er að heimsækja sögueyna og heyra hvernig íbúar hennar tala það mál, sem þeir kalla ,gammelnorsk“. )•«.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.