Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 21 450 millj. kr. til að styrkja nýjar tekju- öf lunarleioir bænda Ásgeir Bjarnason. formaður búnaðarfélags íslands. ávarpar aðalfund- RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögur landbúnaðarráðherra, sem unnar voru í samstarfi við stjórn Framleiðnisjóðs landbún- aðarins um ráðstöfun á um 450 milljónum króna, sem sparast vegna skerðingar á framlögum til jarðabóta, sem samþykktar voru á síðasta ári í samræmi við breyt- ingar á landbúnaðarstefnunni. Fénu á að verja til að styrkja nýjar tekjuöflunarleiðir bænda og njjai icrjuuim Drlof og veikinda- álag tekið út úr verð- lagsgrundvellinum? til að draga úr búvöruverðshækkunum E* ir1hlLrfSiikaUðrn ÞEIRRI hugmynd hefur verið hreyft af hálfu Pálma Jónssonar, landbúnaðarráðherra innan ríkis- stjórnarinnar og í viðræðum við fulltrúa Stéttarsambands bænda, hvort unnt sé að draga út úr verðlagsgrundvelli landbúnaðar- vara orlof og veikindaálag vinnu- liðarins. í stað þess verði varið fé af niðurgreiðslulið fjárlaga eða að þessir liðir verði greiddir bændum eftir öðrum leiðum, sem fæstar þykja. Er þetta hugsað til að draga úr búvöruhækkunum en yrðu fyrrnefndir liðir teknir út úr grundvellinum, myndi það lækka útgjöld grundvallarins um 4%. Pálmi Jónsson sagði, að þetta atriði þyrfti nákvæmari athugun- ar við bæði fjárhagslega og félags- lega og einnig þyrfti að huga að margvíslegum framkvæmdaatrið- um. „En ég tel rétt, að sú athugun fari fram, því það er þýðingarmik- ið bæði fyrir neytendur og fram- leiðendur, ef hægt er að draga úr búvöruhækkunum með tilfærslum af slíku tagi,“ sagði Pálmi. Gunnar Guðbjartsson, formað- ur Stéttarsambands bænda sagði, að þessari hugmynd hefði verið hreyft á fundi, sem fulltrúar Stéttarsambandsins áttu með þremur ráðherrum í síðustu viku. „Við óskuðum eftir því að ríkis- stjórnin skipaði menn til viðræðu við okkur um þetta atriði, ef hún hefði hug á að það yrði skoðað. Við gerum okkur ljóst að í þessu eru ýmsir framkvæmdaþættir, sem geta valdið erfiðleikum og þá til dæmis hvort eigi að miða við grundvallarbúið eða taka að ein- hverju leyti tillit til afkasta og vinnumagns við þessar greiðslur. Ég tel hugsanlegt að þetta komi til framkvæmda við haustverðlagn- inguna nú og sjálfsagt verður gengið í að ræða þetta strax eftir aðalfundinn, ef ríkisstjórnin hefur áhuga á að málið nái fram að ganga," sagði Gunnar. Pálmi Jónsson sagði í ræðu á Stéttarsambandsfundinum að hann teldi að gera þyrfti breyt- ingar á vísitölukerfi og þá meðal annars þannig, að þegar niður- greiðslur væru auknar, til dæmis 1. september, hefðu þær strax áhrif á vísitöluna en ekki þyrfti að bíða í þrjá mánuði eftir að þau áhrif kæmu fram. Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda og Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra. Yerður selt hér smjör blandað með jurtaolíu? Á síðasta Alþingi voru samþykkt lög, sem heimila að blandað sé jurtaolíu í smjör, allt að 20—25% af heildarfitumagni. Pálmi Jóns- son, landbúnaðarráðherra gerði þessa lagaheimild að umræðuefni í ræðu sinni á Stéttarsambands- fundinum. Sagði hann fyrirmynd- ina að þessu sótta til Svíþjóðar, en þar í landi hefði slík vara verið seld undir nafninu „bregott". Pálmi sagði, að hann hefði fengið nýjar upplýsingar frá Sví- þjóð um þessi efni og kæmi þar fram að á síðasta ári hafi orðið 13 til 14% aukning á sölu bregotts, sem um leið hefur þýtt 3 til 4% aukning á sölu smjörfeiti í heild. Á hinn bóginn hefur ekki orðið heildaraukning í sölu feitmetis þar vegna þess að samdráttar hefur gætt í sölu smjörlíkis. „Ég tel eðlilegt að hér sé gerð tilraun til að selja smjör með af þessu tagi, ef það gæti orðið til þess að auka söluna á smjörfeiti í heild, en þetta er þó ekki komið hér til framkvæmda, vegna þess að viðskiptaráðuneytið hefur enn ekki samþykkt að niðurgreiðsla á smjöri af þessu tagi verði í sama mæli og á venjulegu smjöri, en það er talin forsenda fyrir málinu," sagði Pálmi. auka fjölbreytni í framleiðslu bú- vara, til að stuðla að bættri heyverkun og til hvers konar hagræðingar, sem orðið getur til að bæta tekjur bænda án fram- leiðsluaukningar í nautgripa- og sauðfjárrækt. Til fiskiræktar- og veiðimála er gert ráð fyrir að verði varið alls 72 milljónum kr., sem skiptist þannig að 10 millj. kr. verði veitt Veiðifé- lagi Fljótsdalshéraðs sem framlag og lán, 6 millj. kr. framlag fer til Búnaðarsambands S.-Þing. vegna laxaræktar í vötnum, 35 millj. fara sem lán til veiðikofa veiðifé- laga í óbyggðum, til tilrauna við silungsveiði, geymslu og markaðs- öflunar fyrir silung 21 millj. og til námsstyrkja vegna fiskræktar og loðdýraræktar verður varið allt að 12 millj. kr. Hundrað milljónum kr. verður varið til lána vegna refaræktar og tveimur milljónum til kynnisferðar vegna loðdýra- ræktar erlendis. Framlög til að stuðla að bættri heyverkun nema allt að 50 millj. kr. og til kartöflu- ræktar og loftræstikerfa í kart- öflu- og garðávaxtageymslum verður varið 60 millj. kr. Sérstakt framlag til búnaðar- sambandanna nemur 15 milljón- um kr. og 80 milljónum verður varið til Stofnlánadeildar land- búnaðarins m.a. vegna jarðakaupa og lána en af þessu munu um 30 millj. ganga til þess að lækka vexti deildarinnar á almennum lánum bænda úr 3% í 2%. Til markaðsleitar fyrir landbúnað- arvörur verður varið allt að 50 milljónum kr. og til feldfjárrækt- ar 6 millj. kr., til uppeldis æðar- unga verður varið 2 millj. og til vindvarmaveitu í Kárdalstungu í Vatnsdal verður varið 2 millj. Alls er talið að á þessu ári verði til ráðstöfunar 558 millj. kr. vegna skerðingar á jarðræktarframlög- um og á því eftir að ráðstafa 107 millj. kr. Greiðir ríkið hluta af 4,6 milljarða halla á útflutningi búvara? PALMI Jónsson, landbúnaðarráð- herra vitnaði í ræðu sinni á Stéttar- sambandsfundinum til þess að í samstarfssamningi núverandi rík- isstjórnar væri fyrirheit um það, að leitað verði eftir samkomulagi við bændasamtökin um lausn á fyrir- sjáanlegum vanda vegna halla á útflutningi búvara á þessu verð- lagsári í tengslum við heildar stefnumótun í landbúnaði. Sagði Pálmi að ríkisstjórnin hefði haft þessi mál til athugunar, en enn væri ekki unnt að skýra frá niður- stöðu. Er hér um að ræða hugsanlega viðbótarfyrirgreiðslu af hálfu ríkis- ins varðandi útflutningsuppbætur umfram það, sem er í fjárlögum en fram hefur komið, að talið er að nær 4,6 milljarðar króna falli á bændur á því verðlagsári, sem lauk sl. sunnudag. „Þrátt fyrir það að á þessu ári hafi tekist að útvega 3.000 millj. króna til þess að mæta halla af útflutningi á síðasta og þessu verðlagsári, og þrátt fyrir það að vonir standi til þess að að einhverju leyti verði unnt að bæta frekar úr halla þessa verðlagsárs, sem nú er senn liðið, þá má ekki búast við, að það geti orðið að neinu marki framvegis umfram það sem útflutn- ingsbætur gera ráð fyrir og raunar má sæmilega við það una ef við getum í framtíðinni gert ráð fyrir því, að við höldum þeim útflutn- ingsbótarétti, sem lög gera nú ráð fyrir," sagði Pálmi. 30 þús. tonn af fóðurbæti notuð í alifugla og svín? VIÐ útgáfu skömmtunarkorta til alifugla- og svínabænda vegna fóðurbætisskattsins hefur komið í ljós að framleiðsla alifugla- og svínaafurða og kjarnfóðurnotkun þessara framleiðslugreina er mun meiri heldur en talið hefur verið. Þegar hafa 600 framleiðendur fengið sín kort en talið er að framleiðendur í þessum greinum séu nær 1200. Árleg notkun þessara 600 fram- letðenda á kjarnfóðri svarar til 22 þúsund tonna en fram að þessu hefur verið talið að heildarnotkun alifugla- og svínaframleiðenda á kjarnfóðri næmi um eða innan við 20 þúsund tonn á ári. Enn munu stórir framleiðendur í þessum greinum ekki hafa sótt skömmt- unarkort sín og þykir því allt benda til að árleg kjarnfóðurnotk- un í þessum framleiðslugreinum geti verið um 30 þúsund tonn. Samkvæmt forðagæsluskýrslum hefur alifuglum hérlendis fjölgað um 77,59% á árunum 1975 til 1979 en svínum hefur á sama tíma fjölgað um 39,59%. Talið er að upplýsingar um fjölda alifugla kunni að vera að hluta til rangar, þar sem með séu taldir alifuglar, sem aldir eru til slátrunar. Ali- fuglar voru 1979 taldir vera 393.974 en voru 1975 221.848. Léttmjólkin föst í nefnd PÁLMI Jónsson, landbúnaðarráð- herra sagði í ræðu sinni á aðalfundi Stéttarsambands bænda, að óskað hefði verið eftir heimild til þess að selja svokallaða léttmjólk á markaði hérlendis. Jafnframt hefði verið óskað eftir því að léttmjólk nyti sömu niðurgreiðslu og nú væri á nýmjólk. Sem kunnugt er hafa bæði samtök bænda og neytenda lagt á það áherslu að hafin verði sala á léttmjólk hér. Sagði Pálmi að hann hefði vísað léttmjólkurmálinu til nefndar, sem starfar á vegum þriggja ráðuneyta, landbúnaðar-, fjármála- og við- skiptaráðuneytisins og fjallar um niðurgreiðslumál, en enn hefði nefndin ekki skilað niðurstöðum varðandi þetta mál. „Ég tel rétt að reyna þessa leið og við eigum ekki að hika um of að reyna nýjar leiðir til þess að auka sölu á okkar hollu og góðu landbúnaðarafurðum innan- lands," sagði Pálmi. Sjá einnig fréttirá síðu 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.