Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 23
ftlorflunlilnbift MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 meiddist um helgina Landsliðsþjálfarinn islenski í knattspyrnu, Guðni Kjartans- son, hefur orðið að «era eina Jón Haukur sigraöi í afrekskeppni JÓN HAUKUR Guðlaujísson sigraði i afreksmannakeppni Flugleiða i golfi um heigina. Þátttaka var fremur léleg og aðeins 7 af þeim 12 sem gjald- gengir eru, mættu til leiks. l>ar af hætti einn keppni er keppni var hálfnuð og tveir, óskar Sæmundsson og Sigurður Haf- steinsson voru dæmdir úr keppni fyrir að slá annarra manna kúlur. En Jón Haukur varð sem sé sigurvegari, meira að segja öruggur sigurvegari, lokaskor hans var 291 högg. fimm högg- um minna en hjá Gunnlaugi Jóhannssyni, sem varð annar á 2% höggum. Elvar Skarphéð- insson varð þriðji á 297 höggum og lestina rak siðan Hannes Eyvindsson, nokkuð óvænt, á 298 höggum. breytingu á 16 manna landsliðs- hópnum sem hann valdi til að mæta Rússum fyrir helgina. Landsleikurinn fer fram á morgun þar sem Janus Guð- laugsson meiddist i leik með Fortuna Köln á laugardaginn. varð Guðni að velja miðsvæðis- leikmann i hans stað. Fyrir valinu varð Skagamaðurinn og Ilúsvikingurinn Kristján Olgeirsson. Ekki deila menn um val Kristjáns, öllu frekar velta menn fyrir sér hvers vegna hann hefur ekki hlotið náð fyrr. Hins vegar veikir fjarvera Janusar landsliðshópinn verulega . Fyrir vikið leikur aðeins einn „útlend- ingur“ með íslenska liðinu að þessu sinni. Það er hörkutólið Örn Óskarsson. Jafntefli FYLKIR og Ármann gerðu jafntefli i 2. deild íslandsmóts- ins i knattspyrnu á Laugardals- vellinum í gærkvöldi. í slökum rigningarleik var ekkert mark skorað. • Jón Haukur Guðlaugsson. LJósin.: óskar Sarm. Þessi mynd er tekin á Akranesi á föstudagskvöldið, er Grétar Norðfjörð knattspyrnudómari yfirgaf vallarhúsið á Akranesi eftir atburðina í lok leiks í A og Vals. Þar lagði Grétar hendur á Gunnar Sigurðsson formann knattspyrnuráðs Akraness með þeim afleið- ingum að sá síðarnefndi var fluttur illa haldinn á sjúkrahús. Gunnar tjáði Mbl. i gærkvöldi, að hann hefði ákveðið að kæra Grétar fyrir líkamsárás. Valsmenn drógust gegn ofurefli EFTIR því sem Morgunblaðið kemst næst, hefur verið dregið í fyrstu umferð Evrópukeppni meistaraliða i körfuknattleik. Dortmund vann ATLI Eðvaldsson og félagar hans hjá Dortmund léku i bik- arkeppninni um helgina. Mætti Dortmund áhugamannaliði frá Stuttgart. Dortmund sigraði 5—2 eftir framlengdan leik. Atli lék með, en skoraði ekki i leiknum. en þar er Valur fulltrúi íslands. Ekki er hægt að segja að heilladisirnar hafi staðið við hlið Valsmanna er dregið var, a.m.k. ekki ef þeir hafa gert sér vonir um létta mótherja. Valur dróst nefnilega gegn meistara- liði Júgóslaviu, en óhætt er að segja að óvíða í Evrópu sé körfuknattleikur á jafn háu plani og f Júgóslaviu. Fyrri leikur liðanna fer liklega fram á íslandi í byrjun nóvember, en væntanlega verður fljótlega hægt að segja nánar frá þessum bikardrætti. Bayern mætir Real VESTUR-þýska meistara- liðið Bayern Munchen sigr- aði Dynamo Kiev eftir vita- spyrnukeppni í Santiago Bernebau bikarkeppninni spænsku, sem Real Madrid hefur veg og vanda að. Leikurinn þótti frábær, en ekkert var þó skorað þrátt fyrir framlengingu. Síðan fékk hvort lið 5 viti og skoruðu þá Augenthaler, Kraus, Höness og Rumen- . igge fyrir Báyern, en Demianeko og Boiko svör- uðu fyrir Kænugarðsliðið. Bayern mætir Real Ma- drid i úrslitaleik. en Real sigraði Benfica í vítasp- yrnukeppni. eftir að jafnt hafði verið eftir venju- lcgan leiktima, 2—2. Ekkert fær nú stöövaö Þór Á ÞRIÐJU síðu íþrótta- kálfsins að þessu sinni er greint frá leik Hauka og Völsunga í 2. deild ís- landsmótsins i knatt- spyrnu. Fleiri leikir fóru fram i deildinni um helg- ina og má þar fyrst gcta leiks ÍBÍ og Austra sem fram fór á Isafirði. Liðin skiptu með sér stigum og ekkert mark var skorað. Mun mikilvægari leikur fór fram á Norðfirði þar sem mættust lið Þróttar og Þórs. Með sigri hefði Þrótt- ur átt nokkra möguleika á því að skjótast fram fyrir ' Þór í næst efsta sætið. En . bæði liðin skoruðu eitt mark og má segja að Þór hafi þar með tryggt sér sæti í 1. deild að ári. Þróttarar léku nokkuð vel framan af og á 20. mínútu leiksins skoraði Magnús Jónsson fallegt mark. Það dugði ekki til sigurs, Óskar Gunn- arsson skoraði fyrir Þór í síðari hálfleik og þar við sat. Tulsa fékk rassskell TULSA Roughnecks, Jó- hannes Eðvaldsson og fé- lagar, riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn New York Cosmos í bandarisku knatt- spyrnunni um hclgina. Cosmos hafði algera yfir- burði og sigraði 8—1. Sér- stakiega gekk Búbba og félögum illa að hemja ít- alska landsliðsmanninn Giorgio Chinaglia, sem er hátt í fertugt. en Chinaglia skoraði eigi fa'rri en sjö mörk i lciknum. Víkingar eiga von NORSKU Vikingarnir eiga nokkra möguleika á þvi að tryggja sér norsku meistaratignina annað ár- ið i röð. í siðustu umferð norsku knattspyrnunnar sigraði liðið Lyn 6—1 á útivelli og er því aðeins tveimur stigum á eftir Bryna þegar sex umferð- um er ólokið. Bryne hefur 21 stig, Lilleström hefur 20 stig. siðan koma Start og Vikingur með 19 stig hvort félag. Bryne sigraði Fred- riksted 1—0 i siðustu um- ferð og Lilleström sigraði Start 4—1. Hyggst Flosi ganga í Val? FLEST þykir nú benda til þess ný, þar sem eitt mikilvægt að Flosi Sigurðsson hyggi á formsatriði skorti, eða undir- félagaskipti úr Fram yfir í Val í skrift formanns körfuknattieiks- körfuknattleiknum. Flosi leik- deildar Fram. í gær höfðu ur með bandarisku háskólaliði endurbætt féiagaskipti ekki bor- um þessar mundir og er óvíst ist til KKÍ, enda kannski ekki að hvenær að Valsmenn geta notað undra, því svo stutt er síðan að hann. Flosi er geysilega efni- fyrri félagaskiptin bárust. legur körfuknattleiksmaður Gangi Flosi til liðs við Val sem kunnugt er, 2,13 metrar á þykir sýnt, að liðið verður með hœð. óííkindum harðskeytt, en sem Morgunblaðið hefur það fyrir kunnugt er, kemur Pétur Guð- satt, að fyrir um viku síðan hafi mundsson til liðs við félagið er formleg félagaskipti með undir- hann verður laus mála í Argent- skrift Flosa borist til KKÍ. ínu þar sem hann leikur sem Sambandið varð hins vegar að atvinnumaður. senda skjalið til föðurhúsanna á ~ gg Kristján Olgeirsson í landsliðshópinn — í stað Janusar sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.