Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 25 tö 1- 1- ir & ir tr ir >a u k. ri :a ir ið rt ir r- a, á r- a n r • Kristín Berglind og félagar hennar í landsliðinu fjármögn- uðu sjálf ferdalag þetta. ==> LANDSLIÐIÐ i badminton er íarið í keppnisferð til Austurrík- is og Ungverjalands. í liðinu eru: Kristín Magnúsdóttir TBR Kristin Berglind TBR Lovísa Sigurðardóttir TBR Ragnheiður Jónasdóttir í A Broddi Kristjánsson TBR Guðmundur Adolfsson TBR Jóhann Kjartansson TBR Haraldur Korneliusson TBR Sigfús Æ. Árnason fl. TBR Ferðaiangarnir munu dveljast á einkaheimilum i Pressbaum, útborg Vinar, á meðan á heim- Badmintonlandsliðiö í meiri háttar keppnisferð sókninni stendur, en all mikil samskipti hafa verið miili bad- mintonmanna þar og íslendinga á undanförnum árum. íslendingar munu leika lands- leik gegn Austurrikismönnum n.k. þriðjudag. Austurrikismenn sigruðu ísland 6:1 i landsleik fyrir tveimur árum síðan, en vonast er til þess að landinn veiti þeim meiri keppni nú. Einnig verður keppt gegn aust- urriskum félagsliðum, og úrvali frá nokkrum hlutum Austurrik- is. Þá mun landsliðið fara yfir tii Ungverjalands og leika þar landsleik. laugardaginn 6. sept. n.k. Ungveriar eru nokkuð sterkari en Isiendingar í bad- minton, en þó getur ýmislegt gerst, og ekki ættu allir leikirnir að tapast. Landsliðið hefur æft af fullum krafti að undanförnu, ug hefur Garðar Alfonsson stjórnað þeim æfingum. Einn nýliði er í liðinu. Ragnheiður Jónasdóttir frá Akranesi. Fararstjóri hópsins er Magnús Eliasson, varaformaður Badmin- tonsambandsins. Elnkunnagjöfin ÍA — Bjarni Sigurðsson 6. Guðjón Þórðarson 6, Jón Áskelsson 7, Sigurður Lárusson 7, Sigurður Ilalldórsson 6, Jón Gunnlaugsson 8, Kristján Olgeirsson 7, Björn II. Björnsson 6, Sigþór Ómarsson 4, Guðbjörn Tryggvason 7, Árni Sveinsson 7. VALUR — Sigurður Ilaraldsson 6. Þorgrímur Þráinsson 6, Grímur Sa'mundsen 7, Magni Pétursson 6. Dýri Guðmundsson 8, Albert Guðmundsson 6, Sævar Jónsson 7, Magnús Bergs 7, Hermann Gunnarsson 7. Guðmundur Þorbjörnsson 7, Matthías Ilallgrímsson 6. DÓMARI: Kjartan Ólafsson 5. Sanngjarnt jafntefli Hauka og Völsunga HAUKAR og Völsungar frá Húsavik gerðu jafntefli 3—3 á hinum nýtyrfða grasvelli Hauk- anna á Hvaleyrarholtinu í 2. deild íslandsmótsins i knatt- spyrnu nú um helgina. Hefur græna byltingin ekki verið Hauk- unum sú gullnáma stiga sem búizt var við i upphafi og var áhugaleysi þeirra i leik þessum með ólikindum. ef frá eru taldar upphafsmínútur hans. Það er leiðinlegt að sjá knattspyrnulið missa áhugann svona, þegar liðsmenn þess telja sig ekki lengur hafa möguleika á 1. deild- arsæti. Ég er nokkuð viss um að ef uppgjöf þeirra hefði ekki komið til hefðu þeir enn haft möguleika en nú er allt slíkt úr sögunni. Haukarnir hófu leikinn annars með miklum látum og sóttu ákaft að marki Völsunga án þess þó að geta nýtt sér það til fullnustu. Er þessi stórsókn þeirra hafði staðið nær látlaust í stundarfjórðung komust Völsungar skyndilega inn í misheppnaða sendingu þeirra og brunuðu upp völlinn í laglegu hraðaupphlaupi og náði þá Olgeir Sigurðsson að skora mjög gegn gangi leiksins. Eftir þetta jafnað- ist leikurinn, liðin sóttu á báða bóga án þess að veruleg tækifæri sköpuðust. Skömmu fyrir leikhlé náðu Haukar svo að jafna með heldur vafasömu marki, þegar Kristján Kristjánsson komst einn í gegn um Völsungavörnina með því að handleika knöttinn og átti þá ekki í vandræðum með eftir- leikinn. Seinni hálfleikurinn var heldur fjörugri og voru þá skoruð 4 mörk til viðbótar. Völsungar urðu fyrri til er Ómar Egilsson sýndi hvers hann er megnugur, lék á tvo Haukamenn í vítateig þeirra og skoraði með föstu skoti í mark- hornið. En Adam var ekki lengi í Paradís því nokkrum mínútum síðar jafnaði Guðmundur Valur Sigurðsson leikinn fyrir Hauka með hörku skoti úr vítateignum eftir hornspyrnu. Er um 10 mínút- ur voru til leiksloka virtist svo sem Haukum hefði tekist að tryggja sér sigurinn er Andrés Kristjánsson kom Haukum yfir 3—2 með góðu skoti af markteig. En Völsungar vildu greinilega ekki sætta sig við það og á síðustu sekúndu leiksins jafnaði gamla kempan Hermann Jónasson leik- inn er hann brauzt af sínu al- kunna harðfylgi upp að hægra markteigshorninu og skoraði af öryggi þrátt fyrir varnartilburði Haukanna. Þetta verða að teljast nokkuð sanngjörn úrslit þessa spennandi leiks, en eftir hann er augljóslega farið að síga heldur á ógæfuhlið- ina fyrir Völsungum og fallbarátt- an orðin anzi hörð. Haukar sigla nú hinsvegar lygnan sjó um miðja deild. Beztu menn Hauka voru þeir Daníel Gunnarsson og Sig- urður Aðalsteinsson, sem þó tókst með ólíkindum að misnota góð færi. Af Völsungum voru beztir Ómar Egilsson og Helgi Benediktsson, meðan hans naut við, en hann varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. HG. Tvö met IR-inga FÓTFRÁAR frjálsíþróttakonur úr ÍR settu 'nýtt íslandsmet í 4x200 metra boðhlaupi á innanfé- lagsmóti ÍR i Laugardal á laug- ardaginn. Bætti sveitin eldra metið, sem var aðeins vikugamalt og í eigu kvenna úr UBK. um þrjár sekúndur. en nýja ís- íandsmetið hljóðar upp á 1:46.5 minútur. í sveitinni voru Bryndís Hólm. Þórdís Gisladóttir. Oddný Árnadóttir og Guðrún Harðar- dóttir. Á sama móti setti sveinasveit úr IR nýtt sveina- og drengjamet í 1500 metra boðhlaupi og bætti sveitin eldra sveinametið um rúm- ar 13 sekúndur og drengjametið um sekúndu. Nýja metið hljóðar upp á 3:45,4 niínútur. í sveitinni voru Hafliði Maggason (100), Agn- ar Steinarsson (200), Jóhann Jó- hannsson (400) og Gunnar Birgis- son (800). í svigunum er tilgreind sú vegalengd sem viðkomandi hljóp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.