Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 Arni Helgason: Athugasemd og gagnrýni Þegar forsætisráðherra og bar- áttumaður Sjálfstæðisflokksins í meira en hálfa öld myndaði núver- andi ríkisstjórn, var það af meiri- hiuta þingflokks sjálfstæðis- manna talinn mesti glæpur gagn- vart flokknum, og sérstaklega tekið fram, að þverbrotnar hefðu verið allar reglur og stefnuskrá flokksins. Við, þessir óbreyttu og óheilaþvegnu flokksmenn, áttum erfitt með að átta okkur á því, í hverju þessi brot lægju og höfum oft spurt um slíkt, og nú loks er það upplýst, að brotin liggi í því, að skattar væru framlengdir og ekki lækkaðir, og svo að forsætis- ráðherra hefði í kosningabarátt- unni lýst sig fylgjandi minnkandi niðurgreiðslum. Ef það eru nú svik við sjálfstæð- isstefnuna að taka skatta af fólki til að mæta þörfum þjóðfélagsins, og eins að grípa í niðurgreiðslur til að rpæta vissum vanda, þá mega nú margir fara að horfa til baka og meta sína stöðu innan flokksins. Það fer ekki á milii mála, að í kosningabaráttunni í vetur eygðu margir þann möguleika, að hægt væri að lækka skattabyrðina og snúa ýmsu við, en þau viðhorf voru þá, eftir lélega vinstri stjórn, að Sjálfstæðisflokkurinn átti möguleika á hreinum meirihluta, að mati fólksins, og við það voru sjónarmiðin sett fram. Þessu tækifæri var hreinlega spilað út úr höndunum og verður erfitt að skrifa það á reikning forsætisráð- herra, en rétt að benda öðrum á að lita sér nær. Árni Helgason. Sem sagt, einu svörin við leit okkar eru, að það sé brot á stefnuskrá flokksins að innheimta skatta eftir sameiginlegum þörf- um og auka niðurgreiðslur þegar aðrar leiðir lokast. SKÓLARITVÉLAR Þetta er nýja rafdrifna ritvélin frá Olympia sem sökum nýrrar tækni er nú fáanleg ótrúlega fyrirferðalítil, ódýr og í þremur mismunandi litum. Hálft stafabil, 44 lyklar, 3 blek bandsstillingar o.fl. sem aðeins er á stærri , r - gerðum ritvélá. ' ~ A Fullkomin viógerða- og varahlutaþjónusta. Otympia Intemational KJARAN HF skrifstofuvélar & verkstæöi - ÁRMÚLI 22 SlMI 83022 Glæsilegar ítalskar eldhúsinnréttingar Höfum opnaö sýningu á ítölskum eldhús- innréttingum og allskonar húsgögnum í verzlun okkar aö Skaftahlíö 24. OPIÐ í DAG KL. 9—8. Komiö og skoöiö glæsilega hönnun í húsgagnagerö. Sýningin stenduryfir frá 23. ágúst — 1 1 7. september 1 ■ ÚSGAGNA- MIÐSTÖÐIN SKAFTAHLÍÐ 24, SÍMI 31633. Laun hafa vaxið, eins og verð- bólgan, og skattar eins. Það sem verst er við skattana er, að þeir hitta mest meðaltekjur og það þarf athugunar við. Auðvitað væri best að geta lækkað sem mest tilkostnað, en mér skilst, að um 70—80% af tekjum ríkisins séu lögbundnar. Og svo skal bent á annað, að í samstjórn geta ekki allir fengið allt, og ef Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei beðið meiri skaða í samstjórn en nú, þá má hann vel við una. Margt er nú að koma fram, sem til bóta horfir, og mun það metið, þótt stjórnarandstaðan með sínum lokuðu augum sjái það ekki. Þetta væru nú lítil rök, ef aðrir ættu í hlut, en þau eru mínu ágæta blaði sá hvalreki, að þeir verða að spandéra einni forystu- grein á þessi ægilegu sannindi. En þegar forsætisráðherra, á blaða- mannafundi, skýrði frá áfanga í baráttu við verðbólguna, var letrið ekki stórt, en hins vegar enginn vafi á, að hefði það komið úr annarri átt, hefðu þrjár greinar ekki dugað. En þetta nöldur míns kæra blaðs út í stjórnina er ekki stórmannlegt, og sumir segja að það mætti vel missa sig — þjónar þó vissum tilgangi og getur gert ríkisstjórninni greiða. Og það hef- ur nú um alla tíma verið svo, að þegar í harðbakkann slær, vilja menn ekki missa nöldrið sitt. RITSTJÓRN 0G SKR1FST0FUR: 10100 AUGLÝSINGAR: 22480 AFGREIÐSLA: 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.