Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 39 dís. Og ég trúi því að hann hafi tekið á móti henni og leitt hana í sína Paradís. Ég bið Guð að styrkja mág minn og börnin þeirra. Við stöndum í þögulli spurn, en orð segja svo lítið, þegar svo sárt sverfur að sem nú. 1 dýpKtu sortt er druttinn m«eddum na'st. í doKKvum harma spoglast skærst hans Ijomi. Á sorKarvænKjum sálin lyftist hæst. í sönK ok bæn í Ijóssins helKÍdómi. G.G. Friður Guðs fylgi systur minni, hafi hún hjartans þökk fyrir allt. Hólmfríður V. Hafliðadóttir. Ml>inn sonur lifir.“ saKÓi Jesús forAum. ok sveininn Kræddi’. er trúaó var þeim oröum. Hin somu oröin sár míns hjarta Kræöa. er svíða ok blæða. Ó. hve ók Kleðst. minn Guð ok faðir blíði. að Kafstu mér þá trú í lífsins stríði. að dauðanum vann son þinn sÍKur yfir: Þinn sonur lifir. ó, K<*f þú. að á mér það rætast meKÍ. að meKÍ' éK vera þinn á nótt ok deKÍ ok líís ok dauðum sé það saKt mér yfir: l>inn sonur lifir. Ok þeKar berast burtu af timans straumi vor börn oss fjær í heimsins mikla Klaumi. þá seK við oss það. sem vér Kleðjumst yfir: Þinn sonur lifir. Ok þeKar blessuð bornin frá oss deyja, í ba*n ok trú þá kenn oss að þreyja. ok seK við hvern. er sorjfin þyrmir yfir: Þinn sonur lifir. Já, þeKar sjálfir vér til heljar hnÍKum ok hinsta fetið lifsins þreyttir stÍKum. i sjálfum dauða sajft það verði’ oss yfir: Þinn sonur lifir. (Valdemar Briem). í dag minnist ég fósturföður míns og fóstursystur. Hafliði Hafliðason var faeddur 26. september 1891 og dáinn 25. apríl 1980. Þegar ég var á öðru árinu, varð ég heimilislaus. Þá var leitað að heimili handa mér í Bolungarvík. Þá kom kærleikslund Hafliða vel í ljós og við yl kærleika hans ólst ég upp, eins og ég væri dóttir hans. Það var mikil gæfa fyrir unga og þrjóska lund að hafa þolinmæði hans og skilning og fyrir það verð ég alltaf þakklát. En það voru fleiri á heimilinu. Fósturmóðir mín, Árný Árnadóttir, gaf mér þá trú, sem hefur staðið óbifanleg enn í dag. í ljósi þeirrar trúar kveð ég ástkæran föður og bið þann Guð, sem þau settu von sína á, að vera honum nú það, sem hann vonaðist eftir að þeirra biði, er á hann trúðu. Nú, nokkrum mánuðum síðar, kveðjum við dóttur hans, Svein- borgu Jónu, sem fædd var hinn 12 september 1929. Hún erfði blíð- lyndi föður síns og naut ég þar stóru systur, eins og þær gerast bestar. Á unga aldri varð hún fyrir slysi og átti við veikindi að stríða eftir það. Varð hún að dvelja á Sjúkrahúsi ísafjarðar tæp þrjú ár, en fékk að koma heim til að fermast. Hafa það verið þung spor fyrir ungling að þurfa að snúa aftur til sjúkrahússins eftir ferminguna. Það var mikið tilhlökkunarefni, þegar von var á Svennu heim, eftir svo langa og erfiða sjúkrahúsvist. Hún hafði alltaf lag á að fá mig til að gera það, sem ég hefði í barnaskap mínum ekki gert með glöðu geði, og sagði venjulega, er því var lokið: „Nú hafa góðu englarnir verið með þér, fyrst þú gerðir þetta svona vel.“ Hún giftist hinn 25. ágúst 1951 Elíasi H. Guðmundssyni og eign- uðust þau 5 börn: Árnýju, Hafliða, Rúnar Guðmund, Hólmfríði Krist- ínu og Kristin Þórð, sem er á 16. ári. Rúnar Guðmundur lést af slysförum þegar hann var á tí- unda ári og var öllum mikill harmdauði. Þá kom best í ljós, hve sterk hún var, þótt hún væri aldrei nógu hraust líkamlega. Ég veit, að hún syrgði það ekki sjálf að vera á förum, því að hvað er gleðilegra en að vera komin heim í þann bústað, sem okkur er fyrirbúinn af Föðurnum? Elíasi og börnunum, mömmu og Diddir, systur minni, votta ég innilega samúð mína. Ég og fjöl- skylda mín þökkum allt það, sem við áttum saman á liðnum árum. Minnist hans, er sagði: „Komið til mín allir þér, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.“ Hvíl í friði. Sigriður Nordqvist. Kveðjuorð: Ingvar Jónsson frá Þrándarholti Fæddur 8. september 1898. Dáinn 25. ágúst 1980. I dag er jarðsunginn frá Hrepp- hólakirkju Ingvar Jónsson frá Þrándarholti í Gnúpverjahreppi. Ingvar var fæddur i Skarði í Gnúpverjahreppi 8. september 1898 og var því tæplega 82 ára er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson og Steinunn Jónsdóttir sem þá bjuggu í Skarði. Ingvar ólst upp í föðurhúsum í hópi margra systkina til tíu ára aldurs, en árið 1909 urðu mikil þáttaskil í lifi hans. Það ár lést móðir hans og stóð þá faðirinn uppi einn með stóran hóp barna á unga aldri. Stuttu seinna leystist fjölskyldan upp og tvístraðist. Faðir Ingvars, systir og þrír elstu bræður hans fluttust til Kanada en Ingvari og tveimur yngri bræðrum hans var komið fyrir hér heima. Atburðir sem þessi voru ekki óalgengir fyrrum og eru til margar frásagnir af erfiðleikum og raunum sem fylgdu gjarnan slíkri röskun á lífi barna og unglinga. Brugðið gat til beggja vona með aðbúnað og uppeldi hjá vandalausum. Þegar þetta gerðist bjuggu í Þrándarholti, næsta bæ við Skarð, systkinin Oddur Loftsson og Guð- ný og Steinunn Loftsdætur. Munu þau hafa verið skyld Ingvari og varð að ráði að þau tækju hann að sér. Vafalaust hafa það verið þung spor fyrir tíu ára dreng, er hann yfirgaf heimili sitt í síðasta sinn og gekk aleinn með fátæklega aleiguna á vit hins óþekkta. Það kom þó fljótlega í ljós að Ingvar var heppinn. I Þrándarholti var honum tekið opnum örmum og systkinin gengu honum í föður- og móðurstað. Minntist Ingvar þeirra ævinlega með mikilli hlýju. Árið 1930 tók Ingvar við búi í Þrándarholti. Kom þá strax í ljós stórhugur hans og framsýni. Þeg- ar á fyrsta búskaparárinu réðst hann í byggingu nýs íbúðarhúss og árið eftir risu útihús. Á þeim tíma þótti mikið í fang færst og húsin óþarflega stór og vönduð, en Ingvar horfði gjarnan lengra fram á veginn en aðrir. Annað framtak, sem ber ljóst vitni framsýni hans, dugnaði og áræði er hjarðfjós og hlaða sem hann byggði árið 1955. Fjósið var hið fyrsta sinnar gerð- ar hér á landi og vakti verðskuld- aða athygli. Ekki var síður athygli verð einstök snyrtimennska Ingv- ars og hirðusemi. Það var því ekki að ástæðulausu að hann var meðal fyrstu bænda sem Búnaðarsam- band Suðurlands verðlaunaði fyrir smekklega og haganlega uppbygg- ingu sveitabæja á Suðurlandi og snyrtilega umhirðu. Alúð hans og umhyggjusemi við umhverfi sitt, menn og málleysingja var einlæg og sönn. Árið 1932 kvæntist Ingvar eftir- lifandi konu sinni Halldóru Hans- dóttur. Eignuðust þau átta börn og eru sex þeirra á lifi. Alla tíð síðan hefur verið barnmargt í Þrándarholti. Öllum börnum og unglingum, hvort sem um var að ræða barnabörn eða óskylt, var Ingvar traustur og heill uppal- andi. Hann var í ríkum mæli gæddur þeim eiginleikum að geta dregið fram það besta sem í hverjum bjó. Prúðmennska hans, sanngirni og réttsýni varð eins og ósjálfrátt öðrum til eftirbreytni. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem Ingvar var dætrum mínum, sem oft hafa dvalið langdvölum hjá afa og ömmu í Þrándarholti. Þær munu lengi búa að þeim jákvæðu uppeldisáhrifum sem þar hafa verið i hávegum höfð. Enda þótt alltaf sé sárt að horfa á bak ástvinum, er þó huggun í góðum minningum. Við erum öll rík af minningum um góðan mann sem veitti birtu og hlýju í líf þeirra sem hann hafði samskipti við. Hrólfur Kjartansson. Sveinninn á mölinni bíður sumarsins með óþreyju, því þá fær hann að fara til fyrirheitna lands- ins, til Ingvars frænda í Þrándar- holti. Þannig liðu, ef ég man rétt, sex sumur, björtustu sumur æsku- áranna. Sveinninn á mölinni fékk þarna tækifæri til að kynnast Minning Bergsteinn Ó. Sigurðs- son trésmíðameistari Fæddur 2. júni 1899. Dáinn 2. júní 1980. „Glad sá som fágel’n ...“ Bergsteinn Ólafur Sigurðsson trésmíðameistari fæddist í Reykjavík fyrir aldamót. Menn frá þeirri tíð eru flestir farnir fyrir margt löngu, þótt svo virðist að alltaf sé nóg af gömlu fólki. Mjög ungur fluttist hann til skyldfólks í Keflavík, og bjó þar alla æfi síðan. Hann hélt góðri heilsu þangað til fyrir þremur árum að strengur brast í honum. Síðan gekk hann ekki heill þessi síþjálfaði maður, sem aldrei féll verk úr hendi. Hans fólk hjálpaði honum að halda áfram að lifa, fjölskylda og sjúkraliðar, eftir því sem fært var, og þá eins og æfinlega hafði hann gaman af að lifa. Hann gat að vísu ekki lengur gert að fiski, eða haldið á hamri og sög, eða telgt til hús eða hjálpað konunni við heimaverk, ekki heldur mætt til fundar í söng til að létta skap góðra manna, allra sinna mörgu vinnufélaga og annarra þeirra sem honum höfðu orðið samferða í söng. En hann minntist þeirra jafnan eins og ekkert hefði í skorist fyrir honum sjálfum, þessi óvenjulega skapgóði og káti maður hélt geði sínu hreinu fyrir örlaga- harminum til hinstu stundar. Einstöku sinnum er á það gisk- að, að utan okkar og í návist þó, svífi byigja hljóms, sem bíði endurkasts í því sem kallað er hjarta. Kannske skáldskapur. En margt er fjarstæðara í skáldskap heldur en það þegar hjarta nemur tón, þennan eina rétta tón, og ber hann æ síðan, hvort heldur í orði eða athöfn. Bergsteinn spurði aldrei hvar. Hvar hafa dagar lífsins lit sínum glatað? Öll æfin var honum sólskinsbjört og hlý. Á yngri árum lék hann vel á har- moníum. Fyrir áratug eða meir sagaði hann af sér fingur, í keppni við örfleyga stund, og hljómborðið var honum ekki auðvelt viðfangs eftir það. En eftir sem áður söng hann jafn vel. Hann söng líka meirihluta æfinnar, eins og söng- félagar hans vita best, eftir ára- tuga samsöng, röddin óvenjulega þjál, blæþýð og næm. Hann söng í karlakórum í Keflavík siðan á þriðja tug aldarinnar, söng í kirkju við guðþjónustur, var þjónn þess, sem var fagurt og einlægt, söng í glöðum hópi félaga, vinur þess, sem vildi tengjast bylgju hljómsins, — þar til fyrir þrem árum að kraftana þraut. Þá var ekki lengur hægt að blanda rödd með öðrum í söng, ekki lengur hægt að skara fram úr um snilld- arhandbragð og afköst. Þessi mikli afkastamaður að hverju sem hann gekk, átakamaður án sýni- legra þrekrauna, hann beið jafn hýr og hlýr eftir sem áður, beið afmælisdagsins þegar öllu var lokið. Foreldrar Bergsteins hétu Sig- urður Oddgeirsson í Oddgeirsbæ í Reykjavík, og kona hans Málfríð- ur Jóhannsdóttir. Sigurður var sjómaður, og drukknaði frá synin- um í fyrstu bernsku. Þá var Bergsteinn tekinn í fóstur hjá móðurbróður, Bergsteini Jó- hannssyni sjómanni í Keflavík, og konu hans Guðlaugu Tómasdóttur. Þau voru barnlaus og tóku ást- fóstri við drenginn, og hann við þau. Fyrstu æfiárin stundaði Berg- steinn þá vinnu, sem helst féll til í plássinu við flóann, sjómennsku og fiskverkun, en rétt innan við þrítugt hóf hann nám í húsasmíði, sem hann lauk rúmlega þrítugur. Á þeim árum var að færast líf í félagsmál ýmiskonar, svo sem samtök verkafólks til að verja hag sinn og sækja á brattann. Hug- sjóninni þar að baki gleymdi hann aldrei. Þá var hann ein af stofn- endum Ungmennafélags Keflavík- ur, og studdi hann að gengi þess með ráðum og dáð. Heiðursfélagi þess félags var hann gerður síðar. Árið 1935 gekk hann að eiga vestfirska stúlku, Kristbjörgu Ólafsdóttur frá Flateyri. Hún hafði misst annan fótinn um tvítugt, var sjálf sex árum yngri en hann, því fötluð meiri hluta æfinnar. Kannski skildi Berg- steinn betur sína eigin fötlun í þrjú ár, þrjú síðustu árin, betur fyrir bragðið. Hvar höfðu dagar lífsins lit sínum glatað? Hvergi. Hann bar ástkonu sína á höndum sér alla tíð, og hún galt honum í hreinni ást. Af sambúð þeirra í nærri því fimm áratugi er gullfall- eg saga, greipt í minni þess fjölda fólks, sem umgekkst þau og þekkti. Þau hjónin eignuðust saman sex börn, tvö dóu mjög ung, en fjögur komust upp og eru fulltíða fólk, Bergþóra Guðlaug, gift Héðni Skarphéðinssyni, trésmíðameist- ara, Áslaug, gift Gylfa Valtýssyni, járnsmíðameistara, Ásta Málfríð- ur, gift Jóni Vestmann, býr í Gautaborg og Örn, iðnaðarmaður, giftur Þorgerði Aradóttur. Allt er þetta fallegt fólk og vel gert í sér. Jarðarför Bergsteins fór fram frá Keflavíkurkirkju 11. júní sl. við mikið fjölmenni. Athöfnin betur uppruna sínum, Hreppun- um, því umhverfi, sem hafði fóstr- að föður og frændur. Landið, Hekla í austri og Þjórsá við túnfótinn, er ægifagurt. Sú sýn hefur fylgt mér allar götur síðan. Þrándarholt var sem minn föður- garður, Ingvar minn fóstri. Af honum nam ég margt, tungutak og þó einkum verkleg störf. Ingvar var bóndi búhygginn og verkmaður mikill. Að rækta jörð- ina var hans áhugamál og þar unni hann sér ekki hvíldar. Þránd- arholt ber í dag merki búhöldsins. Ingvar var smiður góður á járn og hagur við önnur störf sem tilfalla í sveit. Hann var kröfuharður við sjálfan sig, fremur dulur um eigin hugrenningar og hógvær í sam- skiptum við samferðamenn. Vinnugleði fylgdi hans störfum. Ingvar Jónsson var kunnur um Suðurland og víðar fyrir dugnað og brautryðjandastörf sem bóndi. Hugurinn reikar til bræðranna frá Skarði, bræðra sem voru mér minnisstæðir og kærir. Með Ingv- ari er genginn síðasti bróðirinn. Söguleg atvik eins og fundur þeirra eftir 50 ára skilnað við Sigurjón Ameríkufara rifjast upp við þessi skrif. Margs mætti minn- ast eins og ferða föður míns að Þrándarholti. Þar þekkti hann fólkið og fjöllin og lék á als oddi. Húsin í Þrándarholti byggði hann flest. Með þessum fáu og fátæklegu kveðjuorðum vík ég ekki að ætt, fjölskyidu og lífshlaupi Ingvars. Ég ætla að sveitungar hans geri þeim þáttum betri skil. Mér er efst í huga þakkarskuld við Ingvar, Halldóru og börn þeirra fyrir sólskinsstundir æskuáranna. Nú hafa dyr lokast að loknu löngu heiiladrjúgu ævistarfi Ingv- ars Jónssonar, en til ástvina og einkum hans góðu Halldóru leitar hugur minn og fjölskyldu minnar með samúð og þakklæti. Manfreð Vilhjámsson. hófst með því að Karlakór Kefla- víkur söng Pílagrímakór Wagners, eitt þeira verka sem Bergsteinn hafði lengst af einna mestar mætur á. Þetta var heillandi tónaflóð, réttur tónn til að kveðja góðan vin og félaga í mörg ár. Kirkjukórinn og karlakvartett sungu líka af innlifun yfir mold- um mannsins, sem svo margir voru komnir til að kveðja. Oft, oft áður hafði Bergsteinn staðið í sömu sporunum og þetta lifandi fólk yfir moldunum. Þá gaf hann særðu fólki oft tón, sem gleymdist ekki, heldur fylgdi því alltaf síðan. Systursonur Kristjönu, ungur sóknarprestur, séra Ólafur Oddur Jónsson flutti einkar vel hugsaða ræðu, en það er vandi að hugsa. Tónar og orð, allt hrein list í sjálfu sér. Listamaður var kvadd- ur, sem aldrei vissi af því að hann var það. Og þetta er þá lífið. Hjá mold- inni við hafið sat einfætt fríð kona á stól. Hún fór síðust þaðan. Valtýr Guðjónsson. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.