Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 200. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. X X Pólskur námaverkamaður dregur niður verkfallsfána til marks um það að námamenn hafi aflétt verkfalli sínu. Verkamenn við þrjár námur voru enn í verkfalli í daj? og kröfðust þess að stjórnendum námanna yrði vikið úr starfi. Simamynd - AP. Pólski herinn varar verkfallsmenn við IRA hótar Dyflinni. 4. Neptember. — AP. ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) lýsti þvi yfir í dag. að ýmsir háttsettir Bretar yrðu „ofsóttir“ á næstunni. og var að skilja á yfirlýsingunni. að ráðist yrði i aðgerðirnar til að koma Norður- írlandi „betur í sviðsljósið“. Sérstaklega voru nefndir sem hugsanleg skotmörk, þeir Roy Mason er fór með ejnbætti Ir- landsmálaráðherra í síðustu ríkis- stjórn Verkamannaflokksins, og Hailsham lávarður (áður Quintin Hogg) dómsmálaráðherra í stjórn Thatchers. Vanfærur varaðar við kaffiefnum WashinKton. 1. septcmbcr. — AP. BANDARÍSK yfirvöld vöruðu þungaðar konur i dag við neyzlu kaffis, tes og ýmissa kóladrykkja. þar sem kaffi- efni kunni að valda _ fæð- ingargölium í hörnum. Á síð- ustu stundu hættu yfirvöld þó við að krefjast þess af fram- leiðendum að þeir settu við- vörunarmiða á neyzluvörur er innihalda kaffiefni. Viðvörunin er birt, þar eð nýlegar rannsóknir á rottum, sem gefið var mismunandi mikið magn af kaffiefni, sýndu fram á fæðingargalla í ungum þeirra. Einkum komu fæð- ingargallar í ljós, þegar kaffi- efnamagnið samsvaraði 12 bollum af kaffi á dag og þar yfir. Talsmaður heilbrigðisyfir- valda sagði, að ástæðulaust væri að óttast neyzlu drykkja er innihéldu kaffiefni, þar eð niðurstöður rannsókna væru enn sem komið væri ekki nógu afdráttarlausar, og samkvæmt rannsókn, sem gerð var fyrir kaffigerðaraðila, þætti margt benda til þess, að rottur meltu kaffi á annan veg en maðurinn. Varsjá. i. septcmber. — AP. UM ÞAÐ bil 15.000 verka- menn í þremur kolanámum í Bytom í Eíri-SIesíu héldu áfram verkfalli i dag. á sama tíma og flestir aðrir náma- menn snéru aftur til vinnu, eftir að stjórnvöld féllust á kröfur þeirra um frjáls verkalýðsfélög og helgarfrí, að sögn áreiðanlegra heim- ilda. Viðræður við verkamennina stóðu fram eftir degi, og var vonast til að sættir tækjust með kvöldinu, en af hálfu yfirvalda sat Wlodzimierz Lejczak ráðherra samningafundina. Lejczak fer með málefni námuvinnslunnar í stjórn Póllands. Skilyrði verkamann- anna fyrir því að snúa aftur til vinnu er, að stjórnendur námanna þriggja verði settir af. Pólska þingið kemur saman á morgun, og gefur Jozef Pinkowski forsætisráðherra þar skýrslu um verkföllin og gerðir stjórnarinnar til að iækka óróann á vinnu- stöðum. Gierek flokksformaður sækir að líkindum þingið, en óvíst er hvort hann taki þar til máls. Valdastaða hans hefur veikst við verkföllin, einkum eftir að náma- menn í heimahéruðum hans hófu verkföll í síðustu viku. Enn er ekki útilokaður sá mögu- leiki að Sovétmenn grípi til íhlut- unar í Póllandi, og geri að engu afrakstur verkfallanna. Diplómat- ar er nýverið hafa verið í Póllandi töldu þó, að áður en til heríhlutun- ar kæmi, mundu Sovétmenn reyna allar aðrar leiðir til áhrifa. So- vézka fréttastofan 'TASS sagði í dag, að skoða yrði stuðn- ingsyfirlýsingar vestrænna verka- lýðsfélaga við pólska verkamenn og fyrirheit um aðstoð við Pól- verja sem íhlutun í málefni Pól- lands. 33 börn ámínútu PpkinK. 4. septembcr. — AP. Á I)EGI hverjum fæðast um 47.000 hörn í Kína. en það jafngildir því að á mínútu hverri fa'ðist þar 33 börn. En þrátt fyrir að tölurnar kunni að virðast háar, er hér um umtalsverðan samdrátt að ræða frá árinu 1970 er um 75.000 börn fæddust dag hvern i Kina. Orsakir minnkunnarinnar eru fyrst og fremst raktar til stífrar fjölskyldulöggjafar, er beinlínis bannar kínverskum hjónum að eignast nema eitt barn. Árið 1970 fæddust 33,6 börn á hverja þúsund íbúa í Kína, en árið 1979 hafði þeim fækkað í 17,9. Árleg fólksfjölgun í Kína var 2,6 af þúsundi árið 1949, en í fyrra var hún 6,24 af þúsundi. Orsakir þessa eru fyrst og fremst þær, að manndauði er hlutfallslega minni nú en fyrir þrjátíu árum. Alls hefur Kínverjum fjölgað um 430 milljónir síðustu 30 árin. Málgagn pólska hersins lýsir yfir því í dag, að herinn hlyti óhjákvæmilega að ganga á hlut þeirra sem Ieituðust við að rjúfa samheldni þjóðarinnar, og var litið á þessa yfirlýsingu sem beina viðvörun til pólskra verkfalls- manna um að halda sig í skefjun, og annarra er hyggja á aðgerðir til að ná fram lýðréttindum. Áhyggjur Jóhannesar Páls páfa vegna ástandsins í Póllandi virt- ust aukast í dag, þar sem hann beinlínis lýsti því yfir, að Pólverj- ar ættu rétt á því að vera fullvalda og sjálfstæð þjóð, og bað um að þeim yrði hlíft við erlendri íhlut- un. Jan Mayen: Viðurkenna Rússar efnahagslögsöguna? Osló, 4. septcmber. frá frcttaritara Mbl. SOVÉZKIR togarasjó- menn á miðunum við Jan Mayen sýna liðlegheit og undirrita skjöl sem norsk varðskip hafa meðferðis þegar gerð er skoðun um borð í togurunum, og telja norsk stjórnvöld þessa breyttu afstöðu togara- manna til marks um það. að Sovétmenn viðurkenni norsku efnahagslögsög- una við Jan Mayen. Til skamms tíma reyndist nær ókleift að fá togaramenn til að undirrita skjölin. Norsk stjórnvöld hafa mikl- ar áhyggjur af veiðum við Svalbarða um þessar mundir. Að minnsta kosti 63 spænskir bátar eru á veiðum við Sval- barða. Spænskir sjómenn hafa það sem af er árinu veitt 6.000 smálestir af þorski við Sval- barða og um 1.000 smálestir af rækju. Sjómenn annarra þjóða hafa veitt um 10.000 smálestir við Svalbarða á árinu, en alls gerðu Norðmenn sjálfir ráð fyrir að veiða 8.000 smálestir af fiski við Jan Mayen á árinu öllu. Hefur vægum mótmælum við veiði Spánverja verið kom- ið á framfæri við yfirvöld í Madríd. Skírskotað var til þess, að nauðsynlegt væri að vernda fiskistofnana við Sval- barða. Spánverjar gerðu á sínum tíma samkomulag við Norðmenn um veiðar spænskra fiskiskipa í norskri lögsögu, en það rennur út á árinu, og þegar viðræður hefj- ast um nýtt samkomulag er gert ráð fyrir því, að Norð- menn beiti Spánverja þrýst- ingi til að fá þá til að draga úr veiðum sínum við Svalbarða. Sovézku andófsmennirnir Dr. Mikhail Stern og Andre Ginsburg við opnun Sakharov-vitnaleiðsl- anna í Ilaag í gær. Stern stendur fyrir réttarhöldun- um, en þeim er ætlað að þrýsta á Sovétmenn að leysa Andrei Sakharov og aðra sovézka andófsmenn úr haldi. Vísindamenn frá Bandaríkjunum og Evrópu hvöttu sovézk yfirvöld til þess í dag að leysa Sakharov úr haldi. Simamynd — AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.