Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1980 Time um Flugleiðamál: Frumkvöðull lágra fargjalda - fórnar- dýr lágra f argjalda ICtl AND A Pioneer Goes Icelandair runs afoul of fares I n ihe had -,'1 rt"<vs befor^ iumbo j< BANDARÍSKA fréttatímaritiö TIME fjallar um málefni Flugleiða í síðasta tölublaði. Þar er m.a. haft eftir Sigurði Helgasyni forstjóra að „í samkeppninni á flugleiðinni yfir Norður-Atlantshafi ráði lög frumskógarins ferðinni." Einnig er sagt., að Flugleiðir séu fórnardýr fargjaldasamkeppninnar, þrátt fyrir að félagið hafi verið frumkvöðull á sviði lágra fargjalda, og þrátt fyrir ábatasaman rekstur innanlandsflugsins og fimm milljón dollara lán ríkisstjórnarinnar fyrr á árinu. Byrjar Ameríkusiglingar í næsta mánuði Hafskip leigir þýzkt gámaskip HAFSKIP hefur tekið á leigu þýzkt gámaskip. sem ætlunin er að verði í ferðum milli Islands og Bandaríkjanna, að því er Ragnar Kjartansson, fram- kvæmdastjóri félagsins, tjáði Mbl. í gær. leiðinni til Ameríku, samkeppni væri nauðsynleg á þessari leið, alveg eins og á leiðinni til Evrópu. Erlent lán að upp- hæð 9,8 milljarðar ríkisins og West- í Dusseldorf var LANSSAMNINGUR milli íslenzka deutsche Landshank Girozentrale undirritaður 25. ágúst sl. um töku láns að upphæð 35 milljónir þýzkra marka. eða um 9,8 milljarðar íslenzkra króna, til framkvæmda á vegum ríkisins. Lán þetta er tekið samkvæmt eru afborgunarlaus, en lánið verð- heimildum í lánsfjárlögum og ur greitt upp með fjórum jöfnum undirritaði lánssaminginn fyrir hönd fjármálaráðherra, en undir- ritunin fór fram í Dússeldorf. Ragnar sagði að ákveðið hefði verið í fyrra að Hafskip hæfi Ameríkusiglingar en á því hefur orðið dráttur af ýmsum ástæðum. Áformað er að fastar áætlunar- ferðir hefjist í næsta mánuði og er Finnbogi Gislason, sem áður var framkvæmdastjóri Bifrastar, yfir- maður þeirrar deildar innan Haf- skips, sem sér um siglingarnar til Ameríku. Að sögn Ragnars er þýzka leiguskipið 2800 dw tonn og mun það bera rúmlega 200 tuttugu feta gáma. Skipið er þriggja ára gam- alt og hefur Hafskip möguleika á að kaupa skipið, en engin ákvörð- un hefur verið tekin um slíkt. Ragnar sagði að lokum það vera skoðun stjórnenda Hafskips að það væri með öllu óeðlilegt að Eimskipafélag Islands sigldi eitt á Lögreglan hafði spurnir af Þorkeli LÖGREGLAN lýsti í gær og fyrradag eftir 23ja ára göml- um manni. Þorkeli Ragnars- syni, sem fór að heiman frá sér mánudaginn 25. ágúst sl. og ekkert hafði spurst til. í gær gaf sig fram maður, sem kvaðst hafa orðið Þorkeli samferða í flugvél til Kaup- mannahafnar. Er talið að Þor- kell sé nú staddur í Danmörku eða Þýzkalandi en ekki er vitað um nákvæman dvalarstað hans verður endurlánað til fram- kvæmda innanlands í samræmi við lánsfjáráætlun. Lánið er til 12 ára og með 8% föstum vöxtum. Fyrstu átta árin greiðslum á árunum 1989—1992. Utborgunargengi lánsins er 97 5/8 en lántökukostnaður er enginn. Lánið var greitt út 1. september sl. Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri, Sr. Valgeir kjörinn prestur í Seljasókn Sigfús Árnason einn í kjöri á Vopnafirði SÉRA Valgeir Ástráðsson var kosinn lögmætri kosningu prestur í Seljasókn í Reykjavík sl. sunnudag. en þegar atkvæði voru talin á Biskupsstofu í gærdag kom í Ijós, að sr. Valgeir hafði hlotið 903 atkva-ði. en mótframhjóðandi hans. sr. Úlfar Guðmundsson. hafði hlotið 873 atkva“ði. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík: Felldi tillögu um að hætt yrði við að tíma- mæla innanbæjarsímtöl Á kjörskrá í Seljasókn voru 2760 manns og var kjörsókn því tæplega 65%. Séra Valgeir Ást- ráðsson hefur undanfarin ár þjón- að E.vrarbakkaprestakalli og hef- ur það nú verið auglýst laust til umsóknar. Prestkosningar fóru einnig fram í Hofssókn í Vopnafirði um sl. helgi, en þar var aðeins einn frambjóðandi í kjöri, sr. Sigfús Árnason. Á kjörskrá voru 536 og greiddu 146 atkvæði, þar af fékk Sigfús 139 atkvæði. Sjö seðlar voru auðir. VINSTRI meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur felldi í gær tillögu frá borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, þar sem lagt var til að borgar- stjórn krefðist þess, að hætt yrði við áform um að tímamæla símtöl borgar- búa. Ilelstu rök vinstri manna voru þau, að með tímamælingum á innan- bæjarsímtöl Reykvíkinga yrði unnt að stemma stigu við misnotkun tölvu- væddra fyrirtækja á sím- anum. Davíð Oddsson hafði orð fyrir borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins, og sagði hann meðal annars, að með hinni nýju skatt- heimtu Pósts og síma væri vegið að þeim er síst skyldi, það er öryrkjum og öldruðum, sem mest notuðu símann af eðlilegum ástæðum. Kvaðst hann ekki treysta óskýru orðalagi í tillögu vinstri manna, þar sem hvatt var til þess að hagsmuna fyrrnefndra hópa væri gætt. Guðrún Helga- dóttir hafði mælt fyrir breyt- ingartillögu meirihlutans, og Air Florida notar „tíuna“ til Atlantshafsflugs - 60 millj. dollara tekjur - 100 ferðir á árinu BANDARÍSKA flugfélagið Air Florida. sem tók á leigu DC-10 þotu Flugleiða fyrir um ári síðan. er ört vaxandi fyrirtæki, að því er segir í bandaríska tímaritinu Airline Executive, og hefur að undanförnu verið að hasla sér völl á ýmsum flugleiðum yfir Atlantshafið. t apríl sl. fór félagið sitt fyrsta leiguflug yfir Atlantshafið og áætlað er að farnar verði hundrað slíkar ferðir á árinu. DC-10 þota Flugieiða sem nú flýgur undir merki Air Florida. hefur verið notuð til þessa flugs og búast forráðamenn fyrirtæk- isins við því að tekjur af fluginu verði um 60 milljónir dollara. Air Florida var í fyrstu aðeins með flugferðir innan Bandaríkj- anna en eftir að Carter, Banda- ríkjaforseti, afnam öll sérrétt- Á myndinni sést DC-10 þota Flugleiða eins og hún lítur út eftir að Air Florida tók hana á leigu. Hún er nú notuð til leiguflugs yfir Atlantshafið. Linuritið sýnir tekjuaukningu Air Florida á síðustu fimm árum. indi á flugleiðum til Bandaríkj- anna hefur félagið snúið sér að aðþjóðlegum flugleiðum einnig. Flugfélagið hefur fengið leyfi til þess að fljúga til Amsterdam, Brússel og Zúrich og flugferðir til tveggja fyrrnefndu staðanna hófust í júní á þessu ári. Tekjur flugfélagsins á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 41 milljón dollara en útgjöldin námu 38 milljónum. Árið 1975 voru tekjurnar hins vegar aðeins 3,5 milljónir og útgjöldin 4,1 milljón. Farþegafjöldinn árið 1975 var aðeins 175 þús. en á þessu ári er búist við að hann verði 1,6 milljón. Dick Skully, sem er einn af forráðamönnum fyrirtækisins sagði, að aðeins átta flugáhafnir fylgdu DC-10 þotunni í stað 9—10 eins og oftast tíðkaðist hjá öðrum flugfélögum. Hann sagði einnig að miðað við sætafjölda væri eldsneytiseyðsla DC-10 þot- unnar minni en eyðsla Boeing 747 og hefði félagið á prjónunum að útvega sér aðra DC-10 vél fyrir Atlantshafsflugið. í fram- tíðinni er þó talið líklegt að félagið taki einnig á leigu Boeing 747 til þess að fljúga á lengri leiðum Átlantshafsflugsins. Stærsti eigandi Air Florida er American Financial Corp. í Cincinnati (31%), og aðrir eig- endur eiga 6% og þaðan af minna. sagði Davíð greinilegt að hún hefði ekki aldrað fólk og fatlað í huga við afgreiðslu þessa máls. Sagði Davíð það fráleit rök, að almenningur í Reykjavík yrði að greiða fyrir meinta misnotkun tölvuvæddra fyrirtækja á síma- kerfinu. Enn síður væru það rök fyrir skattlagningunni, að svo virtist sem leggja ætti tímamæii- gjald á aðra landsmenn einnig. Guðrún Helgadóttir taldi á hinn bóginn, að sýnt væri að koma yrði á tímamælingu sím- gjalda, eins og tíðkaðist í öllum öðrum löndum, ef frá væri skilið eitt olíuríki við Svartahaf. Kvað hún póst- og símamálastjóra hafa sagt þessi nýmæli nauðsyn- leg. — Með breytingartillögu Guðrúnar Helgadóttur, sem í raun var frávísunartillaga á til- lögu sjálfstæðismanna, greiddu atkvæði fulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsókn- arflokks, gegn atkvæðum sjö sjálfstæðismanna. Tvö prestaköll laus til umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst tvö prestaköll laus til umsóknar, ann- ars vegar Eyrarbakkaprestakall í Árnesprófastsdæmi, og hins vegar Sauðárkróksprestakall í Skaga- fjarðarprófastsdæmi. Umsóknir þurfa að hafa borizt biskupi ís- lands fyrir 1. október nk. Þrjár sölur GULLBERG VE seldi 131,4 tonn í Hull í gær fyrir 81,4 milljónir, meðalverð 618 krónur. Breki VE seldi 220 tonn i Cuxhaven fyrir 93,4 milljónir, meðalverð 425 krónur á kíló. Þá var byrjað að landa úr Guðsteini GK i Hull i gær og fengust 21,8 milljónir fyrir 33,7 tonn, með- alverð 425 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.