Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1980 Sýning Sigurþórs Jakobssonar Vinsældir klippmyndatækn- innar hafa verið miklar í ís- lenzkri myndlist á undanförnum árum og nota viðkomandi hin margvíslegustu föng við gerð mynda sinna. Á stundum er tæknin einungis innlegg í stærri myndheild og á köflum verður fyrirferð samsetningarinnar slík að minnir á stíliseraða lágmynd eða „Assemblage" líkt og sú tækni nefnist á alþjóðamáli. Tækni sú sem Sigurþór Jakobs- son viðhefur í myndgerð sinni er aftur á móti hrein klippmynda- tækni eða „collage" eins og það nefnist á alþjóðavísu, Sigurþór sýnir 36 litlar myndir og hefur hér tamið sér jöfnunarstærð á myndunum og mætti halda því fram, að hér skjóti auglýsinga- hönnuðurinn upp kollinum, en það þarf þó ekki að vera því að fjöldi myndlistarmanna viðhefur þessa aðferð vegna þess hve marga kosti hún hefur til að bera. Aðrir hins vegar láta formin og augnablikið ráða stærð mynda hverju sinni, sköpunarþörfin er þeim aðalatriðið en ekki nútíma- staðall, sem þó er góðra gjalda verður á sína vísu. Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Sá er les þetta má taka því sem hann vill, þetta er þó ekki bein gagnrýni frá minni hálfu því að báðar aðferðirnar hafa sína kosti og einnig ókosti. Stórum þægi- legra er að ganga frá jafnstórum myndum en meiri sköpunarkraft- ur er iðulega samfara því að láta gamminn geysa án tillits til stærðarhlutfalla. Hitt er svo ann- að mál, að jafnan er ávinningur að því að takmarka stærð efnivið og innihald mynda að vissu marki enda mikil lífsreynsla. Það hafa orðið miklar og ánægjulegar breytingar á myndsköpun Sigurþórs Jakobs- sonar á undanförnum árum, — hin ströngu og óvægu form sem hann réð engan veginn við hafa vikið til hags fyrir ljóðrænar formaheildir sem tjá ólíkt meiri SKÓLARITVÉLAR Þetta er nýja rafdrifna ritvélin frá Olympia sem sökum nýrrar tækni er nú fáanleg ótrúlega fyrirferðalítil, ódýr og í þremur mismunandi litum. Hálft stafabil, 44 lyklar, 3 blek bandsstillingar o.fl. sem aðeins er á stærri gerðum ritvéla. "■■;V Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. o Otympia Irrtemational KJARAINI HF ISS, skrifstofuvélar & verkstæöi - ÁRMÚLI 22 SlMI 83022 OG BJÓÐUM UPP Á ALGJÖRA NÝJUNG í GJAFAVÖRU m.a. þurrkaðar ilmjurtir i öskjum og púðum, krydd & te í margs konar gjafapakkningum. Baö & snyrtivörur unnar eingöngu úr ríki náttúrunnar. Við bjóðum einnig upp á handunnar ítalskar vörur, t.d. handklæöi, rúmföt, dúka og fleira, en SJÓN ERSÖGU RÍKARI! Líttu inn! Við erum á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Sigurþór við eina mynd sina ásamt Davið syni sínum. sköpunar- og lífsgleði og eiga betur við persónuleika hans svo sem hann kemur manni fyrir sjónir. Ég tel sýningu Sigurþórs í Djúpinu í Hafnarstræti þá jafn- bestu sem ég hef séð frá hendi hans til þessa og svo jafngóð er sýningin að það er næsta út í bláinn að vísa á einstakar myndir því að gæði mynda eru í slíku tilfelli algjört matsatriði þess sem skoðar. Þó skal ég viður- kenna, að mér fannst mestur slagkrafturinn í einföldustu myndunum og fannst mér þær sýna greinilegast styrk Sigurþórs sem myndlistarmanns, en það eru myndirnar „Bygging" (16), „Móð- ir Jörð“ (31) og „Tilbrigði" (33), — er ég ekki frá því að hin síðasttalda sé heillegasta myndin á sýningunni í einfaldleika sínum og skýrleika. í heild er þetta falleg sýning og fjörleg, litir og form bregða á gáskafullan leik og hér finnum við birtu og lífsgleði sem er í takt við veðurblíðuna utan dyra. Heimspekilegri, hugmyndafræði- legri bölsýni og lífsarmæðu gefið langt nef. Ingibjörg Jónsdóttir bókavörður: Opinberir starfs- menn, samþykkj- um samkomulagið Marga vitleysuna hef ég lesið um samkomulag Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við viðsemjend- ur sína, en út yfir allt tekur þó grein í Morgunblaðinu í gær, eftir Hjördísi Hjartardóttur og Anni G. Haugen. í greininni er svo mikið af staðleysum og rangfærslum, að helzt minnir á skrif oddvita þeirra stallsystra, Péturs fræðaþuls, og er þá mikið sagt. Byrjum á síðustu rangfærslunni í grein þeirra stallsystra. Þær segja: „Mörg og misjöfn er rök- semdarfærsla talsmanna sam- komulagsins. Skemmtilegust eru þó rök forystu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar um að sam- þykkja skuli samkomulagið vegna félagsmálapakkans. Viðsemjandi þeirra, Reykjavíkurborg, er nefni- lega alls ekki fær um að uppfylla nema lítinn hluta hans, þar eð það þarf lagabreytingar til. Samþykki St. Rv, samkomulagið en B.S.R.B felli það sitja starfsmenn Reykja- víkurborgar uppi með fyrrnefndar krónur og lítið annað.“ Þarna er logið, þannig verður vondur málstaður verri. Allir, sem hafa kynnt sér samkomulagið vita að felli ríkisstarfsmenn samkomu- lagið en t.d. Starfsmannafél. Reykjavíkurborgar samþykki það, fellur sú samþykkt úr gildi, þegar af þeirri ástæðu að samningurinn stangast þá á við gildandi lög varðandi samningstímann. Án bráðabirgðaiaga af hálfu ríkis- stjórnarinnar öðlast þessi samn- ingur ekki gildi. Þá þarf að semja upp á nýtt til tveggja ára. Þar að auki létu St. Rv. bóka fyrirvara um þetta atriði. (í borgarráði sl. þriðjudag). Næsta atriði er sú fullyrðing þeirra að „sáttanefnd getur ekki boðið upp á eitthvað, sem er lakara en þetta samkomu- lag, sem þegar hefur verið felltÁ Þarna er talað af fákunnáttu. Vilhjálmur Hjálmarsson, sátta- semjari hefur staðfest það í fjöl- miðlum, sem reyndar hver maður getur séð, að sáttanefnd verður að ganga út frá gildandi lögum er hún útbýr sáttatillögu og verður því að sleppa meiri hluta þeirra félags- legu réttindabóta, sem nú er boðið upp á. Eg hef nú drepið á tvö atriði, sem leið? y??’; ðÍnRar samkomulagsins byggja upp mál- flutning sinn. Fleira mætti nefna. Gefið er í skyn að framgangur réttindamála sé kominn undir um- ræðum á Alþingi. Þar verði rætt um þessi mál eins og hverja aðra lagasetningu. Þær andófskonur þykjast ekki vita að ríkisstjórnin mun gefa út bráðabirgðalög strax að atkvæðagreiðslu lokinni, verði samkomulagið samþykkt. En það er ýmislegt fleira, sem andstæðingar samkomulagsins þykjast ekki vita um. Þeir þykjast ekkert vita um það, að þetta samkomulag færir lífeyrisþegum umtalsverðar kjarabætur. Svo og þeim, sem eru í lægstu launaflokk- unum, svo dæmi séu tekin. Það er erfitt að spá í hvatir þeirra, sem berjast með kjafti og klóm móti þessu samkomulagi. Þeirra sem vilja eyðileggja þann ávinning sem opinberir starfsmenn eiga kost á að ná. Væri það ekki verðugt verkefni fyrir félagsfræðinga og sálfræð- inga að komast til botns í málinu? Dregið í fær- eyska happ- drættinu í KVÖLD Iýkur sölu happdrættis- miða Byggingahappdrættis Fær- eyska sjómannaheimilisins hér i Reykjavík. Ilefur miðasalan farið fram úr aðalvinningnum japönsk- um bíl, Mazda 626 árg. '80, við Bankastræti. Ráðgert er að draga í happdrætt- inu þegar í kvöld, sagði frú Justa Mortensen, sem hefur haft veg og vanda af miðasölunni í bílnum. Eg tel miðasöluna hafa gengið vel að þessu sinni, bætti hún við og Bygg- ingarnefndin þakkar öllum þeim sem hafa styrkt okkur. Vinningarnir eru alls 13 auk aðalvinningsins eru tveir vinningar: ferð með færeysku ferjunni Smyrli, fyrir tvo til Fær- eyja og umráð yfir bíl meðan staðið yrði þar við. Þá eru tíu vinningar vöruúttekt að upphæð 30.000 kr. hver. Uppiag happdrættismiða er 30.000 og verðmæti vinninga alls hátt í 6 milljónir. , t s j i., i J9 i 6r í v < I • I ,11:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.