Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1980 13 ir skildu sig frá alþýöunni að vizku. — Kannski hefur bænda- menningin aldrei risið eins hátt á síðari tímum eins og í Aðaldal eða sveitum Þingeyjarsýslu. Skáldin og grannarnir Guðmundur Frið- jónsson á Sandi og Indriði Þór- kelsson á Fjalli eru stórbrotnir fulltrúar bændamenningarinnar. Og kannski hefur enginn farið á meiri kostum í meðferð móður- málsins en sá fyrrnefndi, þegar honum tekst bezt upp, t.a.m. í ritgerðum sínum og greinum. Heiðrekur Guðmundsson naut ekki langrar skólagöngu, en var við fæðingu innvígður í akademiu bændamenningarinnar heima á Sandi. Hann segir um föður sinn, að hann hafi verið þeirrar bjarg- föstu skoðunar, að „sveitalíf og sveitafólk væri aðallinn öllu ofar“. Á hinn bóginn virtist hann „ekki hafa komizt í snertingu við erfið- isfólk í kaupstöðum og gat því ekki sett sig inn í kjör þess og aðstöðu. Þetta heyrði ég mjög í umræðu hjá honum, því hann gat kannski haldið þrumandi ræður, þó að einungis við, heimilisfólkið, hlýddum á. Hann gekk þá oft um gólf, mælskan var flóandi og ekki var málfarið einhæft eða kollótt, heldur auðugt af orðum og líking- um. Þessi akademía hlaut að móta Heiðrek Guðmundsson. Það var þó ekki fyrr en hann hafði fiutzt á brott, sem þráin til nýsköpunar vaknaði fyrir alvöru í brjósti hans, og þá vegna þess, að hann hafði orðið fyrir nýrri reynslu og rétt- lætistilfinningu hans ofbauð. Árið 1940 fluttist hann til Akureyrar ásamt Kristínu Kristjánsdóttur konu sinni og einu barni. Þá kynntist hann atvinnuleysinu, vonleysi daglaunamannsins á krepputímum, og hann hlaut að taka öll sín fyrri viðhorf til endurskoðunar. Hann segir á ein- um stað: ... því efinn er kveikja og eldur og Ijós í andríkum sálmum og kvœdum. Nú fyrst var hann reiðubúinn að taka til máls. Kvæðið Verkamaður birtist í Alþýðublaðinu þrungið af nýrri lífsreynslu, mikið ádeilu- kvæði með sterkum myndum og líkingum: Bljúgir menn á báðum hnjánum báöu um sérhvert handarvik, yrkir hann sár og bitur yfir auðmýkingunni, sem er fylgifiskur atvinnuleysisins og hann getur ekki sætt sig við. — „Ungir menn trúa því ekki, þó ég segi þeim, að fjölskylda mín hafi orðið að lifa hér í sex mánuði á tveggja mán- aða launum, sem ég vann fyrir á Raufarhöfn. Þeir trúa því ekki, heyra það að vísu, en trúa því ekki,“ segir Heiðrekur. Og eftir að hafa lesið orðræður þeirra Bolla skynjar maður og skilur betur en áður dýptina í kvæðum hans. Þau segja meir um hann heldur en algengt er um skáld. Fyrsta ljóðið í Arfi öreigans lýsir t.a.m. vel því óhjákvæmilega uppgjöri, sem varð í huga hans, þegar mætar dyggðir ... brustu ein oy ein unz allar voru tcettar nióur ad grunni Ég kenndi til, en kunni ei ráö viö því Sú kvöl var dýpri ensvoog náöi innar. Þá tók ég brotin báðar hendur í og bræddi þau í eldi reynslu minnar. Það var einmitt þetta uppgjör og miskunnarleysi þess, sem skar úr um það, að Heiðrekur Guð- mundsson varð sjálfstætt skáld með nýjan persónulegan stíl og nýjan hljóm. Honum hafði tekizt að ávaxta arf öreigans frá bænda- akademíunni á Sandi með eftir- minnilegum hætti. Áhrifin þaðan eru vissulega í bakgrunninum, en myndsviðið annað: Ödru sinni sól var risin, sólin — yfir vesturfjöll. Heiðrekur hafði fært sig úr skugga föður síns, rofið hringinn, en hljómmikill undirtónninn í kvæðum hans sver sig í ættina. Halldór Blöndal Þorkell, Sigríður og Sigurður Valdimarsbörn: Telja borgar- yfírvöld ekki hafa farið að lögum Morgunblaðið hefur frétt, að Helgi V. Jónsson hrl, hafi í gær sent bréf tii Borgarskipulags Reykjavíkur og afrit af þvi til Borgarráðs Reykjavíkur, fyrir hönd systkinanna Þorkels Valdimarssonar, Sigriðar Önnu Valdimarsdóttur og Sig- urðar B. Valdimarssonar vegna eignar þeirra í Grjótaþorpi og fyrir hönd Sigríðar vegna eigna hennar í Kirkjutorgi, þ.e. Kirkjutorg 4 (KirkjuhvoII) og Templarasund 3. í bréfum þessum munu þau halda fram, að borgaryfirvöld hafi ekki farið að lögum við kynningu á skipulagi í Grjóta- þorpi og við Kirkjutorg, sem var auglýst í Mbl. 23. júlí sl., en þann dag voru birtar tvær auglýsingar frá Borgarskipulagi Reykjavíkur. Mbl. tókst að ná í Þorkel Valdimarsson og staðfesti hann að rétt væri með farið. Hann vildi ekki ræða innihald bréf- anna, en sagði að þau skýrðu sig sjálf. Kristinn Ragnarsson hjá Borgarskipulagi sagði Mbl. að vonast væri til að málið yrði til lykta leitt án þess gengið yrði á nokkurs manns rétt og sagði að Skipulagsnefnd myndi fjalla um málið.' Húsavík: Sýningu Jakobs lýk- ur á sunnudagskvöld llúsavik. 4. Koptember. JAKOB V. Ilafstein, listmálari, opnaði málverkasýningu i Safnahúsinu hér á Ilúsavik sl. laugardag. Henni lýkur næst- komandi sunnudagskvöld. Jakob hélt sína fyrstu sjálf- stæðu einkasýningu á Húsavík fyrir 14 árum síðan og er þetta 23ja sýning hans. Á sýningunni eru rúmlega 50 myndir og af þeim 18 úr Þingeyjasýslum. Að- sókn að sýningunni hefur verið mjög góð og hafa 14 myndir selzt nú þegar. Jakob telur sýningar- aðstöðu í Safnahúsinu vera mjög góða og spáir því, að mjög muni fjölga þeim myndlistarmönnum, sem sýna þar í framtíðinni. — Fréttaritari. Stöðvun á smíði Hall- grímskirkju yfirvofandi 17. JÚLÍ sl. steyptu kirkjusmið- framt voru steyptir neðstu hlut- irnir helming efsta hluta suður- ar hinna átta sperra suðurhliðar- hliðar kirkjuskipsins (kórmegin) innar, sem bera eiga þak kirkju- og nú, (4. sept.) steyptu þeir hinn skipsins. helminginn (turnmegin). Jafn- Miði verkinu áfram sem nú ■Pl horfir, ætti að mega ljúka með sama hætti efsta hluta norður- hliðarinnar, fyrir lok þessa árs, ef fjármunir til verksins verða fyrir hendi, en nú er svo komið í fyrsta sinn í 20 ár að framkvæmdafé byggingarsjóðs kirkjunnar er á þrotum (vikuleg útgjöld hans nú eru um kr. 2 millj.) og stöðvun framkvæmda því yfirvofandi á næstunni, nema hjálp berist. — Sú hjálp er ekki stærra mál en það, að ef hver vinnandi lands- maður sendi byggingarsjóðnum andvirði sígarettupakka eða bíómiða, þá er vandinn leystur. Þegar milljarðatölur yfir áfengis- kaup í landinu á síðasta ársfjórð- ungi eru hafðar í huga í þessu samhengi, þá ætti það að vera létt verk fyrir íslendinga að fullgera minningarkirkju sr. Hallgríms í höfuðborginni — taki þeir hönd- um saman og hjálpist að. Sú er von forráðamanna og smiða kirkj- unnar, að hægt verði að halda áfram markvisst við að koma Hallgrímskirkju undir þak á næsta ári. (t)r (réttatilk. frá liallcrimskirkju) *••••• 1 Ben-tí íhandhaegum umbúðum. ^ Prófaðu þig áfram . Finndu þitt bragð. Salmiak-lakkrís, sait lakkrís, mentol- eucalyptus eða hreinn lakkrís. Kosta ekki meira en venjulegar hálstöflur! (32 í pakka)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.