Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1980 15 að að senda fuiltrúa frá íslands- deildinni á hörmungasvæðið til að fylgjast með starfinu þar og kanna hvernig aðstoð okkar kemur að sem beztum notum. Ábendingar vel þegnar Þá sagði Jón, að allar ábendingar væru vel þegnar og væri t.d. mikið atriði að fá gott heiti, þ.e. fyrirsögn, á söfnunarherferðina. í Noregi gengur söfnunin undir heitinu „Matur til Afríku" og á hinum Norðurlöndunum hefur verið notað „Afríka sveltur", „Hugsum málið" o.fl. í lok fundarins í gær tók forseti Norðurlandaráðs, Matthías Á. Mat- hiesen, til máls og sagði m.a., að þó Norðurlöndin væru ekki stór lönd á alþjóða mælikvarða þá hefði hann orðið var við að á alþjóða vettvangi væri litið á Norðurlönd sem fyrir- mynd vegna samvinnu þeirra og samstöðu. Þó norrænn samstarfs- vettvangur lyti yfirleitt að innri málefnum landanna, þá væri þetta framtak til aðstoðar bágstöddum í öðrum heimshluta lofsvert og sagð- ist hann fagna því. „Það er ósk mín til handa Rauða krossinum á Norð- urlöndum, að honum megi auðnast að koma ætlunarverki sínu í höfn og að hann megi ná árangri við að aðstoða hluta þess stóra hóps, sem þarfnast aðstoðar samfélagsins," sagði hann í lokin. „Átta milljónir manna sveita og þeirra biður hægur hungurdauði ef hjálp berst ekki strax — daglega deyja tugir barna úr hungri,“ segir m.a. í fréttum frá Austur-Afriku. Þessi mynd af móður með barn sitt er tekin i Eþíópíu, en þar ríkir algjört neyðarástand meðal 5 milljóna manna, kvenna og barna, í 10 af 14 fylkjum, vegna þurrka. Finnsk glerlist er falleg giöf littala listmunir veita þeim ánægju sem eignast þá og njóta. Heimsfrægir listamenn eins og Wirkala, Sarpa- neva, Vennola o.fl. starfa stöðugt að nýjungum hjá littala. í gler- og gjafavörudeild verslunar okkar við Smiðjustíg gefst ykkur kostur á að velja fyrir ykkurog aðra. Meðal annars ARKIPE- LAGO seríuna eftir Sar- paneva. En hún er algjör nýjung í glerhönnun. KRISTJPfl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, SMIÐJUSTÍG 6, SÍMI 25870 argus SÝNING 30. ágúst til 14,september. Opnunartími: Virkadaga kl. 9—18.Fimmtudagskvöld til kl 22.Laugardaga kl. 9—17. FURUHUSGOGN Á sýningunni HeimiliÓ í Laugardalshöll og í verzlun okkar í Ármúla eru furuhúsgögn, sem eru falleg og nýtast vel, eins og sjá má af myndunum, þær segja meira en orö fá lýst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.