Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1980 17 Utgefandi Framkværrsdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Forystugreinar í útvarpi Ríkisútvarpið lætur lesa forystugreinar blaðanna í morgun- sárið dag hvern, sem kann að vera góðra jíjalda vert. Þeir eru lesnir í útdrætti, sem starfsmenn útvarpsins vinna. Þá er ýmsu sleppt, sem í texta blaðsins stendur, og annað sagt í færri og stundum með öðrum orðum. Fyrir kemur, að niður fellur í slíkum útdrætti meginatriði, að dómi blaðsins, en annað tíundað, sem minna máli skiptir. Auk þess virðast handrit að þessum útdráttum þann veg unnin, stöku sinnum, í hendur þular, sem les, að engu er líkara en hann þurfi að geta í eyður eða ráða í torskildar rúnir — eða þá þulur staglast á efni, svo að raun er að. Mannleg mistök geta alltaf átt sér stað, bæði hjá textahöfund- um forystugreina og þeim, er úr vinna hjá útvarpi, enda vinna báðir í tímaþröng. En spurningin er, hvort ekki sé réttara að lesa forystugreinar, eins og þær birtast í viðkomandi blöðum. Alla vega er úrbóta þörf eins og upplestur á leiðara Mbl. í útvarpinu í gær bar vitni um. Mbl. unir a.m.k. ekki slíkum vinnubrögðum. leiðari 2. Nú er annað hljóð í strokknum Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar var búin að koma verðbólgunni niður í 26 til 27% á miðju sumri 1977. Fram hjá þessari staðreynd verður ekki gengið og menn hljóta að staldra hérna við, þegar þróunin síðan er skoðuð. Ekki sízt þegar fyrir því er hægt að færa veigamikil rök, að unnt hefði verið að gera hvort tveggja í senn, að bæta lífskjörin nokkuðog koma verðbólgunni enn neðar, eða á svipað stig og í helztu viðskiptalöndum okkar, ef meiri framsýni hefði verið gætt í sólstöðusamningunum 1977. Fráleitt er að halda því fram, að forystumenn Alþýðusam- bands Islands hafi ekki skilið þá, að atvir.nuvegirnir gátu ekki risið undir rúmlega 40% grunnkaupshækkunum á hálfu öðru ári, auk fullkomnari verðbóta en áður þekktust. Vitaskuld var óhjákvæmilegt, að þvílíkir kjarasamningar settu verðbólguna á fleygiferð á nýjan leik, — væru eins konar ávísun á meiri verðbólgu. Afstaða verkalýðshreyfingarinnar þá verður ekki skilin öðru vísi en að það hafi raunverulega verið hennar vilji. Það mun ávallt verða umdeilanlegt, hvort viðbrögð ríkis- stjórnar Geirs Hallgrímssonar hafi verið rétt, eftir að sólstöðusamningarnir lágu fyrir. Hinu geta menn ekki neitað, að efnahagsráðstafanir voru óhjákvæmilegar. Og það liggur jafnframt fyrir, að staðan í dag væri allt önnur og betri, ef verkalýðshreyfingin hefði gengið til samvinnu við ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar um það, að nauðsynlegt viðnám yrði veitt við verðbólgunni, en stærstu áföllunum bægt frá hinum verst stöddu. Fyrir þvílíkum ráðstöfunum var enginn skilningur hjá ýmsum af forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar þá. Og eins og oft vill verða, ráða hinir ófyrirleitnustu ferðinni. Þetta lýsti sér m.a. í þeim skemmdarverkum á mörkuðum okkar erlendis, sem fólust í útflutningsbanninu. Af því súpum við seyðið nú, — og af óðaverðbólgunni, sem öllu er að koma úr skorðum og sýgur til sín æ meir af afrakstri þjóðarbúsins.. I ljósi þessara staðreynda er athyglisvert að heyra hljóðið í mönnum eins og Guðmundi J. Guðmundssyni eða Kristjáni Thorlacius nú. Það er komið annað hljóð í strokkinn. Nú er arað við því, að launþegar setji fram kröfur, sem jafnvel var fúlsað við fyrir þrem árum. Nú á að taka mið af afrakstri þjóðarbúsins og hafa kröfugerðina innan hóflegra marka. Það ber því ekki á öðru en að Eyjólfur sé að hressast, — spurningin er bara hvort honum slái ekki niður aftur, t.d. ef ríkisstjórn með öðru vísi pólitískan lit settist að völdum í landinu. A að skilja verkalýðsforingja kommúnista svo, að afstaða þeirra hafi raunverulega breytzt, — eða er þetta bara flokksþægð? Verða þeir kannski hálfu verri, þegar ríkisstjórnin hefur gengið fyrir ætternisstapann? Hver veit? Úrdráttur ríkisútvarpsins úr leiðurum Mbl. — sýnishorn í forustUKrein Mbl. í daj? er rætt um útdrátt og lestur leiðara blaðsins í ríkisútvarpinu í gærmorgun og hvort tve«Kja gagnrýnt. enda er það síður en svo einsdæmi, að blaðið hafi mátt sæta lélegri kynningu i útvarpi að þessu leyti. Ástæða er því til, að lesendur blaðsins geti séð, svart á hvitu, hvaða meðferð forustugreinar hljóta í ríkisf jölmiðlum ok því eru fyrrnefndir leiðarar birtir hér á eftir. fyrst eins og þeir komu í blaðinu og síðan eins og þeir voru lesnir í útdrætti ríkisútvarpsins. Islensk stjórnvöld og Atlantshafsflugið Á fyrstu 6 mánuðum þessa árs var fjöldi viðkomufarþega á Kefla- víkurflugvelli tæplega 100.000 en rúmlega 200.000 á sama tíma í fyrra. Verkefna- og tekjuhrun Flugleiða, sem þessar tölu segja til um samhliða stórhækkun á elds- neytiskostnaði og undirboðum í verðstríði á fjölþjóðaflugleiðum hafa kippt fótum undan rekstri Flugleiða, miðað við óbreytt um- fang starfseminnar. Innlend verð- bólga og skammsýni stjórnvalda auka síðan á vandann. Hundruð manna hafa misst atvinnu á vegum Flugleiða. Samdráttur starfsem- innar hlítur að segja til sín í keðjuverkandi rýrnun verkefna í margháttaðri hliðarstarfsemi — og í þjóðarbúskapnum í heild. Sigurður Helgason, forstjóri, lík- ir þessu áfalli vð hrun Norður- landssíldarinnar, sem í áratugi var helzti hlekkur verðmætasköpunar og gjaldeyrisöflunar í þjóðarbú- skapnum. Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri, segir í blaðaviðtali að „ekki verði um bata á Norður- Atlantshafsfluginu að ræða næstu árin ...“ Flugleiðum er því ógnþrunginn vandi á höndum, sem kallar á samhug í stað Leitis-Gróu sögu- sagna. Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra, sagði í sjónvarps- umræðum um Flugleiðamálefni, að íslenzk stjórnvöld hyggðu á fram- haldsviðræður við stjórnvöld í Lux- emborg um hugsanlegt samátak þjóðanna til styrktar Átlantshafs- fluginu. Dagblaðið Tíminn birtir viðtal við ráðherrann undir fyrir- sögninni: „VILL RÍKISSTJÓRNIN GANGA JAFN LANGT OG LUX- EMBORGARSTJÓRN TIL BJARG- AR?“ Hér er til þess höfðað, að stjórnvöld í Luxemborg felldu niður lendingargjöld Loftleiða, bæði 1979 og 1980, gegn því að íslenzk stjórn- völd gerðu hið sama. Samgönguráð- herra mun hafa lagt það til í íslenzku ríkisstjórninni en skiptar skoðanir orðið um málið, A.m.k. var aðeins fallizt á tímabundinn gjald- frest í stað niðurfellingar. Sam- gönguráðherra mun því þurfa að taka þetta mál aftur upp á stjórn- arvettvangi. Stjórnvöld í Luxemborg hafa sýnt velvilja til hugmyndar um samátak gegn aðsteðjandi vanda í Atlantshafsflugi. Hinsvegar hafa forystumenn Lux Air, sem er lykil- aðili í þessu hugsanlega samstarfi, verið mjög tregir til að axla þá áhættu, sem sýnt er að fylgja mun Atlantshafsfluginu næstu misserin a.m.k. íslenzk stjórnvöld hafa og verið svifasein í viðbrögðum hér heimafyrir. Ríkisstjórnin þarf t.d. að taka hliðstætt á tilmælum um niðurfell- ingu lendingargjalda og stjórn Lux- emborgar. Og hvað um flugvall- argjaldið, sem er dragbítur á ferða- mál okkar? Þá er hið tvöfalda gengi, þ.e. hærra verð á gjaldeyri til íslenzkra ferðamanna, hæpið fram- lag tii eflingar ferðaþjónustu. Það eru einkum hin háu lendingargjöid, hátt eldsneytisverð og flugvallar- skattur, sem gerir það óhagkvæmt fyrir erlend flugfélög að hafa hér viðdvöl. Raunhæf stefna stjórn- valda ætti að vera sú að lækka þessi gjöld í þeim tilgangi, að laða hingað fleiri erlendar flugvélar og skapa þannig auknar gjaldeyristekjur af farþegunum. Stærsti þröskuldurinn í vegi þeirrar viðleitni, að laða hingað erlenda ferðamenn, er þó hin inn- lenda verðbólga, sem er að gera íslenzka ferðamálastarfsemi ósamkeppnisfæra. Síhækkandi vörugjöld og hæsti söluskattur sem um getur eru þannig „niðurtalning" á hingað komu erlendra ferða- manna, engu síður en kaupgetu íslenzks almennings. Verðbólgan heggur ekki aðeins að rótum út- flutningsframleiðslunnar, heldur einnig að rótum íslenzks ferða- mannaiðnaðar — og tengist þann veg vandamáli Flugleiða. Millilandaflugið færði ekki ein- vörðungu Ísland nær umheiminum og tengdi okur betur en áður viðskiptalega og menningarlega þjóðum Evrópu og Ameríku. Það var aflgjafi í íslenzku efnahagslífi oggjaldeyrisöflun. Þjóðin sem heild á því skuld að gjalda. Því ætti að vera sjálfgefið að íslenzk stjórnvöld sýni ekki minni skilning á aðsteðj- andi vanda Flugleiða en stjórnvöld í Luxemborg. Það á að gera með því að auðvelda því framtaki, sem að baki býr Flugleiðum, að kljást við aðsteðjandi vanda, en ekki með því að ríkið leggi „dauða" hönd á reksturinn. Forysta Flugleiða verð- ur og að efla og treysta tengsl og skilning milli stjórnenda og starfs- fólks. Slíkt er ætíð af hinu góða — og óhjákvæmilegt á erfiðleikatím- um. Tíminn: Fólk magn- laust vegna geysi- legrar skattpíningar í framhaldi af umfjöllun Mbl. um skattpíningarstefnuna, sem allt er að sliga og verkar letjandi á allan framkvæmdavilja, er ástæða til að benda á ummæli Þórunnar Valde- marsdóttur, formanns Verkakvenn- afélagsins Framsóknar í Tímanum, höfuðmálgagni ríkisstjórnarinnar, næst á eftir Dagblaðinu og Þjóðvilj- anum. Þar kveður við annan tón en fagnaðarlæti ráðherra og stuðn- ingsmanna á þingi vegna skatta- stefnunnar. Þórunn segir í gær við agndofa blaðamann Tímans „að fólk væri margt hreinlega magn- laust yfir því, hve skattpíningin virtist geysileg í ár ... þess vegna væri líka óvenjulega áberandi og nánast gegnumgangandi hjá öllum, að það sé alveg hræðilegt að þræla sér út og hafa síðan eins lítið eftir til eigin þarfa og umráða og raun ber vitni. Það sé nær ekkert eftir í launaumslaginu þegar búið sé að draga frá öll gjöldin", þ.e. þegar vinstri stjórnar hítin hefur tekið sitt. Þannig er vitnað í Tímanum um þessar mundir. Og þarf frekari vitna við? Útdráttur ríkisútvarpsins Hér á eftir fer útdráttur Ríkis- útvarpsins, hljóðvarps: „í fyrri forustugrein Morgun- blaðsins segir meðal annars: Stjórnvöld í Luxemborg hafa sýnt velvilja til hugmyndar um samtak í vanda, sem að steðjar í Atlants- hafsflugi. Ríkisstjórnin þarf að taka hliðstætt á tilmælum um niðurfellingu lendingargjalda og stjórn Luxemborgar. Og hvað um flugvallargjaldið, sem er dragbítur á ferðamannamál okkar. Milli- landaflugið færði ekki einvörðungu ísland nær umheiminum og tengdi okkur betur en áður viðskiptalega og menningarlega þjóðum Evrópu og Ameríku. Þjóðin sem heild á félaginu skuld að gjalda. Verkefna- og tekjuhrun Flugleiða samhliða stórfelldum eldsneytiskostnaði og undirboðum á alþjóðaflugleiðum eiga sinn þátt í að kippa fótum undan rekstri Flugleiða. Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra sagði í sjónvarps- viðtali að íslenzk stjórnvöld hygðu á framhaldsviðræður um málefni flugfélagsins við þarlend stjórn- völd. Samgönguráðherra mun þurfa að taka þetta mál fyrir á stjórn- málavettvangi. I síðari forustugrein sinni segir blaðið, að skattpíningarstefnan sé allt að sliga og vitnað er í ummæli Þórunnar Valdemarsdóttur, for- manns Verkalýðsfélagsins Fram- sóknar, þar sem hún segir að fólk sé hreinlega magnlaust eftir því hve skattpíningin virðist geysileg. Þó að nær ekkert sé eftir í launaumslag- inu (þarna hlýtur að eiga að standa „því“. Þetta er dálítið brenglað. Við höldum að hér eigi að standa, því að nær ekkert sé eftir í launaumslag- inu) þegar búið sé að draga frá öll gjöldin, það er þegar vinstrihítin hefur tekið sitt. Þannig er vitnað í Tímann um þessar mundir. Og þarf frekar vitna við, segir blaðið að lokum.“ Bóksölubannið á skólabúðirnar: Erfiðleikarnir herða okkur bara í baráttu gegn þessari einokun - segir forstöðumaður bóksölu M.IL „ÞETTA sölubann hefur auðvitað haft sín áhrif, en við erum stað- ráðnir í að reyna að brjótast út úr þessu og erfiðleikarnir núna herða okkur hara i baráttunni gegn þessari einokun,- sagði Már Grét- ar Pálsson, forstöðumaður bóksölu Menntaskólans við Ilamrahlíð, er Mbl. ræddi við hann í gær í tilefni af því, að bókaútgefendur og bóksalar hafa nú sameinast um að selja skólahúðum ekki bækur. í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti fékk Mbl. þær upplýsingar, að þar hefðu nemendur rekið boksolu. en hún væri nú aflögð vegna sam- komulags bóksala og bókaútgef- enda. Már Grétar sagði, að bóksala M.H. hefði á boðstólum ýms til- raunafjölrit, auk þess væri nokkur lager frá fyrri tíð og þá hefði í gegn um Innkaupasamband fram- haldsskólanema tekizt að flytja inn þýzkar bækur. „Við höfum föst viðskipti við nokkur þýzk fyrir- tæki," sagði Már Grétar. „Það er svo auðvelt að skipta við Þjóðverja, því þeir gera engan mannamun. Enn hefur okkur ekki tekizt að koma á viðskiptasambandi við ann- arra þjóða fyrirtæki, en við höldum áfram að reyna og ég hef þá trú að okkur takizt það. Ég hugsa, að við gætum haft veruleg áhrif á kennslubókaval skólans, þegar okkur hefur tekizt að ná sambönd- um, sem tryggja okkur ekki lakari kennslubækur en aðrir flytja inn.“ Már Grétar sagði, að bóksölu- bannið nú hefði komið of skyndi- lega til að tími hefði verið til að bregðast vel við því. „Mér hefði nú fundizt nær, að bóksalarnir hefðu reynt að fá fram lægri afslátt til okkar í stað þess að loka bara fyrir, sem mér finnst lélegur viðskipta- máti. Ef þeim óx það í augum að veita okkur 20% afslátt, þá hefði verið nær fyrir þá að reyna að semja upp á nýtt. Það gerðu þeir ekki, heldur skelltu bara á okkur banni." Már Grétar sagði, að af íslenzk- um útgefendum væru nú bara tveir, sem skiptu við bóksölu M.H.; Ríkis- útgáfa námsbóka og Hið ísienzka bókmenntafélag. „Ég get nefnt sem dæmi, að þetta er spurning um talsvert fé fyrir utan þau þægindi að geta keypt bækurnar bara hér í skólanum, því bók, sem við seljum á 3.900 krónur, kostar 5.100 krónur niður í bæ. Þetta finnst mér segja ýmislegt um þetta mál,“ sagði Már Grétar. „Og svo er hitt, að þó bókaverzlanir gefi námsfólki nú 10% afslaft, þá er engan veginn víst, að hann verði áfram í gildi, ef skólabúðirnar leggja allar upp laupana." Viðskiptin við skóla- búðirnar voru komin „út í algjört fen64 - segir Jónsteinn Haraldsson hjá Máli og menningu „ÞETTA var komið út i algjört fen, þegar búðirnar voru farnar að bjóða hver aðra niður og afgreiða bækur í stórum stil til skólanna með 20% afslætti, en sölulaun okkar eru þetta 20 — 30%, þannig að það sér hver heilvita maður, að þessi viðskipti skildu ekkert eftir fyrir okkur. Þetta var komið alveg niður í grjót og það er ekki hægt að ætlast til þess, að við höldum uppi þessari þjónustu, ef kúfurinn er svo tekinn af okkur." sagði Jónsteinn Haraldsson hjá Bóka- verzlun Máis og Menningar, er Mbl. spurði hann um ástæður þess, að bóksalar beittu sér nú fyrir sölubanni á bækur til skólabúða. „Það sem nú hefur gerzt er það, að við höfum b&ra fært hlutina í fyrra horf,“ sagði Jónsteinn. „Nú veitum við 10% afslátt af öllum erlendum kennslubókum, sem kem- ur öllum til góða, en meðan skóla- búðirnir voru, þá gátum við ekki bæði selt þeim með þessum mikla afslætti og einnig selt almennt með afslætti í okkar verzlun. Þannig stóðu skólabúðirnir í vegi þess að við gætum veitt öðrum viðskipta- vinum okkar afslátt á kennslubók- unum.“ Jónsteinn sagði, að engan afslátt væri hægt að veita á innlendum kennslubókum, þar sem útgefendur ákvæðu sjálfir verð þeirra. Pólýfónkórinn í söng för til Spánar Á hlaðamannafundinum i gær, talið frá vinstri: Ásbjörg Einarsdóttir, Steina Einarsdóttir, en þær eiga sæti í stjórn kórsins, Ingólfur Guðhrandsson söngstjóri og Friðrik Eiríksson, formaður stjórnar kórsins. Pólýfónkórinn hélt blaða- mannafund I gær um viðfangsefni kórsins í vetur og var þar skýrt frá starfsemi hans eins og fram kemur í fréttatilkynningu sem afhent var á fundinum og fer hún hér á eftir: Pólýfónkórinn hefur gert garð- inn frægan með þátttöku sinni í alþjóðlegum söngmótum og sjálf- stæðum hljómleikaferðum til margra landa Evrópu, auk hljóm- plötuútgáfu, sem hlotið hefur al- þjóðlega viðurkenningu og halda mun nafni hans lengi á lofti. Nú er að hefjast vetrarstarf með þátt- töku nýrra og eldri kórfélaga, sem miðar að hljómleikahaldi hér á landi um næstu páska og söngför til Spánar á komandi sumri. Á listahátíð Spánar Hljómleikaferð Pólýfónkórsins 9g Kammersveitar Reykjavíkur til Ítalíu sumarið 1977 mun seint úr minni líða þeim, sem stilltu saman raddir sínar í helgidómum borg- anna Siena, Florenz, Feneyja og Aquileia. Unnið hefur verið að undirbún- ingi sambærilegrar ferðar til Spán- ar sl. tvö ár á vegum Festival d’Espana og Ferðamálaráðuneytis Andalúsíu. Nú hefur Pólýfónkórn- um borizt boð um að syngja á listahátíð Spánar næsta sumar í borgunum Sevilla, Granada, Mal- aga, Torremolinos og Marbella. Þessar borgir eru mestu ferða- mannastaðir Spánar á sumrin, þar sem umhverfi og andrúmsloft eru með sterkum spænskum einkenn- um en mannlíf fjölskrúðugt og fjölþjóðlegt. Takist þessi söngför Pólýfónkórsins jafnvel og hinar fyrri, má fullyrða að af því verði hin bezta landkynning. Gert er ráð fyrir sumarleyfisdvöl á Spáni að Mynd þessi var tekin á hljómleikaferðalagi Pólýfónkórsins og Kammersveit Reykjavikur, sumarið 1977, fyrir utan Markúsarkirkjuna í Feneyjum, lokinni söngferðinni og mun ferða- lagið alls standa í 3—4 vikur. Endurhæfing og efling kórstarfsins Gerð hefur verið áætlun um viðfangsefni Pólýfónkórsins næstu 2 starfsár, og er löngu afráðið að flytja Jóhannesarpassíu J.S. Bachs í Reykjavík um næstu páska. Verk- efnaval í Spánarferðinni er i at- hugun. Að líkindum verður eitt af stórverkum Bachs fyrir valinu, en einnig kemur til mála að flytja Messu Rossinis, sem kórinn flutti hér sl. vor og er hið fegursta verk. Árið 1982 hyggst kórinn halda upp á 25 ára starfsafmæli sitt með því að endurflytja Mattheusar- passíu Bachs, en hún hefur aðeins einu sinni verið flutt á íslandi og þá af Pólýfónkórnum árið 1972. Mikið kapp verður nú lagt á að efla kórinn að góðum söngkröftum, og er leitað eftir söngfólki með tónlistarmenntun í allar raddir kórsins, og starfið byggt upp markvisst með þessi verkefni í huga. Auk söngstjórans, Ingólfs Guðbrandssonar, sem stjórnað hef- ur kórnum frá upphafi, munu söngkonurnar Elísabet Erlings- dóttir og Unnur Jensdóttir, sem nýkomin er frá námi í London, aðstoða við þjálfun kórsins. Sigurð- ur Björnsson óperusöngvari mun aðstoða við raddþjálfun karl- manna. Þar að auki er í ráði að fá þekktan erlendan þjálfara til að halda námskeið með kórfélögum. Beðið er svars frá einum þekktasta kórþjálfara Evrópu, hr. Balatz, sem þjáífar óperukórinn í Vín, óperu- kórinn í Bayreuth á sumrin og New Philharmonia-kórinn í London á veturna. Kórskóli Pólýfónkórsins Um 10 ára skeið hefur Pólýfón- kórinn haldið uppi kórskóla til þess að búa væntanlega kórfélaga undir starf í kórnum, enda hefur um helmingur kórfélaga komið úr kórskólanum á þessu tímabili. Kennslugreinar eru rétt öndun, raddbeiting, tónheyrnaræfingar og nótnalestur. Stendur næsta nám- skeið í 10 vikuif Kennt er eitt kvöld í viku, á mánudögum, 2 stundir í senn. Kennsla í Kórskólanum mun hefjast 29. september í Vörðuskóla á Skólavörðuholti. Kennarar verða Herdís Oddsdóttir, tónmennta- kennari, Sigurður Björnsson, óperusöngvari og Ingólfur Guð- brandsson, söngstjóri. Innritun er hafin í símum 21424 og 26611 á daginn. Nýir kórfélagar geta einnig gefið sig fram í þeim símum eða í símum 43740 og 72037 á kvöldin. Kennslugjald í Kórskólanum er aðeins kr. 15.000 en raddþjálfun söngfólksins í Pólýfónkórnum er ókeypis. Reykjavík, 4. september, 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.