Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1980 19 Haraldur Hannesson: BSRB og postularnir Ekki hef ég gert það fyrr að skrifa um félags- eða launamál í dagbiöð. Fyrst og fremst er það vegna þess að ég tel það ekki þjóna hagsmunum einstakra stéttarfélaga að skrifast á á þeim vettvangi. Þar fyrir utan eru slík skrif lítill skemmtilestur ef frá eru taldar nokkrar greinar hins nýja postula vors Péturs Péturssonar þuls; þó tel ég að skrif sampostula hans væru betur geymd til trúboðs síðari tíma eins og áður hefur tíðkast. Vil ég benda lærisveinum hans á að vafalaust fengjust þessi skrif gefin út í félagsblöðum okkar þ.e. Fréttabréfi St.Rv. og Ásgarði, blaði BSRB og yrði þar með bjargað frá glötun, enda er það hinn rétti vettvangur slíkra skrifa en þessi blöð eru send heim til hvers einasta félagsmanns. Eina kröfu verður þó að gera til slíkra skrifa að þar sé ekki vísvit- andi hallað réttu máli. Sýnu minni yrði þó skaðinn af slíkum skrifum ef þau kæmu fram þar sem flestir þekkja mark(leysu) höfunda. Tilefni þess að ég sé mig tilneydd- an að skrifa á þessum vettvangi er það að tæpast er verjandi að sama fólkið vaði um ritvöll dagblaðanna með augnhlífar eins og námuhestar höggvandi allt sem fyrir verður. Einkum virðist þeim þó í mun að leggja að velli mannorð þess fólks sem staðið hefur í launastríði fyrir þess hönd og mætir vígamótt, að sjálfsögðu með mismunandi stóran feng. Ekki fer það á milli mála að við væntum stærri fengs til skipta eftir 14 mánaða launastríð. Sumir héldu vafalaust að núver- andi ríkisstjórn og borgarstjórn Reykjavíkur myndu ekki verjast svo fast sem raun varð á, jafnvel skilja virkin eftir opin og tóma kassann með, þar sem einungis vinir myndu ganga um garð. Við opinberir starfsmenn verðum að gera okkur grein fyrir því að aðrir munu að sjálfsögðu fagna harðri andstöðu þess opinbera við kröfum okkar. Hvort vinningur þeirra í þessari orrustu nægir þeim til sigurs í stríði sínu við launafólk í landinu verður að koma í ljós síðar. En töpuðum við þá orrustunni? Vissulega létum við undan síga ef miðað er við þá kröfugerð sem lagt var upp með. Reiknaði nokkurt okkar með því að ná öllu því sem þar var farið fram á? Áreiðanlega ekki. Árið 1977 voru gerðir samningar sem gjarnan hafa verið kenndir við Þórhall Halldórsson, þáverandi formann Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar, sem braust út úr herkví BSRB og samdi við Reykjavíkur- borg. Þessir samningar eru taldir þeir bestu sem náðst hafa fyrir opinbera starfsmenn um langt ára- bil. Leiðrétting HÖRÐUR Vilhjálmsson fjármála- stjóri Ríkisútvarpsins hafði sam- band við Mbl. vegna fréttar á bls. 25 í blaðinu í gær um innheimtu afnotagjalda Ríkisútvarpsins. Sagði hann að vegna misskilnings væri rangt eftir sér haft, að innheimta vanskilavaxta myndi hefjast þremur vikum eftir gjald- daga. Hið rétta væri, að innheimta þeirra myndi hefjast fullum mán- uði eftir gjalddaga. Nýr yfírmaður f ar- Skrár Flugleiða ÞORSTEINN Thorlacius viðskiptafræðingur hefur nú verið ráðinn yfirmaður farskrár Flugleiða, en því starfi gegndi áður Islaug Aðalsteinsdóttir. Þorsteinn var áður aðstoðarmaður Einars Helgasonar yfir innanlandsflug- inu. Elvar sigurvegar unglingaskákmótsiiis ELVAR Guðmundsson bar sigur úr býtum á ungl ingaskákmótinu að Kjarvalsstöðum, en í síðustu umferð mótsins í gær vann hann Jóhann Hjartarson, íslands meistara, og fékk því 4,5 vinninga. Jóhannes Gísli Jónsson Árnason fékk einn vinning. varð annar með 3 vinninga, Jóhann Hjartarson hlaut 2,5 vinninga, Björgvin Jónsson og Yen Ronguang hlutu 2 vinninga og Árni Þ. í síðustu umferð vanr Jóhannes Gísli kinverskí gestinn, Ronguang, og Árn vann Björgvin. ' * * v *|*AAA V\AA \A \v\\\\\\\ - *-<*--* • * ’«*•>* %%%%%% * >» ■% % % « «« M*A bRIÐJUDAGINN 2. september tapaðist 100 mm Canon-linsa í Reykjavík. Finnandi er vinsamlega beðinn um að láta vita á Morgunblaðinu s. 10100. Meðfylgjandi mynd er af linsunni sem týndist. Verkalýðsfélagið Rangæingur: Fagnar árangri pólskra verkamanna STJÓRNARFUNDUR í Verkalýðsfélaginu Rangæingur, sem haldinn var 2. september síðastliðinn fagnar þeim árangri, sem pólskir verkamenn hafa náð í baráttu sinni fyrir bættum kjörum og auknum mannréttindum. Haraldur Hannesson Því sama herbragði verður að sjálfsögðu ekki beitt aftur. En allur samanburður við þann samning verður að teljast hæpinn í dag. En voru þá allir ánægðir með þann samning? Nei, síður en svo. Hvaða fólk ætli það hafi verið sem var óánægt þá? Tæplega þeir sömu. Jú, það var einmitt sama fólkið með sama sönginn enda forsöngvar- inn sá sami. Meira að segja textinn hefur lítið breyst. Forystumenn samtaka okkar eru rægðir. Samningarnir éru gerðir tor- tryggilegir. Hreinni lygi er beitt á síðustu dögum fyrir atkvæðagreiðslu í skjóli þess að ekki gefist tóm til að leiðrétta það. Dæmi: Á bls. 16 í Morgunblaðinu í gær 4. september („Að kyssa prins- inn“) er því haldið fram að samþykki Starfsmannafélag Jteykjavíkurborg- ar samninginn en BSRB felli hann, sitji St.Rv. uppi með samninginn án félagsmálapakkans. Þessar ungu og fallegu stúlkur sem skrifa undir þessa lygi ásamt meðfylgjandi langloku vissu vel að þetta er ekki rétt. En tilgangurinn helgar víst meðalið. Takið hinni postullegu kveðju. Aftansöngurinn heldur áfram. Hér gæti komið amen eftir efninu eins og maðurinn sagði. En við ykkur hin sem heldur viljið hafa það sem sannara reynist vil ég segja þetta: Lesið samninginn með jákvæðu hugarfari. í þessum samningi eru mörg atriði sem eru mikils virði. I þessum samningi er í raun staðið við margt af því sem oft hefur verið lofað en sjaldnar verið efnt. Ég vil nefna að lægstu laun hækka í raun mest. Aldraðir verða ekki lengur sviknir um persónuuppbót fyrir langan starfsaldur. Öryggi þeirra sem eru svo óheppn- ir að hafa ekki fastráðningu er að nokkru tryggt með atvinnuleysisbót- um. Endurmenntunarsjóður á eftir, ef vel er á haldið, að færa þeim, sem verst eru settir aukið sjálfstraust og hærri laun. Fleira mætti nefna, en ef þið eruð í vafa um túlkun samningsins, þá hringið í skrifstofu samtaka ykkar og fáið réttar upplýsingar. Þessi samningur gildir í aðeins eitt ár. Þá verður blásið í herlúðra á ný. Tilbúnar gerningaþokur og út- burðarvæl heldur áfram. Opinberir starfsmenn. Mætum öll á kjörstað, sýnum styrk okkar og samþykkjum samninginn. Frá þessu er skýrt í fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu barst í gær frá félaginu. Þar segir jafnframt, að fundurinn lýsi furðu sinni á þeirri andstöðu, sem fram hefur komið á stofnun og rekstri frjálsra verkalýðsfélaga, sem óháð séu ríkisstjórnum og stjórnmála- flokkum. Að neita að segja „mange tak“ Er ég las grein Péturs Péturs- sonar í Morgunblaðinu hinn 3. sept. sl., þar sem hann minnist á viðskipti Dana og Grænlend- inga, varð ég þess var, að þetta var önnur útgáfa en ég hafði heyrt í æsku. Fylgir hún hér: Þegar Danir fóru að vinna krýólit á Grænlandi vantaði þá menn til þeirra starfa. Græn- lendingar höfðu engan áhuga á að bora holur í fjöllin og stunda námagröft. Nú voru góð ráð dýr. Datt þá Dönum í hug að bjóða hverjum starfsmanni ákavítis- snaps að afloknu dagsverki og þannig fengust menn til starf- ans. Gekk nú allt vel, þar til Danir tóku eftir því að einn hinna grænlensku verkamanna var orðinn alldrukkinn að kvöldi. Virtist vera eitthvert „system í galskabet", því sami maður var aldrei drukkinn tvö kvöld í röð. Nú gerðu Danir fyrirsát og lágu í leyni. Sá danskur njósnar- maður, er leyndist þar sem snapsarnir voru afgreiddir við verzlunarhúsið, að Grænlend- ingar gengu afsíðis og létu einn njóta af skammti sínum. En Danir fundu úrræði til lausnar. Þeir slepptu engum verkamanni úr augsýn, fyrr en hver og einn hafði sagt: Mange tak. — Kannski er „félagsmálapakk- inn“ nýi afgreiddur með sama hugarfari og hjá þeim dönsku og Pétur Pétursson þulur og þeir aðrir er berjast gegn samningn- um alls ekki tilbúnir til þess að segja: Mange tak. Gunnar Gestsson. Nót frá Möskva í Grindvíking Nótastöðin Möskvi í Grindavík. sem nýlega var byggð. afhenti fyrir skömmu mjög fullkomna nót um borð í Grindvíking og mun hún vera með stærstu nótum hérlendis. Nótastöðin er byggð mjög nærri hafnarbakkanum og skapast við það möguleikar á að flytja nætur á mjög hagkvæman hátt úr húsi í skipin. Myndina tók ljósmyndari Mbl. Guðfinnur. Ný gangbrautarljós NÝ gangbrautarljós við Hring- braut voru tekin í notkun í morgun, að því er segir í frétt frá gatnamálastjóra. Hin nýju umferðarljós eru við gangbraut á móts við Félagsstofnun stúd- enta og Þjóðminjasafnið. Kost- naður við ljósin er um 7 milljón- ir króna. SKÓLAVÖRUR attt tíl skólans! BÓKAHÚSIB Laugavegi 178, &86780.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.