Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1980 31 w, • Pétur Ormslev gripur um andlit sér eítir að hafa misnotað gott marktækifæri á móti Val fyrr í sumar. Pétur hefur sjálfsagt líka gripið um andlit sitt þegar ljóst varð að hann verður ekki meira með í sumar. Pétur Ormslev ekki meira með í sumar Knattspyrnumaðurinn snjalli Pétur Ormslev i Fram hlaut það slæm meiðsli i landsleiknum á móti Rússum í fyrrakvöld. að hann mun ekki leika meira með i sumar. Pétur sleit liðbond í hné og mun verða langan tíma að ná sér. Pétur mun þvi missa af Evrópuleikjunum með liði sinu Fram en þeir leika fyrri leik sinn á móti Hvidovre þann 17. sept. ytra. l>á hefði Pétur væntanlega verið i landsliðshópnum sem fer til Rússlands og Tyrklands i haust. og missir þar af landsleiki- um. — þr. Sumarleikarnir 1988 til Japan? MARGT bendir nú til þess. að sumarólympíuleikarnir 1988 fari fram i japönsku borginni Nago- ya, ekki beinlínis þekkt nafn það. en engu að siður fjórða stærsta borg Japans, með 2 milljónir íbúa. Menn virtu Nagoya vart viðlits er talsmenn borgarinnar lýstu yfir áhuga sinum að halda leikana. Sérstaklega eftir að Mel- bourne, Brussel, London. Sao Paulo, Helsinki og Seoul höfðu leitt kapphlaupið um útnefning- una. En að athuguðu máli kemur i ljós að Nagoya og Melbourne "irðast geta staðið við stóru orðin fjárhagslega. Það gæti komið Nagoya í koll, að Ólympíuleikarnir hafa tvívegis áður verið haldnir í Japan, í Sapporo 1972, vetrarleik- ar, og í Tokíó árið 1964, þá sumarleikar. Hins vegar hafa leik- arnir aldrei verið haldnir í Ástr- alíu. Hinn mikli fjöldi borga sem vilja halda sumarleikana kemur nokkuð á óvart og bendir til þess að fólk vilji ríghalda í leikana, en þeir komust næst glötun í Moskvu í sumar. Fjöldinn kemur einnig á óvart vegna þess, að Los Angeles í Bandaríkjunum var eina borgin sem sótti um að halda leikana 1984 og óvíst er hvað verður um það tilboð Los Angeles, eftir yfirlýsta stefnu Bandaríkjanna í sumar, er Rússar héldu leikana. Alþjóða olympíunefndin kemur saman til fundar eftir mánuð og verður þá tekin ákvörðun um hvaða borg hreppir hnossið. Golf á Nesinu UM NÆSTU helgi fer fram Ros- enthal keppni i golfi á Nesvellin- um. Þetta er kvennakeppni og keppt er í þremur flokkum. Keppnin hefst á Nesvelli kl. 13.00 á laugardag. Keppt verður með forgjöf 16 til 23. svo og 24 til 36. Þá verður keppt í hyrjendaflokki án forgjafar. Glæsileg verðlaun verða gefin af Rosenthal umboð- inu hér á landi. Forkeppninni er að Ijúka Forkeppni í knattspyrnu fyrir Landsmót UMFÍ næsta sumar er að verða iokið. Sextán lið tilkynntu þátttöku og var j>eim skipt í 4 riðia. Úrslit leika í A-riðli urðu þessi: UDN UMSK 1:5 UMSB IISH 3K) UDN HSH 0:7 UMSK UMSB 1:2 UMSB UDN 9:0 HSH UMSK 4:1 UMSB hlaut alls 6 stig, HSH 4, UMSK 2 og UDN ekkert stig. Það verða því lið UMSB og HSH sem komast í úrslitakeppni Landsmótsins. Keppni í A-riðli fór fram í Borgarnesi. Úrslit leika í B-riðli: UMSS :UMSE 4:1 UMSS : UÍÓ 2:1 UMSS : USVH 5:1 UMSE : UÍÓ 0:1 UMSE : USVH 8:1 USVH : UÍÓ 3:8 UMSS fékk alls 6 stig í keppninni, UÍÓ 4, UMSE 2 og USVH ekkert stig. Lið UMSS og UÍÓ taka því þátt í úrslitakeppni Landsmótsins. Keppni í B-riðli fór fram á Sauðárkróki. í C-riðli hættu lið frá UNÞ og USVS við þátttöku og fara bví lið HSÞ og UÍA beint í ýalkeppnina. I D-riðli er keppni hafin og er ráðgert að henni ljúki fyrir miðjan september. Stuðmenn Vals ætla að fjölmenna STIJÐMENN Vals ætla að fara i fánum skrýddri bíla- lest einka- og hópferðabfla á leik Vals og Keflavikur laugardaginn 6. sept. Lagt verður af stað frá Valsheimilinu kl. 12.45. Far- ið með hópferðabil kostar aðeins kr. 2.500.- Forsala aðgongumiða á leikinn verður við Valsheim- ilið frákl. 11.30. Stór dagur hjá Þór Ak SUNNUDAGURINN 13. júlí s.l. var stór dagur í sögu iþrótta- félagsins Þórs á Akureyri en þann dag var lokið við að þekja nýjan grasvöll félagsins og af þvi tilefni var efnt til mikillar grill- veislu á svæði félagsins, þar sem um 90 manns komu og gæddu sér á ýmsum krásum. Fyr ;ta skóflustungan að vellin- um var tekin 29. nóvember 1975 og síðan hefur verið unnið á hverju sumri að gerð vallarins. Á þessum tíma hafa alls verið flutt til um 30.000 tonn af jarðvegi og frá- rennslisrörin sem tengjast vellin- um eru um 1,5 km á lengd. í þessi fjögur sumur hafa ófá handtök verið unnin og er sú vinna ómæld. Þann 3. júlí s.l. hófst svo þökulagningin. Hún stóð yfir í 11 daga og var þá búið að þekja hvorki meira né minna en 14.400 m2 svæði en það samsvarar tveim- ur grasvöllum í fullri stærð. Þöku- lagningin var öll unnin í sjálf- boðavinnu og alls tóku 220 manns þátt í henni og lögðu af mörkum 2500 vinnustundir. Við skurð á þökunum unnu hinsvegar 50 manns í 600 klukkustundir. Þessi mikli fjöldi er u.þ.b. fimmti hluti af félagsmönnum og er það mjög athyglisvert hversu margir lögðu þarna hönd á plóg í ekki stærra félagi en Þór er. 13. september er svo fyrirhugaður vígsluleikur á vellinum en áætlað er að byrjað verði að æfa og leika á vellinum á fullu að vori og mun það bæta aðstöðu félagsins til leikja og æfinga til muna. Samhliða þökulagningunni voru gerðir áhorfendastallar vestan hins nýja vallar og stór svæði sunnan og austan malarvallar snyrt. Nú er búið að sá í þessi svæði og þau þegar orðin iðja- græn. Þessa dagana er svo verið að snyrta u.þ.b. 3 ha svæði norðan vallanna og er ætlunin að sá í það í haust. í haust er einnig ætlunin að setja upp girðingu til verndar nýja grasvellinum og einnig er fyrirhugað að setja upp flóðljós við malarvöllinn. Nú er í undirbúningi að hefjast handa við heildarskipulagningu á félagssvæðinu. Á þessum upp- drætti verður m.a. sýnd lega malbikaðs svæðis fyrir tennis og handknattleik, nýs malarvallar sem er ætlaður fyrir skautasvell á vetrum og einnig er fyrirhugaður nýr grasvöllur. Á uppdrættinum verður svo síðast en ekki síst sýnd lega félagsheimilis en næsta stór- verkefni félagsins er að ráðast í byggingu þess. - SOR Ásgeir í bann? ÁSGEIR Sigurvinsson á i dag að mæta á fund aganefndar bclgíska knattspyrnusambandsins vegna atviks, sem varð í leik Standard Liege og holienska liðsins Roda í fjögurra liða móti i Hollandi í haust. Þá lenti þeim saman Ásgeiri og einum leikmanna hollenska liðsins og varð endirinn sá að Ásgeir gaf þeim hollenska einn á kjaftinn og var rekinn af velli fyrir vikið. Asgeir kvaðst í gær vonast til að sleppa við keppnisbann vegna þessa atviks. VALSSTUDARAR fylgjum okkar mönnum alla leið Stuömenn efna til fánum skrýddrar bílalestar einkabíla og hópferðabíla á leik Vals og ÍBK í Keflavík laugardag- inn 6. sept. Safnast veröur saman milli kl. 11.30 og 12.45 viö Valsheimiliö og lagt af staö kl. 12.45 eftir örstutta upphitun. Fariö meö hópferöabíl kostar aöeins kr. 2.500.- Forsala aðgöngumiða á leikinn verö- ur viö Valsheimiliö milli kl. 11.30 og 12.45. Mætum galvaskir 0. _ Stuðmenn Vals

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.