Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1980 7 5 steinprýöi Smiöshöf 6a 7, gengiö inn frá Stórhöf da, sími 83340 Umsjón: Gísli Jónsson 65. þáttur Maður að nafni Magnús vildi vita „allt um nafnið sitt“, og skal nú frá ýmsu greina. Skemmst er af því að segja, að nafnið er komið úr latínu og er þar lýsingarorð í merkingunni stór, mikill. Konungur frægur, síðar keisari, Karl að nafni, uppi 742—814, hefur verið nefndur á íslensku Karl mikli, en það er í latneskri gerð Carolus magnus. Eftir hans dag verður Magn- ús skírnarnafn sveina á Norð- urlöndum, og er til þess fræg saga í Heimskringlu. Snorri Sturluson segir svo frá, að Ólafur helgi (digri) átti son við ambátt þeirri sem ýmist er nefnd Álfheiður eða Álfhildur. Þegar sveinninn fæddist, var hann ekki lífvænn, en konung- ur sofandi, og þorðu menn ekki að vekja hann. Hitt var mikil nauðsyn að skíra barnið þegar, ef svo skammlíft yrði sem þá sýndist. Sighvatur Þórðarson skáld frá Apavatni var þá með konungi, og kom í hans hlut að ráða nafngift og lét Magnús heita. En er konungur vaknaði og frétti þessi tíðindi, reiddist hann og lét kalla fyrir sig Sighvat hinn íslenska, og síðan segir Snorri: „Konungr mælti: Hví vartu svá djarfr, at þú lézt skíra barn mitt, fyrr en ek vissa?" Sighvatr svarar: „Því, at ek vilda heldr gefa guði tvá menn en einn fjándanum." Konungr mælti: „Fyrir hví myndi þat við liggja?" Sighvatr svarar: „Barnit var at komit dauða, ok myndi þat fjándans maðr, ef þat dæi heiðit, en nú er þat guðs maðr. Hitt er ok annat, at ek vissa, þótt þú værir mér reiðr, at þar myndi eigi meira við liggja en líf mitt, en ef þú vill, at ek týna því fyrir þessa sök, þá vænti ek, að ek sjá guðs maðr. Konungr mælti: „Hví léztu sveininn Magnús heita? Ekki er þat várt ættnafn." Sighvatr svarar: „Ek hét hann eftir Karla-Magnúsi konungi. Þann vissa ek mann beztan í heimi." Þessi Magnús var hinn fyrsti á Norðurlöndum, svo að menn viti. Hann var nefndur hinn góði og varð vinsælt nafnið. Þorsteinn Síðu- Hallsson átti Magnús að syni, og brátt varð nafnið býsna algengt. Árið 1703 hétu 713 Islendingar Magnús, 1855 voru þeir 1007 og 1910 1290. Var þá Magnús sjötta algengasta karlmannsnafn á Islandi. Ára- tugina 1921 — 1950 hlutu 1153 sveinar Magnúsar nafn, og er það enn sjötta algengasta karlmannsnafnið á landinu. Því má við auka, að sam- setningin Karlamagnús kemur einnig fyrir. Oddaverjar, sem snemma voru djarftækir til erlendra mannanafna í krafti konunglegs ætternis síns, tóku þetta nafn upp. Andréas Sæ- mundarson Jónssonar Lofts- sonar í Odda (d. 1268) átti son sem Magnús Agnarr hét, en hans sonur var Karlamagnús (d. 1310). Einn íslendingur hét Karlamagnús 1703, en ekki veit ég þess dæmi siðan. Lýkur svo Magnúsarkafla með hinni víðfrægu vísu Þórðar Magn- ússonar á Strjúgi í Langadal. Hann segir í Fjósrímu, þegar hann telur alla þá kappa sem aldrei börðust í fjósi: Karlamagnús, keisari dýr, kenndi trúna hreina. Aldrei hann fyrir aftan kýr orustu háði neina. Spurður hef ég verið um uppruna sagnarinnar að bóna og nafnorðsins bón í íslensku. Með góðra manna hjálp þykist ég nú vita, að sögnin eigi uppruna sinn í lágþýsku. Frummerkingin er að þrýsta eða núa einhverju inn í eitt- hvað. I þýsku er notuð sögnin bonen, í sænsku bona. dönsku bone. Þaðan hafa Islendingar trúlega fengið sögnina og síð- an búið til nafnorðið bón. Haraldur Blöndal í Reykja- vík hringdi til mín og bað mig að vekja athygli á tvennu sem honum þótti miður smekklegt. I síðasta Lögbirtingablaði var auglýst svo, að kennara vantaði við málhamlaðradeild Hlíðarskóla, en hið síðara var, að Ferðafélag íslands hafði í sumar auglýst eftir þátttöku í ævintýraferð, þar sem „feta skyldi í fótspor Reynistaðar- bræðra". Okkur skilst að hik hafi komið á marga og menn lítt treyst sér til að hefja þvílíkt „ævintýri á gönguför" eða kannski öllu heldur „holo- caust". Vegna eiginleika sinna hefur Thoroseal verið valið á þak Laugardals- hallarinnar, en það er góður vitnisburður um árangur Thoroefnanna á íslandi. Thoroseal er sementsefni sem fyllir og lokar steypunni, en andar án þess að hleypa vatni í gegn. Thoroseal er fáanlegt í litum. dagur eftir í dag er síðasti sýningardagur, á morgun er það of seint. Takið daginn snemma. Opið frá kl. 1 til kl. 11 í kvöld. Heimilið Polýfonkorinn tekur við góðu söngfólki í allar raddir (aldur 16—40 ár) tónlistarmenntun æskileg. Viðfangsefni: Jóhannesarpassía J.S. Bachs og annað stórverk til flutnings á listahátíö Spánar sumarið 1981. Raddþjálfarar: Siguröur Björnsson, óperusöngvari Elísabet Erlingsdóttir, söngkona Unnur Jensdóttir, söngkona Ingólfur Guöbrandsson, söngstjóri. Ath. NÁMSKEIÐ: Væntanlegur er hr. Balatz þjálfari óperukórsins viö Vínaróperuna, hátíðarkórsins í Bayrauth og New Philharmoniukórsins í London til að þjálfa kórinn um mánaðarskeiö. Þátttaka tilkynnist í síma 21424 og 26611 á daginn en 43740 og 72037 á kvöldin. Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGO SPARISKÍRTEINI niivii 39 iiuuo: Innlausnarverö 7. september 1980 Seðlabankans Kaupgengi m.v. 1 érs Ylir- pr. kr. 100,- tímabil Irá: gengi 1968 1. fíokkur 6.361,09 25/1'80 4.711.25 35,0% 1968 2. flokkur 5.742,35 25/2 '80 4.455,83 28,9% 1969 1. flokkur 4.593,04 20/2 '80 3.303,02 39,1% 1970 1. flokkur 4.205,91 25/9 '79 2.284,80 84,1% 1970 2. flokkur 3.034,52 5/2 '80 2.163,32 40,3% 1971 1. flokkur 2.792,32 15/9 '79 1.539,05 81,4% 1972 1. flokkur 2.434,49 25/1 '80 1.758,15 38,5% 1972 2. flokkur 2.083,24 15/9 '79 1.148,11 81,4% 1973 1. flokkur A 1.560,60 15/9 '79 866,82 80,0% 1973 2. flokkur 1.437,73 25/1'80 1.042,73 37,9% 1974 1. flokkur 992,29 15/9 '79 550,84 80,1% 1975 1. flokkur 809,66 10/1 '80 585,35 38,3% 1975 2. flokkur 609,40 1976 1. flokkur 578,04 1976 2. flokkur 469,44 1977 1. flokkur 435,98 1977 2. flokkur 365,19 1978 1. flokkur 297,58 1978 2. flokkur 234,89 1979 1. flokkur 198,63 1979 2. flokkur 154,12 1980 1. flokkur 117,65 VEÐSKULDA- Kaupgengi m.v. nalnvexti BREF:* 12% 14% 16% 18% 20% 38% 1 ár 65 66 67 69 70 81 2 ár 54 56 57 59 60 75 3 ár 46 48 49 51 53 70 4 ár 40 42 43 45 47 66 5 ár 35 37 39 41 43 63 *) Miöaö er við auöaeljanlega fasteign. fÁnrannfiMNuK (aaadi hp. VERDBREFAMARKADUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaðarbankahúsinu. Sími 2 05 80. Optð alls virka daga fré kl. 9.30—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.