Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1980 15 andi í sögu. Hún er óborganleg af því að hún er svo sjaldgæf, af því að gildasti þáttur hennar er mannkærleiki, auk skopskynsins og sjóngáfunnar. Það er einmitt þannig sem sögur Sigfúsar Halldórssonar eru. Að heyra Sigfús segja sögu er sálubót. Meðan hún varir lýsir af innri sól, jafnvel í svartasta skammdeginu á 64. breiddarbaug. Hún svipti burt fleiri ferkíló- metrum að dumbungi, þessi sem ég ætla að endursegja og Sigfús sagði mér í framhaldi af stórfynd- inni sögu af Haraldi Á. Sigurðs- syni á sviðinu í Iðnó: Það var eitt sinn í strætisvagni, sagði Sigfús á lægri nótunum, að ég sannfærðist um það í eitt skipti fyrir öll, fyrir lífstíð, hve lágvax- inn ég er. Sjálfsblekking í þeim efnum hefur aldrei hvarflað að mér eftir ferðina þá — ekki eina mínútu. Eg var á ferð í troðfullum vagni þegar fasmikil roskin kona braut sér leið beint að mér og fnæsti andþung: Ég sé það nú bara á yður að þér lofið mér að setjast — og í töluðum þeim orðum sneri hún bakhlutanum í mig og settist. Ég mátti grípa um hana í ofboði til að hún hlunkaðist ekki á vagngólfið og hún var gríðarþung, ekkert smávegis ítak eins og strákarnir segja. Að ég væri lágvaxinn vissi ég — en að ég væri svo lágvaxinn að fólk með sæmilega sjón héldi mig sitja, þegar ég stæði upp á endann, hafði mér aldrei dottið í hug. Síðan þetta gerðist hef ég alltaf sætt færis í húsum að smella kossi á konur sem ég hef þurft að kveðja, áður en þær standa uppúr stólunum. Sigfús hló og var skemmt undir stýrinu á nýja bílnum, sem hann hafði boðið mér uppí. Nú keyri ég þig austur yfir fjall, bætti hann við og sannaði mér að hann gat einnig verið fyndinn í verki, alveg óvart. Þegar hann keyrði framhjá Hveragerði spurði hann mig hvar ég vildi að við bærum niður og skiptumst á nokkrum smellnum sögum til að lífga uppá tilveruna. Ég kaus mér fjöruna og brimgarðinn á Eyrar- bakka. Sigfús leist ekki á þá hugmynd og varð allt í einu grunsamlega sannfærandi og flug- mælskur. Við skyldum heldur fara þennan líka fína veg um Selfoss og á Hellu; það væri á hvers manns vitorði að jafnan væri meiri veð- ursæld sem nær drægi Hreppun- um. Mér þótti þetta drepfyndið af því að við vorum að stikna í sólarljósinu sem skein inní bílinn. Ég lét samt kyrrt liggja, vissi hvers kyns var. Tónskáldið var á splunkunýjum bíl, upphafið og í sjöunda himni eins og barn með uppáhaldsgullið sitt milli hand- anna og óaði þvottabrettið niður á Bakkann. Hann ók gegnum Sel- foss — og út úr sólskininu auðvit- að — og linnti ekki keyrslunni fyrr en á Hellu — í blæstri á marflötu landi — og sýndi mér Rangá — sem hann var stórhrif- inn af. Ég virti þegjandi fyrir mér gruggugan lygnstreyman þveng- inn og varð hugsað til sólglitsins í hvítkembdu briminu á Eyrar- bakka — en tónskáldið horfði heillað á meinlaust vatnsborðið í henni Rangá og greindi mér ákaft frá kennileitum á flatneskjunni, gaf mér svo ís að sleikja og bauð uppá beikon og egg — í sárabætur, býst ég við. Það var alveg óþarft. Mín vegna hefði hann mátt keyra uppá Vatna- jökul. Meðan hann sagði sögur og hló mátti landslagið einu gilda. Það er gaman að svona mönnum. Ég bý enn að þessari ferð. Það er svo grátlega sjaldan að sami maður rúmi barnssál, skap- andi afl listamanns og víðtæka reynslu, að ekki sé talað um afdráttarlausa góðvild að auki. Þau orð voru höfð um foreldra Sigfúsar, Guðrúnu Eymundsdótt- ur og Halldór Sigurðsson, úrsmíða- meistara, nafnkunn hjón í þeirri Reykjavík sem liðin er undir lok, að þau hefðu haft hjarta í rýmra lagi til að hagnast á kaupsýslu og búsýslu svo orð væri á gerandi. Sú varð og raunin. Þeim sæmdar- hjónum var tamara að gefa en taka, og það svo að mörgum þótti nóg um. Sigfús á því ekki langt að sækja þær eðliseigindir sem gert hafa hann allra manna ljúfastan og skemmtilegastan í viðkynningu. Hann hefur alla ævina verið að gleðja og gefa, ekki gull, ónyxa og matföng, eins og foreldrar hans. Hann sýslar ekki með góðmálma og búrlykla. Ég á við músíkina sem hann hefur gefið þjóðinni, gleðina sem hann miðlaði fólki í borg og bæjum um áratuga skeið með frúnum þrem — og rullunum í gömlu Iðnó. Sigfús er í rauninni sá jólasveinn sem er á ferli allan ársins hring með gjafir sínar, músík og góðvild og hnyttnar sögur og hjartanlegan hlátur. Hann er sextugur í dag. Ég árna honum og fjölskyldu hans heilla og þakka honum þá gjöf sem mest er um vert og öllum er efst í huga í dag: lögin — sem eru á þann veg gerð að þjóðin á þau með honum. Hún og hann bæði þáðu og gáfu. Jóhannes Helgi. Afmælisbarnið ætlar að taka á móti gestum sínum í Fóstbræðra- heimilinu við Langholtsveg milli kl. 15—19, í dag. vökur. Þá var mikið sungið og mörg lög og ljóð lærð. Félagslíf var iðkað af miklum krafti. Sem dæmi man ég eftir að við önnuð- umst 1. des. skemmtun í Berufirði. Þangað gengum við 40 km leið fram og til baka. Lögðum af stað á hádegi á laugardag, komum í Berufjörð um 6 leytið. Skemmtun- in hófst um kl. 9, síðan var flutt leikrit, farið í leiki, flutt ræða dagsins. Þá var dansað fram til kl. 6 um morguninn, en gengið svo heim næstu 6 klukkutímana. Komið heim að Stað á hádegi. Tekinn góður hádegisverður. En hádegislúrinn stóð til kl. 8 á mánudegi. Eitthvað fundum við fyrir harðsperrum daginn eftir. Kennslan fór fram í stofunni hjá þeim hjónunum. Við sátum hringinn í kringum stofuborðið. Einn dag man ég eftir að prestur- inn veiktist og lá í rúminu. Kennslan féll samt ekki niður þann daginn, enda stutt á milli „kennslustofu" og „kennarastofu". Miklar líkur eru á að mörg okkar eða sum okkar hefðum ekki haldið áfram námi, ef þetta óvenjulega og óeigingjarna fram- lag prestshjónanna hefði ekki bor- ið þarna að. Væntanlega munu fleiri nem- endur skólans greina frá minning- um sínum um námsdvölina og áhrifa frá henni. Þá vaknar spurning um, hver „skólastjóralaunin" hafi verið. Hvað skyldi prestsfrúin hafa feng- ið mikið í „gæslulaun", og hvað ætli „ráðskonulaunin" hafi verið há? Að ógleymdum stílaleiðrétt- ingum og heimavinnu, þó svo að húsaleigu sé sleppt. Hér hefur önnur hugsjón legið að baki. Presturinn hefur ekki gleymt æsku sinni, fátækt og erfiði við námsferil sinn hvað fjárhag snertir. Menntaskólann las hann utanskóla meðan hann kenndi í Stykkishólmi. Þetta framtak sr. Árelíusar er ekkert einsdæmi í skólasögu okkar íslendinga. En þessi fórn hans og framtak hjálpaði okkur ómetan- lega. Við nemendur hans nutum þar persónulega mkils ávinnings fyrir framtíð okkar. Bestu „laun“ honum til handa fyrir þennan ávinning er hann veitti okkur, eru trúlega, að okkur takist eða muni takast að veita öðrum óeigin- gjarna aðstoð og menntun. Ég sendi afmælisbarninu bestu kveðjur og þakkir fyrir hönd okkar fyrrverandi nemenda og sóknarbarna. Hjörtur Þórarinsson. Hann séra Árelíus Níelsson er sjötugur í dag. Þegar svo merkum áfanga er náð, er venja að heim- sækja afmælisbarnið, senda því blóm eða heillaskeyti. Engu af þessu verður við komið þessu sinni, þar eð sr. Árelíus er að forfallalausu staddur þessa stund- ina í fyrirheitna landinu, Ísrael, nánar tiltekið nú við grátmúrinn í Jerúsalem og flytur þar afmælis- bænir sínar ef allt hefur farið að áætlun. Eg vel því þá einföldu leið að senda honum afmæliskveðju í opinberu blaði og þá vandast málið. Ekki er að vísu erfitt að fara þar að hefðbundnum hætti og rekja helstu atriði viðburðaríks æviferils. Af nógu er þar að taka. En mér finnst slík kveðja tæpast eiga við — og raunar varla á mínu færi að gera slíkri æviskrá viðeig- andi skil, svo víða hefur sr. Árelíus markað spor á sjö áratug- um. Eg vel því að staldra við nokkur minningabrot, sem eg á um þenn- an æskumann, er aðeins eldist að árum en aldrei að sálarsýn. Eg sá sr. Árelíus fyrst í Mennta- skólanum í Reykjavík síðla vetrar 1937 er hann kom til að búa sig undir stúdentspróf, sem hann þreytti þá um vorið. Mér virtist hann feiminn og hlédrægur, jafn- vel dálítið „sveitamannslegur". Mér kom því á óvart er móðursyst- ir mín, Guðrún Breiðfjörð, spurði mig um vorið hvort eg þekkti ekki þenna unga mann, hann hefði mælt fyrir minni kvenna á Breið- firðingamóti, geysifjölsóttu. Aðra eins ræðu hefði hún aldrei heyrt, og hrifning samkomugesta stór- kostleg. Þessi frétt fór reyndar eins og eldur í sinu um ganga menntaskólans næsta mánudag og birti skólafélögum nýja og óvænta mynd af þessum nýsveini. Það var hætt að skopast að sveitamannin- um. Nú litu menn til hans með undrun og aðdáun þar sem hann stóð einn og hallaðist upp að vegg í stundarhléum. Svona er sr. Árelíus, einförull, stundum þögull og fáskiptinn, en þó hinn mesti samkvæmis- og gleðimaður, gæddur kynngikrafti orðgnóttar og mælsku, sem raunar hefur gert hann að einum þekkt- asta predikara þjóðarinnar á þess- ari öld. Slíkt orð fór fljótt af honum eftir að hann hóf prestskap fyrst í Hálsprestakalli, síðar í Stað á Reykjanesi, svo á Eyrarbakka og loks í Langholtsprestakalli hér í Reykjavík frá 1952 og til síðustu áramóta. Við byrjun starfsferils hans hér hófust persónuleg kynni okkar og urðu mjög náin fyrsta röskan áratuginn, þar eð mér voru þar falin nokkur afskipti leik- manns af safnaðarstarfi. Strax sannreyndi eg og æ síðan — að hann væri engi meðalmaður, raunar engum öðrum líkur: ham- hleypa til allra verka, óþreytandi, þótt hver vigslan og helgiathöfnin ræki aðra frá morgni til miðaft- ans. Ræður sínar og greinar sem- ur hann að morgni meðan aðrir sofa sem fastast, en að kvöldi lá leiðin ýmist í heimsóknir til volaðra og vesælla eða til ávarpa og erindaflutninga á samkomum eða félagsmótum. Engin þreyt- umerki man eg við lok fermingar um 80 barna í troðfullri Fríkirkj- unni og þann sunnudaginn átti hann eftir að gifta og skíra á nokkrum stöðum. Séra Árelíus er tilfinningamað- ur mikill, ör í skapi og oft óþolinmóður. En þrátt fyrir það og allar annir henti það aldrei að hann hraðaði athöfn sinni, flýtti sér við ræðuflutning, lestur ritn- ingarorða eða bænamál. Slík ró og helgi fylgdi öllum þeim athöfnum, að hvort heldur var skírn, fer- ming, hjónavígsla eða kistu- lagning, þá varð sú stund heilög öllum viðstöddum. Slíkar minn- ingar á eg margar og er ekki einn um að þakka. I hávaða og flug- hraða þessarar aldar er hverjum manni þörf — jafnvel lífsnauðsyn — að eiga sér hljóðar stundir, þar sem helgimál, fyrirbænir og blíð- ómar fylla umhverfi manns og hjörtu helgum friði og ró. Þetta er öðru fremur hlutverk kirkjunnar — en eigi öllum auðvelt að ieysa það af hendi sem skyldi. Eldheitar hugsjónir ungmenna- félagshreyfingarinnar hafa gegn- sýrt líf og starf séra Árelíusar, gert hann að postullegum draum- óramanni, sem vill gerbreyta þjóð- félaginu, útrýma bölvaldi áfengis og annarra eiturlyfja, gera dans- leiki að guðsdýrkun. Þessar hugsjónir hans — eða hugarórar spámannsins — hafa tíðum leitt til misskilnings, jafn- vel andstöðu eða reiði, og upp- skera hans oft orðið vonbrigði og sársauki. En þetta er og hefur verið hlutskipti allra sem hugsa hærra en fjöldinn — eiga sér sitt Hálogaland, sem snertir himininn sjálfan og á hlutdeild í honum. Margir spámenn liðinna árþús- ur.d? hafa með þrumuröddu boðað lýðnum afturhvarf og iðrun, vísað veginn til sæluríkis og sólheima, farið um götur og torg fyrir fagnandi fylgjendum. En krafan um iðrun og afturhvarf hefur orðið mörgum ofraun, svo að fagnaðarópin hafa breyst í hróp og háðsyrði. Það er erfitt hlut- skipti að vera langt á undan samtíð sinni. En hvar væru fram- farir ef enginn fyndist draumóra- eða hugsjónamaður? Olnbogabörn og svonefnd úr- hrök samfélagsins hafa oft leitað til séra Árelíusar eða hann vitjað þeirra. Þar vill hann örugglega breyta að boði meistarans að sinna „hinum minnstu bræðrum". Starf hans að slíkum mannúðar- málum hefur líka hlotið opinbera viðurkenningu auk þakklætis margra líðandi og venslafólks þeirra. Líklega hefur séra Árelíus átt sínar mestu gleðistundir í starfi meðal barna í smábarnaskóla sín- um og barnasamkomum. Ógleym- anlegar eru slíkar samkomur í gamla íþróttabragganum á Há- logalandi. Vetrarmorgunn og snjóföl yfir jörðu. Úr ölium áttum streyma börnin að í frostkyrrðinni og innan skamms fyllist þetta hrörlega hús af gleðisöng 700 barnsradda, síðan eru greipar spenntar og alkyrrð ríkir meðan saga er lesin eða farið með Faðir vor. — Þetta voru unaðsmorgnar, og gainli bragginn varð að helgi- setri þótt hrörlegur væri. — Minningarnar streyma að. Sumarhátíð safnaðarins á grund- um við Suðurlandsbraut á sér ekki hliðstæðu í kirkjulífi höfuðborgar- innar: messa undir berum himni, síðan ræður, upplestur, leikþættir eftir sr. Árelíus, söngur, veitingar og að lokum dans á palli fram á bjarta sumarnótt. Þar þurfti ekki að óttast áfengi þótt engin væri löggæsla en mannfjöldi víðsvegar að. Þær stundir voru örugglega í anda sr. Árelíusar — og öllum viðstöddum til sannrar gleði. Fáir sóttu að jafnaði biblíu- lestrarkvöldin hjá sr. Árelíusi, en allir gengu þaðan ánægðir og fróðari af fundi. Auk orða- og efnisskýringa, sem mjög juku þekkingu manna, þá birtist þátt- takendum ljós aðdáun og glögg- skyggni leiðbeinandans á fegurð og mætti móðurmálsins. Alkunna er, hve hagur hann er á íslenska tungu, í ræðu og riti, bundnu máli sem óbundnu. Éigi verður honum orðvant þótt lítill fyrirvari gefist um þýðingar eða frumsamda texta, hvort heldur er til kirkju- söngs eða á dansstöðum. Mun þar margt standast tímans tönn. Séra Árelíus er barn síns tíma, með óvenju sterkar rætur í fortíð lands og sögu, en óskaheimur framtiðarinnar birtist honum stundum sem veruleiki væri. Sá sem lifir þannig í fortíð, nútíð og framtíð, verður oft misskilinn og svo hygg eg vera um séra Árelíus. Sjóndeildarhringur okkar flestra er svo miklu þrengri, aðeins fáum er gefin sýn til allra átta í tíma og rúmi. Stundum hefur mér fundist sr. Árelíus mannlegt tákn þeirra andstæðna, sem land okkar er svo auðugt af, þar sem ægieldar og ísbreiður eru hlið við hlið, um- vafðar gróðurvinjum eða öræfa- auðnum, en lindahjal og lóusöngv- ar kveðast á við brimgný og bergfossa. En sú var ein hamingja séra Árelíusar í ölduróti starfsára sinna að eiga sér traustan förun- aut. Frú Ingibjörg Þórðardóttir var í óvenju ríkum mæli gædd rósemi, æðruleysi og öryggi. Sáust þar sjaldan skapbrigði, þótt stór- hugur bónda hennar eða svipti- vindar samfélagsins færu hamför- um. Við fráfali hennar árið 1978 óttuðust margir að missirinn yrði meiri en hinn tilfinningaríki maki hennar þyldi. En séra Árelíus sannaði okkur enn einu sinni hve margslungnir eru magnþættir hans. í bitrustu sorginni birtist máttur hans. Kveðjustundum þeirra hjóna við kistu og gröf munu engir viðstaddir gleyma. ★ Eg lýk þessum fátæklegu af- mæliskveðjum frá okkur hjónun- um og börnum okkar með lítilli tilvitnun í bréf, er séra Árelíus reit mér fyrir nokkrum árum: „Það er komið kvöld og ég hef aldrei viljað troða neinum um tær, þótt mér hafi komið vel að stíga fullum fæti til jarðar." Bestu þakkir fyrir gengin spor. Þeirra gætir víða. Helgi Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.