Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1980 17 Birgir ísl. Gunnarsson Um landbúnað og kommúnur í Kína Kínverjar leggja alls staðar mikla áherzlu á fortiðina. t kommúnu þeirra, sem við borgarfulltrúar úr Reykjavik heimsóttum i Canton, var þessi mynd tekin við tré, sem Kínverjar sogðu að væri minnst þúsund ára gamalt og var saga trésins letruð á skilti, sem fest var við stofn þess. Ég hef í tveimur greinum hér í Mbl. greint nokkuð frá ferðalagi okkar þriggja borgarfulltrúa úr Reykjavík um Kína í byrjun júlí-mánaðar. Fyrri greinin fjallaði um lífskjör í Kína, en sú siðari sagði frá viðtali okkar við einn af varaforsætisráðherrum landsins, þar sem m.a. utanrík- isstefna Kínverja og menningar: byltingin var til umræðu. í þessari grein verður nokkuð fjallað um landbúnað í Kína og verður það fyrri greinin af tveim um atvinnulíf þar í landi. Aðalatvinnuvegur Kínverja er landbúnaður, en þar á eftir léttur iðnaður, en þungaiðnaður fer einnig vaxandi. Langstærsti hluti landbúnaðarframleiðslu Kínverja fer fram í „Kommún- um fóiksins", eins og þeir sjálfir kalla það. í Kína eru yfir 52 þúsund kommúnur og eru þær mjög misstórar, bæði að því er landsvæði og fólksfjölda snertir. Kommúnan er eigandi lands- ins, framleiðslutækjanna (véla og verkfæra), húsdýranna og alls húsnæðis. Kommúnurnar eru undir stjórn Kommúnistaflokks- ins og starfa í tengslum við hann, en þó hafa þær sjálfstjórn um ýmislegt, sem snýr að sjálfri framleiðslunni. Kínverjar beita samkeppni í vaxandi mæli á milli kommúna og þar sem hver kommúna er ábyrg fyrir af- rakstri framleiðslunnar og þar með lífskjörum síns fólks hafa kommúnurnar nokkurt sjálfræði um framkvæmdastjórn, fram- leiðsluáætlanir og dreifingu framleiðslunnar. Einstakir bændur eða fjöl- skyldur innan kommúnanna fá í auknum mæli að rækta sinn eiginn landskika eða halda nokkrar skepnur, ýmist til eigin neyzlu eða til að selja á markaði. Var vissulega athyglisvert að sjá endalausar raðir bænda og búa- liðs á vegum í sveitahéruðunum á leið til markaðarins til að selja afurðir sínar. Þar mátti sjá hið fjölbreytilegasta mannlíf, menn ýmist hjólandi, gangandi eða í vögnum með nokkrar melónur í kassa, eða tvær hænur bundnar saman á fótunum og hengdar yfir stýrið á hjólinu eða rýtandi svín bundið niður á bögglabera reiðhjóls einhvers bóndans á leið til hinna þéttbýlli staða. 80% af landbúnaðarfram- leiðslu Kínverja kemur frá kommúnunum, 4% frá sérstök- um ríkisbúum og 16% frá ein- staklingum, sem hafa leyfi til eigin framleiðslu eins og að ofan getur. Hver kommúna er eins og þjóðfélag út af fyrir sig. Flestir fæðast inn í sína kommúnu, lifa þar og starfa alla sína ævi og deyja þar. Kommúnan sér mönnum fyrir öllum lífsnauð- synjum og í rauninni eru menn bundnir sinni kommúnu og fara þaðan ekki. Innan hverrar kommúnu fer fram mjög fjöl- þættur rekstur, ekki aðeins í landbúnaðarframleiðslu, heldur einnig á sviði iðnaðar, en það gerist nú æ tíðara að kommún- urnar hefji iðnrekstur í ein- hverjum mæli. Fyrir Vesturlandabúa, sem fer um sveitahéruð Kína, vekur mesta athygli, hversu mikið er unnið með höndunum. Á ökrun- um eru endalausar raðir fólks að störfum, plógar eru dregnir af uxum eða buffalóum og fólkið ber uppskeruna á sjálfu sér. Þó segja Kínverjar að véla- kostur hafi aukizt mikið í land- búnaði og nefna einkum þreski- vélar, dælur fyrir hinar miklu áveitur og vélabúnað til full- vinnslu á ýmsum landbúnaðar- vörum. Á ferðalagi okkar heim- sóttum við tvær kommúnpr. Önnur var í nágrenni Peking og þar var viðdvölin mjög stutt, en tilgangur ferðarinnar fyrst og fremst að sýna okkur andabú, þannig að við gætum séð, hvern- ig þeir framleiddu þær góðu endur, sem Pekingbúar matreiða af mikilli list. Hin kommúnan var í nágrenni Canton-borgar í Suður-Kína. Grundvöllur þeirrar kommúnu var ávaxtarækt. Loftslagið nálg- ast hitabeltisloftslag og þarna eru ræktaðar nánast allar teg- undir ávaxta, sem nöfnum tjáir Úr Kínaferð: að nefna. Hver tegund hefur sinn uppskerutíma, sem dreifist á árið þannig að alltaf eru einhverjir ávextir í gangi. I þessari kommúnu höfðu verk- smiðjur verið settar upp til fullvinnslu afurðanna. Þarna voru ávextir pakkaðir í neyt- endaumbúðir, m.a. til útflutn- ings, soðnir niður eða breytt í sultu eða mauk, sem sett var á glös. Við þetta vann fjöldi fólks við nokkuð frumstæðar aðstæð- ur, en þó mátti sjá þarna m.a. nýtízku pökkunarvélar. I hverri kommúnu eru alls kyns þjón- ustufyrirtæki, eins og viðgerðar- verkstæði fyrir vélar og jafnvel framleiðsla á einföldustu farar- tækjum, eins og reiðhjólum og dráttarvéium. Stefnan var sú, að hver kommúna skyldi vera sjálfri sér nóg í sem flestum greinum, en nú er það að breyt- ast og aukin verkaskipting að halda innreið sína. Ekki verður skilið svo við landbúnað í Kína, að ekki verði minnst á fiskveiðar, en þar eins og víðar flokkast þær undir landbúnað. Kínverjar eru mikil fiskveiðþjóð og fiskur er oft á borðum í Kína. Þeir rækta einn- ig mikinn fisk og m.a. heimsótt- um við fiskræktunarstöð í Nan- king. Þar var fiskur ræktaður til neyzlu í stóru stöðuvatni, sem er innan borgarmarkanna. Við spurðum ráðamenn í Kína að því, hvort þeir hefðu ekki áhuga á að kaupa fiskafurðir frá Is- landi? Þeir töldu það ekki vera. Helzt væri það fiskimjöl til dýrafæðu, en að öðru leyti þyrftu þeir ekki að flytja inn fisk. Sama er reyndar um flestar aðrar landbúnaðarvörur. Það er helzt, þegar uppskerubrestur verður af náttúrunnar völdum, að þeir þurfa að flytja inn landbúnaðarvörur. forystumanna þessara flokka beggja. Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein leiddu, hver eftir annan, þetta samstarf — af hálfu Sjálfstæðis- flokksins. Hjá samstarfsflokknum hvíldi samstarfið ekki sízt á Gylfa Þ. Gíslasyni. Öll viðreisnarárin, 11 talsins, var meðalverðbólga á ári innan við, oft vel innan við 10%. Vinstri stjórnin, sem tók við stöðugleika í verðlagi og jafnvægi í efnahags- málum 1971, skilaði þjóðarbúinu í meira en 50% verðbólgu þremur árum síðar. Þannig hófst hruna- dans verðbólgunnar. En það er önnur saga, sem ekki var ætlunin að fjalla um nú. Alþýðubandalagið hélt uppi rógsherferð — árum saman — á hendur Gylfa Þ. Gíslasyni. Ástæð- urnar vóru fyrst og fremst hlut- deild hans að Viðreisn, þ.e. póli- tískri útlegð Alþýðubandalagsins, og ákveðni hans um öryggissam- starf við vestrænar lýðræðisþjóð- ir. Þessi markvissi, persónulegi áróður síaðist smám saman inn í Alþýðuflokkinn. Ekki er hægt að staðhæfa hér, að árangur hans hafi haft áhrif á þá ákvörðun Gylfa að draga sig í hlé sem formaður Alþýðuflokksins, en ekki er ólíklegt að svo hafi verið. Nú heggur Alþýðubandalagið í sama knérunn gagnvart formanni Sjálf- stæðisflokksins, Geir Hallgríms- syni. Þó ótrúlegt sé, hefur þessi rógsherferð reynzt nokkurskonar Paradísarheimt þríeykis þess (Hjörleifs, Ragnars og Svavars), þ.e. lyft þeim á ný í ráðherrastóla. En nóg þar um. Benedikt Gröndal, núverandi formaður Alþýðuflokksins, er vel hæfur stjórnmálamaður. Hér skal á engan hátt að honum vegið né reynt að rýra hans hlut í saman- burði við formennsku Gylfa Þ. Gíslasonar, enda slíkur saman- burður oft út í hött. Engu að síður er ljóst að það eitt að skipta um formann dugði Alþýðuflokknum skammt. Ekki eru heldur allir flokksmenn sáttir við formennsku Benedikts, sem naumast er í frásögu færandi. Dr. Bragi Jós- epsson, lektor, bauð sig fram gegn formanninum í prófkjöri um efsta sæti framboðslista Alþýðuflokks- ins í Reykjavík á sl. hausti. Hvort sagan endurtekur sig, þá er for- mannskjör verður á döfinni, skal ósagt látið. Hitt er efalítið, að margur „óbreyttur" flokksmaður mun harma það nú, að langtíma áróður Alþýðubandalagsins gegn Gylfa Þ. Gíslasyni skyldi bera árangur þar sem sízt skyldi. Stundum er talað um „dulbúið atvinnuleysi". Um Alþýðuflokkinn má segja, að hannn búi nú við „dulbúið foringjavandamál", sem er flokknum harla hættulegt. Formadur í skugga „ókrýnds foringja“ Steingrímur Hermannsson var á sínum tíma kjörinn formaður Framsóknarflokksins, — eða svo var frá greint í fjölmiðlum. For- mannsstimpillinn er hins vegar heldur „daufur" í vitund almenn- ings. Jafnvel hörðustu framsókn- ^rmenn tala enn um Ólaf Jóhann- esson sem „ókrýndan foringja" flokksins. Ótvírætt stendur Steingrímur enn í skugga Ólafs í almannaaugum, ekkert síður framsóknarmanna en annarra. Ekki er ólíklegt að valdastaða hans í flokknum, þó formaður heiti, sé í sömu veru. Ólafur er enn „þungavigtarmaður" flokksins, Steingrímur „léttvigtarmaður". Þessar aðstæður há hinum nýja formanni í því að setja „sinn stíl“ á Framsóknarflokkinn. Þá hefur öldugangur í stjórnarsamstarfinu valdið ágjöf á hinn nýja flokks- formann. Ólafur Ragnar Gríms- son, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, sem sjálfur er ekki tiltakanlega hógvær, þögull né stirðmáll, staðhæfir, að „blaðrið í Steingrími", eins og hann orðar það, „sé að verða efnahagsvanda- mál“. Hér er að því vikið, að Steingrímur Hermannsson þykir opinn við fjölmiðlafólk, en kann sig lítt í „feluleik" Alþýðubanda- lagsins, sem hefur sérhæft sig í að fara „á bak við sauðsvartan al- múgann". Árásir Alþýðubandalagsins á Steingrím Hermannsson, formann Framsóknarflokksins, munu fyrst og fremst stafa af því, að hann segir í orði það sem Álþýðubanda- lagið pukrar með undir borði. — Hann segir hreint út það sem hann hyggur óhjákvæmilegt að gera í verðbólguhömlun. Hann segir opinskátt „að dagar ríkis- stjórnarinnar séu taldir, ef áfram eigi að ríkja 50—70% verðbólga", þ.e. ef áfram eigi að fljóta að feigðarósi aðgerðarleysisins. Sennilega styrkir belgingur Ólafs Ragnars Steingrím, en veikir ekki, enda verkar ómaklegur áróður oft öfugt við tilganginn. Eftir sem áður stendur sú stað- reynd, að ýmsir mætir menn töldu Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, betur fylla út í það „rúm“ sem hinn „ókrýndi foringi" skyldi eftir á formannsstóli Framsókn- arflokksins. Þá urðu nokkur átök í Fram- sóknarflokknum um kjör vara- formanns. Flokkskerfið studdi Jón Helgason, alþingismann í Segl- búðum. Hann beið hinsvegar lægri hlut fyrir Halldóri Ásgrímssyni, þingmanni af Austfjörðum, sem er helzti talsmaður Framsóknar- flokksins í skattamálum og ríkis- fjármálum. Það kjör mun líkleg- ast styrkja þau öfl í Framsóknar- flokknum, sem knýja vilja fram einhverjar raunhæfari efnahags- ráðstafanir en Alþýðubandalagið hefur viljað fallast á til þessa. En það er á óvissan að róa þar sem er afstaða Framsóknarflokksins til efnahagsvanda þjóðarbúskapar- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.