Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 Fyrsta loðnan á vertíðinni til Sigluf jarðar Sifflufirði, 8. september. SÆBJÖRG VE kom hingað í dag með um 500 tonn af loðnu og er þetta fyrsta loðnan, sem landað er á þessari vertíð. Verksmiðja SR tekur væntanlega fljót- lega til starfa. Þá landar Sigluvíkin hér um 120 tonn- um af fiski á morgun. Rangá- in er hér inni og tekur brotajárn, sem Elkem Spi- gelverket í Noregi kaupir af Sindra hf. Héðan fara nú 6— 700 tonn af brotajárni frá Síldarverksmiðjum ríkisins. Þeir voru snöggir að því strákarnir á Saebjörgu að fá í bátinn, en Sæbjörgin landaði i gær um 500 tonnum af loðnu í Siglufirði. Myndin er tekin i Vestmannaeyjum i síðustu viku er verið var að taka nótina um borð. (Ljóem. Siuunfdr) Þjóðhátíðarsjóður fær um 120 milljónir fyrir sölu lýðveldismyntar REIKNINGAR vegna sölu hinn ar sérsiegnu lýðveldismyntar hafa nú verið gerðir upp og reyndist hagnaður nema tæplega 120 milljónum króna, sem rennur til Þjóðhátiðarsjóðs, en stjórn sjóðsins var tilkynnt i lok marz s.l„ að bankaráð Seðlabankans hefði ákveðið að tillögum banka- stjórnar, að hagnaður sá, er kynni að verða af sölu myntar- innar, yrði látinn renna til Þjóð- hátíðarsjóðs. Sala hinnar sérslegnu lýðveld- ismyntar hófst í lok marzmánaðar Skapar veruleg vandræði fyrir útflytjendur verði litið flug til Bandarikjanna, segir Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Hildu hf. „FARI fram sem horfir, að lítið sem ekkert áætlunarflug verði til Bandarikjanna i vetur, munu skapast veruleg vandræði hjá ullarútflytjendum, sem mjög hafa þurft að treysta á flugsam- göngur með vörur sínar,“ sagði Þráinn Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Hildu h.f., i samtali við Mbi. i gærdag. „Nærri þriðjungur af allri út- fluttri ullarvöru fer á markað í Bandaríkjunum og Kanada og þessi mikla sala hefur byggzt á því, að við gætum sinnt pontunum fljótt og vel, sérstaklega hefur þetta átt við svokallaðar eftir- pantanir. Fyrirtækin vestra hafa pantað eitthvað ákveðið magn í upphafi, sem hægt hefur verið að flytja með skipum. Síðar vilja þessir kaupendur okkar fá viðbót- armagn, eftir því hvernig gengur að selja vöruna, og þá þýðir ekkert annað en að senda þær pantanir flugleiðis nánast samstundis, sagði Þráinn ennfremur. Aðspurður um hvað ullarút- flytjendur hygðust gera í málinu, sagði Þráinn, að margar hug- myndir hefðu verið ræddar. Til dæmis kæmi til greina, að senda ullina fyrst til Evrópu, annað- hvort með skipum eða flugvélum, en frá Evrópu yrði síðan flogið með hana til ákvörðunarstaðar. Þá væri verið að kanna möguleika á leiguflugi hverju sinni. Þráinn sagði, að töfin við það að senda ullina með skipum til Bandaríkj- anna væri um það bil mánuður. Að síðustu sagði Þráinn, að salan á Bandaríkjamarkaði hefði gengið vonum framar hjá Hildu, þeir hefðu varla undan við að anna eftirspurn. Fjárlagalrumvarp í prentun eftir viku sl. og stóð til miðs ágústmánaðar, en þá seldust síðustu settin af þeim 15000, sem útgefin voru. Til þess að hlutur Þjóðhátíð- arsjóðs yrði sem mestur ákvað bankastjórnin að reikna bankan- um hvorki þóknun fyrir undirbún- ing og umsjón með útgáfu mynt- arinnar né sölulaun fyrir tæplega 3000 sett, sem seld voru í af- greiðslu bankans. Eldsneyti Flug- leiða undir samn- ingsbundnu Rotterdamverði MORGUNBLAÐIÐ spurði Sig- urð Helgason forstjóra Flug- leiða að því í gær hvort til- kynnt lækkun á olíum sam- kvæmt Rotterdamverði kæmi Flugleiðum til góða. „Rotter- damverðið snertir okkur ekki að þessu leiti," svaraði Sigurð- ur, „við sömdum í maí sl., um kaup á eldsneyti sem við þurf- um að nota fram í nóvember og það verð er lægra en samnings- bundið verð sem talað er um.“ Starfsmenn Gæzlunnar í þjálfun hjá Sikorsky UNDANFARNAR 3 vikur hafa 2 flugmenn og 2 flugvirkjar Landhelgisgæzlunnar verið i þjálfun hjá Sikorsky-verksmiðjunum í Bandaríkjunum. Eins og kunnugt er hefur Landhelgisgæzlan fest kaup á þyrlu hjá þessum verksmiðjunv, og verður hún væntanlega afhent á næstunni. Enn er ekki ljóst hvenær þyrlan verður afhent, en rætt hefur verið um að varðskipið Ægir sækji þyrluna þegar þar að kemur. Kom upp um flokk 10-12 ára þjófa LÖGREGLAN kom um helgina upp um flokk þjófa, sem munu vera með þeim allra yngstu, sem hún hefur haft afskipti af. Þjófarnir reyndust vera þrír og á aidrinum 10—12 ára. Drengirnir brutust inn í hús við Skipholt og stálu úr verzlun og tannlæknastofum nokkrum hundruðum þúsunda króna, auk þess sem þeir unnu skemmdar- verk í húsinu. Þá brutust þeir einnig inn í Pennann við Hall- armúla. Lögreglan hafði upp á piltunum um helgina og leikur grunur á að þeir hafi eitthvað meira á samvizkunni. STJÓRNARLIÐAR og fjármáia- ráðuneytið er nú að leggja sið- ustu hönd á fjárlagafrumvarpið, sem Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra sagði Morgunblaðinu i gær, að yrði tilbúið I lok þessarar viku. Fer frumvarpið í prentun næstkomandi mánudag. Ragnar kvað mjög langan að- draganda vera að prentun og frágangi frumvarpsins. Kvaðst hann stefna að því, að frumvarpið yrði nú tilbúð með um það bil eins mánaðar fyrirvara, en Alþingi verður kvatt saman eftir lok fyrstu viku októbermánaðar. o INNLENT Viðræður á ný? GUÐLAUGUR Þorvaldsson, rík- issáttasemjari og sáttanefnd ríkisins hafa boðað aðila vinnu- „Mér var síðan stillt upp við vegg í útvarpinu“ „FRÉTTASTOFA útvarpsins birti ekki allar minar athuga- semdir við fréttafiutning þeirra sl. sunnudag, en fréttirnar gáfu mjög ranga mynd af þvi sem er sannleikanum samkvæmt,“ svaraði Sigurður Helgason for- stjóri Flugleiða aðspurður um fréttaflutning i útvarpi um flugmálin um helgina, en þar var mikið um leiðréttingar að ræða miili fréttatíma. „Þeir höfðu m.a. rangt eftir mér og sögðu, að 4 milljarða tap hefði orðið á kaupum á DC-10 vél Flugleiða. en leiðrétting var ekki birt. Að sjálfsögðu var um 4 milljarða króna tap að ræða i rekstri vegna stöðvunar vélar- innar á háannatíma. Ég bað einnig um leiðréttingu á frétt- um um afkomu á Norður- Atlantshafsfluginu, hún var tekin niður en ekki birt, en hins vegar var sagt, að um ágrein ing væri að ræða um stöðu mála i þessum efnum milli mín, væntanlega, og fréttamanna. Þá kom fram í útvarpi á föstudagskvöld, að forsætisráð- herra Luxemburgar hefði sagt á venjulegum blaðamannafundi að loknum ríkisstjórnarfundi í Lux- emburg sama dag, að ástæðan fyrir því að slitnað hefði upp úr viðræðum, hafi verið sú, að Flugleiðir hefðu ekki boðið fjár- magn til hugsanlegrar sam- vinnu. Mér var síðan stillt upp við vegg í útvarpinu og gat aðeins svarað því til að það kæmi mér mjög á óvart ef forsætisráðherrann hefði sagt þetta, því þetta atriði hafði ekki verið rætt. Ég aflaði mér síðan upplýsinga næsta dag frá Lux- emburg og ekkert slíkt kom fram í ummælum ráðherrans. Enda er það ljóst, að ef forsætisráðherra Luxemburgar hefði sagt eitthvað á þessa leið, hefði það verið birt í þarlendum blöðum eins og málið er í brennidepli þar eins og hér. Ég staðhæfði því, að fréttamenn útvarpsins hefðu rangfært þessar fréttir eða feng- ið þær brenglaðar, en hins vegar kom samskonar frétt í einu íslenzku dagblaði á laugardegin- um, Þjóðviljanum. Það er einnig athyglisvert í fréttamati úr því að fjallað er um þetta atriði, að útvarps- fréttamennirnir skyldu ekki geta um það sem haft var eftir forsætisráðherranum í blöðum ytra þar sem hann lagði sérstaka áherzlu á, að til þess að varð- veita uppbyggingu flugs í Lux- emburg þyrfti tæknikunnáttu, reynzlu og þekkingu, en þetta eru atriði, sem við vöktum sér- staka athygli á.“ markaðarins, Alþýðusamband ís- lands og Vinnuveitendasamband lslands saman til fundar á morg- un, miðvikudag klukkan 09. Sáttanefndin átti i gær fundi með aðiium i sitthvoru lagi. Guðlaugur Þorvaldsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að óvíst yrði, hvort fundurinn á morgun yrði þannig að aðilar ræddust við, eða hvort sami hátt- ur yrði hafður á málum og var í gær. Slíkt yrði að ráðast. Morgun- blaðið spurði, hvort í bígerð væri sáttatillaga frá sáttasemjara og sáttanefnd og kvað hann ekkert unnt að segja um það á þessu stigi, málin myndu ráðast eftir fundinn á morgun. Hann kvað þó sáttatil- lögu heldur ólíklega. Nýr Hólmatindur SKUTTOGARINN Hólmatindur SU 220 kom til Eskifjarðar í gærkvöldi. Skipið er fimm ára gamalt og keypt í Frakklandi, en upp í kaupin gekk 13 ára gamalt skip með sama nafni, sem Hraðfrystihús Eskifjarðar hafði gert út í 10 ár. Skipstjóri á Hólma- tindi er Arbjörn Magnússon. Á næstunni verða gerðar nokkrar breytingar á skipinu hjá Slippstöð- inni á Akureyri og er reiknað með að þær taki um einn mánuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.