Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 5 Kaffipakk- inn hækk- ar í1290 HÆKKUN á nokkrum nauð- synjavörum tók gildi í gær, eins og írá var skýrt í Mbl. á sunnu- daginn. Mbl. fékk nokkur dæmi um hækkanir hjá Verðlagsstofnun- inni í gær. 500 gramma fransk- brauð hækkar úr 284 í 300 krónur og er hækkunin 5,6%. 500 gramma heilhveitibrauð hækkar úr 284 í 310 krónur, eða um 9%. Malt- brauð, 675 grömm, hækkar úr 270 í 280 krónur, hækkun 3,3%. 19 cl. kókflaska hækkar úr 130 í 140 krónur, eða um 7,7% og 25 cl. appelsínflaska hækkar úr 170 í 180 krónur, eða um 5,9%. Þá hækkar kaffipakkinn úr 1185 í 1290 krón- ur, eða um tæp 9%. Loks hækka farmiðar í innan- landsflugi um 7%. Þannig hækkar farmiðinn frá Reykjavík til Akur- eyrar í 25.200 krónur og farmiðinn frá Reykjavík til Egilsstaða hækk- ar í 33.750 krónur. Flugvallargjald er innifalið í verðinu. 75 ára afmæli 75 ÁRA er í dag, 9. september frú Sigríður Björnsdóttir, fyrrum húsfreyja að Sýrlæk í Villingaholtshreppi, nú að Birkivöllum 34 á Selfossi. — Sigríður er ekkja Halldórs Vil- hjálmssonar smiðs á Sýrlæk. Leiðrétting I BLAÐINU sl. laugardag var sagt, að Guðnýju Guðmundsdóttur og Mark Reedman hefði verið boðið til Bandaríkjanna til þess að leika þar fiðlusónötur Beethovens. Hér er ekki rétt með farið, Philip Jenkins og Guðnýju var boðið til þessa tónleikahalds. Prófessor í vefjafræði FORSETI íslands hefur að tillögu menntamálaráðherra skipað Guð- mund Georgsson prófessor í líf- færafræði (vefjafræði) í lækna- deild Háskóla íslands frá 1. ágúst 1980 að telja. Bílvelta í Laugardal BÍLL úr Reykjavík valt í Laugar- dal, rétt vestan Efstadals, á sjöunda tímanum á laugardaginn. Selfosslögreglan kom á staðinn og var þrennt úr bifreiðinni flutt á sjúkrahús í Reykjavík. Hafir þú gert góö kaup á útsölunni, þá gerir þú enn betri kaup núna. Vörur frá Verzl. Karna- bæjar — Bonaparte, Garbó og aö sjálf- sögðu Bonanza. Nýjar útsöluvörur bætast við daglega. 70°/i 0 afslattur 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.