Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 Oltuleit I Nurftur-Noreifi hafin. Eyjólfur Guðmundsson skrifar frá Noregi: Olía — Svalbarði — Friðargæsla o.fl. Góðviðri SUMAR það sem nú er að líða verður að teljast með betri sumrum hér í Noregi. Þó með þeirri undantekningu að hitar voru miklir og langvarandi í N-Noregi með þeim afleiðingum að gras sölnaði í sumum byggð- arlögum. Rigndi lítið á tímabil- inu 17. maí — 20. ágúst, og skapaðist af þessu vandræða- ástand, einkum í Lofoten og á Hálogalandi. Skógareldar kvikn- uðu, og lyng og kjarr brann á nokkrum stöðum. Var eldur laus í samfellt 3 vikur og reyndist bæði erfitt og seinlegt fyrir slökkvilið að ráða niðurlögum hans. Um meginMuta landsins hefir veðráttan verið hagstæð. Hiti hefir verið 20—30 stig, og hæfi- legt úrkomumagn meginhluta sumarsins. Gert er ráð fyrir að uppskera grænmetis, ávaxta og korns verði langt yfir meðallagi. Hjá sumum bændum verður upp- skera byggs betri en nokkru sinni áður. Olían Olíuleit er nú hafin fyrir utan N-Noreg og útlit fyrir að olía muni finnast þar. Hugsanlega verður hægt að ná til olíunnar á þurru landi, t.d. á eyjunum Andöy og Senja. Sérfræðingar í olíuleit álíta að svæðið milli 62. og 72. gráðu nlb. geti hugsanlega verið jafn olíuauðugt og Norður- sjórinn. Slysfarirnar á Norðursjónum sl. vetur, er olíupallurinn Alex- ander Kjelland valt, munu ekki hindra áframhald á olíuleit til hafs. Á hinn bóginn mun þetta hafa í för með sér strangari „Free-style“, fimleikar á skíft- um. öryggiskröfur, og því aukakostn- að og seinkun við olíuleitina. Vert er reyndar að geta þess að olíupallurinn Alexander Kjelland, er frönsk framleiðsla, og telja nú sumir Norðmenn að norsku olíupallarnir séu betri en þeir innfluttu. Svalbarði Haraldur ríkisarfi Noregs hef- ur ásamt konu sinni og börnum heimsótt Svalbarða. Þar norður undir heimskauti búa bæði Norðmenn og Rússar. Eru Norð- mennirnir um 1200, en talið er að Rússarnir séu um 2500. Báðar þjóðirnar vinna þarna kol úr jörðu, en kolavinnsla Rússanna er mun minni en Norðmanna, þrátt fyrir það að Rússarnir séu fjölmennari. Er því annaðhvort að Rússarnir eru lélegir kola- námumenn eða þeir eru upp- teknir við önnur verkefni en námugröftinn! Norðmenn telja Svalbarða hluta af norska ríkinu, og er heimsókn ríkisarfans óbein und- irstrikun á því. Hinsvegar hafa Rússar þrjóskast við að virða iög og tilskipanir, sem Norðmenn hafa ákveðið. Meginhluti Norðmanna býr í þorpinu Longyearbyen, en rúss- arnir að hluta í Barentsburg. Um jólaleytið mætast venjulega Rússar og Norðmenn til veislu- halda, og telja Norðmenn að hinir óbreyttu verkamenn meðal Rússanna séu yfirleitt kurteisir og hegði sér vel í þessum mann- fagnaði. Líbanon Norðmenn hafa nú um 1000 manns í friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Líbanon. Hefir aukin ábyrgð fallið í hend- ur norsku hermannanna, en það hefir komið í ljós að þeim hefir gengið betur að stilla til friðar en hermönnum frá öðrum þjóð- um, sem annast þarna friðar- gæslu. Aðalvandamálið er „byssu- kóngurinn" Majór Haddad" líb- anskur æfintýramaður. Hefur hann yfir að ráða nokkur hundr- uð vel vopnuðum mönnum, sem njóta stuðnings frá ísrael. Er Haddad þessi sagður duttlunga- fullur og skotglaður mjög, og komið hefir fyrir að menn hans hafi skotið viðvörunarskotum ískyggilega nálægt varðstöðvum Norðmanna. Varðstöðvar Norðmanna eru að nokkru leyti neðanjarðar. Eru það steyptar hvelfingar, þar sem flestir sofa rólega, þrátt fyrir skothvelli og fallbyssudrunur sumar nætur. íþróttir fyrir þá hraustustu Köfun er nú að verða vinsæl íþróttagrein, og er álitið að 5—6 þúsund manns fáist við köfun árið um kring. Hægt er að læra hér köfun og er mikil eftirspurn eftir köfurum vegna olíuvinnsl- unnar á Norðursjónum. Margir leggja einnig stund á köfun vegna möguleikans á því að geta kafað niður á sokkin skip, og fundið þar verðmæta hluti. Viss grein á sviði skíðaíþrótt- arinnar hefur komið fram á síðustu árum. Er hér átt við það sem kallað er Free-style. Það er hopp og stökk og allt að fimleik- um á skíðum, en til að ná leikni í þessari íþrótt, er mikil þjálfun og jafnvægislist nauðsyn. Fall- hlífarstokk nýtur vaxandi vin- sælda, en tiltölulega fámennur hópur iðkar það að staðaldri. Til að iðka fallhlífarstökk og köfun á miklu dýpi þarf sterkar taugar og gott heilsufar. Þetta eru því íþróttir fyrir þá hraust- ustu og aðeins fyrir fólk á bezta aldri. Ein af mörgum varftstöftvum Norftmanna i Líbanon. í Titanic eru meiri auðæfi en nokkurn óraði fyrir Um miftjan síftasta mánuð fann hópur bandarískra leitar- manna flakið af einu frægasta skipi allra tíma. glæsiskipinu Titanic. Flakift fannst á 3658 metra dýpi djúpt suðaustur af Nýfundnalandi. Fyrir tæplega 70 árum, 15. apríl 1912, lagði þessi risa- vaxna gnoð upp í jómfrúrferft- ina og var ferðinni heitift frá Southampton i Englandi til New York i Bandarikjunum. Siglingarhraðinn var 21 hnútur á klukkustund. Þessari fyrstu ferft lauk með því. að skipift rakst á 27 metra háan borgar- isjaka og sökk i djúp hafsins. 1517 manns fórust meft skipinu. í fjárhirslum skipsins eru gíf- urleg verðmæti og skal hér getið nokkurra: Engin ijósmynd er til af Titanic þegar þaft var aft sökkva. Þetta olíumálverk, sem myndin sýnir, var gert eftir lýsingu þeirra, sem af komust. „Fyrirmyndar- verkamaðurinn14 sem gerði uppreisn Um fátt hefur verið meira rætt og ritað sl. daga en verkföllin í Póllandi. Miðstöð verkfallsmanna var í Gdansk. Fyrir 10 árum lögðu starfsmenn þar einnig niður vinnu og gerðu uppreisn sem krafðist mannslífa. Einn frægasti leikstjóri Póllands, Andrzej Wajda hefur tekið þennan atburð til umfjöllunar í kvikmynd- inni Marmaramaðurinn ásamt öðru viðkvæmu tímabili í sögu Póllands, Stalíntímabilinu. Myndin gr.einir frá ungri stúlku sem er við nám í kvik- myndagerð. Hún vinnur að loka- verkefni sínu og hefur ákveðið að gera mynd um ævi verka- mannsins Birkuts. Hann var talinn „fyrirmyndarverkamað- ur“ á Stalín tímabilinu og var m.a. gerð af honum marmara- stytta. Verkamaðurinn var múrari og dag nokkurn tók hann upp brennandi múrstein. Hann brenndist svo illa að hann gat ekki unnið meira. Var litið á þetta athæfi hans sem mótmæli gegn annað hvort samfélaginu eða því hvernig búið var að verkamönnum. Eftir það snéri Birkut sér að félagsmálum en besti vinur hans var handtekinn og ákærð- ur. Birkut reyndi að fá hann lausan en var þá handtekinn sjálfur og dæmdur í fangelsi. Að nokkrum árum liðnum var hann látinn laus á ný en hvarf síðan. Stúlkan rekur feril hans til skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk. Þangað fer hún og hittir son Birkuts. Hann segir henni að faðir sinn sé dáinn og leiðir hana að gröf hans. A legsteininum stendur: „Drepinn í Gdansk árið 1970". Ekki tekst ungu stúlkunni að ljúka við myndina því skólayfir- völd neita henni um filmur og vélar. „Áhorfendur sitja hins vegar eftir með þá fullvissu að Birkut hafi barist af krafti fyrir rétt- indum verkamanna í skipa- smíðastöðinni árið 1970 og hafi fyrir það látið líf sitt. Stúlkan hitti son Birkuts í skipasmíða- stöðinni fimm árum síðar. Skyldi hann vera meðal verk- fallsmannanna í Gdansk?" segir danska blaðið Politeken sem birti umsögn um Marmara- manninn nýlega. Vísbending um það hvað er að gerast? Marmaramaðurinn olli mikl----

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.