Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 11 MMHNK Siðasta myndin. sem tekin var af Titanic. Hún var tekin 10. april 1912 eftir að skipinu hafði verið siglt út úr hðfninni í Southampton. Fimm dögum seinna sðkk það eftir árekstur við borgarísjaka. Gullkistan á haf sbotni — Wittental-hálsbandið skreytt perlum og gimsteinum, sem metin eru á 11,2 milljarða króna. — Blái demanturinn, sem var í eigu Astor-fjölskyldunnar, að verðmæti 2,8 milljarðar króna. — Rúbín furstans af Denrap- ur, metinn á 1,4 milljarða. — Leðurskjóða með óslípuð- um demöntum, sem voru í eigu gimsteinafyrirtækis í Amster- dam. Verðmætið: 280 milljarðar íslenskra króna. — Gullstangir, sem vega 1500 pund og eru metnar á 44,8 milljarða króna. A sínum tíma var Titanic stærsta farþegaskip, sem smíðað hafði verið. Það var 268 metra langt og 46.329 brúttótonn á fjórum þilförum. Smíði þess tók þrjú ár og kostaði 8,4 milljarða króna. Þegar það stakk fyrst stöfnum í sjó þann 10. apríl 1912 var peningaaðall Gamla og Nýja heimsins samankominn um borð, Guggenheimarnir, Astor- arnir, Vanderbiltarnir og Rauðskjöldungarnir voru allir með sína svítuna. 317 milljóna- mæringar og fjölskyldur þeirra söfnuðust saman á tennis- og golfvellinum eða sötruðu viský á börunum á fyrsta farrými þar sem allt var skreytt með göml- um listmunum. Fimm aukalestir með 700 þjónum og starfsmönnum höfðu keppt við það í tíu daga að flytja farangur, bifreiðir, veðhlaupa- hesta og ótalda verðmæta list- muni frá London niður á bryggj- urnar í Southampton. Allt þetta hvarf í hafsins djúp — og rumlega 1500 manns að auki. Flestir eftirlifendanna 705 voru konur úr hópi fyrirfólksins og 29 börn þeirra. Þær sögðu frá því seinna, að þær hefðu komist af vegna þess, að flestir karl- mannanna hefðu hagað sér eins og herramönum sómdi þegar þeir horfðust í augu við dauðann og látið þeim eftir björgunarbát- ana. Þrjátíu vísindamenn og rit- höfundar hafa skrifað bækur um það, sem gerðist um borð í Titanic, þessari óhappafleytu, og reynt að komast að einhverri niðurstöðu. Tvær heimsstyrjald- ir og tunglganga hafa ekki megnað að draga úr því aðdrátt- arafli, sem þetta skelfilega slys hefur haft á menn. Aldrei fyrr hafa menn þó staðið því jafn nærri að komast yfir öll auðæfin, sem er að finna í myrkum afkimum Titanics þar sem það liggur á hafsbotni. Kostnaðurinn við útgerð „Fays“, skip bandarísku leitarmann- anna, var rúmur hálfur annar milljarður króna og það er olíukóngur frá Texas, Jack Grimm að nafni, sem hann ber. Grimm er enginn nýgræðingur í ævintýralegum uppátækjum því að áður hefur hann varið rúmum 2 milljörðum króna til að leita að örkinni hans Nóa og skrímslinu í Loch Ness. „Ég vonast til þess, nú þegar við höfum fundið skipið," segir Grimm, „að ég fái það tífalt aftur, sem ég hef kostað til leitarinnar, með því að selja ljósmynda- og kvikmyndarétt- inn.“ Svo að ekki sé nú minnst á dýrgripina í fjárhirslum skips- ins. Úr kvikmynd Waidas. „Marmaramaðurinn" fallinn en unga stúlkan hefur hafið tilraun til að komast að þvi hver hann var og hvað varð um hann. um deilum í Póllandi og Wadja mátti sæta árásum íhaldssamra starfsbræðra sinna fyrir hana. Þó er myndin talin vera há- punktur á ferli Wajda sem er óumdeilanlegur meistari pólskr- ar kvikmyndagerðar. Politiken segir að myndin sé heilsteypt og spennandi og í lok gagnrýninnar segir svo: „Myndin er þess verð að horfa á hana bæði vegna listræns gildis og eins vegna boðskapar- ins. Myndin gefur þverskurð af vissu tímabili og getur ef til vill gefið okkur vísbendingu um það sem er að gerast í Póllandi í dag.“ I gagnrýni sem birtist í Mbl. þegar myndin var sýnd hér á landi í febrúar sl. segir m.a.: „Marmaramaðurinn gerist jafnt í nútið og fortíð og þó Wajda deili hart á hina pólitísku sögu- skoðun nær ádeilan á ýmsum sviðum til annarra atriða í nútímanum. Það er eins og Wajda spyrji: Hefur í rauninni _ nokkuð breyst?" — rmn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.