Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 12 „Heklugos, séð úr háloftum“ Veðurtunglamyndir fyrir og eftir gos í Heklu Seint verður víst um Heklugos sagt að þau láti lítið yfir sér. Jafn- vel þó að í þá órafjar- lægð, sem veðurtungl og gervihnettir sveima í, sé komið, má greina bæði gosmökkinn og af- leiðingar gossins, þ.e. öskufallið, eins og veð- urtunglamyndirnar, er hér birtast sýna. Mynd- irnar tók veðurtunglið Noa A6, frá Tromsö í Noregi og er ein þeirra tekin áður en gosið hófst, en tvær eftir. Þór Jakobsson, veð- urfræðingur, Veður- stofu Islands, lét mynd- irnar í té, ásamt skýr- ingum. Þessi mynd er frá því fyrir ííos, tekin 28. júli 1980. Þarna er yfirborð jöklanna skínandi hvítt. miðað við myndina. sem sýnir öskufallið. Þessa mynd tók veðurtunglið 18. áKÚst, eða daginn eftir að Heklu>?osið hófst, kl. 9.30 f.h. Lesendum til KlögKvunar hafa útlinur landsins verið dregnar upp. en þær hverfa að nokkru í skýjaþykkni. Gosmökkinn má nreina, sem hvítan geira austur af Heklu. Hann er lítill miðað við skýjabreiðu læKðarinnar, sem sjá má, en tíreinilegur samt. Fimm dögum eftir upphaf gossins, eða 22. ágúst, gafst skýr mynd af landinu. Sé borið saman við næstu mynd. fá 28. júlí, m.ö.o. fyrir Heklugos, má sjá að mikið af jöklunum umhverfis eru þaktir ösku. Á þessari mynd gefur einnig að líta önnur skemmtileg náttúrufyrirbæri. Suður af Jan Mayen. alla leið suður að 63. gráðu norðlægrar breiddar, er bylgjuband í andrúmsloftinu, sem myndar eins konar keðju með greinilegum hlekkjum. Bylgjur þessar myndast þegar loftið lendir á háum fjöllum Jan Mayen. Nefnast þær von Karman bylgjur í hreyfiaflsfræði. Ennfremur má sjá hvar hafísinn er við Grænland fyrir nurðan Scoresbysund (70° N). Ný bók um svæða- meðferð komin út Örn og Örlygur: BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör- lygur hf. hefur gefið út nýja b<)k um svæðameðferð eftir Hanne Marquardt í þýðingu Jóns Á. Gissurarsonar. For- mála bókarinnar rita þeir Geir Viðar Vilhjálmsson og Dr. med. Erich Iíauch. en yfirlest- ur handrits önnuðust Geir Viðar Vilhjálmsson og Ólafur Frederiksen. Bókin skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hluti skiptist í 21 kafla sem bera þessi heiti: Saga svæðameðferðarinnar, Randa- skipting svæðanna, Hugmynda- fræði viðbragðssvæðanna, Yfir- lit yfir viðbragðssvæðin á fæt- inum, Hagræðing sjúklingsins, Gripið sem starfsgrundvöllur, Framkvæmd meðhöndlunar, Viðbrögðin, Algengar orsakir fótameina, Sérstakar athuganir á fætinum, Upplifun svæða- meðferðar, Merking óeðlilegra viðbragðssvæða á fætinum, F’jöldi viðbragðssvæðá-með- ferða á fæti, Samverkana- möguleikar, Smyrsl og hjálp- argögn, Svæðameðferð skorður settar, Meðhöndlun eigin fóta, „Rétti aldurinn" gagnvart við- bragðssvæðameðhöndlun, Fót- ur og hendi, Viðbragðssvæði taugakerfisins, orsakavið- bragðssvæði. í öðrum hluta bókarinnar eru sjúkrasögur en í þeim þriðja meðhöndlunarráðleggingar. Bókinni fylgir sérprentað kort í sjö litum er sýnir öll viðbragðssvæði á fótum. Þá eru og öll svæðakort í sjálfri bók- inni prentuð í mörgum litum. Svo sem að framan segir ritar Geir V. Vilhjálmsson formála bókarinnar og þar seg- ir hann m.a.: „Eftir því sem meiri reynsla hefur fengist af áhrifamætti svæðameðferðar hefur fengist skýrari mynd af því hvenær svæðameðferð á ekki við, svo og nauðsyn þess að fara nógu hægt af stað og kanna viðbrögð við mjög léttri og mildri meðhöndlun í fyrstu þrjú skiptin eða svo, áður en lengra er haldið. Einnig þurfa allir sem áhuga hafa á svæða- meðferð að hafa í huga að lækningar eru starfssvið heil- brigðisstétta og gæta þess að teygja ekki svæðameðferð sem heilsuræktarstarfsemi út fyrir sitt rétta svið.“ Vetraráætlun á Selfossleið VETRARÁÆTLUN Sérleyfisbíla Selfoss hf. hefst natkomandi mánudag, 8. september. í vetur verða áfram 60 ferðir á viku milli Selfoss-Hveragerðis-Reykjavíkur, en hins vegar verður fyrsta ferð frá Selfossi í vetur klukkan 6.50 og frá Hveragerði klukkan 7.05. Með tilkomu vetraráætlunar hefst sala á afsláttarkortum á þessum leiðum líkt og hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur, en með þessum kortum gefst farþegum kostur á 10% afslætti. Á sunnu- dögum og föstudögum eru auka- ferðir úr Reykjavík klukkan 20. Vetraráætlun fyrir leiðina Reykjavík — Biskupstungur er einnig byrjuð, en hún er óbreytt frá því sem verið hefur undan- farna vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.