Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 Tvenn bráðabirgðalög fylgja í kjölfar BSRB-samningsins „ÞAÐ er rétt, í kjölfar þessarar allsherjaratkvæðagreiðslu, verða nú sett bráðabirKðalöK,“ sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra i samtali við Morgunblaðið i gær. „í fyrsta lagi um, að samningstiminn við BSRB geti verið skemmri en 2 ár, en hann er nú löghundinn þannig og að opinberir starfsmenn fái trygg- ingu gegn atvinnuieysi. Þeir fá að visu ekki aðild að atvinnuleys- istryggingasjóði, heldur verður trygging þeirra fólgin i rikis- sjóði, en reglurnar verða eins og þær, er gilda um atvinnuleysis- tryggingasjóð. Tekur þetta gildi þegar í stað. í öðru lagi verða gefin út bráðabirgðalög um ýms- ar breytingar er varða lífeyris- sjóð opinberra starfsmanna." Niðurstaðan í allsherarat- kvæðagreiðslu meðal ríkisstarfs- manna varð þannig að 4.815 greiddu atkvæði af 10.012 er voru á kjörskrá, eða 48,09%. Já sögðu 3.604 eða 74,8% þeirra er greiddu atkvæði eða 36% þeirra sem voru á kjörskrá. Nei sögðu 1.099 eða 22,8% greiddra atkvæða eða 11% þeirra sem voru á kjörskrá. Auðir seðlar voru 107 og ógildir 5. Samningar opinberra starfs- manna hafa nú einnig verið sam- þykktir í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, Starfsmanna- félagi Akureyrar, Starfsmannafé- lagi Hafnarfjarðar, Starfsmanna- félagi Vestmannaeyja, Starfs- mannafélagi Suðurbyggða, Suður- nesjum, Hjúkrunarfélaginu og Starfsmannafélagi Neskaupstað- ar. Þá hafa tekizt samningar, sem eftir er að staðfesta í Kópavogi, Isafirði, Keflavík, Seltjarnarnesi, Mosfellssveit og Akranesi. Eftir er að semja á Sauðárkróki, Siglu- firði, Húsavík, Selfossi og Suður- landi. „Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna í atkvæðagreiðsl- unni,“ sagði fjármálaráðherra, „Þátttakan var að vísu í dræmara lagi, en það skýrist nú kannski fyrst og fremst af sumarleyfum og þessum árstíma. Þegar samningar hafa verið samþykktir svo til einróma í samninganefnd, reikna flestir með að málið sé útkljáð og því tel ég það nokkuð góða út- komu, að 75% þeirra, sem þátt tóku, skuli lýsa yfir stuðningi við samninginn. Mér er sagt, að þetta sé mjög svipuð útkoma og var haustið 1977 eftir 2ja vikna verk- fall og þótti sá samningur mjög góður. Því geta 75% aftur nú ekki talizt lélegar undirtektir." Um samninginn sagði Ragnar Arnalds: „Þetta eru ótvíræðir launajöfnunarsamningar og stað- festing á þeirri stefnu ríkisstjórn- arinnar, að kauphækkun eigi ekki að ganga upp úr öllum launastig- anum, heldur sé það fyrst og fremst hækkun í neðri hluta stigans." Kristján Thorlacius, formaður BSRB sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að hann teldi at- kvæðagreiðsluna gefa skýra mynd af afstöðu félagsmanna í BSRB, „miðað við núverandi aðstæður, völdu þeir þann kost, sem þeir töldu betri, samninginn og félags- legar umbætur." Eyþór Fannberg, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, kvað kosninguna í sínu félagi lýsa vilja félagsmanna, þar sem Vi félagsmanna hefðu sagt já. Hann kvað kosningaþátttökuna ekki hafa verið mikla, en menn yrðu að minnast þess að víða væru sumarleyfi á þessum tíma. Þá kvað hann samninga orðna flókna og ef til vill þyrftu menn lengri tíma til þess að taka afstöðu. Margir ættu kannski erfitt með að gera upp hug sinn og kvað hann félögin þurfa að kynna slíka samninga á einfaldari hátt, en gert hefði verið. Þaö er ekki öllu lokiö, þö sýningin sé yfirstaöin. Þegar Rax leit inn í Laugar- dalshöllina í gssr voru menn önnum kafnir viö fráganginn. Þriðjungur þjóðarinnar sá sýninguna SÝNINGUNNI Heimilið ’80 lauk nú á sunnudagskvöldið og höfðu þá 78 þúsund manns komið til að skoða hana. Þetta er nokkuð færra en kom metárið 1977 en þá komu alls 80 þúsund gestir. Engu að síður verður þetta að teljast allgóð að- sókn, þegar þess er gætt að þetta er einn þriðji hluti þjóðarinnar. Að sögn for- ráðamanna sýningarinnar er þetta svipað og búizt hafði verið við og sögðu þeir að þetta hefði gengið vel og kæmi sýningin líklega rétt út fjárhagslega. þó tap yrði á tívolíinu eins og reyndar var gert ráð fyrir í upphafi. Hvað felst í samningum BSRB? OPINBERIR starfsmenn fá nú, samkvæmt niðurstöðu allsherj- aratkvæðagreiðslu BSRB og samnings við fjármálaráð- herra, 14 þúsund króna grunn- kaupshækkun i launaflokkum 1 — 15, 10 þúsund krónur í 16. launaflokki og 6 þúsund krónur í launaflokkum 17 og 18. Auk þess koma flokkatilfærslur hjá allnokkrum starfsmönnum i launaflokkum 6 til 10 og hrað- ari tilfærslur verða i 5. launa- flokki og lægri upp i 6. flokk. Þá munu BSRB-menn fá sam- ræmingu launa, miðað við launatöflu Bandalags háskóla- manna i efri hluta launastig- ans. i þremur áföngum, 1. desember 1980,1. marz 1981 og 1. júní 1981. Flestir þessara starfsmanna eru í launaflokk- um 19 til 23, en 30 manns starfa hjá riki í 25. flokki og upp úr. Að meðaltali, miðað við alla BSRB-félaga, fá þessir starfs- menn um 1% launahækkun. Aðspurður um hækkun þess- ara starfsmanna í hæstu flokk- unum, sagði Kristján Thorlaci- us, formaður BSRB, að hjá hverjum þessara starfsmanna fyrir sig, yrði hér um 14 til 15 þúsund króna hækkun á mánuði að ræða, eða svipaða hækkun og 15 neðstu flokkar launastigans fá. Gildistími samningsins er til 31. ágúst 1981. Þá er þess að geta, að samn- ingsréttarlögunum verður breytt með bráðabirgðalögum næstu daga og 2ja ára lögbundinn samningstími felldur úr gildi. Þá munu starfsmenn hálfopinberra fyrirtækja koma inn í BSRB, sem fær samningsrétt fyrir þá, opinberir starfsmenn fá at- vinnuleysisbætur og umbætur verða gerðar í lífeyrismálum opinberra starfsmanna, svoköll- uð 95 ára regla verður tekin upp. Munu um 85% fyrrverandi opin- berra starfsmanna, sem njóta nú lífeyrisréttinda af þessum sök- um, mega vænta aukagreiðslna vegna þessara breytinga á lífeyr- isreglum opinberra starfsmanna — að sögn Kristjáns Thorlacius. Vatnsfjörður: Mikið af sprengi- efni gert upptækt Ljósmynd Mbl.: ÓI.K.M. HÓPUR grænlenzkra skólanema hefur verið á skólaferðalagi um ísland að undanförnu, en hópurinn er frá Julianeháb. Hefur skólafólkið kynnt sér eitt og annað í islenzku samfélagi, en myndin var tekin í danska sendiráðinu i gær, þar sem dönsku sendiherrahjónin buðu upp á veitingar. Þar ræddi Pétur J. Thorsteinsson sendiherra við grænlenzku unglingana og kynnti þeim sögu íslands. Deilur um opnunartíma verslana: Lögreglan lokaði húsgagnaverslunum Patrcksfirfti. 8. scptemhcr. LÖGREGLAN á Patreksfirði gerði upptæka í gær 34 kassa af sprengiefni, auk mikils magns af lausu sprengiefni, hjá vinnuflokki RARIK við Vesturlínu á Kýrholti í Vatns- firði. Vinnuflokkur þessi hef- ur haft aðsetur á Kýrholti bæði í sumar og eins sumarið 1979 við línulagninguna. Lögreglan á Patreksfirði hafði fengið kvartanir um ógætilega meðferð sprengiefn- is hjá þessum vinnuflokki, og þegar hún kom á staðinn í gær, var óskemmtilegt um að Furðuljós við Blakknes Patreksfirði, 8. september. I GÆRKVÖLDI um klukkan 22.15, er fréttaritari Mbl. var á leið út Patreksfjörð ásamt konu sinni. sáu þau rautt ljós við svokallaða Hlaðseyri. sem var eins og skotið væri bæði beint upp og á ská frá Blakknesi við sunnanvert fjarðarmynnið, 4—5 sinnum i röð. Tilkynnti ég þetta Björgunar- sveit og lögreglu og brást björgun- arsveitin fljótt við og sendi hrað- bát fyrir nesið. Einnig lýsti skut- togarinn Jón Vídalín upp strönd- ina við nesið, en einskis varð vart á þessum slóðum. Páll litast þar. Sprengiefni, aðal- lega dýnamit, bæði laust og í kössum, lá þar algjörlega óvarið á holtinu, innan um alls kyns efni til línulagningarinn- ar. Umgengni og meðferð efnis var vægast sagt mjög slæm. Engan mann fann lögreglan þar á staðnum og var allt þar eftirlitslaust. Brást lögreglan þarna skjótt við, tók allt sprengiefnið í sína vörzlu og flutti til Patreksfjarðar. Fyllti það alveg lögreglubílinn. Búðirnar á Kýrholti eru rétt við þjóðveginn, um 2—300 metra frá Hótel Flókalundi og um hálfan kílómetra frá orlofsbúðum Alþýðusambands Vestfjarða. Búðirnar eru með öllu óvarðar. Berjaland er með afbrigðum gott þarna allt um kring og því er mikil umferð barna og fullorðinna á þessum slóðum. Páll Tvær sölur í Englandi TVÖ fiskiskip lönduðu afla sín- um í Bretlandi í gær. Fróði SH seldi 61,2 lestir í Fleetwood fyrir 26,9 milljónir, meðalverð 440 krónur. Gunnar SU seldi 79,7 tonn i Grimsby fyrir 41,5 milljón- ir, meðalverð 500 krónur. LÖGREGLAN lokaði um helgina allmörgum húsgagnaverslunum i Reykjavik, vegna þess að eigend- ur þeirra virtu ekki reglur um opnunartíma verslana. í flestum tilvikum urðu kaupmenn við til- mælum lögreglunnar um að loka verslunum sínum, en i einu til- felli varð þó að innsigla dyr verslunar er eigandi hennar vildi ekki loka. og við aðra verslun stóðu lögreglumenn vörð þar sem kaupmaðurinn hafði tekið hurð- ina af hjörum er hann heyrði áð lögreglunnar væri von. Kaupmenn sem, Morgunblaðið ræddi við í gær, sögðu, að með þessum aðgerðum vildu þeir vekja athygli á því vandamáli sem opnunartími þessara verslana væri. Bannað væri að hafa hús- gagnaverslanir í Reykjavík opnar á kvöldin og um helgar, einmitt á þeim tíma sem fjölskyldur og hjón ættu auðveldast með að koma saman og velta fyrir sér hús- gagnakaupum. Kaupmönnum væri jafnvel bannað að hafa verslanir sínar opnar fyrir húsgagnasýn- ingar, þótt engin kaup færu fram. Kæmi þetta sér einkum illa fyrir framleiðendur og seljendur inn- lendra húsgagna, sem ættu mjög í vök að verjast. Einnig ylli það erfiðleikum, að í nágrannabyggð- arlögum Reykjavíkur væri mun frjálslegri löggjöf í þessu efni, til dæmis væru húsgagnaverslanir í Kópavogi opnar mun lengur en í Reykjavík. Drægi það að sjálf- sögðu viðskipti þangað frá Reykjavík. Nánar verður sagt frá þessu máli i Morgunblaðinu á morg- un.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.