Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 17 Fálkaungarmr virðast ætla að spjara sig: Þurfti að fá bað eftir við- ureign við fýl JEvar var mjög ánaagöur mað félkaungann, þráM fyrir aö hann léti akkart taakifaari ónotað til að boita klóm og goggi. Cvar aagði tilþrifin aýna að unginn vaari oröinn fullfaer um að bjarga aér. Óhappni mað fýlinn hendir oft unga félka, einnig þé aam hafa aór eldri og rayndari félka til laiðbainingar. FÁLKAUNGARNIR fjórir sem rænt var í sumar úr hreiöri sínu viröast ætla aö spjara sig. Einn þeirra fannst í fyrradag á svip- uöum slóðum og honum var sleppt á í Herdísarvík og var hann ófleygur eftir viöureign viö fýl, — hefur líklega ætlaö aö veröa sér út um fýlsunga til matar, en fengiö viðtökur, sem fýlar viöhafa viö óvini sína. Fálkaunginn var út- ataöur í fýlaspýju og ófleygur af þeim sökum. Hann var fluttur í Náttúru- fræðistofnunina í Reykja- vík þar sem hann fékk þvott og hreinsun á fiöri og stóð til aö sleppa honum á ný í dag, aö sögn Ævars Pedersen. „Unginn lítur vel út, er í góöum holdum og ver sig meö kjafti og klóm, þannig aö þaö lítur út fyrir, aö þeir ætli aö spjara sig“, sagöi Ævar. „Þeir hafa nú veriö lausir í einn og hálfan mánuö og þetta óhapp meö fýlinn er ekki eins- dæmi, margir ungir fálkar lenda í þessu. Fýlsungar eru áberandi Ijósleitir og viröast auðveld bráð í aug- um óreyndra fálka. Einn fálkanna er nú alla vega búinn aö læra þessa lexí- una.“ Ævar sagðist vera mjög ánægöur meö aö fá fálka- ungann í hendur, því ástand hans gæfi fyrirheit um, aö þeir myndu allir hafa lært að bjarga sér. Þetta'var annar unganna tveggja sem sleppt var fyrr, þ.e. í lok júlímánaöar. Hann er eini unginn sem komist hefur undir manna- hendur, svo vitaö sé, síðan MBBÍ' Hann eendi Ragnari Axalasyni Ijósmyndara Mbl. tóninn og hótaði öllu íllu, þar sem hann kúrði nýþveg- inn I kassa i Néttúrufræðistotnun siðdegis í gssr. þeim var sleppt, en eins þeirra varö vart í nágrenni Herdísarvíkur, en hann heilsaði þar upp á tvo veiðimenn og þáöi fisk í gogginn hjá þeim, en gætti sín þó á að hleypa þeim ekki of nærri sér. Ætlar í bíltúr á afmælisdaginn Husavík. 8. srpt. „101 árs verð ég á miðvikudag- inn, þú litur máske inn en þetta er nú ekkert sérstakt afmæli,“ sagði Guðrún Þórðardóttir við mig á sunnudaKÍnn. „Ef veður verður gott ætlar Tóti með mig upp að Botnsvatni. Ég hef alltaf gaman af því að fara í bíl og sjá líka vatnið og yfir bæinn þá ekið er til baka. Ég er þetta svipuð, snara mér framúr á morgnana um leið og piltarnir og geri það af verkunum, sem mér sýnist. Annars gera nú piltarnir meira en ég núorðið. Ennþá get ég haldið á prjónunum og hef mikla ánægju af því. Mér finnst ég vera farin að heyra illa en fylgist bezt með fréttunum í sjónvarpinu. En þegar margir tala í einu, fylgist ég bara alls ekki með. Það var gaman að sjá gömlu vinnubrögðin sýnd í sjónvarpinu, sjá mennina slá, já blessað orfið og hrífan og gamla heybandið, það var mannlcgt. Svo sýndu þeir nýju vélarnar, sem eru látnar gera allt, það átti ekki við mig. Það er sjálfsagt fljótlegra en þær kosta nú eitthvað, þessar vélar og þetta allt. En ég er líka orðin gömul og fylgist ekki með nútímanum." Guðrún var gerð að heiðurs- borgara Húsavíkur á 100 ára afmælinu í fyrra. — Fréttaritari. LADA mest seldi bíllinn á íslandi ár eftir ár Tryggiö ykkur LADA á lága veröinu. Hagstæöir greiösluskilmálar. Lada 1200 Lada 1200 station Lada 1500 st. de luxe Lada 1500 Topas Lada 1600 Lada Sport verö ca. 3.920 þús. verö ca. 4.150 þús. verö ca. 4.560 þús. verö ca. 4.565 þús. verö ca. 4.880 þús. verö ca. 6.185 þús. Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. Saðorlanáébrant U - Reykjavík - Sfmi 38600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.