Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 ÓGNUNIN VIÐ RÚSSNESKA HEIMSVELDIÐ í meðfylgjandi grein út- skýrir Robert Conquest, kunnur sérfræðingur í málefnum Sovétríkjanna, áhrif verkfallanna í Pól- landi á langtímastefnu Rússa í heimsmálunum og gerir grein fyrir því aö sovézkir ráöamenn hafa litið svo á aö árið 1985 gæti nýtt þúsund ára ríki hafiö göngu sína. Atburðirnir í Póllandi hafa valdið sovézkum leiðtogum mesta vandanum sem þeir hafa staðið frammi fyrir og ólíkum þeim sem hlauzt af fyrri atburðum í Pól- landi og jafnvel uppreisnunum í Austur-Berlín, Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Afganistan. Þeir áttu um tvennt að velja. Þeir gátu sent skriðdreka á vett- vang, en þá hefði sú reiði, sem það hefði vakið meðal almennings, fært úr skorðum vandlega undir- búna áætlun, sem þeir hafa gert um að Rússland verði voldugusta ríki veraldar á þessum áratug. Ef þeir sendu ekki skriðdreka og létu pólsku verkamennina komast upp með ögrun sina við einræði flokks- ins mundi afleiðinganna gæta hvarvetna í Austur-Evrópu og jafnvel í Sovétríkjunum sjálfum. Það leysti engan vanda þótt Edward Babiuch forsætisráðherra og fimm aðrir fulltrúar fram- kvæmdastjórnar pólska kommún- istaflokksins væru reknir, því að menn skiptu ekki máli í þessu sambandi. Kjarni málsins var krafa verkfallsmanna um sjálf- stæð verkalýðsfélög. Truflun Rússa á útvarpsfréttum um pólsku verkföllin var mikilvæg. Með því að heita frálsum og leynilegum kosningum verkalýðs- leiðtoga gekk pólski kommúnista- leiðtoginn Edvard Gierek lengra en nokkrir aðrir kommúnistaleið- togar hafa þorað. En þrátt fyrir þetta yrðu verkalýðsfélögin áfram hluti af flokkskerfinu og ennþá undir yfirstjórn flokksins. Gierek og verkfallsmenn vita, að Rússar, sem komu kommúnistastjórninni til valda geta ekki sætt sig við raunverulega frjáls verkalýðsfélög í vestrænum skilningi. Vandi Rússa er því hinn sami og fyrr. ÖRVÆNTING Örvænting nýju stjórnarinnar sást á því,_að sjónvarpað var, þótt fágætt væri, messu yfirmanns rómversk-kaþólsku kirkjunnar, Wyszynski kardinála, þar sem hann flutti lítt dulbúna áskorun um að vinna yrði hafin að nýju. Jafnframt minnti Ryszard Wojna, úr miðstjórn kommúnistaflokks- ins, Pólverja á nálægð landsins við „mesta stórveldi sósíalista" og varaði við því, að ástandið gæti haft í för með sér „ófyrirsjáan- legar afleiðingar" — með öðrum orðum innrás. Heræfingar_ Rússa á landamærum Austur-Þýzka- lands undirstrikuðu margar dul- búnar hótanir. Verkföllin í Póllandi gátu ekki gerzt á verri tíma fyrir mennina, sem hafa mótað sovézka utanrík- isstefnu og eru aldir upp í að hugsa herfræðilega. Leonid Brezh- nev og samstarfsmenn hans líta fram til ársins 1985, sem þeir hafa lengi talið afdrífaríkt ár. Þegar Brezhnev kvaddi austur-evrópska kommúnistaleiðtoga á sinn fund vorið 1973 til að fá samþykki þeirra við „détente", slökunar- stefnu, bað Brezhnev þá að vera þolinmóða. Hann sagði, að fyrir árið 1985 yrði „veruleg röskun á valdajafnvæginu“ í krafti tækni og lána, sem détente mundi færa frá Vesturlöndum og Japan. Þá mundu Rússar geta knúið fram vilja sinn alls staðar. Vestrænar leyniþjónustur fréttu fljótlega um þennan af- drifaríka fund, en ríkisstjórnir þeirra (þar á meðal Bandaríkj- anna) flýttu sér að útvega Rússum þá tækni, sem þeir sóttust eftir, með hagstæðum kjörum. Nú eru liðin sjö ár af þessu 12 ára tímabili Brezhnevs. Sovézki aðalflokksleiðtoginn, forsetinn og yfirhershöfðinginn, er 74 ára gam- all og forsætisráðherra hans, Kos- ygin, er tveimur árum eldri. Ef draumurinn um heimsyfirráð verður að veruleika á tilsettum tíma verða þeir komnir á níræðis- aldur þegar þúsund ára ríkið hefur göngu sína. Þó er líklegra, þar sem Kosygin hefur alvarlega veikur í marga mánuði og Brezh- nev er alltaf veikur annað veifið, að þeir muni víkja fyrir yngri ráðamönnum. ÁHYGGJUR Þó hljóta Brezhnev og sam- starfsmenn hans að hafa haft áhyggjur af því, er þeir hafa fylgzt með atburðunum í Póllandi, hvort draumur þeirra um að ráða lögum og lofum, gæti nokkurn tíma rætzt eða hvort hann rynni þvert á móti út í sandinn. Því að þótt árið 1985 gæti orðið happaár þeirra, gæti það alveg eins fært hörmungar yfir heimsveldi bolsévíka. Hin pólitisku verkföll í Póllandi fela í sér alvarleg viðvörun í þeirra augum. Til þeirra er gripið á tíma sovézkrar hernaðaríhlut- unar í Afganistan, árásar sem hefur jafnvel raskað sjálfumgleði fyrstu þriggja ára Carters forseta í embætti. Verið getur, að fyrir 1985 hafi hinum nýju bandarísku kjarn- orkueldflaugum verið komið fyrir í Vestur-Evropu og hið mikla bandaríska iðnveldi hafi snúið við þróun siðustu ára og endurheimt hernaðaryfirburði vesturveld- anna, að minnsta kosti í hergögn- um. Eins gæti verið, að fyrir 1985 muni Pólverjar hafa smitað út frá sér annars staðar í Austur-Evrópu og blundandi andúð i garð Rússa í Úkraínu og hinum múhameðsku lýðveldum Sovétríkjanna brjótist út í ofbeldi. Verið gæti, að fyrir þann tíma hafi þunglamalegt ríkisbákn gert Sovetríkin og lepp- ríki þeirra hættulega veikburða. AFDRIFARÍKT Næstu fimm ár geta því orðið afdrifaríkustu árin frá lokum síð- ari heimsstyrjaldarinnar og Kremlverjar velta því áhyggju- fullir fyrir sér, hve langt þeir muni þora að ganga í ævintýrum um allan heim, og bollaleggja, hvort þeir skuli leggja út í kjarn- orkuárásir, einkum í Evrópu áður en það verður um seinan. Brezhnev og félagar vita mæta- vel, að stórkostlegur ávinningur þeirra á undanförnum árum undir ægishjálmi détente var aðeins mögulegur vegna þess, að siðferð- isstyrkur og vilji Bandaríkjamana þvarr. Þeir hafa veitt því eftirtekt að þótt Carter forseti segi, að nú sjái hann Rússa í réttu ljósi, hefur hann ekki sagt upp ráðgjafahópn- um, sem hefur valdið því hjálpar- leysi, sem Bandaríkjamenn eru nú haldnir. Umfram allt vilja þeir, að Cart- er nái endurkjöri í forsetakosning- unum 4. nóvember. Eða svo að þetta sé orðað öðruvísi: Þeir vilja fyrir alla muni útiloka að Ronald Reagan og raunsæir sérfræðingar hans í utanríkismálum flytjist í Hvíta húsið. Það sem þeir vilja sizt af öllu er, að staðfastur vilji og raunsæi ráði ríkjum í Hvíta húsinu. Þetta hefur líka sitt að segja í stefnu þeirra gagnvart hinu háskalega ástandi í Póllandi. Þeim mun heldur ekki sjást yfir þá staðreynd að fyrir tilviljun hafa tveir Bandaríkjamenn af pólskum ættum tekið við mikilvægum emb- ættum — Edmund Muskie utan- ríkisráðherra og Zbigniew Breze- zinski, ráðunautur í þjóðarörygg- ismálum. Sovézkir ráðamenn fylgjast einnig náið með væntanlegum kosningum í Vestur-Þýzkalandi. Helmut Schmidt kanzlari hefur orð fyrir að vera mikill stuðnings- maður Atlantshafsbandalagsins, en í kosningabaráttunni kemur hann fram sem „maður friðarins". Hann hefur verið mjög reikull í afstöðu sinni til hinna nýju vopna Nato. FÓRNARLAMB Austurstefnan, Ostpolitik, sem Schmidt hefur mikið gumað af, hefur verið eitt fyrsta fórnarlamb ólgunnar í Póllandi. Samstarfs- menn Schmidt segja, að ástandið í Póllandi hafi valdið honum „þung- lyndi og áhyggjum", og hann óttast að ef atburðirnir í Gdansk taki ranga stefnu, gæti meirihluti hans i vestur-þýzku kosningunum 5. október minnkað eða jafnvel þurrkazt út og viðræður austurs og vesturs komizt í ógöngur um nokkurra ára skeið. Fyrir aðeins nokkrum vikum ætlaði Schmidt að færa austur- stefnu sinni mikinn byr í seglin með fundum með leiðtogum Pól- verja og Austur-Þjóðverja, sem hann vonaði að gætu leitt til nýs áfanga í samstarfi Evrópuríkja. En þróunin varð önnur en hann hafði gert ráð fyrir. Fyrst aflýsti Gierek heimsókn sini til Ham- borgar, þar sem hann ætlaði að ræða við kanzlarann á heimili hans. Síðan varð að fresta heim- sókn Schmidts til austur-þýzka kommúnistaleiðtogans Erich Hon- ecker á sama tíma og höfnin í Gdansk var í herkví og auk þess hafði Honecker sagt honum, að hann fengi ekki að ganga á meðal fólks í Eystrasaltsborginni Ro- stock eins og hann hafði farið fram á. VONBRIGÐI Frestun heimsóknanna olli Schmidt miklum vonbrigðum. Hann taldi, að détente í Evrópu væri að komast yfir áfallið í Afganistan, aðallega vegna til- rauna hans sjálfs. Hann hafði farið til Moskvu þrátt fyrir efa- semdir í Washington og taldi sig koma þaðan með tilslakanir frá Rússum ifkjarnorkumálum. Verk- föllin í Póllandi vörpuðu ekki aðeins skugga á háleitar détente- fyrirætlanir kanzlarans, þau ollu uppnámi samráðherranna í sam- steypustjórninni, sem vissi ekki hvernig hún átti að bregðast við atburðunum. Vestur-þýzkir bank- ar hafa að tillögu Schmidts lánað Varsjár-stjórninni 292 milljónir punda til viðbótar 1,66 milljörðum punda, sem hún hefur tekið að láni. En ef Schmidt nær endurkjöri og verður undir hörðum þrýstingi frá vinstrisinnum i flokki sinum telur Brezhnev, að hann muni hafa verulega möguleika á því að skilja Vestur-Þýzkaland frá Atl- antshafsbandalaginu. Það eina sem Brezhnev vill því ekki er, að Franz-Josef Strauss verði kanzl- ari. En þann möguleika verða sovézkir leiðtogar einnig að taka með í reikninginn, þegar þeir vega og meta atburðina í Póllandi og halda áfram að prédika kosti détente. Vestrænir leiðtogar hafa með örfáum undantekningum neitað að skoða eða ekki getað skoðað sovézku stjórnina eins og hún er í raun og veru og sætt við détente samkvæmt skilmálum og skilningi Rússa — í þeirri von, að ef þeir létu Rússum í té það sem þá langaði í (tækni, korn, hagstæð lán) mundu þeir hætta við út- þenslu sína í öðrum heimsálfum, hætta að ógna framtiö okkar óg hætta að taka þátt í vígbúnaðar- kapphlaupinu. Algerar villukenn- ingar hafa verið í tízku og heyrast enn: Að þjóðfélagskerfi Rússa og Vesturlanda muni „renna saman", svo að árekstrar milli þeirra hverfi smátt og smátt úr sögunni; að þar sem tilhugsunin um kjarn- orkustríð sé óbærileg samvisku vesturlandabúa hljóti það að vera óhugsandi í augum sovézkra leið- toga. ÚTÞENSLA En menn verða að skilja, í fyrsta lagi, að þótt vonir þær, sem hafa verið bundnar við marxisma, hafi hvergi rætzt er hann ennþá opinber kennisetning Sovétrikj- anna ásamt lenínisma, og því er stjórnin skuldbundin til að fram- fylgja útþenslustefnu út um allar jarðir, til allra landa án nokkurr- ar undantekningar. I öðru lagi verða menn að skilja, að stefnu- mótun á ákvarðanatöku Kreml- verja á ekkert skilt við það sem gerist í Westminster og Down- ing-stræti, Capitol Hill og Hvíta húsinu. Ráðherra pólsku stjórnarinnar, Jagielski, og leiðtogi verkfallsmanna í Gdansk, Walsea. bera saman bækur sínar. Verkfallsmenn i Lenín-skipasmíðastöðinni i Gdansk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.