Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 21 Mark mótsins - Boltinn festist í samskeytunum Magni Pétursson — ÉG KALLAÐI til Magnúsar og hann renndi boltanum út til mín. Ég fann hvernig hann fyllti út á mér ristina svo vel hitti ég hann. Síðan sá ég ekki boltann fyrr en hann var fastur i sam- skeytunum og ég get trúað þér fyrir því að það fór straumur um mig allan, sagði Magni Pétursson sem skoraði siðara mark Vals. Og þvilikt mark. Þau gerast ekki glæsilegri. Þrumuskot hans af 25 metra færi hafnaði efst i mark- horninu og svo fast var skotið að boltinn festist i markhorninu. Þetta var í fyrsta sinn sem Magna tekst að skora mark með meistaraflokki. — Ég hafði boðið foreldrum mínum að koma á völlinn, og þetta er í fyrsta skipti sem þau mæta á útileik með Val. Þau báðu mig um að skora fyrir sig eitt mark í leiknum, og sem betur fer tókst mér það. Þá er líka ánægjulegt að þetta mark skyldi færa okkur sigur í leiknum, sagði hinn mjög svo vaxandi leikmaður Magni Pét- ursson. — ÞR Borg tapaði • Frá leik Vals og ÍBK í Keflavík á laugardag. Eftir þrumuskot Magna Péturssonar situr boltinn fastur efst í samskeytum marksins. Þorsteinn Bjarnason markvörður ÍBK er að losa boltann. Ljósm. Rax. Atli skoraði sigurmarkið HINN kunni sænski tennisleik- ari Björn Borg tapaði i úrslita- leik Opnu bandarisku tennis- keppninnar sem lauk um sið- ustu helgi. Það var John McEn- roe sem lagði kappann að velli i úrslitaleiknum eftir harða við- ureign. Leikar fóru sem hér segir: 7—6, 6—1 fyrir Enroe, þá var komið að Borg og hann sigraði 7—6 og 7—5. Þá var komið að lokahrinunni og þá sigraði hinn ungi Bandarikja- maður með 6 á móti 4. Borg hefur aldrei tekist að sigra i þessari keppni á ferli sínum, en leggur á það mikla áhcrslu að ná sigri á þessu móti en það verður að bíða betri tíma. — ÞETTA var sætur sigur fyrir okkur þar sem leikið var á útivelli, og það var stórkostleg tilfinning að skora sigurmark leiksins, sagði Atli Eðvaldsson er Mbl ræddi við hann á sunnudag. — Schalke 04 er erkióvinur Borussia Dortmund og hafa liðin háð marga hildi saman. — Leikurinn var mjög erfiður og þeir sóttu meira i fyrri hálfleiknum og náðu forystunni 1—0. Ég var mjög óheppinn að skora ekki þar sem ég átti þrumugott skot sem hafnaði i þverslánni. Mark þeirra var skorað úr greinilegri rangstöðu og ég var að enda við að skoða leikinn á myndsegulbandi og þar sást það mjög vel. í síðari hálf- leiknum sóttum við i okkur veðr- ið og lékum betur en í fyrri hálfleik. Við náðum að jafna metin og svo aðeins fimm minút- um fyrir leikslok skoraði ég sigurmarkið. Ég fékk góða send- ingu, var rétt utan vítateigs og náði góðu skoti sem hafnaði i bláhorni marksins. Atli var inntur eftir því hvort samkeppninn væri ekki hörð? — Jú svo sannarlega. En sé viljinn fyrir hendi er hægt að standa sig. Mér finnst stórkostlegt að spila hér. Leikirnir eru frekar harðir. og i leiknum á móti Schalke fengu sjö leikmenn að sjá gula spjaldið. Ég leik sem fremsti maður i liðinu og er það alveg stórskemmtilegt. Ég kem að vísu alltaf aftur þegar frispörk og hornspyrnur er á okkur. Ég fæ þvi að hlaupa nóg. Atli sagðist reikna með að Dortmund tækist að ná sér i Evrópusæti i deildinni. Næsti leikur Dortmund er á móti Ar- menia Bielefeld á heimavelli. Lið Atla er nú i fimmta sæti með 7 stig. Crslit i leikjunum i Þýskalandi urðu þessi. — ÞR. Arminia Bieleíeld — Bayern Mílnchen 1-2 UFB Stuttxart - Borussia MónchenKladb. 4-2 Schalke 04 - Borussia Dortmund 1-2 IlamburKer SV — Eintracht Frankfurt 3-1 Karlsruher SC — Fortuna Duesseldorf 3-0 Baver Leverkusen — Bayer UerdinKen 1-1 WSV DuisburK — 1. F.C. NurnberK 2-0 1860 Munchen — 1. F.C. Köln 2-1 1. F.C. Kaiserslautern — VFL Bochum 0-0 llamburK 1 1 0 12-5 0 Bayern i n i 15-8 8 DuisburK 2 3 0 0-3 7 Kaiserslautern 3 1 1 7—5 7 Dortmund 3 1 1 10-9 7 StuttKart 3 0 2 10-0 0 Frankfurt 3 0 2 11-8 0 Bochum 1 1 0 5-3 0 MonchenKladhach 3 0 2 10-9 0 Dusseldorf 3 0 2 7—0 0 Leverkusen 2 1 1 8-0 5 Karlsruhe 1 3 1 0-0 5 1860 1 1 3 8-11 3 Kóln 1 1 3 7-11 3 NiirnberK 1 0 1 7-11 2 Schalke 1 0 1 7-15 2 Bielefeld 0 t 1 7-14 1 UerdinKen 0 1 t 5-12 1 M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.