Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 Blikarnir miklu betri SÆTIÐ í UEFA-keppninni er í stórhættu hjá ÍA eftir tap gegn UBK á KópavoKsvellinum i næst sfAustu umferð tslandsmótsins. Raunar eru nú flestar horfur á því að það verði Vikinxur en ekki Skagamenn sem hreppa Evrópu- sætið ok Keta Skagamenn sér einum um kennt. ÍA tapaði 0—2 fyrir Breiðabliki um heMna. i hálfleik var staðan 2—0. Úrslitin voru mjoK sanngjörn, Blikarnir hefðu raunar hairletía Ketað skorað enn meira. en heppnin var ekki með þeim. En leikurinn var i heild mjöK léleKur. Blikarnir þó a.m.k. tveimur ef ekki þremur Kæðaflokkum betri. Það fyrsta sem í raun gerðist í leik þessum sem talandi er um, var fyrra mark UBK á 24. mínútu leiksins, fram að því gekk knöttur- inn lengst af manna á milli. Blikarnir náðu nokkrum samleiks- rispum, en Skagamenn varla nokkurn tíma. En markið og aðdragandi þess var í hæsta gæða- flokki, þó sVo að vörn ÍA hafi aðstoðað dyggilega með því að hafast ekkert að. Vignir Baldurs- son lék röggsamlega upp hægri kantinn og sendi háa sendingu inn í vítateig. Við stöngina fjær var staddur besti maður UBK, Ólafur Björnsson. Hann skallaði laglega fyrir markið og þar tók Hákon Gunnarsson við knettinum og „negldi" honum í netið. Stóðu varnarmenn IA eins og steinrunn- ir trjábolir meðan þessu fór fram. Góð marktækifæri voru ekki mörg í þessum leik og undantekn- ingalítið voru það Blikarnir sem þau fengu. En Blikarnir léku af og til mjög þokkalega saman úti á vellinum. Þetta var langt frá því að vera einhver stórleikur hjá liðinu, en engu að síður var vörn IA hvað eftir annað í stökustu vandræðum. Annað markið kom á 42. minútu. Vignir Baldursson prjónaði sig þá laglega í gegn um vörn IA og skoraði loks með góðu skoti af markteigshorninu. Gæðum leiksins fór hrakandi í síðari hálfleik, en þó má til að g eta þess að á 60. mínútu fengu Skagamenn eina verulega góða marktækifæri sitt í leiknum. En eins og markatalan bendir til, nýtti liðið ekki þetta eina færi. UBK: ÍA 2:0 Kristján Olgeirsson fékk það hlut- verk að koma ÍA á blað, en skot hans úr góðu færi geigaði og knötturinn endaði fyrir utan enda- línu. Blikarnir voru tvívegis nærri því að bæta við mörkum. Ingólfur skallaði naumlega yfir eftir ágæta fyrirgjöf Ólafs Björnssonar og Hákon Gunnarsson var hárs- breidd frá því að skora er hann komst einn inn fyrir vörn í A eftir mistök Sigurðar Halldórssonar. Skot Hákons smaug naumlega framhjá stönginni utanverðri. Skagamenn voru með ólíkindum slakir að þessu sinni og er varla afsökun þó að vantað hafi Sigþór Ómarsson miðherja sem tók út leikbann. Að vísu skýrir fjarvera hans bitleysi framlínu IA, en varla var hægt að tala um fram- línu að þessu sinni. En það skýrir ekki dofann í miðvallarspili og varnarleik liðsins. Með hliðsjón af því hve mikið var í húfi, var frammistaða ÍA mjög óvænt. Langbesti maður liðsins var Jón Gunnlaugsson. Aðrir komu lítt við sögu. Hjá UBK var Ólafur Björnsson bestur, kraftur hans og yfirferð eru með ólíkindum. Auk hans stóðu þeir Hákon og Einar Þórhallsson vel fyrir sínu. Þess má geta, vegna þess að áðan var þess getið að Sigþór Ómarsson lék ekki með ÍA, að Sigurður Grét- arsson og Helgi Bentsson léku ekki með UBK og má því segja, að jafnt hafi verið komið með liðun- um. Og þegar á reyndi var UBK sterkara liðið. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild: Kópavogs- völlur UBK - ÍA 2-0 (2-0). MÖRK UBK: Hákon Gunnarsson (24 mín.) og Vignir Baldursson (42 mín.) ÁMINNINGAR: Þór Hreiðarsson og Hákon Gunnarsson UBK fengu að skoða gul spjöld. ÁHORFENDUR: 814. — KK- • Lárus, ungur ok efnilegur nýliði hjá Fram, í dauðafæri, en Stefán markvörður KR ver vel. Ljósm. RAX. Fram tryggði sér annað sætið í ár FRAM bar sÍKurorð af KR 1 —0, er liðin mættust á sunnudag i 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu. Leikur liðanna var nokkuð jafn allan tímann en þrátt fyrir nokkur sæmileg marktækifæri tókst KR-ingum ekki að skora. Fram bætti hinsvegar tveimur stigum i safn sitt og eru nú oruggir með annað sætið i Islandsmótinu i ár. Leikurinn bar nokkurn keim af þvi að úrslit eru fengin i mótinu, en þó brá fyrir góðum leikköflum af hálfu beggja liða og nokkur barátta var i leiknum allan timann. Fram — KR 1:0 Þófkenndur fyrri hálfleikur Liðunum tókst ekki að skapa sér mörg hættuleg marktækifæri í fyrri hálfleiknum. Oft brá fyrir sæmilegum leik úti á vellinum en þegar nær dró markinu runnu sóknirnar út í sandinn. Á 11. mínútu átti Hálfdán Örlygsson gott skot að marki en Guðmundur varði vel. Á 25. mínútu gaf Guðjón Hilmarsson vel fyrir markið á Wilhelm sem var vel staðsettur inni í vítateig. Wilhelm tók bolt- ann viðstöðulaust en skot hans fór yfir. Eina verulega marktækifæri Fram í öllum fyrri hálfleiknum kom á 28. mínútu er Baldvin Elíasson náði að skalla að marki en Guðmundur varði boltann stöngina og síðar í horn. Líflegri síðari hálfleikur Síðari hálfleikurinn var mun líflegri en sá fyrri og fleiri mark- tækifæri sköpuðust. Lið Fram fór nú að sækja meira og var ákveðn- Elnkunnagilfln ara í leik sínum. Á 55. mínútu á Gústaf Björnsson tvívegis góð skot að marki KR. Það fyrra fór hárfínt framhjá en það síðara varði Stefán markvörður KR mjög vel. Á 60. mínútu er Gústaf aftur á ferðinni með hörkuskalla en Stef- án var ekki á því að fá á sig mark og bjargaði vel. Fyrsta góða tækifæri KR-inga í síðari hálfleiknum kom á 70. mínútu er Jón Oddsson á þrumu- skot að marki en hitti illa og boltinn fór í hliðarnetið. Átta mínútum síðar er Elías í dauða- færi á markteigshorni en tókst að skjóta yfir. ódýrt mark Fram skoraði eina mark leiks- ins á 70. mínútu leiksins, og var það frekar ódýrt. Símon gefur langa sendingu inn í markteig KR beint á Gunnar Orrason, boltinn fór beint á læri Gunnars og þaðan í netið. Vörn KR var mjög illa á verði og Stefán markvörður sem átti góðan leik var sem frosinn á marklínunni. Þetta reyndist vera eina mark leiksins. Litlu munaði þó að Fram bætti öðru marki við er Hafþór Svein- jónsson komst einn í gegn en Stefán bjargaði meistaralega vel með úthlaupi. KR-ingar áttu svo gullið tækifæri á að jafna metin og ná í annað stigið á lokamínút- unni er Guðjón Hilmarsson var í dauðafæri á markteig en Guð- mundur Baldursson varði skot hans glæsilega í horn. Þar voru KR-ingar óheppnir. Liðin Lið Fram hefur leikið betur en það gerði í þessum leik, leikmenn voru nokkuð jafnir að getu. Trausti og Marteinn standa ávallt fyrir sínu og Gunnar Guðmunds- son barðist vel og átti góðan leik. Þá var Guðmundur öruggur í markinu. KR-liðið lék oft á tíðum ljóm- andi vel en þess á milli gekk leikmönnum illa að finna taktinn. Otto Guðmundsson var besti mað- ur liðsins, leikmaður sem ekki bregst og gerir sig ekki sekan um mistök. Þá átti Stefán markvörður góðan leik þrátt fyrir að hann fengi á sig frekar ódýrt mark. Guðjón og Hálfdán komust mjög vel frá leiknum. í STUTTU MÁLI. Islandsmótið 1. deild. Laugardals- völlur. Fram-KR 1:0, (0-0). MARK FRAM: Gunnar Torfa- son á 70. mínútu. GULT SPJALD: Gústaf Björnsson Fram og Otto Guð- mundsson KR. ÁHORFENDUR á leiknum voru 735. DÓMARI var Sævar Jónsson og dæmdi hann leikinn ágætlega. ÞR. LIÐ FH: LIÐ UBK: LIÐ FRAM: Friðrik Jónsson 6 Guðmundur Ásgeirsson 6 Guðmundur Baldursson 7 Helgi Ragnarsson 5 Tómas Tómasson 6 Marteinn Geirsson 7 Atli Alexandersson 5 Helgi Helgason 6 Trausti Haraldsson 7 Valþór Sigþórsson 7 Gunnlaugur Helgason 5 Gunnar Bjarnason 6 Guðjón Guðmundsson 7 Einar Þórhallsson 7 Gunnar Guðmundsson 7 Magnús Teitsson 6 Valdemar Valdemarsson 5 Gústaf Björnsson 6 Viðar Halldórsson 8 Vignir Baldursson 6 Guðmundur Steinsson 6 Ásgeir Arnbjörnsson 5 Þór Hreiðarsson 5 Baldvin Eliasson 6 Vaiur Valsson 5 Ingólfur Ingólfsson 5 Gunnar Orrason 6 Ásgeir Elíasson 5 Hákon Gunnarsson 7 Hafþór Sveinjónsson 6 Logi Ólafsson 6 ólafur Björnsson 8 Simon Kristjánsson 6 Guðmundur Hilmarsson 4 LIÐ ÍBV: LIÐ ÍA: Páll Páimason 7 Bjarni Sigurðsson 6 Sighvatur Bjarnason 5 Guðjón Þórðarson 5 LIÐ KR: Viðar Elíasson 6 Jón Áskeisson 4 Stefán Jóhannesson 7 Þórður Ilallgrimsson 5 Jón Gunnlaugsson 7 Guðjón Hilmarsson 7 Snorri Rútsson 5 Sigurður Halldórsson 5 Ottó Guðmundsson 7 Gústaf Baldvinsson 5 Sigurður Lárusson 4 Sigurður Indriðason 6 ómar Jóhannsson 6 Kristján Olgeirsson 5 Jósteinn Kristjánsson 6 Jóhann Georgsson 6 Björn H. Björnsson 4 Sæbjörn Guðmundsson 6 Sigurlás Þorleifsson 5 Árni Sveinsson 5 Wilhelm Fredrikssen 5 Tómas Pálsson 6 Július Ingólfsson 4 Birgir Guðjónsson 6 Sveinn Sveinsson 6 Guðbjorn Tryggvason 4 Jón Oddsson 6 Guðmundur Erlingsson (vm) 5 Ástvaldur Jóhannesson (vm) 3 Hálfdán örlygsson 7 DÓMARI: DÓMARI: Elias Guðmundsson 6 Róbert Jónsson 6 Guðmundur Haraldsson 7 DÓMARI Sævar Jónsson 7 Meiðsli í hné hjá Pétri — VIÐ lékum ekkert um þessa helgi, þar sem hollenska landslið- ið leikur landsleik á móti írum á miðvikudaK, sagði Pétur Péturs- son er við ræddum við hann á sunnudag. — Ég er hvíldinni feginn, þar sem ég á við meiðsli að striða i hnénu. Eg hef lítið sem ekkert getað æft. Eingongu keppt og mér finnst ég ekki vera í nægilega góðri úthaldsþjálfun. Meiðslin hafa lika háð mér í leikjum, en ég vona að þau skáni. Knattspyrna Ég er i meðferð á hverjum degi, fer í rafgeisla og isbakstra. Meiðsiin eru undir hnéskelinni og skapa mér mikinn sársauka í leikjum, sagði Pétur. óvíst mun vera hvort Pétur getur tekið þátt i þeim landsleikj- um sem framundan eru, fer það eftir því hvernig meiðslin verða. Pétur kvaðst vera bjartsýnn á keppnistimabilið sem framundan væri. Lið Feyenoord væri gott. Einna helst vantaði góðan mið- vallarleikmann. Næsti leikur Pét- urs er á sunnudag og þá gegn Roda. - ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.