Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 25 • MagnÚK Berjfs kominn í geKn ok skorar fyrsa mark Vals. Ljósm. Rax. uómundur fyrirliói Vals ok Þorsteinn markvörður ÍBK • Valsmenn faKna í leikslok. Titillinn í óruKKri höfn ok bikarinn fer enn eina ferðina á Hliðarenda. Á myndinni má sjá SÍKurð markvörð, MaKnús, Guðmund, ok Dýra (no 5). Ljósm. Rax. íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu árið 1980. Valur íslandsmeistari MEÐ SIGRI sinum yfir liði ÍBK siðastliðinn lauKardaK tryKKði Valur sér íslandsmeistaratitilinn i knattspyrnu árið 1980. Lið Vals sÍKraði ÍBK með tveimur mörkum KeKn einu í miklum baráttuleik þar sem mikið var í húfi fyrir bæði liðin. Lið Keflavikur er í mikilli fallhættu ok hvert stÍK þeim þvi dýrmætt ok með sÍKri i leiknum átti liðið möKuleika á að hjarKa sér úr fallhættunni. íslandsmótið var hinsveKar í húfi hjá Val þvi að með sÍKri í leiknum var titillinn i höfn. Leikur liðanna bar þess merki hversu mikilvæKur hann var ok voru leikmenn beKKja liða KreinileKa nokkuð tauKatrekktir lengst af. Hart var barist á báða bÓKa ok bæði liðin áttu ágæt marktækifæri. Oftast í leiknum var haráttan i fyrirrúmi fyrir KÓðri knattspyrnu. en þó brá á köflum fyrir skemmtileKum leik. Magnús kom Val á bragðiö Strax í upphafi leiksins var mikill kraftur í leikmönnum og sýnt var að bæði liðin ætluðu að selja sig dýrt og ekkert að gefa eftir. Leikmenn beggja liða voru fastir fyrir í návígum og gáfu ekkert eftir. Aðeins 12 mínútur voru liðnar af leiktímanum þegar Valsmenn naðu forystunni í leikn- um. Hinn eitilharði baráttujaxl Magnús Bergs braust í gegn um vörn IBK af miklu harðfylgi og tókst að skora laglega í bláhorn marksins framhjá Þorsteini markverði ÍBK. Vörn ÍBK kom engum vörnum við. Þetta var því sannkölluð óskabyrjun fyrir Val. Keflvíkingar elfdust ef eitthvað var við mark þeirra en gekk afar illa að komast í gegnum sterka vörn Valsmanna. Jafnframt því sem Sigurður Haraldsson mark- vörður Vals greip ávallt vel inn í leikinn og átti svo til allar fyrir- gjafir sem komu á mark Vals. Draumamark Magna Péturssonar Val Á 24. mínútu leiksins bættu Valsmenn öðru marki við. Eftir góða sóknarlotu renndi Magnús Bergs boltanum laglega út úr vítateignum á Magna Pétursson sem kom á fullri ferð og hitti boltann mjög vel og þrumuskot hans hafnaði alveg efst í vinkil- horni marksins. Overjandi skot, og sennilega glæsilegasta mark sumarsins. Svo fast var skotið að boltinn festist í horni marksins á milli járnstangarinnar og mark- netsins. Það var ekki amalegt að sigra í leiknum á sliku marki. Þetta er fyrsta og eina mark sem hinn mjög svo vaxandi leikmaður Magni Pétursson befur skorað með meistaraflokki Vals en þau eiga eflaust eftir að verða mörg í viðbót í framtíðinni. ÍBK minnkar muninn Leikmenn Vals voru sjálfsagt enn í sæluvímu og að hugsa um mark Magna þegar ÍBK náði að skora á sömu mínútu. Þeir hófu skyndisókn og fengu innkast á vallarhelmingi Vals. Boltinn barst inn í markteig og þar mistókst vörn Vals að hreinsa frá markinu og Ragnar Margeirs- son náði til boltans og það var ekki að sökum að spyrja að hann vippaði honum laglega í markið yfir Sigurð og í netið. Mikill kraftur kom nú í lið IBK og þeir sóttu nú mjög svo í sig veðrið en tókst ekki að skapa sér nein verulega góð tækifæri. Það sem eftir lifði hálfleiksins var jafnræði með liðunum, fátt markvert gerðist. ÍBK nálægt því að jafna I byrjun síðari hálfleiksins átti lið Vals nokkur ágæt upphlaup, Hermann Gunnarsson sem átti mjög góðan leik með liði Vals að ÍBK — Valur þessu sinni lék laglega í gegn um vörn ÍBK með Albert Guðmunds- syni en náði ekki gíðu skoti og Þorseinn varði. Á 59. mínútu á Hermann svo skalla rétt framhjá, eftir góða fyrirgjöf frá Grími. Þegar um 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum tók lið ÍBK völdin á miðju vllarins og sótti mjög stíft á mark Vals. Á 61. mínútu fékk ÍBK aukaspyrnu rétt utan vítateigs Vals, en ekkert varð úr spyrnunni. Síðan fékk ÍBK tvær hornspyrnur og varnarmenn Vals höfðu í mörg horn að líta. Á 65. mínútu er Ragnar Margeirsson nálægt því að jafna. Ragnar náði að skjóta góðu skoti af stuttu færi eftir að vera kominn í gegn. Sigurður markvörður Vals var kominn úr jafnvægi en heppnin var ekki með Ragnari, Magnús Bergs bjargaði á línu. Á 75. mínútu varði Sigurður vel skot af löngu færi, og á 85. mínútu aftur er Ragnar komst einn í gegn. Sigurður hljóp út á móti og varði skot Ragnars meistaralega vel. Vörn Vals varðist mjög vel öllum sóknarlotum IBK og Sigurður markvörður var vel með á nótun- um. Lið Vals vel að íslands- meistaratitlinum komið Lið Vals hefur oft leikið betur í sumar en á móti IBK í þessum leik. Liðið var jafnt að getu og leikmenn börðust vel. Sigurður var öruggur í markinu, og vörnin var mjög traust með Dýra og Grím sem bestu menn. Magnús Bergs og Magni léku báðir vel og vinna ávallt mjög vel. Hermann Gunnarsson lék mjög vel og átti margar fallegar sendingar. Lið Vals er mjög vel að ís- landsmeistaratitlinum komið, það hefur átt góða leiki í sumar og verið jafnt. Markatala liðsins tal- ar sínu máli um getu liðsins. Liðið hefur skorað hvorki meira né minna en 40 mörk en aðeins fengið á sig 15 mörk. Það er líka afrek að vera búnir að sigra í mótinu og eiga einn leik eftir. Lið Vals hefur leikið 17 leiki, sigrað í 12, tapað þremur og gert tvö jafntefli. Styrkleiki Valsliðs- ins er hversu jafnir að getu leikmennirnir eru. Varla er veikur hlekkur í liðinu, og margir góðir leikmenn hafa þurft að gera sér að góðu að verma varamannabekk- ina. Þá hefur mikil barátta og stemmning fylgt liðinu í mótinu í allflestum leikjum liðsins. Til hamingju með titilinn. Lið IBK lék allvel á móti Val, þrátt fyrir að þeim hafi ekki tekist að ná sér í stig. Með örlítilli heppni hefði leikurinn vel getað endað með jafntefli. Ragnar Margeirsson var besti maðurinn i liði ÍBK, mjög harðskeyttur og snjall knattspyrnumaður sem ger- ir ávallt mikinn usla í vörn mótherjanna. IBK á nú aðeins einn leik eftir í mótinu á móti ÍA og þurfa þeir að ná sér í stig ef þeir ætla sér að halda sæti sínu í í. deild. Lið FH á leik á móti Þrótti og því má sjá að hart verður barist á botninum en þessi tvö lið eru jöfn að stigum þegar ein umferð er eftir. Bæði liðin eru með 13 stig. í STUTTU MÁLI: Islandsmótið 1. deild. Keflavík- urvöllur. ÍBK - Valur 1-2 (1-2) MARK ÍBK: Ragnar Margeirsson á 24. mínútu. MORK VALS: Magnús Bergs á 12. mínútu og Magni Pétursson á 24. mínútu. GULT SPJALD: Enginn. ÁHORFENDUR: 1320. - ÞR. Lið Vals er best - segir þjálfari liðsins „ÞESSI leikur ásamt leiknum á móti Akranesi voru erfiðustu leikir Vals í íslandsmótinu að mínu mati,“ sagði þjálfari Vals, Wolker eftir leikinn í Keflavík. — Leikmenn Vals börðust vel i þessum leik og sýndu að þeir eru í góðri þjálfun. Allir léku vel og gáfu allt sitt i leiknum. Það var erfitt að eiga við Keflvíkingana. Þeir börðust mjög vel allan tím- ann og gáfu ekkert eftir. Við skoruðum tvö falleg mörk. og siðara mark okkar var gull af marki. Ék er glaður yfir þvi að það skyldi vera Magni Pétursson sem skoraði það mark. Hann hefur sýnt miklar framfarir i sumar og átti svo sannarlega skilið að skora. Lið Vals er að mínu mati besta liðið á þessu keppnistimabili. Liðið hefur jöfnum og sterkum leikmönnum á að skipa og góðir leikmenn hafa þurft að sætta sig við að vera varamenn. Valsmenn þurfa ekki að kvíða framtiðinni þeir eiga 16 — 18 leikmenn sem allir myndu sóma sér vel i hvaða 1. deildar liði sem væri. Lið Vals hefur þvi alla burði til að vera áfram gott nasta árið. Þá hafa leikmenn la-rt að berjast vel í leikjum sinum. — Það er alveg óvist hvort éK kem til með að vera áfram hjá Val. Mér hefur líkað mjög vel hér á landi. og samstarf mitt við leikmenn og stjórn Vals hefur verið afskaplega gott. Þvi hef ég fullan hug á að koma hingað aftur sé vilji fyrir því hjá Vals- mönnum. En tíminn verður að skera úr um hvort svo verður. Erfiðustu liðin i deildinni i ár voru Fram og ÍA. Fram er með gott lið sem ætti að geta fengið enn meira út úr leik sínum. Þá vil ég að það komi fram. að mér finnst að nota eigi leikmenn sem leika hér heima i landsliðið. Máske að fá 2 til 3 sem leika sem atvinnumenn. Það myndi skapa samkeppni á milli leikmanna hér heima. Liðið sem lek gegn Rúss- landi komst vel frá leiknum. sagði þessi geðþekki þjálfari að lokum i spjalli okkar. — ÞR. Sigrinum fagnað í búningsklefunum eftir leikinn. Ljósm. Ragnar A. Sigur okkar í íslandsmótinu var verðskuldaður - sagði fyrirliði Vals ÞAÐ RÍKTI mikil gleði í bún- inKsherbergjum Valsmanna eftir leikinn i Keflavik er íslands- meistaratitillinn var i höfn. Stuðningsmenn Vals streymdu inn i klefann og föðmuðu leik- mennina og óskuðu þeim til hamingju og ekki leið á löngu þar til kampavinsflöskur sáust á lofti og menn skáluðu i tilefni sigursins. það tókst þó að króa Guðmund Þorbjörnsson fyrirliða af út i horni og spjalla við hann. „Þetta er einn erfiðasti leikur sem ég hef leikið“ sagði Guðmund- ur og hélt áfram. „Við vorum mjög taugaspenntir fyrir leikinn og líka í leiknum sjálfum, okkur gekk frekar illa að ná góðum samleik fyrir vikið enda var Islandsmótið í húfi. Við höfum sýnt jafna og nokkuð góða leiki í mótinu og mér finnst sigur okkar vera verðskuld- aður. Sem dæmi get ég nefnt að við höfum sigrað í þremur erfiðum útileikjum, á móti í ÍA, ÍBV, og nú ÍBK. Þá talar marktalan sýnu máli.“ Að lokum sagðist Guðmund- ur fastlega reikna með að leika með Valsliðinu eitt keppnistímabil í víðbót, en uppúr því fara að hugsa sig um að fara jafnvel utan eftir að hann hefur lokið námi. En Guðmundur útskrifast sem verkfræðingur frá Háskóla íslands næsta vor. „Það var skiljanlegt að við værum taugaspenntir í þessum leik“ sagði baráttujaxlinn Magnús Bergs. Þetta var erfiður leikur, og í honum var mikil barátta. Ég held að við höfum átt sigur skilinn í mótinu, við sýndum jafna og góða leiki oftast nær. Mér fannst Fram liðið vera erfiðast viður- eignar í mótinu. Þeir eru með gott lið og ég vil nota tækifærið og óska þeim til hamingju með bik- armeistaratitilinn. „Þetta er ljúfasti íslandsmeist- aratitill sem ég hef unnið til“ sagði Hermann Gunnarsson eftir að leik Vals og ÍBK lauk. — Þetta er í fjórða skipti sem ég verð meistari. Fyrst varð ég meistari fyrir 14 árum, ég neyðist til að halda áfram vegna Evrópukeppn- innar sem er á næsta ári, sagði Hermann sem sýndi og sannaði í leiknum að hann hefur engu gleymt af snilli sinni í knattspyrn- unni nema síður sé. - ÞR. Sigurður Haraldsson Einkunnagjöfin Lið ÍBK Þorsteinn Bjarnason Guðjón Guðjónsson óskar Færseth Gisli Eyjólfsson Björn Ingólfsson ómar Ingvarsson Skúli Rósantsson ólafur Júliusson Ragnar Margeirsson Steinar Jóhannsson Gísli Torfason Lið Vals. Sigurður Haraldsson Grímur Sæmundssen Dýri Guðmundsson Magnús Bergs óttar Sveinsson Þorgrímur Þráinsson Guðmundur Þorbjörnsson Albert Guðmundsson Magni Pétursson Matthias Hallgrimsson Hermann Gunnarsson Jón Einarsson (vm) DÓMARI: I>orvarður Björnsson »■*» a> a> a> a> a> a^ a^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.