Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 VlK> MOR&JKc RAFP/NO GRANIGÖSLARI Halda bara áfram beint af auKum, unz kemur aA stór- fljútinu. — þá legKurðu til sunds...! BRIDGE Umsjón: PáH Bergsson Ungur sveinn, 10 ára gamall New York-búi, Dougias Hsieh að nafni, vakti mikla athygli á meiri háttar móti í Alaska í sumar. Er hann yngsti meðlimur í bridge- fjölskyldu mikilli og sigraði bæði í tvímenningi og sveitakeppni í móti þessu. Makkerar hans voru ekki af lakara taginu en sé að marka spilið í dag þá átti hann velgengni skilið. Allir utan hættu, suður gaf Norður S. ÁKD54 H.1062 Vestur 1 7 Austur S. G109762 L 0853 S. 83 H. D H. K4 T. ÁD104 „ A T. G9862 L 72 »uður L. ÁG109 O. — H. ÁG98753 T. K53 L. K64 COSPER Björgunarnetið er þarfaþing Árni Jón Jóhannsson skrifar: „Þar sem mjög hefur verið hljótt meðal forystumanna sjó- mannasamtakanna um björgun- arnet það sem Markús B. Þor- geirsson skipstjóri hefur fundið upp og hannað sjálfur, vildi ég leyfa mér að fara þess á leit við Óskar Vigfússon, formann Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar og Sjómannasambands Islands, að hann svaraði fyrirspurn: Hvað hafa samtökin gert til þess að kynna sjómönnum þessa stór- kostlegu uppfinningu Markúsar skipstjóra? • Hefði bjargað þús- undum mannslífa Ég hef þrisvar á mínum sjómannsferli orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að bjarga mönnum úr sjó og er þess fullviss af þeirri reynslu sem ég hef gengið í gegnum, að björgunarnet Markús- ar hefðu dugað vel í öll þau skipti, sem ég nefndi hér að framan. Einnig er ég sannfærður um það af reynslu minni í skipalestum er ég sigldi í síðari heimstyrjöldinni, að bjarga hefði mátt þúsundum mannslífa, er sjómenn fóru í hafið eftir að skip þeirra voru sprengd í loft upp, ef björgunarnet þessi hefðu almennt verið komin í notkun þá. • Gæti komið í góðar þarfir Kunnátta í meðferð þessara neta getur komið sjómönnum í góðar þarfir ef óhöpp ber að höndum, svo sem ef maður fellur fyrir borð á hafi úti eða fellur milli skips og bryggju sem allt of oft hendir eins og alþjóð er kunnugt. Ég er sannfærður um það, eftir að hafa kynnt mér björgunarnet Markúsar skipstjóra þarna suður í Hafnarfirði, að þau eru hin mestu þarfaþing til björg- unar mannslífa bæði í ám og vötnum sem á hafi úti. • Á ekki betri ósk til handa sjómönnum Því heiti ég á alla góða menn er fara með öryggismál sjómanna, hvar sem þeir hafa búsetu á íslandi, að kynna sér til hlítar þessa stórmerku uppfinhingu Markúsar B. Þorgeirssonar, björg- unarnetið. Netin eru til í öllum stærðum, allt upp í að geta borið 24 menn í sjó. Ég á ekki betri ósk til handa sjómönnum og aðstand- endum þeirra en að leitt verði í lög að net þessi skuli vera um borð i hverju skipi er á sjó fer, smáu og stóru. Með félagskveðju." Magnús B. Þorgeirsson skipstjóri. Fyrir framan hann á borðinu er lítil gerð af björgun arneti hans. Þau er til i öllum stærðum, allt upp i að geta borið 24 menn i sjó. Sveinninn ungi var með spil suðurs og opnaði á 1 hjarta. Vestur sagði 1 spaða og heims- meistarinn Soloway, sem var í norður, sagði 2 spaða, hvað sem það nú þýddi. Suður varð síðan sagnhafi í 4 hjörtum og vestur gerði honum strax í upphafi lífið leitt með því að spila út laufsjö. Sjálfsagt hefðu margir látið um- hugsunarlítið lágt frá blindum. Austur léti þá níuna og strax í fyrsta slag yrði spilið óvinnandi, þar sem engin innkoma væri fyrir hendi á blindan. En Douglas, sagður kurteis strákur, lét drottninguna frá blindum í fyrsta slag. Tilneyddur tók austur á ásinn og hann spilaði gosanum til baka. Suður tók austur á ásinn og hann spilaði gosanum til baka. Suður tók og beitti umsvifalaust næsta lykil- bragði. Spilaði tígulkóng, sem vestur varð að drepa en það hentaði sagnhafa vel. Vestur gat ekki komið makker sínum að til að taka laufslaginn, sem beið til- búinn. Og það sem eftir var af spilinu var tiltölulega einfalt. Vörnin gat ekki fengið nema 1 slag á tromp auk ásanna í láglit- unum. Benda má á, að ætti vestur einspil í iaufinu gat lítið kostað að láta drottninguna. Næsta laufspil yrði þá trompað í öllu falli og spilið ynnist aðeins ef vestur ætti tígulásinn og tvíspil í trompinu. © Þú getur dregið hlutina - og tapað! Kauptu SANYO litsjónvarp í dag. Okkur tókst aö semja um ótrúlegt verö á nokkrum SANYO litsjónvörpum. CTP 6213 Verö aöeins 668.000,- (gengi 2.9. 80). Staögr. 629.500 - (gengi 2. 9. 80) ®SAIMYO CTP6217 Verö aöeins 769.500- (Fullkomin fjarstýring). Þetta eru ódýrustu litsjónvörpin — og þau eru japönsk gæöavara f kaupbæti. Þú skalt athuga þaö!!! Gunnar Asgeirsson h/f. Suöurlandsbraut 16, sími 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.