Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.09.1980, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980 Minningarathöfn um Peter Sellers Kvikmyndaleikarinn David Niven sést hér fylgja Lynn Frederick, ekkju Peter Sellers, frá minninKarathöfn, sem haldin var um mann hennar i London i Kær. Bani-Sadr samþykkir tvo þriðju ráðherra íran. 8. sept. AP. BANI-SADR, forseti írans, hefur samþykkt 14 af 21 ráðherranna sem forsætisráðherrann. Ali Rajai, tilnefndi í ráðuneyti sitt ok er þetta talið auka líkur á að lausn á gislamálinu fáist fljótlega. íranska þingið mun nú taka til umfjöllunar ráðherralista Rajai og ef hann verður samþykktur mun stjórnin geta snúið sér að hinum mörgu vandamálum. sem nú bíða úrlausnar, þ.á m. ákvörðuninni um afdrif bandarísku gislanna, sem hafa verið í haldi í 310 daga. Talsmaður utanríkismálanefnd- ar íranska þingsins sagði, að haldinn hefði verið undirbúnings- fundur um gíslamálið á föstudag, en hann sagði ekki hvenær næstu fundir væru fyrirhugaðir. Utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, Ed- mund Muskie, sagði á sunnudag að líkur bentu til að Iranir myndu nú hefja umræður um gíslamálið af fullum krafti, enda væri það írönum hagsmunamál að lausn fyndist á málinu hið fyrsta. Síðasti sendiherra Bandaríkj- anna í Iran, William Sullivan, sagði nýlega í grein í bandarísku tímariti, að stjórn Bandaríkjanna hefði gert alvarleg mistök með því að neita að viðurkenna að bylting- in í Iran hefði verið óhjákvæmileg. Hann sagði að samskipti Irans og Bandaríkjanna hefðu getað verið miklu betri, ef Bandaríkjamenn hefðu farið skynsamlega að undir lok valdatíma keisarans. Hann sagði t.d. að Bandaríkjamenn hefðu átt að eiga viðræður við Khomeini erkiklerk meðan hann var enn í útlegðinni í París. Sullivan sagði að stjórn Carters bæri ábyrgð á þessari þróun mála og að Brzezinski, ráðgjafi forset- ans í varnarmálum, hefði viljað stuðla að gagnbyltingu í íran. Talsmaður Brzezinskis sagði þess- ar fullyrðingar ósannar og Sulli- van vildi aðeins auglýsa sjálfan sig með þessu. Utvarpið í Teheran skýrði frá því í dag, að 4 óbreyttir borgarar hefðu látist í árás, sem hermenn frá írak gerðu á borgina Mehran á ■ landamærum írans og íraks. Lech Walesa ásakaður um að hafa „skipulagt“ verkföllin Monkvu, 8. sppt. AP. T ASS-FRÉTT ASTOF A N rússn- eska hefur ráðist harkalega á Lech Walesa. einn af helstu leiðtogum pólskra verkfalis- manna. Sagt var, að um „tveggja ára skeið hefði Walesa unnið að skipulagningu „frjálsra verka- lýðsfélaga" á Eystrasaltsströnd- inni“. Talið er að Rússar vilji með þessu láta lita út fyrir að verkföllin haíi verið „skipulogð" en ekki stafað af óánægju pólskra verkamanna með kjör sin. Stanislav Kania, sem tók við forystu pólska kommúnistaflokks- ins sl. laugardag, hét því að samkomulagið við verkfallsmenn yrði haldið en hrósaði jafnframt Varsjárbandalagslöndunum fyrir „skilning" og „traust“ sem þau hefðu sýnt Pólverjum. Kania sagði, að verkföllin sýndu „óánægju verkamanna, sem beind- ist þó ekki gegn sósíalismanum sjálfum né bandamönnum okkar“. Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Póllandi, Stefan Wyszynski kardináli, átti í gær fund með Lech Walesa, leiðtoga verka- manna. Þykir þessi fundur sýna vel þá virðingu og þau áhrif, sem Walesa hefur í Póllandi nú um stundir. Talið er að þeir hafi rætt samskipti kaþólsku kirkjunnar og verkamanna en mörgum þótti sem kirkjan væri of vilhöll stjórnvöld- um þegar verkföllin voru sem mest. I skýrslu sem lögð hefur verið fyrir Bandaríkjaþing kemur fram, að efnahagur Pólverja mun verða mjög erfiður næstu fimm árin. Þjóðin er á kafi í skuldum og stefna stjórnvalda dregur úr vinnusemi og frumkvæði einstakl- inga. Því er spáð að skuldirnar eigi eftir að aukast enn og verði um 40 milljarðar dollara um 1985. Sprejiging- ar íIsrael Dam&skus, Sýrlandi. 7. srpt. AP. PALESTÍNSKU skæruliðasam- tökin, A1 Fatah, tilkynntu i dag, að þau bæru ábyrgð á þremur sprengingum. sem urðu i Tel Aviv og Jerúsalem um helgina, og særðu ótilgreindan fjölda Isra- elsmanna. Yfirvöld í ísrael hafa engar upplýsingar gefið um spreng- ingarnar en tilkynntu, að þrír palestínskir skæruliðar hefðu ver- ið handteknir í vesturhluta Jerús- alem, grunaðir um að hafa sprengjur í fórum sínum. ERLENT Lech Walesa, leiðtogi pólskra verkamanna. og Mieczyslaw Jagielski, varaforsætisráðherra. Myndin var tekin þegar þeir héldu til fundar í Lenin skipasmíðastöðinni í Gdansk þegar verkföllin voru i hámarki. Veður víða um heim Akureyrí 6 skýjaó Amsterdam 22 heióskírt Aþena 31 heióskírt Barcelona 25 alskýjaó Berlín 21 heióskirt BrUsiel 25 heióskirt Chicago 23 skýjaó Feneyjar 24 þokumóóa Frankfurt 22 heióskírt Færeyjar 10 alskýjaó Genf 22 heióskírt Helsinki 19 heióskírt Jerúsalem 29 heióskírt Jóhannesarborg 20 skýjað Kaupmannahöfn 23 heióskírt Las Palmas vantar Lissabon 29 heióskírt London 20 skýjaó Loa Angeles 25 skýjaó Madrid 35 skýjaó Malaga 26 mistur Mallorca 27 lóttskýjaó Miami 31 skýjaó Moskva 20 skýjaó Now York 29 heióskirt Oslo 18 heiðskírt Parft 26 skýjaó Reykjavík 7 hálfskýjaó Rio de Janeiro 27 skýjaó Rómaborg 23 heióskfrt San Fransisco 19 heióskírt Stokkhólmur 22 heióskírt Tel Aviv 30 heiðskírt Tókýó 33 heióskírt Vancouver 17 heióskírt Vínarborg 23 heiðskirt ítalir vilja hlutleysi Möltu Rómaborx. 8. srptember. AP. STJÓRN Ítalíu gaf í dag í skyn að hún kynni að vera reiðubúin til þess að tryggja hlutleysi Möltu, ef stjórn eyj- unnar lýsti formlega yfir hlutleysi. Möltubúar fóru þess á leit við Ítalí, að þeir tækju að sér varnir landsins, eftir að missætti kom upp á milli Líhýumanna og Möltu- búa um nýtingu olíu á hafs- botni á svæði milli Iandanna, en Líbýumenn hafa hingað til ábyrgst öryggi Möltu. Forsætisráðherra Möltu, Dom Mintoff, fór í vikuheim- sókn til Ítalíu á dögunum til þess að ræða möguleika á, að Italir veittu Möltubúum efna- hagslega aðstoð. Hann hefur sagst munu beita sér fyrir því að stefna Möltu í utanríkis- málum verði hvorki hliðholl Sovétríkjunum né Bandaríkj- unum. Reagan fer illa af stað WaKhinxton. 8. srptrmbor. (rá Önnu Bjarnadóttur. fréttaritara Mbl. FORMLEG forsetakosningabar- átta Ronalds Reagans fór ekki eins vel af stað og hann og stuðningsmenn hans hefðu kosið. Á fyrsta degi gagnrýndi hann Carter fyrir að hefja baráttu sina i fæðingarbæ Ku Klux Klan hreyf- ingarinnar, sem var misskilning- ur og Reagan varð að hiðjast afsökunar. Þessi mistök Reagans voru ekki svo alvarleg í sjálfu sér, en þau voru framhald af öðrum mistökum frambjóðandans í ræðum sem hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum. Reagan er nú mun varkárari í orðum sínum og forðast fundi með fréttamönnum. Hann hefur hafið harða gagnrýni á stjórn Jimmy Carters í utanríkismálum og segir ráðherra varnarmála og utanrík- ismála taka þátt i kosningabaráttu forsetans í fyrsta sinn. Hann hefur gagnrýnt sérstaklega fréttir, sem láku úr varnarmálaráðuneytinu, af nýrri flugvél, sem er í undirbúningi og er þeim töfrum búin, að hún mun ekki sjást á leitartækjum Sovétmanna. Reagan telur að þess- um fréttum hefi verið lekið af ásettu ráði, til að hjálpa forsetan- ,um í baráttunni, en um leið gefið Sovétríkjunum 10 ára forskot til að hanna sams konar vél. Barátta Carters fór vel af stað, en vikan bar beztu fréttirnar í skauti sér fyrir John Anderson. Ákveðið var, að hann fái fjárstyrk frá ríkinu, eins og frambjóðendur stóru flokkanna, eftir kosningarn- ar, ef hann hlýtur a.m.k. 5 prósent atkvæða í kosningunum. Framboð Andersons hefur átt við fjárhags- vanda að stríða en þetta mun gera honum kleift að hefja auglýsinga- herferð í sjónvarpi og væntanlega ýta undir peningagjafir margra, sem áður töldu, að hann yrði að gefast upp vegna peningaskorts. Frjálslyndi flokkurinn í New York ákvað í vikunni að styðja Anderson í kosningunum, en flokk- urinn studdi Carter 1976. Carter vonaðist lengi eftir að hljóta stuðn- ing flokksins á ný í ár. Demókratar óttast, að án stuðnings muni repú- blikanar vinna í New York, en það er ríki, sem Carter þarf verulega á að halda til að halda embætti sínu. Raymond Harding, formaður Frjálslynda flokksins, spáði, að Anderson og Patric Lucey, varafor- setaefni hans, myndu fara með sigur af hólmi í New York. Þetta gerðist 1971 — Geoffrey Jackson, sendi- herra Breta í Uruguay, látinn laus, átta mánuðum eftir að skæruliðar rændu honum. 1948 — Lýst yfir stofnun alþýðu- lýðveldis í Norður-Kóreu. 1945 — Landganga bandarisks herliðs í Suður-Kóreu; Rússar taka norðurhlutann af Japönum og 38. breiddarbaugur gerður að marka- línu. 1943 — Landganga Bandamanna í Salerno. 1934 — Uppþot fasista og and- stæðinga þeirra í London. 1914 — Orrustunni við Marne lýkur. 1899 — Árásir „brjálaða mullah“ á Brezka og ítalska Somaliland hefj- ast. 1894 — Fyrsta byltingartilraun Sun Yat-Sen í Kína. 1881 — Uppreisn þjóðernissinna undir forystu Arabi Pasha í Eg- yptalandi. 1850 — Kalifornía tekin í Banda- rikin. 1835 — Blöð sett undir ritskoðun og róttæk félög bæld niður með „september-lögunum" í Frakk- iandi. 1776 — Heitið „Bandaríkin“ gert opinbert á ráðstefnu nýlendnanna í Norður-Ameríku. 1585 — Sixtus páfi V bannfærir Hinrik af Navarre. 1513 — Orrustan við Flooden (d. Jakob IV Skotakonungur) — Margrét Tudor verður ríkisstjóri í Skotlandi. Afmæli. Richelieu kardináli, franskur stjórnmálaleiðtogi (1585—1642) — Cornelius van Tromp, hollenzkur flotaforingi (1629-1691) - Luigi Galvani, ítalskur vísindamaður (1737— 1789). Andlát. 1087 d. VilnjSmur bast- arður, konungur af Englandi — 1583 d. Sir Humphrey Gilbert, landkönnuður (drukknaði) — 1960 d. Jussi Björling, óperusöngvari — 1976 d. Mao Tse-tung, byítingar- maður og stjórnmálaleiðtogi. Innlent. 1000 Svoldarorrusta <d. Ólafur Tryggvason) — 1208 Víði- nesbardagi (d. Kolbeinn Tumason) — 1877 Vígð kirkja á Þingeyrum — 1883 d. Þórarinn Kristjánsson prófastur — 1886 „Heimskringla* hefur göngu sína í Winnipeg — 1905 Sogsbrúin vígð — 1909 Reglu- gerð um menntaskóla — 1921 Nýr „Goöafoss" kemur — 1960 Stofnuð Samtök hernámsandstæðinga. Orð dagsins. í stjórnmálum er fjarstæða ekki til trafala — Napo- leon Bonaparte (1769—1821).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.