Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 203. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980 Prentsmiðja MorKunhlaðsins. Ys og þys í fluginu Ljósmynd Mhl.: Kristján. Kania í Slesíu - verk- föll breiðast áfram út Varsjá. 9. soptrmber. — AP. VEUKFÖLL héldu áfram að breiðast út í Póllandi. Hér er þó ekki um víðtæk samtök um landið að ræða. heldur hafa verkamenn í einstökum verksmiðjum farið í verkföll til að ná fram sérkröfum sínum. Stanislaw Kania. leiðtoKÍ kommúnistaflokksins, fór til Katowice í Slesíu. llann ra ddi þar við meðlimi í kommúnistaflokkn- um ok hvatti til einingar í verkalýðsfélötfum undir stjórn flokksins. Á meðan Kania hvatti til ein- ingar innan hinna ríkisreknu verkalýðsfélaga bárust fregnir um, að blaðamenn í Varsjá hefðu ákveðið að ganga úr hinum ríkis- reknu verkalýðsfélögum og stofna óháð verkalýðsfélag. Þá var skýrt frá því af PAP, hinni opinberu fréttastofu, að sambönd sjómanna og hafnarverkamanna hefðu ákveðið að stofna óháð verkalýðs- félög og ganga úr hinum ríkis- reknu. Málgagn ungliðasamtaka kommúnistaflokksins réðst harka- lega að KOR, helstu andófsnefnd í Póllandi og ásakaði meðlimi henn- ar um „andsósíalískan áróður og einn af EBE-þingmönnum krata, en þeir eru þrír, verður að víkja. Og að tveir krataþingmenn EBE- þingsins eru andvígir aðild Dana að Efnahagsbandalagi Evrópu.- undirróðurstarfsemi". Þá réðst málgagnið á verkfallsmenn og ásakaði þá um andsósialíska starfsemi. Stanislaw Kania, leiðtogi kommúnistaflokksins sagði, að núverandi verkföll væru ekki al- varlegt vandamál, þó leysa bæri. Verkföll eru nú í borginni Bialyst- ok, um 50 kílómetra frá sovésku landamærunum. Engin blöð komu út í borginni, sem telur liðlega 200 þúsund íbúa, vegna verkfalls graf- ískra sveina. Þá voru verkföll í Busko-Zdroj, í suðausturhluta landsins. í Mielec náðist sam- komulag en þar höfðu verkamenn krafist afsagnar leiðtoga komm- Anker Jörgensen, forsætisráð- herra og formaður sósíaldemó- krata, sagði, að þetta hefði engin áhrif á stefnu flokksins í málefn- um EBE. Flokkurinn væri sam- huga um aðild að EBE og engin breyting því framundan. únistaflokksins á svæðinu. Hann hafði krafist þess, að verkamenn undirrituðu skjal, þar sem óháð verkalýðsfélög voru fordæmd. Flutningaverkamenn í Tarnow voru áfram í verkfalli en þeir hafa ekki mætt til vinnu í viku. í Lundúnum. 9. september. — AP. BREZKA stjórnin ákvað í dag að loka sendiráði sínu í Teheran og kalla starfsfólk þaðan heim utan einn sendiráðsmann. Ráðstöfun þessi er gerð af ótta við hefndar- ráðstafanir írana. vegna hand- töku 44 írana. Þeim hefur verið skipað að verða á brott frá Bretiandi. Raunar voru sendi- ráðsmenn i Teheran aðeins 4. Venjulega hafa þeir verið um 30. en vegna ríkjandi ástands var þeim fa-kkað. Staðgengill sendi- herrans í Teheran. Arthur Wy- att, kom til Lundúna í dag ásamt fjölskyldu sinni. Rétt i þann mund. sem hann kom. fóru tveir fyrstu íranirnir. sem skipað var að verða úr landi. til írans. Undanfarið hefur brezka sendi- ráðið verið umsetið írönum, sem hafa krafizt þess, að löndum þeirra í Bretlandi verði sleppt úr haldi. Mohammad Ali Rijai, for- sætisráðherra írans, hótaði Bret- um „viðeigandi aðgerðum" ef þeir Piotrkow í Mið-Póllandi fóru verkamenn í vefnaðarverksmiðj- um í verkfall. í Radomsk hófu verkamenn verkfall, einnig verka- menn í Opole-héraði og vefnaðar- verkamenn í Olsztyn. Þá hófu verkamenn í súlfúrnámum í suð- austurhluta landsins verkfall. hættu ekki fjandskap í garð írönsku byltingarinnar. Það var lögð sérstök áherzla á það af hálfu brezka utanríkisráðuneytisins í dag, að stjórnmálasamband væri ekki rofið og að íranska sendiráðið í Lundúnum yrði áfram opið. Kína: Þingiö fái aukin völd Peking. 9. soplt mlx r. — AP. KÍNVERSKA fréttastofan Xin- hua skýrði í dag frá því. að fulltrúar á kínverska þinginu fa*ru nú fram á aukin völd þess og að tími sé kominn til, að þingið verði óháð stofnun í stjórnkerfi landsins. og komi reglulega saman. Það að frétta- stofan skuli skýra frá þessu. þykir benda til. að tillögur komi fram á lokadegi þingsins á morg- un — miðvikudag. um aukin völd þingsins. Skilgreind verði skyld- ur og réttindi þingmanna. Komið verði á fót virkum þingnefndum. sem fást muni meðal annarra málaflokka við efnahagsmál. her- mál. utanrikismál og menning- armál. Fjörugar umræður hafa farið fram um málefni þings í landinu. Þar fór fremstur í flokki Chen nokkur Haosu, þingmaður-fyrir herinn. „Þingið er stjórnvöldum æðra og því ber að hlýða. Þingmenn 'eiga ekki að vera einhverjar strengjahrúður, sem rétta upp hendi eftir pöntun. Margir vaða í þeirri villu, að kommúnistaflokkurinn eigi að gefa út tilskipanir, þingið að samþykkja þær síðan og stjórn- völd framkvæmi. Þingið á að fara með æðsta vald — tryggja, að stjórnarskráin sé virt og refsa fyrir brot á henni,“ sagði Chen meðal annars. Funda í Madríd Madríd. 9. septpmbor — AP. UNDIRBÚNINGSFUNDIR undir þriðju Öryggismálaráðstefnu Evr- ópu, sem fjalla mun um framkvæmd Helsinkisamkomulagsins, hófust í dag í Madríd. Fulltrúar 35 ríkja taka þátt í undirbúningsfundunum í Madríd en aðalfundahöldin hefjast þann 11. nóvember. Svíar munu annast brezk málefni í íran. 44 íranir hafa verið í haldi eftir að þeir efndu til óeirða. Þeir voru sekir fundnir um ýmis lagabrot, og neituðu að segja til nafns og heimilisfangs. Pólskur njósnari í bandarískum sendi- ráðum afhjúpaður Bonn. 9. sept. — AP. PÓLVERJI. sem starfaði við bandarisku sendiráðin í Varsjá og Bonn hefur verið handtek- inn. — ásakaður um njósnir fyrir Pólland. Njósnarinn, Henryk Dimski, var handtekinn af v-þýzku lög- reglunni. Hann hefur játað að hafa látið pólskum stjórnvöldum í té leynilegar upplýsingar í að minnsta kosti tvö ár. Njósnarinn starfaði við sendiráðið í Varsjá. Hann var síðan fluttur til Bonn og starfaði þar við bandaríska sendiráðið um fimm ára skeið. Danskir kratar sit ji aðeins í einni nefnd Frá Ib Bjornbak. íréttaritara Mbl. í Kaupmannahofn. 9. sept. ÞINGI DANSKRA sósíaidemókrata er nýlokið. Þar var samþykkt. — þvert á vilja flokksforustunnar. að kratar skuli ekki sitja i nema einni nefnd eða ráði á vegum flokksins. Sveitarstjórnarmaður hefur því ekki heimild til að sitja samtímis á danska þinginu. né er þingmanni heimilt að ciga sæti á EBE-þinginu. Þetta hefur í för með sér, að Bretar loka sendi- ráði sínu í Teheran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.