Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980 3 11 íslenzk leikrit f lutt í útvarpinu MIKIL Króska virðist vera i íslenskri leikritun um þessar mundir. Eftir þeim uppiýsingum að dæma. sem blaðið hefur aflað sér hjá útvarpinu, mun fyrirhu!?- að að flytja þar samtals 11 innlend leikrit fram að áramót- um. Um frumflutninK er að ræða á 10 þessara leikrita, en eitt eldra verk verður endurtekið. Er það Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sií?ur- jónssonar. en á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu skáldsins, eins ok kunnuKt er. Eftirtalin íslensk leikrit verða flutt á fimmtudögum í október og nóvember nk.: 1. í takt við tímana, eftir Svövu Jakobsdóttur, 2. Úlfaldinn, eftir Agnar Þórðarson, 3. Morgunn á Brooklynbrú, eftir Jón Laxdal Halldórsson, 4. Síðasta afborgun- in, eftir Sigurð Róbertsson, 5. Hvað á að gera við köttinn?, eftir Ásu Sólveigu, 6. Næturþel, eftir Ásu Sólveigu. Þá verða flutt 3 innlend barna- leikrit: l.Fitubolla, eftir Andrés Indr- iðason, 2. Morgunsárið, eftir Her- borgu Friðjónsdóttur, 3. Froskur- inn sem vildi fljúga, eftir Ásgeir Þórhallsson. Ennfremur verður flutt leikgerð Gunnars M. Magnúss af skáldsög- unni Leysingu eftir Jón Trausta. Það er framhaldsleikrit í 6 þátt- um. Jólaleikrit útvarpsins að þessu sinni verður Tópaz eftir Marcel Pagnol. Þjóðleikhúsið sýndi þetta leikrit snemma á starfsferli sínum og fór í sína fyrstu leikför um landið með það. „Hekla virðist vera að lognast útaf‘ - segir Sigurjón bóndi á Galtalæk „HEKLA virðist vera að lognast treysta í þessum efnum og hún útaf,“ sagði Sigurjón Pálsson gæti rifið sig upp aftur." Yfir átta milljónir manna þjást og margra biður ekkert nema hægur hungurdauði. ef hjálp berst ekki hið fyrsta. Þúsund krónur islenzkar eru taldar nægja til þess að halda barni, sem þessu eþiópiska stúlkubarni, á lifi i heila viku. Afríkusöfnun Rauða kross íslands:______ Framlög þegar farin að berast EINS og fram kom í fréttum í siðustu viku stendur fyrir dyrum fjársöfnun á vegum Rauða kross íslands til hjálp- ar nauðstöddum í Austur- Afriku. Gert er ráð fyrir. að sjálf söfnunin hefjist um næstu mánaðamót, eða í byrj- un október. Framlög eru hins vegar þegar farin að berast til skrifstofu Rauða krossins, og enda þótt söfnunin sé ekki hafin á skipu- legan hátt, þá er auðvitað tekið á móti framlögum hvenær sem er á skrifstofunni Nóatúni 21. Einnig má hringja í síma 26722, og næstu daga verður opnaður sérstakur póstgíróreikningur, sem hægt verður að leggja inn á á öllum pósthúsum landsins. Rauða krossinn vantar einnig sjálfboðaliða til þess að taka þátt í söfnuninni og undirbún- ingi hennar. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni. bóndi, Galtalæk, i spjalli við Mbl. í gær. „Skyggni hefur verið afbragðs- gott að undanförnu og það gerist ekki betra,„ sagði Sigurjón. „Ég hef einstaka sinnum séð gufu- stróka en það hefur minnkað. Nú ýkur aðeins úr toppnum en þó « cki meira en var stundum fyrir gos.“ „Líkurnar fyrir því að gosinu sé alveg lokið eru að aukast en Hekla er duttlungafull og því er of snemmt að afskrifa hana,“ sagði Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur við Mbl. „Það er engu að Fengu vara- hluti og Mogg- ann af himn- um ofan LANDHELGISGÆZLAN aA stoðaði á laugardagskvöld tvo islenzka rækjubáta, sem voru á veiðum á Dohrnbanka og vantaði varahluti. Bátarnir voru 115—120 sjó- mílur frá landi og því dýrt spaug fyrir þá að sigla til lands eftir varahlutunum. Var þá brugðið á það ráð að láta flugvél Landhelgisgæzlunnar fljúga með þá út að skipunum. Varahlutirnir voru pakkaðir í plast og flot fest við þá og þeim síðan hent útbyrðis yfir bátun- um, sem veiddu þá upp. Þess má geta að gæzlumenn stungu Morgunblaðinu inn í plastpok- ann líka og voru skipverjar að vonum fegnir sendingunni. Gröfuskófla rakst í höf- uð manns VINNUSLYS varð á svæði austan Hlíðarskóla í Reykjavík um tvö- leytið í gær. Skurðgrafa var að grafa skurð og var maður í skurðinum við mælingar. Svo slysalega vildi til þegar maðurinn beygði sig eitt sinn fram með mælitækin, að skóflan rakst í höfuð hans. Hlaut hann talsverða áverka á höfði en meiðslin voru í nánari rannsókn þegar Mbl. hafði síðast fréttir. Maralunga Maralunga sófasettið víöfræga eftir Vico Magistretti og sófasett í úrvali. Kynniö ykkur greiðsluskilmála okkar. Borgartúni 29 Simi 20640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.