Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 5
/ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980 5 Nýr Hólmatindur til Eskif jarðar: „Gíf urlegur munur f rá því sem var á gamla Tindinum44 SKUTTOGARINN Hólmatindur SU 220 sigldi fánum skreyttur inn Eskifjörð undir kvöld á mánudag og lagðist að bryggju um klukkan 21. Skipið er keypt frá Frakklandi og kemur i stað eldri skuttogara með sama nafni. sem frönsku útgerðarmennirnir tóku upp i við skiptin. Hólmatindur er eign Hraðfrystihúss Eskifjarðar og fer væntanlega á veiðar um miðjan næsta mánuð, en i dag eða á morgun heldur Hólmatindur til Akureyrar þar sem nokkrar breytingar verða gerðar á skipinu. m.a. á lestum þess vegna kassafisks. Eskfirðingar áttu á tímabili í erfiðleikum með að fá fyrir- greiðslu vegna þessara skipa- skipta, en í byrjun júlí veitti Fiskveiðasjóður sérstaka heimild til kaupanna. í samtali við Morg- unblaðið í gær sagði Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, að nú skipti mestu máli að hið glæsilega skip væri komið, en á sínum tíma hefði þetta verið erfitt mál. „Maður vissi aldrei hvar maður var staddur í kerfinu eða hvar maður hafði verið stoppaður í kerfinu," sagði Aðalsteinn. Gamli Hólmatindur er 13 ára gamalt skip og mun minna en nýja skipið eða um 350 lestir. Nýi Hólmatindur er smíðaður í Gdynia í Póllandi árið 1974 fyrir útgerðarmenn í Loriente í Frakklandi og er rétt innan við 500 lestir. Aðspurður um kaup- verð nýja skipsins sagði Aðal- steinn, að það væri um einn milljarður að meðtöldum kostn- aði við breytingarnar á Akureyri, en áætlað er að þær kosti um 150 milljónir og taki um mánuð. Gamla skipið var tekið upp í við kaupin og fékkst upp undir helm- ingur kaupverðsins fyrir gamla Hólmatind, að sögn Aðalsteins Jónssonar. Hólmatindur kom við í Grims- by í Englandi og Bodö í Noregi á leiðinni til Eskifjarðar, en veiðar- færi og kassar voru teknir um borð á þessum stöðum. Skipstjóri á Hólmatindi er Árbjörn Magn- ússon, Sturlaugur Stefánsson er 1. stýrimaður og Björgólfur Lár- usson 1. vélstjóri. Árbjörn sagði í gær, að sú litla reynsla sem fengizt hefði af skipinu til þessa lofaði góðu um framhaldið. „Þetta er mikið og gott skip og munurinn gífurlegur frá því sem var á gamla Tindinum," sagði Árbjörn. Hólmatindur er skuttogari af minni gerðinni, skipið er 50 metra langt, með 2.000 hestafla aðalvél og búið flestum fullkomn- ustu og algengustu tækjum, sem eru um borð í slíkum skipum. Hólmatindur SU 220 á Eskifirði i fyrrakvöld. I baksýn gnæfir fjallið Hólmatindur. (Ljísm. Æv«r). Nes- og Melahverfí: Skemmtiferð eldri borgara NÆSTKOMANDI sunnudag. 14. september, mun Félag sjálfstæð- ismanna í Nes- og Melahverfi, bjóða eldri borgurum hverfisins i skemmtiferð, sem orðinn er ár- legur viðburður i félagsstarfinu. Að þessu sinni verður farið á Reykjanesskagann, suður á Mið- nes og komið í Hvalsneskirkju. Drukkið verður kaffi í samkomu- húsinu Festi í Grindavík, og litið við hjá Hitaveitu Suðurnesja. Áætlað er að komið verði til baka kl. 7 um kvöldið. Ferðin verður auglýst í félagsmáladálkum Morg- unblaðsins síðar í vikunni. Helgarskák- mót á Húsavík FJÓRÐA „Helgarskákmótið“ verður haldið á Húsavik um næstu helgi og eins og i fyrri mótum verða okkar beztu skák- menn meðal keppenda, að undan- skildum Jóni L. Árnasyni og Margeiri Péturssyni, sem eru erlendis. Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar, sem stendur fyrir mótinu ásamt Skáksambandi íslands og sveitarfélögunum, sagði í samtali við Mbl. í gær, að verðlaun yrðu eins og á fyrri mótum, 300, 200 og 100 þúsund krónur, auk 50 þúsund kvenna- verðlauna og sérstakra unglinga- verðlauna. Þá minnti Jóhann á keppnina um milljón krónu verð- launin, sem veitt verða stigahæsta skákmanninum að helgarmótun- um loknum, en í þeirri baráttu er Helgi Ólafsson nú efstur með 60 stig og stórmeistararnir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigur- jónsson koma næstir með 35 stig. Jóhann Þórir sagði, að nú væru í undirbúningi fleiri helgarskák- mót á Akureyri, Neskaupstað, í Vík í Mýrdal og Vestmannaeyjum. Allgóð síld- veiði i Lónbug UM 1400 tunnur af síld bárust til Hornafjarðar í gær. 15 bátar komu með afla og fékkst síldin á Lónsbug. Þá kom Vöttur SU með fyrstu síldina til Djúpavogs í gær, 200 tunnur, sem átti að frysta. Sími frá skiptiboröi 85055 Austu' v-ti fSiíiWI p|j ^ t mt A m fe’ ** * ! IS: ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.