Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980 Flugleiðamál: Athugasemd frá fréttamönnum útvarps Ummæli Sigurðar IleÍKasonar. íorstjóra Flugleiða, i Morgun- blaðinu 9. september, eru þess eðlis, að fréttamenn útvarpsins, sem undanfarna daga hafa aðal- le«a fjallað um málefni Fluj?- leiða, vilja ekki láta þeim ósvar- að. I þessum or öðrum biaða- ummælum slær Sijfurður Helga- son því föstu. að hann geti skorið úr um hvernig fjölmiðlar i Lux- emborg meti fréttir af biaða- mannafundi forsætisráðherra landsins. í fréttum útvarpsins föstudaginn 5/9 sagði: „Werner, forsætisráðherra Luxemborgar. sagði á fundi með fréttamönnum í Luxemborg núna siðdegis, að viðræður fulitrúa Flugleiða og flugfélaga í Luxemborg fyrir nokkrum vikum hefðu strandað á þvi, að Fiugleiðir hefðu tjáð fulltrúum hinna félaganna, að fyrirtækið gæti aðeins lagt fram flugkost sinn, áhafnir og reynslu til samstarfsins, en félögin i Luxemborg yrðu að sjá um fjár- hagslegu hliðina." Sigurður Helgason segir í Morg- unblaðinu: „Enda er það ljóst, að ef SKÓLAVÖRUR attttttskótans! BÓKAHÚSÍÐ Laugawegi 178, s.86780. stcmdur sem hæst 20 500 á stórum hljómplötum Laugavegi 33, Sfrðndgötu 37 Sl N DRA Æ^STÁL HE Fyrirliggjandi í birgðastöð svartar og galvaniseraðar pípur OQQoooO O °OOo sverleikar: svart, % — 5“ galv., % — 4“ Borgartúni31 sími27222 forsætisráðherra Luxemborgar hefði sagt eitthvað á þessa leið, hefði það verið birt í þarlendum blöðum, eins og málið er í brenni- depli þar eins og hér.“ Til viðbótar því að ákveða fréttamat fjölmiðla í Luxemborg, staðhæfir hann í Morgunblaðinu að forsætisráðherra hafi aldrei sagt þetta og telur sig vita betur. í Morgunblaðinu segir Sigurður: „Ég aflaði mér síðan upplýsinga næsta dag frá Luxemborg og ekkert slíkt kom fram í ummælum ráðherr- ans.“ Þær upplýsingar, sem Sigurð- ur Helgason talar um, eru þýðingar úr fjölmiðlum í Luxemborg, þar sem segir frá fundi forsætisráð- herrans með fréttamönnum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins ræddi við fréttamenn útvarpsins í Luxemborg og blaðsins Luxem- burger Wort. Þeir sátu báðir blaða- mannafundinn með forsætisráð- herra og bar algerlega saman um ummæli hans. Hvað sagt er á fundi með fréttamönnum og hvað birt er þarf ekki að vera það sama. Rétt er þó að minna á viðtal Josy Barthels, samgönguráðherra, í Luxemborgarútvarpinu 5. septem- ber, en þar segir hann orðrétt: „Flugleiðir hefðu ekki lagt til nýtt fjármagn, eins og hinir meðeigend- urnir hefðu gert, en hefðu lagt til stjórnendur, starfsfólk, flugvélar og sölukerfi." I lok viðtalsins segir Barthels um fundi Luxair um málið: „Eftir fundinn komst stjórn Luxair að þeirri niðurstöðu að tillögur Flugleiða væru ekki að- gengilegar." Ékkert hefur því kom- ið fram, sem sýnir framá að fréttamenn útvarpsins hafi „rang- fært þessar fréttir eða fengið þær brenglaðar" eins og Sigurður Helgason kemst að orði í Morgun- blaðinu. Þá minnist Sigurður ekki einu orði á það, að þessar sömu fréttir voru fluttar í sjónvarpinu sama kvöld og í útvarpinu. Fréttastofunni er kunnugt um önnur atriði, sem komu fram á fundi ráðherra í Luxemborg með fréttamönnum, sem ekki hafa enn komið fram, hvorki í fjölmiðlum í Luxemborg eða hér á landi. Þar á meðal eru atriði, sem beinlínis snerta rekstur Flugleiða. Sigurður Helgason kvartar und- an því að fréttastofan hafi ekki viljað taka frá sér leiðréttingar. Eina leiðréttingin sem verulega miklu máli skipti var sú þegar fréttastofan leiðrétti ummæli Sig- urðar sjálfs sem hann hafði í hádegisfréttum. í ummælum hans kom fram að flogið yrði til Chicago í vetur, og var það leiðrétt um kvöldið að beiðni Sigurðar sjálfs. Hvað viðkemur missögn í frétt- um útvarpsins á laugardagskvöld, þar sem talað var um „tap vegna kaupa" á DC-10-flugvél, en átti að standa „tap vegna reksturs", er það að segja að Sigurður Helgason var beðinn afsökunar á þessum mistök- um í persónulegu samtali á fréttastofunni, en síðan fórst fyrir að leiðrétta þetta í fréttum. Sigurð- ur Helgason er hér með beðinn velvirðingar á þeim mistökum, en ástæða er til að taka fram, að þau urðu ekki að yfiriögðu ráði. Upplýsingar fréttastofunnar um afkomu flugfélaga á Norður- Atlantshafi voru frá heimildum, sem allar voru nefndar í fréttum. Þess var getið, að Sigurður Helga- son væri ekki sammála þessum upplýsingum, en fyrir þeim standa okkar heimildarmenn og þekkt breskt flugmálablað. Flugleiðir hafa nú sent fréttastofunni grein úr Business Week, þar sem sagt er að Northwest Orient hafi tapað stórfé á árinu, sem lauk 31. mars síðastliðinn á ferðum yfir Atlants- haf. Síðar í greininni segir að Evrópuferðir félagsins séu mjög óhagstæðar. Hvað sem Business Week hefur um málið að segja, segir formælandi Northwest Ori- ent annað í viðtali við frétta- stofuna og verður fréttastofa út- varpsins varla sökuð um falsanir á þessum upplýsingum. Væntanlega vilja Flugleiðir líka frekar fá að veita upplýsingar um sinn rekstur, en að þær séu veittar í tímaritum. Þess ber að geta að greinin í Business Week er mjög almenns eðlis og fjallar um allan rekstur Northwest Orient, en ekki aðeins um Atlantshafsflugið. Fréttamenn útvarps hafa lagt á sig mikla vinnu við öflun upplýs- inga um málefni Flugleiða að undanförnu, og hverjar framtíðar- horfur félagsins væru, annaðhvort eins sér, eða í samvinnu við erlenda aðila. Undanfarna daga hefur fréttastofan leitað upplýsinga utanlands í meira mæli en oft áður og þeim upplýsingum hefur ekki alltaf borið saman við þær, sem látnar eru í té hér á landi. Við teljum það mikilvægt verk- efni að fylgjast með málefnum, sem skipta atvinnu hundraða ís- lendinga og geta haft varanleg áhrif á framtíð heilla atvinnu- greina. Fréttamönnum útvarpsins kem- ur það á óvart að starfsbræður þeirra á Morgunblaðinu skuli ekki hafa leitað eftir þeirra hlið á málinu, eins og dagblaðið Vísir gerði, af sama tilefni. Helgi Pétursson, ólafur Sigurðsson. Stefán Jón Hafstein. Dale . Larneeie námskeiðið ★ Námskeiöiö getur hjálpaö þér aö: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sannfær- ingarkrafti í samræöum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustaö. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. ★ Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt í Dale Carnegie-námskeiöinu. í dag er þitt tækifæri. ★ Upplýsingar í síma 82411 82411 í ( E'nkaleyfi á Isiandi oai JÓRNUNARSKÓLINN ll)I.\ Konráð Adolphsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.