Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980 29 TTT& ^ ~ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL 13-14 FRÁ MÁNUDEGI ny (ijjantoi' aa'ii if Útsala væru fyrir tvítuga og eldri, mundi eflaust vera sama „vandamál" hjá fullorðnum eins og hjá unglingum. En eins og það er núna í Reykja- vík, ein félagsmiðstöð fyrir alla unglinga borgarinnar, er það auð- séð að það skapast óneitanlega vandamál. Ekki veit ég með vissu hvernig ástandið er úti á landi í öðrum bæjarfélögum, en ég tel mjög liklegt að það sé ekki miklu betra en hér í Reykjavík. • Til athugunar Ég bið S. Sv. og annað fólk, sem er sömu skoðunar og hún að athuga að það er ekki hver einasti unglingur drukkinn í miðbænum um helgar né heldur með skemmd- arverk í huga. • Gengur ekki lengur Ég vona innilega að fólk geti tekið sig saman og talað um hlutina eins og þeir eru og síðast en ekki síst fundið einhverja lausn á málunum. Það gengur ekki iengur að eini samkomustaður krakkanna sé á Hallærisplaninu." Þessir hringdu . . . • Sóðaskapur við sjoppur H.P. hafði samband við Vel- vakanda og setti út á hreinlætis- mál kvöldsölufólks. — Það er áberandi meiri sóðaskapur í kringum þessar sjoppur en al- mennt gerist hjá okkur hér í borg, og er þó ekki af miklu að státa. Er ekki eðlilegt að gera þá aðila ábyrga fyrir þrifnaði í sínu nán- asta umhverfi, sem fá starfsleyfi til þess að reka þessar sjoppur? Ég bý á Njálsgötunni, ekki langt frá Frakkastíg. Þar er ein af þessum kvöldsölusjoppum og af henni er fádæma ruslarabragur, fjúkandi bréfadrasl, umbúðir og ílát. Ég leyfi mér að mótmæla svona löguðu og finnst að það eigi að varða sviptingu starfsleyfis að hafa þetta svona. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson íslenskir bréfskákmenn tefla í Evrópukeppni landsliða, C-riðli, sem hófst 1978. Eftirfarandi staða kom upp í skák þeirra Mario Fiorito, Hollandi, og Einars Karlssonar. sem hafði svart og áttileik. 34. .. H8f3! og hvítur gafst upp. Ekkert nema stórfellt liðstap kemur í veg fyrir Dc2—g2+. • Mótmæli ásökun- um Sigríðar Sveinsdóttur Ásdis skrifar: „Af hverju eru það alltaf ungl- ingarnir sem eru ásakaðir um öll skemmdarverk? Sigríður skrifar um aðfarirnar við Austurvöll. Ég var þar og að mínu áliti þá voru eldri borgararnir í engu betra ástandi en hinir yngri. Margt var þarna af fólki á aldrinum 30—50 ára, sem skreið um dauðadrukkið og ekki voru þeir útlendingar sem ég sá miklu betri. En auðvitað eru alltaf einhverjir á öllum aldri sem vilja eyðileggja og skemma. Svo mikið var þarna af fólki að stundum barst maður bara með straumnum og endaði úti á blóma- beðum í látunum. • Hvað gerðist í S-Afríku? Það sem Sigríður segir um vatn og táragas er ég ekki sam- mála um: Vatn kannski en jafnvel táragas! Sjáið bara hvað gerðist í Suður-Afríku þegar blindur söngvari, blökkumaður, átti að halda tónleika. Lögreglan var kölluð út til að dreifa fólkinu sem hafði safnast saman inni í tón- leikahöllinni og í nágrenni henn- ar. Til þess að gera það notaði hún táragas. Margir voru troðnir undir þegar þeir flýðu í ofsahræðslu út úr tónleikahöllinni og burt frá táragassprengjum lögreglunnar. Fjölmargir létu lífið og enn fleiri slösuðust lífshættulega. • Er það þetta? Ég spyr bara: Er það þetta sem Sigríður Sveinsdóttir og fleiri vilja? Að lokum langar mig svo til að spyrja: Eru sumir búnir að gleyma hvernig var að vera ungur og skemmta sér?“ • Skotgleði I.A. skrifar: „Nýlega birtust í dagblaði (Tím- anum, 22. ágúst sl.) ráðleggingar í 6 liðum til skotveiðimanna frá Skotveiðifélagi íslands. Þar segir m.a.: „Skjótið aldrei á heimalandi án leyfis,“ og í annari ráðleggingu: „Umgangist land og líf af virðingu og hófsemd." Ekki er vanþörf á ráðleggingum og viðvörunum frá félagsstjórn hinna skotglöðu manna til félaga sinna, því á því hefur borið lengi, að byssumenn vaði yfir allt og skjóti á allt eða flest sem þeir sjá lifandi. • Af virðingu og hófsemd Síðari tilvitnunin hér að ofan er nokkuð hæpin og því erfitt að fara eftir henni: Hvernig á það að geta farið saman að umgangast land og líf af virðingu jafnframt því að skjóta á og drepa það líf sem fyrir finnst í skauti landsins. Aldrei getur fylgt því nein virðing og hófsemd að skjóta á varnarlaus dýr úti í náttúrunni. Að mishæfir og misjafnlega innrættir menn limlesti og drepi fugla eða önnur dýr, sjálfum sér til ánægju ein- göngu, getur aldrei að réttu lagi kallast virðingarvert eða hógvært. Hitt er heldur, að hér er um að ræða ill verk, einkum ef litið er á málið frá sjónarmiði dýranna sjálfra, sem fyrir árásunum verða, en það skyldi jafnan gert. • Hið eina virðingarverða Hið eina, sem virðingarvert mætti kallast, væri að virða lífs- rétt dýranna, samlanda okkar og vina, og hætta að drépa þau og limlesta að þarflausu með skot- vopnum veiðiglaðra manna." HÖGNI HREKKVÍSI „viljiði kom'c?mum úr tHf" 53? SIGGA V/öGÁ £ 'íiLVtftAM Kjólar frá 12.000.-. Nýtt og fjölbreytt úrval af kvöldkjólum í öllum stæröum, hagstætt verö. Trimm- gallar frá kr. 12.000.-. Dömupeysur frá kr. 2.000.-. Urval af ódýrum skólapeysum. Mussur frá kr. 8.000.-. Jakkapeysur og vesti í úrvali. Opiö frá 9—18. Fatasalan, Brautarholti 22, inngangur frá Nóatúni. Enska fyrir börn Beina aöferöin. Börnum er kennd enska á ENSKU. íslenzka er ekki töluö í tímum. LEIKIR — MVNDIR — BÆKUR. Skemmtilegt nám. MÍMIR, Brautarholt 4, Sími 10004 og 11109 (kl. 2—7 e.h.). TVerzlunarskóli Islands veröur settur í dag kl. 2 e.h. Nemendur veröa skipaö í bekki viö skólasetningu og aö henni lokinni hefst almennur kennarafundur. Verzlunarskóli íslands. 3. leikvika — leikir 6. sept. 1980 Vinningsröó: x11 — 12x — x11 — x12 1. vinningur: 12 réttir — kr. 1.001.000.- 32965 (4/11) 33977 (4/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 57.200.- 2217 30442+ 40543+ 41771 3990 30792 40558+ Kærufrestur er til 29. september kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðal- skrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) verða aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - Iþróttamíöstöðinni - REYKJAVÍK Firmakeppni K.R. í knattspyrnu utanhúss 1980. Hin árlega firmakeppni knattspyrnudeildar K.R. veröur haldin helgina 20.—21. sept. Keppt verður í riðlum, en úrslitakeppnin verður viku síðar. Keppt veröur utanhúss. Skulu 7 leikmenn vera í hverju liði auk 3. skiptimanna. Leiktími er 2x15 mín. Þátttaka tilkynnist fyrir 18. sept. í síma 22194 á þriöjud., miövikud. og föstud. milli kl. 2—4 eftir hádegi og nánari upplýsingar. Knattspyrnudeild K.R. /C)<b<bí^\ (YfcWOVl \fBW) fío\ mr\ WJ \\X\KI V£«\Q ) \aLmpf/ & Iri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.