Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 1
204. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR II. SEPTEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dingnefndir gegn Carter Washington. 10. september. AP. BANDARÍSKAR þingneíndir snupruðu Jimmy Carter íorseta í dag og greiddu atkvæði gegn sölu á kjarnorkueldsneyti til Indlands þrátt fyrir persónulega áskorun frá Edmund Muskie utanríkisráðherra á síðustu stundu. Þetta mál getur orðið meiriháttar áfall fyrir Carter í mótun utanríkisstefnu og fer nú fyrir allsherjarfundi í hvorri þingdeild fyrir sig. Utanríkisnefnd fulltrúadeildar- innar lagðist gegn sölunni eins og við var búizt, þegar Jonathan Bingham, demókrati frá New York, hafði haldið því fram að Indverjar hefðu lítið færzt nær afstöðu Bandaríkjanna gegn út- breiðslu kjarnorkuvopna. En Muskie ræddi við fulltrúa utanríkisnefndar öldungadeildar- innar í rúman klukkutíma áður en þeir samþykktu með 8 atkvæðum gegn 7 tillögu um að hætt yrði við útflutning á 38 lestum af kjarn- orkueldsneyti til Indlands. Frank Church, formaður nefnd- arinnar, sagði að Muskie hefði lýst því yfir, að samskipti Bandaríkj- Fer heim til ítaliu Róm, 10. april — AP. LÖGFRÆÐINGAR kvik- myndaleikkonunnar Sophiu Loren sögðu í dag að hún hefði ákveðið að snúa aftur til ftalíu og gefa sig fram við lögreglu til að fá 17 ára gamalt skattsvikamál út úr heiminum — jafnvel þótt það gæti þýtt að hún yrði sett i fangelsi. Italska fjármálaráðuneytið staðfesti í gær að áfrýjunar- réttur hefði dæmt leikkonuna í 30 daga varðhald í júlí og gert henni að greiða 12 milljón lírur í sekt þar sem lögfræðingar hennar hefðu ekki skilað skattaskýrslu hennar 1%3. Lögfræðingar ungfrú Loren hafa beðið Sandro Pertini for- seta um að náða hana, en slík mál geta tekið marga mánuði. Ungfrú Loren býr í París og lögfræðingar hennar segja að núverandi starfsskyldum hennar verði lokið eftir nokkr- ar vikur. Leikkonan kveðst ekki vilja valda samstarfsfólki sínu „al- varlegu efnahagslegu tjóni" og því vilji hún gefa sig fram. Hún segir endurskoðendur sína hafa tjáð sér að hún hafi ekki þurft að greiða skatta 1963 á Ítalíu þar sem hún starfaði erlendis þá og greiddi skatta í landinu þar sem hún starfaði. anna og Indlands yrðu fyrir áfalli ef kjarnorkueldsneytið yrði ekki selt og Indverjar kynnu að neyðast til að leita til Rússa í staðinn. í bréfi til Church sagði Muskie, að Bandaríkjastjórn mundi ekki af- henda síðari helming kjarnorku- eldsneytisins ef Indverjar virtust komnir á fremsta hlunn með að sprengja kjarnorkusprengju eins og árið 1974. John Glenn, flutningsmaður til- lögunnar, sagði, að lítið væri á loforði Muskies að græða. Hann benti á, að Indverjar hefðu ekki fallizt á alþjóðlegar tryggingar nema í Tarapur-verinu, sem átti að fá eldsneytið og indverskir leiðtogar hefðu gefið í skyn, að þeir mundu gera tilraun með kjarnorkusprengju ef þeir teldu það þjóna bezt hagsmunum lands- MALUÐ LÖGREGLA Vinstrisinnar skvettu hvítri málningu á þessa tvo lögregluþjóna þegar þeir voru við gæzlustörf í gær ásamt fleiri lögreglumönnum á kosningafundi sósíaldemókrata í Hamborg þar sem Helmut Schmidt kanzlari var meðal ræðumanna. Óháð verkalýðsf élög í trássi við áskoranir Varsjá, 10. september. AP. STARFSMENN tuga fyrirtækja í Póllandi, allt frá verksmiðjum til leikhúsa og vísindastofnana, hófust i dag handa um skipulagningu óháðra verkalýðsfélaga i trássi við áskoranir stjórnvalda um einingu i hreyfingu verkamanna. Nefnd undir forsæti Mieczyslaw Jagielski varaforsætisráðherra fór til Moskvu til viðræðna um sovézka efnahagsaðstoð. Nefndin mun einnig gefa leiðtogum Rússa skýrslu um samningana við verkfallsmenn, m.a. um stofnun sjálfstæðra verka- lýðsfélaga. Þrátt fyrir samningana halda verkföll og vinnustöðvanir áfram á 22 stöðum í Póllandi, samkvæmt heimildum í stjórninni, í dag. Jan Pinkowski forsætisráðherra endurtók áskorun stjórnarinnar um að „eðlilegur vinnuhraði" yrði aftur tekinn upp og sagði flokksstarfs- mönnum í Poznan, að „mikið væri komið undir því að verkamenn bættu upp það framleiðslutap" sem hefði orðið í verkföllunum. Pólska rithöfundasambandið birti áskorun um „frjálst streymi upplýs- inga, skoðana og viðhorfa" og hvatti til stofnunar menningarráðs, sem pólskir rithöfundar og listamenn kysu, til að hafa umsjón með menningarlífi þjóðarinnar. í Varsjá komu 270 fulltrúar og 100 áheyrnarfulltrúar frá Varsjár- háskóla, pólsku vísindaakademíunni og öðrum skólum og stofnunum saman til fundar í Tæknibygging- unni í miðborginni til að ræða stofnun óháðs félags vísindamanna og tæknifræðinga. Fulltrúarnir kusu verkfræðinginn Zdzislaw Bibrowski, liðsforingja í Tækniaðstoð við Kínveria PekinK. 10. september — AP. BANDARÍKJAMENN hafa hafizt handa um aðstoð við Kínverja til að gera þeim kleift að koma sér upp aukinni tækni og leggja grundvöll að nútima her að sögn aðstoðarlandvarnaráðherra Bandaríkjanna. Will- iam J. Perrv í dag. Þróunin verður hæg og Banda- ríkjastjórn verður ekki beinn aðili að henni sagði Perry á þriðja degi 13 daga heimsóknar. Samningar um flugmál, siglinga- mál og ræðismannsskrifstofur hafa verið undirritaðir til bráðabirgða síðustu daga og samkomulag hefur náðst um vefnaðarframleiðslu. Samningarnir verða líklega allir undirritaðir í Washington í næstu viku. Perry sagði að 400 bandarísk fyrirtæki hefðu fengið leyfi til útflutnings til Kína, meðal annars á fullkomnum tölvum. pólska hernum, sem Rússar settu á laggirnar á stríðsárunum, formann bráðabirgðastjórnar. Fulltrúarnir kváðust gera ráð fyrir að það tæki tvo til þrjá mánuði að skipuleggja verkalýðsfélagið. „Það er kominn tími til að stofna eigið félag. Við viljum sósialisma og viljum efla hann. Atvinnuvegirnir eru og verða í eigu ríkisins og við viljum efla þá,“ sagði einn fulltrúanna. Stjórn félags leikara mun leggja til að félagið segi sig úr ríkisverka- lýðsfélaginu og stofni sjálfstætt félag. Fulltrúar á þingi farmanna og hafnarverkamanna ákveða á þriðju- dag hvort samþykkja skuli tillögu stjórnar félagsins um úrsögn úr verkalýðshreyfingunni. í Gdansk sögðu skipasmiðir, að starfsmenn fyrirtækja um land allt kysu nefndir til að ræða stofnun nýrra verkalýðsfélaga. „Gömlu verkalýðsfélögin eru ekki til í Gdansk og Gdynia," sagði verka- lýðsleiðtogi. Ekki fúsir til að biðjast afsökunar WashinKton. 10. ájcúst — AP. BANDARÍKJASTJÓRN er reiðubúin að ræða „allt og hvað sem er“ við írönsk yfirvöld til að ná fram frelsun handarisku gíslanna, sagði talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins í dag. En hann sagði. að stjórnin ætlaði ekki að biðja íran afsökunar fyrir stefnu sína gagnvart landinu. Ummæli talsmannsins, John Trattners, fylgja í kjölfar ræðu nýja forsætisráðherrans í Iran, Mohammed Ali Rajai, þar sem hann setti þetta skilyrði fyrir frelsun gíslanna. Trattner kvað stjórnina enn vera að kynna sér ræðu Rajai og sagði, að ekki væri ljóst hvað fyrir honum vekti. Stjórnin ráðgerir ekki andsvar að svo stöddu, sagði hann. Fréttamenn spurðu Edmund Muskie utanríkisráðherra hvort ræðan gæfi tilefni til bjartsýni. „Eftir 35 ár í opinberu lífi,“ sagði Muskie, „hef ég lært að það þarf ekki endilega að vera samband milli þess sem einhver í opinberu lífi segir opinberlega og þess sem hann kann að hugsa." í bréfi til Rajai í síðasta mánuði lagði Muskie til að sambandi yrði komið á milli landanna til að ræða ágreining. Stjórn Rajai fékk í dag traust á þingi í Teheran með 169 atkvæð- um gegn 14, en 10 sátu hjá. írakar sögðu, að þeir hefðu náð aftur 75 fermílna landamærasvæði af ír- önum eftir harða bardaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.