Morgunblaðið - 11.09.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.09.1980, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 1R 11« 1 p JfcjftJLí ÞAÐ HEFUR oft valdið þyrlufluKmönnum varnarliðsins vandræðum þegar þeir koma með sjúklinga á sjúkrahúsin i Reykjavik, að ekkert afmarkað svæði hefur verið fyrir þá til að lenda á. Nú hefur verið bætt úr þessu við Borgarspitalann, eins og skýrt hefur verið frá í Mbl„ en þar hefur verið byggður sérstakur þyrlupallur. Varnarliðsmenn voru þar við æfingar i gærdag þegar ljósmyndara Mbl„ Kristján, bar að. ____ Fiskmarkaðir eru í hættu UNDANFARNAR vikur hafa mrtrg islenzk fiskiskip landað afla sinum i Bretlandi, en hins vegar hafa þau i mjrtg mrtrgum tilfellum fengið lágt verð og tiltrtlulega lægra heldur en á sama tima undanfarin ár. Af þessu tilefni hafði Morgunblaðið samband við Ágúst Einarsson hjá LtÚ i gær og spurði hann hverju þetta sætti. Sagði Ágúst, að skýringin væri fyrst og fremst sú hversu lélegur sá fiskur hefði verið, sem mrtrg skipanna hafa siglt með undanfar- ið. Sagði Ágúst að ef svo héldi áfram væri isfiskmarkaði tslend- inga i Bretlandi stefnt i voða og hér væri þvi mjrtg alvarlegt mál á ferðinni. Ágúst sagði, að fiskkaupmenn í þeim þremur borgum, sem íslenzk skip sigla til, þ.e. Grimsby, Hull og Fleetwood, hefðu kvartað yfir gæð- um fisksins frá tslandi undanfarið. Samningar BSRB og ríkisins: Hálaunamennirnir fá mesta grunn- kaupshækkun á samningstímanum GERÐIR hafa verið útreikningar á þvi, hve mikið launatafla BSRB hækkar miðað við samning BSRB og fjármáiaráðherra. I fyrstu 15 flokkunum er hækkun- in 14 þúsund krónur og er hún hlutfallslega mest i 1. flokki eða 4.6%, en i 15. flokki er hún 2,9%. 16. flokkur hækkar um 10 þús- und eða um 2% og 17. og 18. flokkur um 6 þúsund eða um 1,1%. t 19. flokki og upp úr, að Járnblendiverksmiðjan að Grundartanga: Útflutningurinn i ár verður 22—24 þús. tonn teknu tilliti til áfangahækkana 1. desember, 1. marz og 1. júni næstkomandi er hækkunin frá 19. flokki 5.624 krónur eða 1% og upp í 62.329 krónur eða 7,7% í efsta flokki. Samkvæmt samningnum á að samræma þann launamun, sem er milli launataflna BSRB og Banda- lags háskólamanna, BHM. Launa- munurinn er aðeins í 19. flokki og upp úr. Þetta skal gert í áður- nefndum áföngum, þannig að 1. desember fá BSRB-félagar Vi hækkunarinnar, 1. marz 1981 % hennar og loks verði jöfnuði náð 1. júní 1981. Á samningstíma BSRB-samningsins fá allir laun- þegar í 25. flokki og upp úr, þ.e.a.s. hinir hæstlaunuðu innan BSRB, hærra hlutfall grunnkaupshækk- ana en 1. flokkurinn, sem fær 4,6% hækkun. 25. flokkurinn fær 4,8% og eins og áður sagði er hlutfallshækkunin í efsta flokki 7,7%. Skipin væru í mörgum tilfellum of lengi á veiðum og illa væri gengið frá fiskinum um borð í skipunum. Það hefði síðan í för með sér, að hluti afla mjög margra skipa færi í „gúanó“, en kostnaður við löndun væri meiri heldur en fengist fyrir þann fisk, sem fiskimjölsverksmiðj- urnar tækju, auk alls annars kostn- aðar við siglingu og veiðar. Fyrirtækið „Birds Eye“ er stærsti kaupandi ísfisks frá íslandi í Bret- landi og kvörtuðu þeir í vikunni vegna fisksins héðan. Segir m.a. í skeyti þeirra til LÍÚ, að fiskur frá íslandi sé allt frá því að vera fullkominn að gæðum og niður í að vera ónothæfur nema í fiskimjöl. Með þessu væri eyðilagt fyrir þeim, sem sigldu með góða vöru og markaðnum væri stefnt í hættu. Jón Olgeirsson hjá Fylki í Grimsby hefur sömuleiðis komið á framfæri kvörtunum fyrir hönd kaupmanna í fyrrnefndum þremur borgum og segir það bæði sóun á tíma og fé að sigla með svo lélegt hráefni eins og raunin hafi verið í mörgum tilvikum undanfarið. Ágúst Einarsson sagði, að það væri nauðsynlegt að brýna fyrir sjómönnum og útgerðarmönnum að leggja meiri áherzlu á aukin gæði og happadrýgra væri að sigla með minna, en betra hráefni. „Þetta á alls ekki við um alla, en í heildina man ég ekki eftir svo slæmu tíma- bili eins og nú undanfarið. Skemmdu eplin skemma út frá sér og ef kaupmenn hætta að treysta á gæði íslenzka fisksins er voðinn vís og við gætum verið að grafa okkar eigin gröf í þessu efni. Það er einfalt fyrir kaupmenn að fara á markað- ina á meginlandinu og kaupa þar nýjan góðan fisk og flytja síðan til Bretlands. Það hefði síðan í för með sér verðfall á íslenzka fiskinum og við því megum við ekki,“ sagði Ágúst Einarsson. JÓN Sigurðsson, forstjóri fslenzka járnhlendifélagsins, sagði i samtali við Mbl. í gærdag. að annar bræðslu- ofn verksmiðjunnar að Grundar tanga hefði verið settur í gang í fyrrakvöld. en unnið hefur verið að uppsetningu hans undanfarna mán- uði. Fyrstu dagana eftir gangsetningu verður ofninn rekinn með litlu afli, meðan rafskautin eru að bakast og ofnskálin sjálf að hitna og þorna. Meðan á því stendur rýkur kolareyk- ur úr reykháfum verksmiðjunnar, sem ekki er unnt að hreinsa vegna hættu á skemmdunx á reykhreinsi- búnaði verksmiðjunnar. Reiknað er með að innan tíu daga verði ofninn tilbúinn til að taka við hráefnum til vinnslu. Ofn 1 er í eðlilegum rekstri og er gert ráð fyrir, að ofnarnir verði báðir reknir fyrst um sinn eða þar til kynni að þurfa að koma til orkuskerðingar, sem heimil er samkvæmt samningum félagsins við Landsvirkjun. Til þess að reka báða ofnana með fullum afköstum þarf félagið um 68 megawött frá Landsvirkjun, en allar líkur benda til þess, að svo mikið rafmagn fáist ekki í vetur. Það sem af er þessu ári hefur íslenzka járnblendifélagið flutt út um 15 þúsund tonn af málmblendi, en búizt er við miklum afskipunum alveg á næstu dögum. Ef að líkum lætur verða flutt út milli 22 og 24 þúsund tonn á þessu ári. Svavar Gestsson félagsmálaráðherra: Ríkið ætti að hafa „full áhrif á daglegan rekstur44 - ef það færi inn i Atlantshafsflugið „EF RÍKIÐ kemur inn í þetta, þá inni, hvorki til eða frá,“ sagði tel ég að það verði að gerast af fullum myndarskap. þannig að rikið geti haft full áhrif á dagleg- an rekstur, en um þetta hefur ekkert verið rætt i ríkisstjórn- Verðmæti liðins leigu- tíma tekin inn í matið nú ENDURSKOÐUN IIF. sendi frá sér eftirfarandi athugasemd i gær: „Lrtggiltir endurskoðendur Flugleiða hf. vilja taka fram eftirfarandi varðandi þau atriði i viðtali við Baldur óskarsson f útvarpsfréttum í gær, sem fjöll- uðu um endurskoðun og reikn- ingsskil, vegna misskilnings, sem þar kom fram. í viðtalinu kom fram að hinir bandarísku endurskoðendur fyrir- tækisins, Irving Trinkoff og Álex- ander Grant, séu í raun og veru einu endurskoðendur sem gera upp alla samstæðuna, það er að segja Flugleiðir og dótturfyrirtæki í heild. Hið rétta er að íslenzkir og bandarískir endurskoðendur hafa samvinnu um rtll endurskoðunar- störf samstæðunnar og gerð sam- stæðuársreiknings. Varðandi ummæli um eigna- færslu DC-10 flugvélar viljum við taka fram, að hún hefur ekki verið eignfærð í ársreikningum félagsins og er í því sambandi fylgt banda- rískum reikningsskilastöðlum. Við mat á eigin fjárstöðu nú á miðju ári er hins vegar gerð grein fyrir því, að hluti af leigugreiðslum rennur upp í kaupverð vélarinnar verði kaupréttur notaður sam- kvæmt kaupleigusamningi. Áunnin verðmæti vegna liðins leigutíma eru tekin inn í matið.“ Ólafur Nílsson, löggiltur endur- skoðandi, sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að það hefði ekki verið rétt í hádegisfréttum útvarpsins í gær, að Endurskoðun hf. hefði unnið ásamt hagdeild Flugleiða að rekstraráætlun þeirri, sem Flug- leiðir afhentu ríkisstjórninni. „Það er hagdeild Flugleiða, sem gerir allar rekstraráætlanir fyrir félag- ið, nú sem fyrr,“ sagði Ólafur. Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra, er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi um Atlantshafsflugið og spurði hann, hvort hann væri sammála Steingrimi Hermanns- syni samgönguráðherra um það, að rikið eigi að veita Atlantshafs- fluginu stuðning i reynslutima án þess að koma til skjalanna sem „afgerandi rekstraraðili“. „ÉG tel að áður en ákvörðun verður tekin í málinu, þurfi að ganga mjög vel frá öllum endum og athuga vandlega, hver 'staða fyrirtækisins raunverulega er. Fyrr en það liggur ljóst fyrir, er ekki hægt að segja til um að menn séu hlynntir hlutum eða andvígir þeirn," sagði Svavar. „Það er til dæmis ljóst, að veruleg styrking á fjárhagsstöðu Flugleiða kemur fram í endurmatinu og það svo mikil viðbót, að ég tel nauðsynlegt að kanna hlutina mjög vandlega áður en lengra er haldið. Hins vegar vil ég nú, fyrst ég er að tala við Morgunblaðið, and- mæla ummælum Arnar Johnson um sérstakan fjandskap Alþýðu- bandalagsins við Flugleiðir. Við erum jafnáhyggjufullir og aðrir og viijum skoða málin án alls fjandskapar við félagið." Mbl. spurði þá Svavar, hvort þjóðnýting flugsins væri ekki á dagskrá Alþýðubandalagsins. „Við höfum ekki gert neinar tillögur í þá átt,“ svaraði hann. Mbl. náði einnig tali af Jóni Ormi Halldórssyni, aðstoðar- manni forsætisráðherra, sem bar ráðherra spurningar blaðsins um hans álit á tillögum Steingríms og stöðu flugmálanna í heild, en forsætisráðherra kvaðst ekkert vilja segja um málin á þessu stigi. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða hf. Fögnum því ef hægt er að finna grund- völl fyrir áframhald Atlantshafsflugs „VIÐ fögnum því, ef hægt verður að finna grundvrtll fyrir áfram- haldandi flugi, en sjálfir erum við raunverulega komnir i þrot og gætum ekki fjármagnað það,“ sagði Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða hf„ er Mbl. leitaði í gær álits hans á þeirri tillrtgu Steingrims Hermannssonar, sam- grtnguráðherra, að ríkið eigi að veita áframhaldandi Atlants- hafsflugi stuðning i reynslutima. Mbl. spurði Sigurð um hvaða fjárhæð væri að ræða í tap af áframhaldandi Atlantshafsflugi. „Við höfum ekki metið þá stöðu nýlega, en samkvæmt áætlun, sem gerð var á fyrri hiuta þessa árs yrði um að ræða að öllu óbreyttu tap upp á 1,5 milljarða á árs- grundvelli, en árstíðabundið tap yrði mun meira og þyrfti um 3,5 milljarða króna til að fjármagna það,“ svaraði Sigurður. „Við höfum hins vegar ekki endurmetið þetta síðan, þannig að tapið kynni að verða meira.“ Mbl. spurði Sigurð einnig um hvaða upphæð væri að ræða í sambandi við ósk Flugleiða um viðræður við ríkisstjórnina um breytingu á lausaskuldum félags- ins í föst lán. „Það liggur ekki Ijóslega fyrir, þar sem það er háð ýmsum forsendum," svaraði Sig- urður. „Meðal annars spila þarna inn í sðlur á eignum og ýmislegt annað, sem gerir það ómögulegt að nefna ákveðna tölu í þessu sam- bandi.“ Mbl. spurði Sigurð, hverjar und- irtektir þessi ósk félagsins hefði fengið hjá ríkisstjórninni, en hann sagði þetta atriði ekki hafa verið rætt efnislega á fundum forráða- manna Flugleiða og ráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.