Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 Heiðursforseti og forseti Evrópudeildar Dag Hammarskjöld-samtakanna veita Vigdísi Finnbogadóttur friðarverðlaun samtakanna. Vigdísi veitt verðlaun fyrir eflingu friðar í heiminum FORSETA íslands. Vigdísi Finn- bogadóttur. voru i gær veitt Dag Hammarskjöld-friðarverðlaunin, en þau eru orða og viðurkenn- ingarskjal, sem árlega eru veitt einstaklingum, sem með fordæmi sinu hafa stuðlað að eflingu friðar í heiminum. Afhendingin fór fram í Stjórn- arráðshúsinu og að henni lokinni hélt Vigdís ásamt heiðursforseta og forseta Evrópudeildar Dag Hamm- arskjöld-samtakanna til hádegis- verðar að Bessastöðum. Friðarsamtökin, sem kenna sig við Dag Hammarskjöld, fv. fram- kvæmdastjóra Sameinuðu Þjóð- anna, voru stofnuð af prófessor Dino di Stefano, barón, árið 1963, skömmu eftir lát Hammarskjölds, til minningar um hann og til eflingar friði í heiminum. I samtök- unum eru m.a. stjórnmálamenn, vísindafrömuðir, sendiherrar og að- alsmenn víða að úr heiminum. Verðlaunin eru veitt einum þjóð- höfðingja á ári hverju, en auk þess eru verðlaunin veitt frumkvöðlum friðar á ýmsum sviðum, líkt og Nóbelsverðlaunin. A ári hverju eru sendiherrar í ákveðnu landi beðnir um að tilnefna menn, sem þeim finnst koma til greina að hljóti verðlaunin, og í þetta skipti komu tillögurnar frá sendiherrum í Belgíu. Tíu manna dómnefnd, skipuð fulltrúum úr landsnefndum samtakanna víða um heim velur síðan þá, sem hljóta verðlaunin. Vigdís Finnbogadóttir er fyrsta konan, sem kjörin er þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum og þótti forráðamönnum samtakanna, að með kjöri hennar hefði verið stigið skref í átt til jafnréttis, friðar og aukins skilnings milli þjóða heims. Á síðasta ári hlaut Anwar Sadat verðlaunin, en auk þeirra hefur orðan m.a. verið veitt John F. Kennedy, Christian Barnard, Mu- hammad Ali, Neil Armstrong o.fl. Cargolnx: Sækir um leyfi til f ragtf lutninga yfir Norður-Atlantshafið CARGOLUX hefur sótt um það hjá íslenskum yfirvöldum að fá leyfi til fragtflutninga milli Lux- emburgar og Bandarikjanna um tsland. Einar Ólafsson forstjóri Cargolux sagði i samtali við Mbl. i gær að um þetta leyfi væri sótt nú, ef svo færi að tómarúm myndaðist á þessari leið hættu Flugleiðir áætlunarflugi sinu. Einar Ólafsson sagði að margir út- og innflytjendur á íslandi hefðu haft samband við Cargolux og spurst fyrir um þennan mögu- leika og væri hér verið að svara þeim fyrirspurnum. Sagði hann Cargolux ekki ætla sér að keppa við Flugleiðir á þessari leið, en myndi taka við fragtflutningi yfir Norður-Atlantshaf ef Flugleiðir hættu. Þá sagði Einar að hér yrði einungis um fragtflutninga að ræða, en félagið hefði ekki í hyggju að fara út í farþegaflutn- inga. Þrír fulltrúar ASÍ: Fara í dag í 10 daga boðsferð til Sovét f DAG halda utan til Moskvu i tiu daga boðsferð þrir fulltrúar frá Alþýðusambandi tslands. Hér er um að ræða ritstjóra þriggja blaða sem gefin eru út innan launþega- hreyfingarinnar, en þeir fara i boði Sovéska alþýðusambandsins. Þeir sem fara í þessa för eru Haukur Már Haraldsson, ritstjóri Vinnunnar og blaðafulltrúi Alþýðu- sambands Islands, Helgi Arn- laugsson, ritstjóri Málms, sem gef- inn er út af starfsmönnum í málm- og skipasmíði og Ásmundur Hilm- arsson, ritstjóri S.B.M. blaðsins, sem gefið er út af starfsfólki í Sambandi byggingamanna. Að sögn Hauks Más er þeim þremenningum boðið sem ritstjór- um „fagblaða", en tilgangur boðs- ferðarinnar sé að kynna Islending- unum uppbyggingu verkalýðshreyf- ingar í Sovétríkjunum. „En þetta er mál sem einmitt er mjög á döfinni núna, eftir síðustu atburði í Pól- landi," sagði Haukur. Haukur sagði þá myndu fara til Moskvu fyrst í stað, en að öllum líkindum ferðast eitthvað um. Meðal þess, sem skoð- að yrði, væru skipasmíðastöðvar og Lada-verksmiðjur. Ferðin tekur 10 daga sem fyrr er sagt. Engin verkfalls- heimild f engin STÓRN Félags blikksmiða hefur ekki fengið verkfallsheimild frá félaginu, sagði Kristján Ottósson, formaður félagsins í samtali við Morgunblaðið í gær, en í frétt blaðsins stóð, að meðal þeirra félaga, sem aflað hefðu sér heim- ildar, væru máliðnaðarfélögin. Kristján kvað þessa fullyrðingu blaðsins koma sér spánskt fyrir sjónir, hann hefði fyrir skömmu setið miðstjórnarfund Málm- og skipasmiðasambands íslands, þar sem ýmislegt hafi borið á góma, en ekki þetta mál. Valdi þann sem ég taldi hæf ari — segir Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra „ÞAÐ SEM að mér snýr er, að það varð að ráði að auglýsa þarna eftir skólastjóra og tveir menn sóttu um starfið, þeir Eyjólfur Þór Jónsson og Hilmar Ingólfsson. Eftir gaum- gæfilega athugun ákvað ég siðan að setja Hilmar i starfið," sagði Ingvar Gislason, menntamálarað- herra, í samtali við Mbl. í gær, þegar hann var inntur eftir þvf hvers vegna hann hefði ekki farið að vilja skólanefndar og fræðslu- stjóra umdæmisins við ráðningu skólastjóra við nýjan barnaskóla i Garðabæ. „Um málið var fjallað í skóla- nefnd. Hún var klofin í afstöðu sinni þannig að meirihluti nefndar- innar, þrír menn, mæltu með Eyj- ólfi, en minnihlutinn, tveir menn, með Hilmari. Þannig lá málið fyrir mér og eftir gaumgæfilega athugun komst ég að þeirri niðurstöðu að setja bæri Hilmar í stöðuna. Ég vil þó sérstaklega taka fram, að ég tel báða mennina hæfa til starfans, það þurfti einfaldlega að velja milli tveggja hæfra umsækjenda. Þá vísa ég öllu tali um að þetta hafi verið pólitísk ákvörðun til föðurhúsanna, enda skipaði ég ekki flokksbróður minn í embættið," sagði Ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra, að síðustu. TOYOTA- SAUMAVÉLAFJÖLSKYLDAN Toyota 4500 EL með saumaarmi Örugglega ein fullkomnasta saumavélin á markaonum. 4 hraöa rafeindasaumavél með tölvuhnappaboröi, sem gerlr allan saum leikandi létt verk. Verö kr. 252.700.- Starfsaldurslisti flugmanna: Bilið fer minnkandi en langt í lokasamningana STÖÐUGIR fundir eru um þessar mundir hjá Gunnari G. Schram sáttasemjara I málefnum starfs- aldnrslista flugmanna. Ilélt hann i ga-r fund með íulltrúum Félags ísl. atvinnufliigmanna og Flug- Iriða og verður aftur fundur með þeim i fyrramálið. Gunnar G. Schram kvað bilið hafa minnkað milli sjónarmiða Félags Loftleiðaflugmanna og FÍA, en það væri fjarri því að lokasamningar væru í sjónmáli. Hann héldi ýmist sameiginlega fundi með aðilum eða í sitt hvoru lagi og enn væri of snemmt að spá um hvenær úrslit lægju fyrir. Toyota sauma- vélar fyrir alla A verði fyrir alla A greiðslu kjörum fyrir alla 2ja ara ábyfgð og sauma- námskeiö innifaiið í veröi. Fullkomin víögeröar- og varahlutaþjónusta. Toyota Varahlutaumbodiö Armúla, 23, sími 81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.