Morgunblaðið - 11.09.1980, Síða 5

Morgunblaðið - 11.09.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 5 FFSÍ óánægt með vinnubrögð ríkisstiórnarinnar ÞRtR fulltrúar Farmanna- og fiskimannasambands íslands áttu fund með Gunnari Thor- oddsen forsætisráðherra i fyrradag og fluttu þeir honum boðskap fundar formanna sam- bandsfélaga FFSÍ. sem haldinn var síðastliðinn laugardag. í ályktuninni mótmælti fundur FFSÍ „hugmyndum. sem felast muni i hugmyndaskrá efna- hagsmálanefndar ríkisstjórnar- innar“ um að fiskverð hækki ekki. Jafnframt mótmæltu full- trúarnir vinnubrögðum ríkis- stjórnarinnar, sem engin sam- ráð hefði haft við FFSÍ, þrátt fyrir ákvæði ólafslaga. Fulltrúar FFSÍ voru Ingólfur Falsson, forseti FFSÍ, Ingólfur Ingólfsson, varaforseti, og Þórð- ur Sveinbjörnsson, starfsmaður Öldunnar, sem er eitt stærsta félagið innan FFSÍ. Þeir afhentu forsætisráðherra eftirfarandi ályktun: „Fundur formanna sambands- félaga Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, hald- inn laugardaginn 6. september 1980, samþykkir að beina þeirri kröfu til stjórnvalda, að þau beiti sér fyrir því, að fiskverð geti hækkað til jafns við al- mennar launahækkanir. Jafnframt varar fundurinn við afleiðingum þeirra hugmynda, sem felast munu í hugmynda- skrá efnahagsmálanefndar rík- isstjórnarinnar, og gera ráð fyrir því, að fiskverð hækki ekki hinn 1. október næstkomandi, enda þótt laun allra stétta hafi hækkað bæði vegna hækkunar verðbóta, auk fyrirsjáanlegra nokkurra grunnkaupshækkana. Einnig lýsir fundurinn yfir óánægju sinni yfir vinnubrögð- um ríkisstjórnarinnar með tilliti til ákvæða 2. kafla laga nr. 13 frá 10. apríl 1979 um stjórn efna- hagsmála o.fl. og stefnuyfirlýs- ingu núverandi ríkisstjórnar, að ekki skuli hið minnsta rætt við sjómenn, á sama tíma og vitað er að viðræður hafa staðið við hin ýmsu hagsmunasamtök í land- inu. Vill sambandið af því tilefni minna á nokkur þeirra hags- munamála sjómanna, sem brýn- ust eru og að stjórnvöldum snúa ...“ Síðan eru í ályktuninni talin upp þau atriði er varða lífeyris- sjóðamál, slysatryggingar, launagreiðslur sjómanna í veiði- bönnum og öryggismál sjó- manna. Gunnar Thoroddsen brást ókvæða við, er þeir félagar höfðu afhent honum plaggið, að því er Ingólfur Falsson, forseti FFSÍ, tjáði Morgunblaðinu. Hann kvað Gunnar hafa fundið að því, að sjómenn ályktuðu á grundvelli blaðafregna, en fulltrúar FFSÍ svöruðu því til, að fregnum af hugmyndum efnahagsmála- nefndar ríkisstjórnarinnar hefði ekki verið mótmælt af stjórn- völdum, auk þess sem önnur hagsmunasamtök hefðu einnig ályktað á sama veg. Því hefðu menn enga ástæðu haft til þess að tortryggja sannleiksgildi fréttanna. Ingólfur Falsson kvað ýmsar viðræður hafa átt sér stað á bak við tjöldin vegna þessara mála, þótt ekki hafi verið rætt við FFSÍ, svo sem lög mæltu fyrir um. Hann sagði, að sér virtist sem stjórnvöld væru að reyna að reka fleyg á milli sjómannasamtakanna í landinu og taldi hann að þar ættu þeir Arnmundur Bachmann og Svav- ar Gestsson hlut að máli. Biskup íslands. dr. Sigurbjörn Einarsson. ásamt einum ortodoxu biskupanna. Jóhannesi metropolitan frá Finnlandi. Messað í Skálholti í kvöld BISKUP íslands, dr. Sigur- björn Einarsson syngur messu í Skálholti í kvöld klukkan 21, en þar þinga nú hinir ortodoxu guðfræð- ingar. Sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup og sr. Guð- mundur Óli Ólafsson Skál- holtsprestur þjóna fyrir alt- ari ásamt biskupi. Heimir Steinsson rektor predikar en hinir ortodoxu gestir taka mikinn þátt í guðsþjónust- unni. Glúmur Gylfason ann- ast organleik og leiðir söng. Öllum er að sjálfsögðu boðið að vera við kirkju og munu um 7 biskupsvígðir menn vera þarna viðstaddir. Mönnum gefst og tækifæri til að ræða við hina ortodoxu gesti eftir guðsþjónustu. Messan hefst sem fyrr segir kl. 21 á fimmtudagskvöld. [, VSIMIVN KK: 22480 kií1 „Anna á mig“ FORNLEIFAFRÆÐINGAR hafa í sumar verið við uppgröft að Stóru-Borg undir Eyjafjöllum undir stjórn Mjallar Snæsdóttur. Fundust þar margir merkilegir gripir, en þarna hefur staðið býli um aldir. Um helgina kom i ieitirnar fagurlega útskorinn snældusnúður og áletrun á honum virðist vera: „Anna á mig“. Hafa menn leitt getum að þvi, að Anna. húsfreyja á Stóru-Borg, hafi átt gripinn og jafnvel hafi Hjalti skorið hann út í einverunni i hellinum á siðari hluta 16. aldar. Anna og Hjalti eru aðalsöguhetjurnar i sögu Jóns Trausta um Önnu á Stóru-Borg. íslenskir flugmenn til Malaysíu? FLUGLEIÐIR hafa undanfarn- ar vikur annast þjálfun tíu sænskra flugstjóra Fokker F-27 flugvéla. Eru það starfsmenn sænska flugfélagsins Linjeflyg. sem ráðnir hafa verið eða lánað- ir til starfa hjá Malaysia Air- line System. Meðai þeirra er þjálfað hafa Sviana er Ingimar Sveinbjörnsson flugstjóri hjá Flugleiðum og var hann í gær spurður hvort möguleiki væri á störfum fyrir íslenska flug- menn hjá áðurgreindu félagi. — Einhver möguleiki er á því að íslendingar geti fengið vinnu hjá þessu flugfélagi í Kuala Lumpur, en þó er það allt óljóst ennþá, sagði Ingimar. — Þeir hafa helst augastað á flugstjór- um með langa reynslu og vilja síður unga aðstoðarflugmenn, en þó er hugsanlegt að þangað gætu farið nokkrir menn, sagði Ingi- mar einnig, en yfirflugstjóri Malaysia Airline System kom til Reykjavíkur á dögunum vegna þjálfunar Svíanna og voru þá þessar hugmyndir um íslenska flugmenn viðraðar við hann. Enn liggja ekki fyrir upplýs- ingar hjá Flugleiðum um endur- ráðningar flugmanna og kvað Ingimar menn bíða niðurstaðna áður en ákvarðanir væru teknar í þessum málum. PTOFRA- Ryksugan sem svif ur HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun. vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rumar 12 litra, já 12 litra af ryki. HOOVER S 3005 er A ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún liður umJ ' gólfið á loftpúöa alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig. svo létt er hún. ÆT Verö kr. 122.780.- S Egerléttust... búin 800 W mótor ^og 12 lítra rykpoka (Made in USA) im HOOVER er heimilishjálp

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.