Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.09.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1980 100 ár frá fæð- ingu Guðmundar Ásbjörnssonar Sá maður, sem lengstan starfsferil á sem bæjarfulltrúi í Reykjavík, Guðmundur Ás- björnsson, hefði orðið 100 ára í dag. Guðmundur heitinn var kjorinn í bæjarstjórn 1918 og forseti bæjarstjórnar 1926, en þá hafði hann tc«'Knt varafor- setaembætti í tvö ár. AIls var hann kjörinn forseti bæjar- stjórnar 27 sinnum, í síðasta sinn rétt áður en hann lézt af hjartaslagi 15. febrúar 1952. Ilafði hann þá starfað að bæj- armalum Rcykvíkinga í sam- tals 34 ár. Guðmundur Ásbjörnsson var fæddur 11. september 1880 á Eyrarbakka. Hann tók sveins- próf í trésmiði árið 1900 á Eyrarbakka og fluttist til Reykjavíkur árið 1902. Þar stundaði hann trésmíði unz hann stofnsetti eigin vinnustofu 1913 og verzlun í sambandi við hana. Árið 1915 stofnaði hann svo verzlunina Vísi ásamt Sigur- birni Þorkelssyni. Eins og áður segir var hann fyrst kjörinn í bæjarstjórn 1918, varð forseti bæjarstjórnar 1926 og í bæjar- ráð var hann kjörinn 1932. Hann gegndi margvíslegum trúnað- arstörfum hjá Reykjavíkurborg og var settur borgarstjóri nokkr- um sinnum, m.a. var hann settur til þess að gegna embættinu með sérstakri samþykkt árið 1935. Auk ofantaldra trúnaðar- starfa, tók Guðmundur Ás- björnsson virkan þátt í félags- málastarfi. Um skeið var hann í stjórn Trésmíðafélagsins, Kaup- mannafélagsins og Verzlunar- ráðsins. Síðustu 10 ár ævi sinnar var hann í yfirstjórn Oddfell- ow-reglunnar og í 22 ár í stjórn Eimskipafélags íslands. Þá átti hann sæti í stjórnum Sjóvá- tryggingafélags íslands, Vinnu- veitendasambands íslands og í bankaráði Útvegsbanka íslands. Hann var og stjórnarformaður í fiskveiðihlutafélaginu Hrönn, Árvakri h.f. útgáfufélagi Morg- unblaðsins og Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis. Þá var hann virkur í starfi KFUM. I minningargrein um Guð- mund Ásbjörnsson sagði Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins: „I meira en aldar- fjórðung hefur Guðmundur Ás- björnsson verið forseti bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Engum öðrum íslendingi hefur hlotnazt sá heiður. Ég hygg og að fátítt sé með öðrum þjóðum, að sami maður skipi slíkan sess jafn lengi. Þessi staðreynd lýsir að nokkru manninum, sem brauzt úr fátækt til bjargálna, og án skólamenntunar til mikilla og mikilsverðra starfa og virð- ingar." Á sextugsafmæli Guðmundar Ásbjörnssonar skrifaði Valtýr Stefánsson ritstjóri viðtal við Guðmund. Grípum niður í við- talið á nokkrum stöðum og látum Guðmund sjálfan segja frá. Spurningu Valtýs um það, hvort Bakkinn (Eyrarbakki) hafi ekki verið blómlegasta kauptún, er Guðmundur var barn, svarar hann þannig: „Viðskipti voru þar mikil, meðan flestallir bændur á Suð- urlandsundirlendi skiptu við Bakkaverzlun. Og útræði var þar talsvert og eins frá Þorlákshöfn. Ég var látinn fara að beita, þegar ég var 10 ára og ráðinn upp á hálfan hlut það ár og hið næsta. 12 og 13 ára fékk ég þrjá fjórðu úr hlut og fullan hlut upp úr því. Það er ekkert undarlegt, þó að við strákarnir yrðum því fegnir er frátök urðu á vertíðinni, því að við vorum vaktir þetta kl. 3 á nóttunni, þegar leið á vertðina, og þurftum stundum að standa við og beita til kvölds, þegar kannski fjórróið var, eins og stundum kom fyrir. Ekki svo mikið sem við settumst til að borða. Við borðuðum oftast standandi í beitingakofanum. Beitingakofarnir voru niður- grafnir og oft ekki sem bezt loft í þeim, því að beitan vildi úldna, og umgengnin kannski ekki sem bezt hjá okkur unglingunum, eins og gengur. Og þó mokuðum við út við og við. En alltaf vildi eitthvað verða eftir. Það kom fyrir að sveitafólki, sem kom í kofadyrnar, sló fyrir brjóst, man ég- — Var ekki skóli á Bakkanum á þeim árum? — Jú, barnaskóli og hann góður. Kennarar mínir voru Jón Pálsson, Pétur Guðmundsson og séra Gísli Kjartansson. Mín skólaganga voru tveir vetrar- partar þar, frá því í október og fram á vertíð. Eftir að vertíðin byrjaði, gat ég ekki komizt í skólann nema landlegudagana. Vinnan varð að sitja fyrir. Það sem mér er minnisstæðast frá þeim árum er, hve frámunalega ég var oft syfjaður og þreyttur. Fólk á bágt með að trúa því nú, hvað á okkur unglingana var lagt af vinnu og vökum. Oft skældi ég á nóttunni á þeim árum yfir því að mega ekki ganga menntaveginn. En pabbi treysti sé ekki til þess að kosta mig. Og hver veit, hver hamingja hefði orðið úr því. En alltaf fannst mér í gamla daga, að þótt ég ætti undur létt með líkamiega vinnu, þá hefði ég kunnað betur við mig við bókina. En úr því menntavegurinn var lokaður, fór ég 16 ára í smíða- nám til Sigurðar heitins Ólafs- sonar á Eyrarbakka og tók sveinspróf 19 ára gamall. Oft hefur hún komið sér vel fyrir mig verklega þekkingin, er ég fékk af smíðunum." Undir lok viðtals Valtýs Stef- ánssonar við Guðmund Ás- björnsson kemur að stjórnmála- þáttöku hans og spurningin er, hverjir voru kjörnir með honum árið 1918. Guðmundur svarar: „Ég man það ekki lengur. Jón Ólafsson framkvæmdastjóri var mér samferða í bæjarstjórnina, man ég. En þetta er 15. árið mitt sem forseti bæjarstjórnar. — Þú hefur afskipti af mörg- um og margs konar félagsmálum í bænum? — Það yrði leiðinleg upptaln- ing, ef við ættum að tína það allt upp. Eg hef verið í stjórn Spari- sjóðs Reykjavíkur frá því hann var stofnaður. í trésmíðafélag- inu, í Kaupmannafélaginu, Oddfellow. — Goodtemplari? — Nei, ekki síðan ég kom hingað til Reykjavíkur að heitið geti. En sem sagt. Meðan maður er svona ungur eins og ég, þá kann ég ekki við nein skrif í dánar- minningastíl. í rauninni er það ekki annað sem ég vildi sagt hafa að þessu sinni, en það, að ég undrast, hvað þessi ár, síðan ég man eftir mér, hafa liðið fljótt. Og þó undrast ég enn meira og prísa með sjálfum mér, hve mikillar alúðar ég hef notið hjá öllu samstarfs- og samferðafólki mínu. Og þó ég á stundum hafi þótt nokkuð óvæginn, þá hef ég yfirleitt notið vinsælda meðal flokksmanna og einnig meðal skoðanaandstæðinga. En þetta getum við allt talað betur um, þegar ég er orðinn níræður." vel á ítalíu og málið talar hann auðveldlega. Ferðamannabærinn Abano Terme er þekktur fyrir leirhveri sína. Þangað flykkjast einkum Þjóðverjar, sem vilja komast í bað, þ.e.a.s. leirbað að morgni, sólbað að degi og bjórbað að kvöldi. Bæjaryfirvöld tóku að sér einvígið til þess að fá góða auglýsingu fyrir Abano Terme. Óhætt er að fullyrða að sú von þeirra hafi ræst. Portisch Skák ef tir Guðmund Sigurjónsson Hiibner Portisch Hubner Eins og kunnugt er, lauk fyrir skömmu einvígi þeirra Portisch og Hiibner með sigri þess síðar- nefnda. Einvígið var haldið í smábænum Abano Terme, en þaðan er um klukkustundar akst- ur til Feneyja. Skáksamband íslands hafði boðist til að sjá um einvígið, en Portisch var ekki sáttur við að tefla á íslandi. Hann bað því góðvin sinn Pala- dino, sem er forseti ítalska skák- sambandsins, að halda einvígið. Hiibner samþykkti breytinguna, enda hefur hann löngum unað sér Ég var Híibner til aðstoðar í Abano Terme, en sem betur fór fékk ég góðan liðsauka. Skal þar fyrstan nefna tékkneska stór- meistarann Vlastimil Hort, en hann er þekktur fyrir að rann- saka biðskákir öðrum mönnum betur. Reyndar birtist Hort ekki fyrr en í fjórðu skákinni, vegna þess að hann átti ekki heiman- gengt sökum lasleika. Þriðji mað- urinn í hjálparsveit Hubners var Hilgerth, en hann er formaður taflfélagsins í Porz, en öflugustu liðsmenn félagsins eru þeir kapp- arnir Hiibner og Hort. Hilgerth annaðist alla samningagerð fyrir Hiibner og auk þess var hann blaðafulltrúi liðsins. Fjórða hjól- ið undir vagni Hiibners var ít- alskur sálfræðingur. Hann birtist öllum á óvænt í upphafi einvígis- ins og bauð aðstoð sína. Skömmu síðar var hann tekinn í hópinn. Hann kom á hverjum morgni og þjálfaði Hiibner í tvo tíma. Fyrri tíminn fór í léttar leikfimisæf- ingar, en sá síðari í slökun. Virtist Húbner hafa mjög gott af þessu. Fleiri voru ekki í fastaher Hiibners í Abano Terme, en margra er þó ógetið, sem lögðu hinum Iið. Ungverjinn Lajos Portisch kom með fríðu föruneyti til Abano Terme. Liðsmenn hans fylltu tuginn. Þar mátti kenna eigin- konu hans ásamt stórmeisturun- um Ribli, Csom og Forintos. Túlkur var þar í för, en ekki veit ég hvern starfa hinir höfðu með höndum. Ungverjarnir bjuggu á Savoy en við á Magnolia. Keppnin fór fram í Hótel Alexander. Lítill samgangur var á milli sveitanna. Guðmundur Sigurjónsson. Kirkju Patreks- fjarðar gefnir 4 brúðarstólar Patrekstirði. 8. september. VIÐ MESSU í Patreksfjarðar- kirkju i gær afhentu börn Guð- mundar Þórðarsonar og önnu Helgadóttur frá Hól minn- ingargjof til kirkjunnar i tilefni 100 ára ártiðar Guðmundar. Átta börn þeirra hjóna voru mætt hér i kirkjunni við afhendinguna og hafði Baldur Guðmundsson orð fyrir þeim. Minningargjöfin er 4 forkunnarfagrir hrúðarstólar, smiðaðir af Hirti Ármannssyni í Siglufirði. Hilmar Árnason, formaður sóknarnefndar, tók við gjöfinni og prófasturinn, séra Þórarinn Þór þakkaði fyrir hönd safnaðarins. í tilefni þessa bauð sóknarnefnd gestum til hádegisverðar að hótel Sólbergi. Mörg af börnum Guð- mundar og önnu bjuggu lengi hér á Patreksfirði. og settu svip á bæinn. Þau eru nú öll flutt burtu og er eftirsjá að þessu ágæta fólki. Páll MYNDAMOT HF PRINTMYNDAOIRD ADALSTftXTI • SlMAR 171 »2 1735*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.